Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR manneskjur týndu lífi og 17 særðust þegar þrjár sprengjur sprungu í gær í borg- inni Krasnodar í Suður-Rúss- landi. Sprungu þær allar á líkum tíma og þykir mesta mildi, að þær urðu ekki fleiri að bana. Talið er líklegast, að skæruliðar í Tétsníu, sem er skammt und- an, hafi staðið að hryðjuverkinu en lögreglan vill þó ekki útiloka, að glæpaflokkar hafi borið ábyrgð á því. Hryðjuverkum tétsneskra skæruliða hefur ver- ið að fjölga að undanförnu en þeir leggja kapp á að trufla sem mest væntanlegar forsetakosn- ingar í Tétsníu en þær eiga að fara fram 5. október nk. Repúblikanar órólegir TOM McClintock öldungadeild- arþingmaður og helsti keppi- nautur Arnolds Schwarzenegg- ers meðal repúblikana í ríkisstjóra- kosningun- um í Kali- forníu hefur neitað að draga sig í hlé. Skoð- anakannan- ir sýna, að demókrat- inn og að- stoðarríkis- stjórinn Cruz Bustamante hefur gott forskot á Schwarzenegger og því leggja repúblikanar mikla áherslu á, að þeir sameinist um einn frambjóðanda. McClintock sagði í fyrradag, að hann ætlaði að ljúka því, sem hann hefði byrjað á, og undir það tók einnig annar repúblikani, Peter Ueber- roth. Bill Simon, sem var fram- bjóðandi repúblikana í ríkis- stjórakosningunum í fyrra, hætti hins vegar við framboð á laugardag. Leitað að ættingjum HUNDRUÐ líka í líkhúsum Parísarborgar bíða þess, að ein- hver vitji þeirra. Hafa borgaryf- irvöld sett um 100 manna hóp í það að hafa uppi á ættingjum hinna látnu en aðallega er um að ræða aldrað fólk, sem lést af völdum hitanna í landinu að undanförnu. Yfirvöld segja, að líklegt sé, að þeir hafi kostað 3.000 til 5.000 manns lífið en samtök útfararstofa áætla, að talan sé um 10.000 og jafnvel hærri. Hubert Falco, sem fer með málefni aldraðra í ríkis- stjórninni, spurði í gær hvort það gæti verið eðlilegt, að í lík- húsunum væru a.m.k. 300 lík, sem enginn vildi kannast við. Denktash- martröðin SIGRI stjórnarandstaðan í kosningum, sem verða í tyrk- neska hluta Kýpur í desember, mun það greiða fyrir sáttum milli Tyrkja og Grikkja á eynni og binda enda á „Denktash- martröðina“, sem margir Kýp- ur-Tyrkir kalla svo. Þá er átt við Rauf Denktash, núverandi leið- toga þeirra, en hann hefur staðið í veginum fyrir sáttaleið Sam- einuðu þjóðanna og þar með hugsanlegri Evrópusambands- aðild tyrkneska hlutans. STUTT Hryðju- verk í Rússlandi Tom McClintock EITT kunnasta stræti Bombay- borgar leit í gær út eins og vígvöllur með sundurtættum bílum, blóði og brotnu gleri. Ferðafólkið, sem jafn- an fyllir götuna, var allt flúið brott og Taj Mahal, fínasta hótel borg- arinnar, starði galtómum tóftunum út yfir Arabíuflóa. Með sjö mínútna millibili sprungu tvær sprengjur í kyrrstæðum leigu- bílum. Var annar á bílastæði rétt við mikinn boga, Indverska hliðið, sem svo er kallað, og hinn við hindúahof í gömlu borginni. Kanak Raja var rétt búinn að leggja bílnum sínum við Indverska hliðið þegar fyrri sprengjan sprakk: „Þakið á leigubílnum flaug að minnsta kosti eina 100 metra og lenti fyrir utan Taj Mahal,“ sagði hann en hótelið hefur í gegnum tíð- ina hýst marga kunna gesti, þar á meðal Karl Bretaprins og Michael Jackson. „Það var allt í uppnámi. Fólk hljóp um æpandi og margir löðrandi í blóði.