Morgunblaðið - 26.08.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2003 51
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
Tvær löggur.
Tvöföld spenna.
Tvöföld skemmtun.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.
www.laugarasbio.is
Ef þú gætir verið
Guð í eina viku,
hvað myndir þú gera?
Sýnd kl. 4, 6, 8, 9.15 og 10.30.
Yfir 30.000 gestir !
Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali.
MEÐ
ÍSLENSKU
TALI
ATH! Munið eftir Sinbað
litasamkeppninni á ok.is
SV. MBL
Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt
aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í
svakalegustu hasarmynd sumarsins!
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
J I M C A R R E Y
VEFURINN Tónlist.is var opnaður í vor og
hefur selt netverjum íslenska tónlist við vaxandi
vinsældir. Stefán Hjörleifsson er í forsvari fyrir
MúsíkNet ehf. sem stendur að vefsíðunni en nú
hefur verið opnuð ensk útgáfa, Tónlist.com, sem
ætlað er að verða við vaxandi erlendri eftirspurn
eftir íslenskri tónlist.
„Það var markmið frá upphafi að vera með
tónlistarmiðil fyrir erlenda kaupendur samhliða
íslensku útgáfunni,“ segir Stefán. „Í áætlunum
var gert ráð fyrir að jafnvel helmingur heim-
sókna væri erlendis frá. Okkur þótti samt skyn-
samlegra að prufa vefinn hér heima áður en við
færum út í það og þróaðist hugmyndin þannig
að úr verður sinn hvor vefurinn. Erlenda útgáf-
an er þó afrit af íslenska vefnum og með aðgang
að sömu tónlist en bara með öðrum áherslum.“
Áherslumunurinn, að sögn Stefáns, felst m.a.
í framsetningu og kynningu: „Þó að við dýrkum
og dáum K.K. og Magga Eiríks. þá er ekki víst
að útlendingar falli jafnauðveldlega fyrir því og
fyrir Trabant og Singapore Sling, svo dæmi séu
nefnd. Það verður því helst áherslumunur í því
hvaða tónlist er kynnt sérstaklega.“
Íslensk tónlist illfáanleg ytra
Eingöngu er seld íslensk tónlist á vefjunum
tveimur en Stefán segir stefnuna til lengri tíma
að bjóða upp á alla heimsins tónlist, jafnvel í
samstarfi við stóru tónlistarsöluvefina sem opn-
aðir hafa verið erlendis á síðustu árum. Slíkar
hugmyndir eru þó enn ekki komnar mikið
lengra en á teikniborðið: „Við höfum verið að
skoða þessa erlendu vefi og íslensk tónlist er þar
oft illfáanleg, til dæmis gengur misvel að finna
lög Bjarkar. Maður veit ekki hver þróunin verð-
ur en ekki er ólíklegt að við fölumst eftir sam-
starfi við fyrirtæki eins og iTunes um að þeir
tengi sig okkar gagnagrunni til að selja íslenska
tónlist.“
Þriðjungur heimsókna
að utan
Stefán segir þegar hafa borið á að útlendingar
keyptu sér tónlist gegnum vefinn þó hann hafi
verið á íslensku: „Við mælum heimsóknirnar og
um þriðjungur þeirra koma erlendis frá og höf-
um við fengið heimsóknir frá öllum tímabeltum.
Auðvitað er stór hluti þeirra gesta Íslendingar
búsettir erlendis, þá áberandi mikið í Evrópu og
á vesturströnd Bandaríkjanna. En við höfum
líka fengið póst frá útlendingum sem hafa verið
að klóra sig í gegnum vefinn og hafa spurst fyrir
um hvenær vefurinn verður til á þeirra tungu-
máli.“
Vefnum var hleypt af stokkunum um helgina
en verður formlega opnaður í lok september,
eftir að búið verður að sníða af þá vankanta sem
upp geta komið. Á síðunni verður, eins og á Tón-
list.is, í boði nær öll íslensk tónlist sem komið
hefur út frá upphafi: „Ég býst við að við séum
núna með á vefnum nær alla þá íslensku tónlist
sem hefur í gegnum tíðina selst og verið vinsæl á
annað borð,“ segir Stefán. „Þá gildir einu hvort
tónlistin er ný eða gömul. Það hefur svo ofboðs-
lega mikið verið endurútgefið á geisladiskum, og
við erum komnir með, fullyrði ég, 95% af þeim
geisladiskum sem hafa verið gefnir út. Í magni
erum við komnir með um 60% af skráðum út-
gáfum, um 26.000 lög í heildina um þessar
mundir.“ En framundan er metnaðarfullt verk-
efni um að setja á stafrænt form þær vinýlplötur
sem enn hafa ekki fengið slíka stafræna með-
ferð.
