Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Bæði er afmælisbarn dags- ins gætt umhyggjusemi og hugsjónum. Þú sem átt af- mæli í dag sérð hlutina fljótt í stærra samhengi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki hjá líða að gefa gaum að skipulaginu í kring- um þig. Þú getur hagrætt bæði á vinnustað og heima. Ræktaðu líkamann. Naut (20. apríl - 20. maí)  Elskulegir straumar leika um þig í dag. Ást og rómantík fanga athygli þína. Þig langar að fara í frí og leika þér. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Staða tunglsins í dag veitir þér tækifæri til að hugleiða betrumbætur heimafyrir eða bæta hluti innan fjölskyld- unnar. Hvernig geturðu bætt hlutina? Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sjáðu til þess að öll samskipti þín í dag séu skýr og hispurs- laus. Gættu þessa líka næstu vikurnar. Samskipti við systk- in og ættingja eru sérstaklega mikilvæg. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allgóðar aðstæður eru til að koma skikk á fjármálin í dag. Gættu að hvað þú þarft, og þarft ekki, og haltu jarð- sambandi. Þú þarft kannski að skera niður. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Láttu til þín taka í dag. Fimm himintungl eru í merkinu þínu í dag og algjör meyjar- stemmning í heiminum. Þú fyllist orku sem nú er lag að virkja. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leyfðu þér að fá smá næði í einrúmi. Þú þarft að greiða úr hugmyndum þínum og næði í fallegu umhverfi kemur þér vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Inntu verkefni þín betur af hendi með því að þétta vinanet þitt og sinna sérstaklega vel kvenkyns vinum. Þetta kemur þér vel bæði faglega og fjár- hagslega. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reisn er yfir bogmanninum svo tekið er eftir. Staða himin- tunglanna er einkanlega hag- stæð og þín bíða mikilvæg verkefni sem þú þarft að vinna vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Á þig sækir ferðaþrá, ef ekki flóttaþrá. Þig langar að kveðja þetta pláss og skipta um um- hverfi því ævintýraþráin er með sterkasta móti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú skalt einbeita þér að auði og eignum annarra. Þú verður að sætta þig við að verðmæta- mat annarra er ekki það sama og þitt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Innst inni veistu að þú þarft að hlusta meira en þú talar. Þú getur lært mikið af nánum vini og skalt ljá eyra því sem hann hefur að segja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HEIÐLÓARKVÆÐI Snemma lóan litla í lofti bláu „dírrindí“ undir sólu syngur: „Lofið gæzku gjafarans, grænar eru sveitir lands, fagur himinhringur. Ég á bú í berjamó. Börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða. Mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða.“ Lóan heim úr lofti flaug, ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu, – til að annast unga smá. – Alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 Bb4 4. Bg2 Bxc3 5. dxc3 d6 6. e4 Rge7 7. Re2 O-O 8. O-O Be6 9. b3 Dd7 10. He1 b6 11. Be3 a5 12. a4 Hae8 13. Dd2 h6 14. f3 f5 15. exf5 Rxf5 16. Bf2 Bf7 17. Hf1 De7 18. Hae1 Df6 19. Kh1 Rd8 20. Rc1 Re6 21. Rd3 Bg6 22. Bg1 Kh7 23. f4 exf4 24. Rxf4 Rxf4 25. Hxf4 Hxe1 26. Dxe1 He8 27. Dd2 De5 28. b4 Re3 29. Bc6 He6 30. Bf3 Rf1 31. Df2 Re3 32. Dd2 Rf1 33. Dc1 Re3 34. h4 Rf5 35. Kh2 Hf6 36. Bg2 Kh8 37. Dd2 Bh7 38. Bf2 De8 39. c5 dxc5 40. bxc5 bxc5 41. Bxc5 He6 42. Dd5 Rd6 43. Bxd6 cxd6 44. Dxa5 He2 45. Db5 De6 46. Hf8+ Bg8 47. Dc6 Da2 48. c4 Kh7 49. Df3 Dxc4 50. a5 Ha2 51. Df5+ Kh8 52. Kh3 De2 Staðan kom upp á Norðurlandamóti taflfélaga á Netinu sem Taflfélagið Hellir stóð að og lauk fyrir skömmu. Jóhann Hjartarson (2640) hafði hvítt gegn finnska al- þjóðlega meistaranum Olli Salmensuu (2410). 53. Hxg8+! Kxg8 54. Bd5+ Kh8 55. Df8+ Kh7 56. Bg8+ Kh8 57. Bf7+ og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Skákfélagið Hrókurinn 22 vinninga af 30 mögulegum. 2. Taflfélagið Hellir 19½ v. 3. Sollentuna 17½ v. 4. Bergen 15½ v. 5. Jyvas- Schakki 9½ v. 6. Havnar Telvingarfelag 6 v. 3. um- ferð Skákþings Íslands hefst í dag kl. 17.00 í Hafn- arborg í Hafnarfirði. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. BRIDSÞRAUTIR birtast annað slagið á síðu BSÍ í textavarpinu (326). Þórður Sigfússon velur spilin og matreiðir, en hann hefur næmt auga fyrir skemmti- legum þrautum á opnu borði. Lítum á spil síðustu viku: Norður ♠ G3 ♥ ÁKG4 ♦ ÁD102 ♣K52 Vestur Austur ♠ 2 ♠ K876 ♥ 109876 ♥ D2 ♦ K7 ♦ G986 ♣D9876 ♣G103 Suður ♠ ÁD10954 ♥ 53 ♦ 543 ♣Á4 Suður verður sagnhafi í sjö spöðum og fær út hjarta- tíu. Hvernig á að ná í þrett- án slagi? Strax í upphafi er ljóst að það verður að svíða spaða- kónginn af austri með trompbragði. Sem þýðir að suður þarf að stytta sig tvisvar í trompinu og hag- ræða spilamennskunni þannig að blindur eigi út í tveggja spila endastöðu. Trompbragðið gengur ágætlega upp í þessu spili, því samgangurinn við blind- an er nægur og bæði er hægt að stinga lauf og hjarta. En vandinn er hins vegar sá að sagnhafi á ekki næga slagi til hliðar – sér- staklega ef hjartagosinn fer fyrir lítið, sem er óhjá- kvæmilegt. Þann vanda verður að leysa með tvö- faldri kastþröng. Til að byrja með tekur sagnhafi á hjartaás og svínar tvisvar í trompi. Síð- an spilar hann hjarta á kóng og svo gosanum þegar drottningin fellur. Ef austur trompar ekki, fer tígull heima og síðan styttir sagn- hafi sig heima með því að trompa hjarta og lauf. Sam- hliða svínar hann tígul- drottningu og endar svo inni í borði á tígulás í lokin til að ná trompinu af austri. Austur verður því að trompa hjartagosann. Suður yfirtrompar og tekur spaða- ás. Svínar svo tíguldrottn- ingu, tekur ásinn, fer heim á laufás og spilar síðustu trompunum: Norður ♠ -- ♥ 4 ♦ -- ♣K5 Vestur Austur ♠ -- ♠ -- ♥ 9 ♥ -- ♦ -- ♦ G ♣D9 ♣G10 Suður ♠ 5 ♥ -- ♦ 5 ♣4 Trompfimman afgreiðir vörnina. Vestur verður að halda í hæsta hjarta og hendir laufi. Þá fer hjarta- fjarkinn úr borði og austur þvingast síðan með hæsta tígul og laufvaldið. Dæmi- gerð tvöföld þvingun. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. ágúst, er sextugur Guðjón Pétur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Samkaupa hf. Hann og eiginkona hans, Ásta Ragnheiður Margeirs- dóttir, eru að heiman á af- mælisdaginn. 75 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. ágúst, verður 75 ára Sólveig Guðfinna Sæland, Máva- hrauni 25, Hafnarfirði. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 26. ágúst, er sjötugur Þórir Þórðarson, bifreiðastjóri, Safamýri 83, Reykjavík. Eiginkona hans er Ingi- björg (Edda) Einarsdóttir. Þau eru að heiman í dag. Það er einmitt þetta sem er að…hann ósar! FRÉTTIR Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids mið- vikudaga kl. 13. . Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Í sumar verður opið hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13– 16. Spilað og spjallað. Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem óska. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Enginn svikinn af Dettifossi Mývatnssveit. Morgunblaðið. RENNSLI Jökulsár á Fjöllum hefur verið mjög mikið að undanförnu eða 450 til 600 m3/sek. Þetta gefur ferðamönnum enn frekar sýn á mikilfengleik Dettifoss. Þeir verða að minnsta kosti ekki sviknir af ferðinni þó vegurinn sé afleitur hvort sem farið er vestan eða aust- an ár. Einkum er það óstjórnlegt ryk sem bæði vindurinn og bílarnir þyrla upp sem gerir vegfarendum lífið leitt. Það er raunar merkilegt að ekki skuli fyrir löngu búið að leggja bundið slitlag á veg þjóð- garðsmegin við gljúfrið svo marg- falt fleiri mættu njóta þess að skoða fossinn og aðrar gersemar þjóð- garðsins á einum degi. Fæstir hafa meiri tíma til ráðstöfunar á ferð sinni um landið. Það væri raunar eina boðlega gjöfin tuttugu ára þjóðgarði til handa að leggja veg með bundnu slitlagi um þær ger- semar sem hann geymir en faldar eru nú allt of mörgum vegna ófull- kominna samgangna. Morgunblaðið/Birkir Fanndal ATVINNA mbl.is Fix universal Umhverfisvænn hreinsimassi frá Þýskalandi HREINT ÓTRÚLEGT EFNI VIÐ ERFIÐ ÞRIF Hreinsar, pólerar og verndar samtímis. Messing • kopar • stáli • gulli • silfri lökkuðum flötum • plasti • gleri keramikhellum • emaleruðum flötum o.fl. Ómissandi á heimilið, í bílinn, bátinn, fellihýsið o.fl. Smiðjuvegur 11, gul gata, sími 568 2770
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.