“ Það voru bresku nýlenduherrarn- ir, sem reistu Indverska hliðið eftir heimsókn heimsókn Georgs kon- ungs V árið 1924 og um það fóru bresku hermennirnir þegar þeir yf- irgáfu sjálfstætt Indland 1948. Lögreglan girti strax af allt svæð- ið við Indverska hliðið en það tók hana nokkurn tíma að ná tökum á ástandinu. Eftir ódæðisverkið var álagið á farsímakerfi borgarinnar svo mikið að það hrundi. Síðari sprengjan sprakk skammt frá Mumbadevi-hofinu, sem kennt er við borgargyðjuna, en indverska nafnið á Bombay er Mumbai. Nokkrar byggingar á milli hofsins og bílsprengjunnar ollu því að engar skemmdir urðu á hofinu sjálfu en þarna varð manntjónið mest. Voru mörg líkanna svo illa farin að þau voru óþekkjanleg, en að sögn voru meðal hinna látnu sjö pílagrímar frá Rajasthan. Kann að tengjast deilunum í Ayodhya Getgátur voru um það í gær, að bönnuð, íslömsk stúdentasamtök hefðu staðið fyrir hryðjuverkunum en sprengjurnar sprungu rétt eftir að indverskir fornleifafræðingar lýstu yfir, að undir mosku, sem hindúskir öfgamenn rifu niður í borginni Ayodhya 1992, væri að finna rústir gamals hindúahofs. Ekki er vitað hvort um tengsl er að ræða en þetta mál hefur kynt undir deilum milli hindúa og múslíma í mörg ár. Bombay eins og blóði drif- inn vígvöllur Bombay. AFP. Reuters Leifar leigubíls sjást hér á torgi í Bombay, þar sem sprengja sprakk í gær og banaði yfir 40 manns. Minnismerkið Indverska hliðið í baksýn. BANDARÍSKAR herþotur gerðu árás á stöðvar skæruliða talibana í fjalllendi í Suðaustur-Afganistan í gær. Um 50 skæruliðar féllu í árás- inni og voru búðir þeirra eyðilagðar, að sögn talsmanns héraðsstjórn- valda. Minnst 75 manns voru hand- teknir, þar um 70 í öðru áhlaupi á meinta skæruliða talibana við landa- mærin að Pakistan. Þetta kváðu verða umfangsmestu hernaðarað- gerðirnar gegn meintum stöðvum talibana í meira en ár. Ahmad Khan, talsmaður héraðs- stjóra Zabul-héraðs, sagði að í sam- eiginlegri aðgerð afganskra stjórn- arhermanna og bandaríska her- aflans í Afganistan hefðu þotur frá Bandaríkjaher varpað sprengjum á stöðvar talibana í fjöllunum í Dai Chupan-sýslu. Sagði hann að stjórnarhermenn hefðu borið að minnsta kosti 50 lík talibanaskæruliða niður úr rústum búða þeirra, sem voru nærri landa- mærunum að Pakistan. Þessi sókn gegn skæruliðum talib- ana fylgir í kjölfar hrinu árása á stjórnarhermenn og lögreglumenn í sunnan- og austanverðu landinu á síðustu vikum. Í árás skæruliða á liðsflutningabíl stjórnarhersins á laugardag féllu fimm hermenn. Loftárásir á talibana- búðir Kandahar. AP. Reuters Afganskir stjórnarhermenn. ÞRÁTT fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað í liðinni viku milli fylkinga sem borizt hafa á bana- spjót í Líberíu í 14 ára löngu borg- arastríði höfðu Líberíubúar yfir litlu að gleðjast í gær, er fréttir bárust af nýjum átökum og fjöldamorðum. Svo virðist sem fjöldamorð hafi verið framið í Nimba-héraði í norð- austurhluta Líberíu, um 250 km frá höfuðborginni Monróvíu. Benjamin Yeaten, hershöfðingi í her Líberíu, greindi frá því að hundruð eða jafnvel þúsund manns hafi látið lífið er vígamenn gengu berserksgang í þorpum í héraðinu og brenndu híbýli fólks. Yeaten sagði að upplýsingar frá héraðinu væru enn óljósar og vildi ekki fullyrða um það hverjir bæru ábyrgð á ódæðisverk- unum. Sagði hann þó að vitað væri að liðsmenn úr helztu uppreisnarhreyf- ingunum í landinu (LURD og MOD- EL) hefðu