Fimm hundruð áskrifendur
Tónlist.is er nú með um 2.000 skráða notend-
ur þegar allir eru taldir, bæði þeir sem hafa
keypt sér eitt og eitt lag og hinir sem eru fastir
áskrifendur. „Fastir áskrifendur hafa að jafnaði
verið um 500 en fjöldinn er að aukast nokkuð
mikið núna og við seljum til viðbótar um 1.000
stök lög á mánuði. Við höfum tekið eftir því að
salan er að snaraukast og varð metsala í ágúst á
stökum lögum.“
Vefurinn tonlist.com hefur göngu sína
Íslensk tónlist
frá Kaliforníu
til Kamtsjatka
Stefán Hjörleifsson segir jafnvel von um
samstarf við stóru tónlistarvefina erlendis
um sölu á íslenskri tónlist.
Ætli Trabant-liðar eigi upp á pallborðið í Tuvalu, Tyrklandi eða Texas?
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
www.tonlist.is
www.tonlist.com
asgeiri@mbl.is
BIÐ aðdáenda Foo Fighters er loks
á enda en hljómsveitin, sem er með
Dave Grohl í fararbroddi, spilar í
Laugardalshöllinni í kvöld ásamt My
Morning Jacket og Vínyl. Löngu er
uppselt á tónleikana enda hefur
þessi bandaríska rokksveit notið
mikilla vinsælda.
Foo Fighters spiluðu í Glasgow á
sunnudagskvöld og héldu strax
hingað til lands með einkaþotu sinni
eftir tónleikana. Kári Sturluson tón-
leikahaldari segir að þeir hafi viljað
„vakna á Íslandi“ og nýta tímann
fyrir tónleikana í skoðunarferðir og
að njóta lífsins. Þeir eru búnir að
skoða sig um í Reykjavík, fóru í Bláa
lónið í gær og út að borða á hum-
arveitingastaðnum Við fjöruborðið á
Stokkseyri. Bjuggust þeir við að
nota daginn í dag undir frekara bæj-
arrölt.
Og hvað skyldi Dave Grohl þá
finnast um borgina? „Ég elska hana,
ég elska hana, ég elska hana,“ ítrek-
ar hann. „Það er svo rólegt og fal-
legt hérna.“ Hvað tónleikana varðar
er hann líka jákvæður. „Þetta verða
frábærir tónleikar.“
Góð rokkstemning
Hljómsveitinni Vínyl hlotnast sá
heiður að hita upp fyrir Grohl og fé-
laga. „Þetta er mjög spennandi og
gaman. Það er ekki oft sem maður
fær tækifæri til að spila fyrir svona
stóran hóp, hvort sem það er hérna
eða úti. Við fáum að spila fyrir fullt
af nýjum eyrum,“ segir Egill Tóm-
asson, gítarleikari sveitarinnar.
Það sem þessi nýju eyru og allir
hinir fá að heyra er efni sem hljóm-
sveitin er búin að vera að vinna að
undanförnu. „Við ætlum að spila
efni sem við erum búnir að vera að
vinna síðastliðið eitt og hálft ár.
Þetta eru allt ný og nýleg lög,“ segir
Egill en Vínyll ætlar að gefa út EP-
plötu í lok september. „Hluti af pró-
gramminu verður þessi plata,“ segir
hann en allavega fjögur lög verður
að finna á plötunni. Eitt þeirra er
nýjasta lag sveitarinnar, „Miss Ice-
land“, sem er nýkomið í spilun á út-
varpsstöðvum.
Rokkið verður sem sagt í fyrir-
rúmi á tónleikunum og er Egill
ánægður með hversu góð stemning
hefur verið fyrir þeim. „Það er líka
búin að vera svo góð stemning fyrir
tónleikana. Þetta er ein stærsta og
vinsælasta rokkhljómsveitin í heim-
inum í dag. Það er búinn að vera
mikill hiti í kringum þessa tónleika.“
Foo Fighters á tónleikum í Laugardalshöll í kvöld
Elska Reykjavík
Morgunblaðið/Jóhannes Kr. Kristjánsson
Auk þess að slappa af í Bláa lóninu í gær fóru Dave Grohl og félagar hans í
Foo Fighters á veitingastaðinn Við fjöruborðið á Stokkseyri.