Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 37
Gott er þér, vina, guðs í dýrð að vakna, þig gladdi löngum himininn að sjá. Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna samvista þinna. En oss skal huggun ljá: vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna. (Gísli Thorarensen.) Kjartan og Coletta, Sigríður og Sveinn. Það er svo skrítið að hún amma mín sé farin. Ég sem var vön að heim- sækja hana eftir skóla. Ég á ótrúlega margar minningar um ömmu Distu. Ég man hvað hún var glöð og hreykin þegar ég fékk inngöngu í söngskól- ann. Þótt hún væri mikið veik síðustu vikurnar var hún samt alltaf að grín- ast. Henni þótti vænt um fjölskyldu sína og fjölskyldunni þótti vænt um hana. Mig langar að kveðja hana með þessu ljóði: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Lilja. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 37 ekkert að velta vöngum yfir hvað hon- um kynni að finnast um mann sjálfan. Hann einfaldlega sagði það. Slíkur var styrkleiki persónu hans að hann lét heldur ekki nokkurn mann segja sér hvernig hann átti að haga lífi sínu ef slíkar ráðleggingar stríddu gegn hans eigin vilja eða sannfæringu. Nonni átti það til að fá skyndihugdettur eins og einn laugardagsmorgun minnist ég þess að honum fannst alveg upplagt að við myndum skreppa niður á Lauga- veg því hann vildi gefa mér einhverja fallega flík. Ófá voru skiptin, oft án nokkurs fyrirvara, sem Nonni bauð í bíltúr, í leikhús eða út að borða og þá urðu gjarnan fyrir valinu „Útsýnar- og Sunnukvöld“ sem fræg voru á þessum árum. Nonni var maður sem gerði kröfur til síns fólks. Hann var líka fyrsti maðurinn til að umbuna og veita verðlaun. Aðstoð hvort heldur í formi fjárhagslegs eða andlegs stuðnings veitti Nonni í mörgum myndum, allt frá því að leggja sitt af mörkum til að við unglingarnir gætum stofnað okkar eigið heimili eða að þau Begga komu í heimsókn til okkar með fullt fangið af mat svo að ekki yrði nú hætta á að við myndum svelta. Sjaldnast þurfti að biðja um nokkuð því næmi Nonna var slíkt að hann vissi hvar skórinn kreppti hverju sinni. Í tímans rás fóru barnabörn Nonna og Beggu að líta dagsins ljós eitt af öðru. Enginn sem til þekkti fór var- hluta að því að barnabörnin og vel- gengni þeirra skiptu afa og ömmu í Nónvörðu öllu máli. Þetta sýndi sig t.d. þegar Nonni, í andstöðu við hjúkr- unarfólk, ákvað að rísa af sjúkrabeði sínum, þá mjög veikur, og mæta gal- vaskur í Jakasel 4 í útskriftarveislu barnabarns síns. Þeir sem hefðu látið sig dreyma um að reyna að stöðva brottför Jóns Axelssonar af sjúkra- húsinu þennan dag hefðu vart haft er- indi sem erfiði því hann hefði við fyrsta tækifæri verið vís með að laumast út óséður. Til að fullkomna „óþekktina“ þverneitaði hann þrátt fyrir betri vit- und og góðar ráðleggingar að láta aka sér í hjólastól. Að mæta sitjandi í hjólastól til veislu var ekki hans stíll. Við sem fengum hans notið þennan dag erum þakklát fyrir að hann skyldi verja þeim litla krafti sem hann átti til að heiðra sonardóttur sína með nær- veru sinni. Listi yfir höfðingsskap og mann- gæskuverk Nonna og Beggu verður seint tæmdur. Tengsl sem mynduð höfðu verið við Nonna var óhugsandi að slíta. Þess vegna hætti hann aldrei að vera tengdapabbi minn þótt bók- stafleg merking þess orðs ætti ekki lengur við í okkar tilviki. Elsku