Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 23 DANSAÐU HANDFRJÁLS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 88 6 0 8/ 20 02 Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan, Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is HÆGT er að kaupa áfyllingar fyrir blekhylki í sprautuprentara og fylla sjálfur á notuð hylki, og má fylla þrisvar til sex sinnum á hylkið fyrir verð eins nýs hylkis. Einnig er hægt að kaupa notuð hylki sem hafa verið fyllt af fagmönnum mun ódýrara en ný hylki. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki eru nú starfandi á þessum markaði hér á landi. Það er lítið mál að fylla á notuð blekhylki, „þetta er svona eins og að setja bensín á bílinn,“ segir Páll Matthíasson, einn af eigendum Pal- Mat. PalMat kaupir notuð hylki, fyll- ir á þau og selur aftur. Einnig selur fyrirtækið áfyllingar- sett sem eigendur prentara geta not- að sjálfir. Páll segir mikinn sparnað í báðum aðferðunum, þó meiri ef fólk fyllir á sjálft, ekki ósvipað og með bensínið, enda „original“ hylki dýr. Það er ekki mikið mál að fylla sjálfur á blekhylkin að mati Páls, en nauðsynlegt að lesa leiðbeiningarn- ar. Hægt er að fylla venjulegt bleksprautuhylki á 10 mínútum, og enn fljótar ef sá sem fyllir á er orðinn vanur. Framleiðendur hylkjanna segja þau einnota og að það sé ekki gott að nota þau oftar. „Reynslan hefur bara sýnt annað,“ segir Páll. Einnig benda framleiðendur á að gæðin séu ekki þau sömu og á nýjum hylkjum. „Gæðin eru mjög mikil,“ segir Páll. „Liturinn er kannski ekki alveg nákvæmlega sá sami og kemur í hylkjunum en þetta er samt há- gæðablek og hylkið á að skammta sömu litina ef þau eru fyllt rétt.“ Ný hylki annarra framleiðenda Annað íslenskt fyrirtæki sem sér- hæfir sig í sölu á fyllingum í prentara er netverslunin Blek.is. Í netversl- uninni eru meðal annars seld ný blekhylki frá öðrum framleiðendum en framleiðendum prentaranna sjálfra, auk áfyllingarsetta sem ein- staklingar geta notað til að fylla á notuð hylki. Best gengur að selja ný hylki: „Þetta hefur gengið nokkuð vel, þetta eru ódýrari hylkin og sam- bærileg við „original“ hylkin og tón- erana [í leysi-prentarana],“ segir Steingrímur Matthíasson hjá Blek.is. „Við erum einnig með áfyll- ingar, en fólk hefur ekki verið mjög hrifið af þeim. Við erum að selja svo ódýr blekhylki að við getum boðið ný blekhylki á lægra verði en blekáfyll- ingarnar.“ Hægt er að fá blekhylki í flestar tegundir prentara, framleidda af öðrum fyrirtækjum en þeim sem framleiða prentarana sjálfa og eru hylkin keypt frá bæði Bandaríkjun- um, Evrópu og Asíu. „Við erum búnir að selja þetta í hundraðavís og það hefur verið mjög lítið um kvartanir,“ segir Steingrím- ur. Hann segir að meðal viðskipta- vina Blek.is séu stór fyrirtæki, til dæmis bankar, lyfjafyrirtæki og hugbúnaðarfyrirtæki, auk almennra notenda. Segja hylkin einnota Spurður um kvartanir vegna leka segir hann engin dæmi hafa komið upp um slíkt. Gæðin á áfylltum hylkjum eru vel sambærileg við gæði á hylkjum frá framleiðendum prentaranna, að hans sögn. „Mér finnst þetta frekar varasamt og ekki eitthvað sem menn ættu að gera,“ segir Guðmundur Bender, vörustjóri HP prentara hjá Opnum kerfum, sem eru með umboð fyrir Hewlett-Packard prentara hér á landi. „Ég mæli ekki með því. Reynslan segir mér að þetta gangi ekki upp. Hylkin eru framleidd sem einnota hylki og hver treystir því að nota einnota hylki aftur og aftur?“ Guðmundur varar við því að ofnot- uð hylki geti lekið og skemmt prent- arann, sem felli ábyrð seljanda prentarans úr gildi: „Auðvitað getur verið í lagi með þetta ef menn eru heppnir, en ef eitthvað kemur upp á og hylkið fer að leka í prentarann er ábyrgðin á prentaranum sem slíkum fallin úr gildi ef ekki hafa verið notuð hylki sem eru viðurkennd af HP.“ Í sama streng tekur Jóhann Ein- arsson, tæknimaður hjá Nýherja, sem er með umboð fyrir Canon- prentara hér á landi. Hann segir ljóst að fyrirtækið geti ekki tekið ábyrgð á skemmdum sem verða af völdum vöru sem þeir hafa ekki selt. Guðmundur frá Opnum kerfum segir að margir hafi í gegnum tíðina reynt að fylla á svona hylki og selja, en það hafi sjaldnast gengið vel. „Þetta er ekki eins stöðug vara og „original“ hylki.“ Hann segir vel geta verið að áfyllt hylki virki, en segir ljóst að hylkin séu framleidd sem einnota hylki og þess vegna ekki víst hversu lengi þau endist. Hann segir engar mælingar til á því hversu mikil gæði tapist við að fylla á notuð hylki, en segir tæknina vera hárfína. „Hylkið sýður blekið, þess vegna spýtist það út, svo álagið á prenthausinn er töluvert mikið.“ Selja áfyllt blekhylki í sprautuprentara og áfyllingarbúnað fyrir notendur Hægt að fá þrjár til sex fyll- ingar á verði einnar nýrrar Ný blekhylki eru fáanleg í flestar gerðir prentara frá öðrum en framleið- anda fyrir mun lægra verð, segir fulltrúi íslenskrar netverslunar. Morgunblaðið/Þorkell Hægt er að fylla á blekhylki í sprautuprentara með réttum út- búnaði eða kaupa áfyllt notuð hylki. Tölvunotendur geta sparað verulegt fé með því að kaupa notuð blek- hylki í bleksprautu- prentara, eða fylla á þau sjálfir, skrifar Brjánn Jónasson. Framleið- endur prentaranna mæla þó ekki með því og segja hylkin einnota. brjann@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.