staðið að árásum á þess- um slóðum fyrir nokkrum dögum. Útvarpsstöð í landinu hafði eftir vitni, sem komst undan á flótta, að hermenn MODEL hefðu ruðzt inn í bæinn Bahn í Nimba-héraði og skot- ið á íbúa áður en þeir héldu á brott. Vitnið heldur því fram að þúsund manns hafi látið lífið. Átök víða utan Monróvíu Reginald Goodridge, upplýsinga- málaráðherra Líberíu, sagði upplýs- ingar frá héraðinu ófullkomnar, en vitað væri um átök þar. Jordi Reich, næstæðsti fulltrúi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Líberíu, sagði að átök ættu sér stað víða utan höfuð- borgarinnar. Ótryggur friður í Líberíu þótt stríðandi fylkingar hafi samið Fréttir af fjöldamorðum Monróvíu. AFP. KARLMENN í krefjandi starfi sem vilja um leið standa sig fullkomlega í eiginmanns- og föðurhlutverkinu eiga mjög á hættu að keyra sig út og fá nýskilgreindan sjúkdóm, svo- kallað Atlas-heilkenni. Hann lýsir sér í því að karlar sem gera miklar kröfur til sjálfra sín bæði á heimili og vinnustað verða að lokum ör- þreyttir, kvíðnir og þunglyndir. Atlas-heilkennið er nútímavanda- mál og tengist félagslega og póli- tískt breyttri stöðu karla í þjóð- félaginu. Feður hér áður fyrr þurftu nefnilega einungis að vera góðar fyrirvinnur en nútímapabbar þurfa auk þess að elda, vaska upp og skipta um bleyjur og fyrir marga eru kröfurnar orðnar allt of miklar. Sálfræðingur að nafni dr. Tim Cantopher var fyrstur til að skil- greina sjúkdóminn, en hann starfar á Priory-heilsugæslustöðinni, virtu sjúkrahúsi sem nýtur mikilla vin- sælda á meðal fræga fólksins sem sækir þangað meðferðir við ýmis konar fíkn, að því er fram kemur á fréttasíðu breska blaðsins Inde- pendent. Cantopher nefndi sjúk- dóminn í höfuðið á risanum Atlas sem gríski guðinn Seifur skipaði að bera alheiminn á herðum sér. Þúsundir karla á fertugs- og fimmtugsaldri sem reyna að vera fullkomnir bæði á vinnustað og á heimilinu eiga á hættu að fá sjúk- dóminn. Cantopher segir að konur séu ekki ónæmar fyrir Atlas- heilkenninu en karlar séu í meiri hættu. „Ég vil ekki segja að konur fái ekki sjúkdóminn, en karlar – sérstaklega karlar í háum stöðum – eru að byrja að kikna hver af öðrum undan álaginu.“ Bölvun hinna sterku Meðal þeirra sem sæta nú með- ferð hjá Cantopher eru 34 læknar en annars koma fórnarlömb sjúk- dómsins úr öllum stéttum, eru m.a. lögreglumenn og kennarar. Hann kallar sjúkdóminn „bölvun hinna sterku“ og bendir á að karlar sem njóta mikillar velgengni í lífinu séu einkum í hættu. „Linari karlarnir kvarta og kveina, koma vinnunni yfir á aðra eða gefast upp áður en þeir verða veikir; það eru hörkutól- in sem falla.“ Jack O’Sullivan, stofnandi upp- lýsingamiðstöðvar fyrir feður og ritstjóri blaðisins Dad, tekur undir orð Cantophers og segir karla í dag afar stressaða. „Það er mjög mikið af þreyttum karlmönnum þarna úti,“ segir Jack sem sjálfur er tveggja barna faðir. „Kynslóðin sem er í föðurhlutverkinu núna er að ganga í gegnum stórkostlegar þjóðfélagsbreytingar. Þeir vinna al- veg jafnmikið, eða jafnvel meira en áður, en eiga á sama tíma að gera miklu meira heima fyrir – svo óhjá- kvæmilega eru þeir afar úttaugað- ir.“ Útkeyrðir ofurpabbar Reuters David Beckham telst hinn full- komni nútímamaður, er fyrirmynd- arfaðir auk þess að vera ókrýndur konungur knattspyrnunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.