Nonni. Fjölskyldan í Jakaseli 4 kveður þig nú með söknuði og þakk- læti fyrir þau jákvæðu áhrif sem þú hefur haft á líf okkar. Við erum jafn- framt þakklát fyrir að þjáningum þín- um er nú lokið og nú getur þú léttur á fæti dansað að vild í þínum nýju heim- kynnum. Með allri fjölskyldu þinni lifa minningar um góðan mann og sterkan persónuleika. Þú hefur lagt af stað í ferð á nýjan stað, kannski fjarlægan, en þó erum við þess fullviss að þú ferð ekki lengra en svo að þú getir fylgst með afkomendum þínum í leik og starfi. Vertu sæll að sinni. Kolbrún Baldursdóttir. Elsku Nonni frændi, hinsta kveðja frá Sínu frænku þinni í Perth, Ástr- alíu. Villa systir hringdi og sagði mér frá andláti þínu, líka hversu vænt henni þótti um að hitta þig í fimmtugsafmæli Óskars bróður 1. júní sl. Margs er að minnast og gleðjast yf- ir þegar litið er um farinn veg. Þú Nonni frændi, tvíburabróðir hans elsku pabba Einars, alltaf svo hress og jákvæður, hvers manns hugljúfi. Alltaf tilbúinn að hjálpa og keyra hvert sem leiðin lá. Ekkert var of stórt fyrir þig til þess að takast á við. Fyrsta minning mín um þig þegar ég var 4 ára gömul var svartlakkaða þríhjólið sem þú gafst mér. Það fyrsta sem ég eignaðist, ég á það ekki á mynd, en minningin geymist alltaf í hjarta mínu. Ég man líka eftir fyrstu versluninni sem þú rakst í gamla Mið- nesbragganum, þangað kom ég oft með pabba sem lítil stúlka. En svo fluttir þú verslunina í nýtt stórt hús- næði rétt hjá sjoppunni hans Axels afa, sem seinna var rekin af pabba og síðar mömmu eftir andlát hans. Þetta var stór og myndarleg verslun „Nonni & Bubbi“ sem þú rakst af miklum dugnaði í mörg ár. Ég vann hjá þér stundum á sumrin í skólafríum, alltaf varst þú eldhress, jafnvel þótt þú hafir gengið um hálfskakkur vegna brjósk- loss sem þú þjáðist af í mörg ár. Þegar ég hugsa um þig, Nonni frændi, koma upp minningar um gamla daga þegar þú, pabbi og stund- um Axel afi fóruð með okkur krakkana í helgarferðir með heilan kassa af „Coca-Cola“ og „prins póló“, við fórum hringinn eins og þið sögðuð alltaf, frá Sandgerði til Krísuvíkur, síðan Þing- vallahringinn með stoppi á Selfossi eða í Hveragerði, þar sem keyptur var ís fyrir alla. Þið tvíburabræður voru mjög nánir, ég man þið fóruð alltaf með okkur krakkana í Hvalsneskirkju á páskum og jólum meðan mömmurnar elduðu páska- eða jólamatinn. Þegar ég hugsa um þetta get ég í minningunni heyrt marra í jólasnjónum undan nýju jóla- lakkskónum. Yndislegar stundir sem ég gleymi aldrei. Á seinni árum minnist ég góðra stunda heima hjá þér og Beggu, bæði í Sandgerði og Nónvörðu í Keflavík. Þið hjón voruð ætíð góð heim að sækja, sérstaklega gestrisin, tilbúin að sækja okkur til Reykjavíkur og keyra til baka. Þegar ég fyrst fór til Ástralíu 1970 komst þú ásamt öðrum ættingjum til þess að kveðja mig og strákana, Einar Axel og Óðin upp á flugvöll, meira en það, þú fylltir vasa mína af amerískum dollurum svo okkur mætti ekkert skorta. Allt eru þetta góðar minningar um þig, elsku frændi, þinn ríka karakt- er og stóra hjarta. Þín verður sárlega saknað, sérstak- lega af fjölskyldunni, en einnig af öll- um þeim hjörtum sem þú hefur snert í gegnum lífið með þínum sterka lífs- vilja og orku til að framkvæma. Ég bið algóðan Guð um að vernda, blessa og varðveita þig, elsku Nonni frændi. Hjartans Begga, Axel, Guðmundur, Vignir, Steini og Íris, makar og afa- börn, mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég til ykkar allra, líka systranna Soffíu og Gróu. Megi Guð styrkja ykkur öll á þess- ari sorgarstund. Minningin lifir um góðan dreng. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Tómasína Einarsdóttir, Perth, Ástralíu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug, samúð og vináttu við andlát AUÐAR JÓNSDÓTTUR COLOT. Sömuleiðis þökkum við öllum sem vottuðu henni virðingu við minningarathafnir í Banda- ríkjunum og á Íslandi. Hildur Vigmo Colot, Karen Hansen, Gerður Vigmo Colot, Guðmundur Ásgeirsson, Þóra Sesselja Rose Colot, Freyja Valerie Lynn, Peter Adrien Brooks Colot, Courtney Boissonault, Freyr Guðmundsson, Úlfhildur Guðmundsdóttir, Manuel Fernandez Ortiz, Finnbogi Darri Guðmundsson. Sendum okkar bestu kveðjur til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð sína og hlýhug á erfiðum tímum eftir andlát KRISTÍNAR BØGESKOV djákna. Björn Sigurðsson, Ágústa Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Kristján Björnsson, Guðrún Helga Bjarnadóttir, Björn Ágúst Björnsson, Elísa Nielsen Eiríksdóttir, María Kristín Björnsdóttir, Robert L. Shivers og barnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar unnustu minnar, dóttur, stjúpdóttur, systur, barnabarns og tengdadóttur, TINNU HRANNAR TRYGGVADÓTTUR, Háteigi 21, Keflavík. Guð blessi ykkur öll. Haukur Aðalsteinsson, Hrafnhildur Bjarnadóttir, Ólafur Ragnar Elísson, Tryggvi Þórir Egilsson, Ásta Sigríður Guðmundsdóttir, Bjarni Þór Ragnarsson, Egill Tryggvason, Signý Ósk Ólafsdóttir, Ásgeir Tryggvason, Ólafur Hrafn Ólafsson, Stefanía Ásta Tryggvadóttir, Tómas Orri Ólafsson, Margrét Jensdóttir, Egill Sveinsson, Brynja Tryggvadóttir, Aðalsteinn Guðbergsson, Guðríður Hauksdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUNNLAUGAR MAÍDÍSAR REYNIS, Víðihlíð, Grindavík, áður til heimilis á Sunnubraut 4, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkunarheimilinu Víðihlíð fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ólafur V. Sverrisson, Guðmundur Sv. Ólafsson, Guðmunda Jónsdóttir, Arnþrúður S. Ólafsdóttir, Tryggvi Leóson, Einar Jón Ólafsson, Jósef Kr. Ólafsson, Hildur Guðmundsdóttir, Sigurður Ólafsson, Sigríður Ágústsdóttir, Arnar Ólafsson, Kolbrún Pálsdóttir, Valborg Anna Ólafsdóttir, Elías Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Huldubraut 23, Kópavogi. Snorri Karlsson, Agla Snorradóttir, Friðrik Sigurjónsson, Sigrún Snorradóttir, Gunnar Ásgeirsson, Snorri Freyr Ásgeirsson, Freydís Halla Friðriksdóttir, Freyja Hrönn Friðriksdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, ODDGEIR SIGURBERG JÚLÍUSSON, lést á hjúkrunarheimili Skógarbæjar. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Guðbjörg Bryndís Sigfúsdóttir, Ágúst Gunnar Oddgeirsson, Sigrún Júlía Oddgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS STURLUSONAR söngvara. Guð blessi ykkur öll. Arnhildur Reynis, Dúfa Sylvía Einarsdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Hrafn A. Harðarson, Maja Jill Einarsdóttir, Árni Steingrímsson, Lísa Lotta Reynis, Börkur Árnason, Michael Einar Reynis, Geirþrúður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.  Fleiri minningargreinar um Jón Axelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.