Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 1
Íslenskur samtími Á fjölum Þjóðleikhússins í vetur verða sjö íslensk verk Listir 27 Fjölbreytni og fjölmenni á Sand- gerðisdögum Suðurnes 22 Saman í Sandgerði Harmleikur í Derry Kvikmynd um „blóðugan sunnudag“ fyrir 31 ári Fólk 52 FLUTNINGABÍLL með 20 tonnum af gleri rakst upp undir Höfðabakkabrú síðdegis í gær með þeim afleið- ingum að farmurinn brotnaði í mél og rigndi glerbrotum yfir nærstadda bíla. Engan sakaði en ein bifreið skemmdist. Glerbrotin þöktu stórt svæði á götunni við brúna. Hreinsunarflokkur frá borginni var kvaddur á vettvang og var haugurinn svo þykkur að nota þurfti moksturstæki við hreinsunina. Bíllinn var á leið í austur- átt og lenti farmurinn að mestu á götunni. Dreifðist gler- ið yfir allt að þrjár akreinar frá Höfðabrúnni og austur undir Selectverslunina sem er um 100 metrum austar. 20 tonna glerfarm- ur brotnaði í mél Morgunblaðið/Júlíus Miklar tafir urðu í Ártúnsbrekku og á Vesturlandsvegi. AÐ minnsta kosti einn liðsmaður palestínsku hreyfingarinnar Hamas beið bana og um 25 Palest- ínumenn særðust í gær þegar ísr- aelskar herþyrlur skutu fjórum flugskeytum á bíl Hamas-liða á fjölfarinni götu í miðborg Gaza- borgar. Tveir Hamas-liðar komust und- an eftir árásina. Að sögn sjónar- votta voru fjögur börn á meðal hinna særðu. Þetta var sjötta flug- skeytaárás Ísraelshers á liðsmenn Hamas frá 19. ágúst þegar sjálfs- morðsárás Palestínumanns á strætisvagn í Jerúsalem kostaði 22 mannslíf. Alls hafa fjórtán Palest- ínumenn, þar af að minnsta kosti tíu Hamas-liðar, beðið bana í flug- skeytaárásunum. Fjölmiðlar í Ísrael höfðu í gær eftir Moshe Yaalon, forseta ísra- elska herráðsins, að herinn væri tilbúinn að senda um það bil 3.000 hermenn inn í palestínska bæi á Gaza-svæðinu ef þörf krefði til að binda enda á flugskeytaárásir Hamas-hreyfingarinnar á byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu og ísra- elska landamærabæi. Reuters Palestínumenn hlaupa frá bifreið sem varð fyrir flugskeytaárás Ísraelshers í miðborg Gaza-borgar í gær. Hamas-liði fellur í flugskeytaárás Gaza-borg. AFP, AP. HOLLENSKA heilbrigðis- ráðuneytið tilkynnti í gær að sjúklingar gætu hér eftir keypt kanna- bis í lyfjaversl- unum gegn lyfseðli. Mest verður hægt að kaupa fimm gramma skammt í einu og kostar hann 40-55 evrur, eða 3.500- 4.800 krónur. „Það er engin vísindaleg sönnun fyrir lækn- ingamætti efnisins en ítrekuð notkun bendir þó til þess að það hafi áhrif,“ sagði talsmað- ur ráðuneytisins. Sjúklingunum verður ráð- lagt að reykja ekki kannabis- efnið, heldur nota úðatæki eða drekka maríúana-te. Hægt er að kaupa kannabis í hundruð- um svokallaðra kaffistofa í Hollandi og þar er verðið mun lægra en í lyfjabúðunum. Efn- ið sem selt verður í búðunum verður þó í hæsta gæðaflokki og sjúklingarnir fá hluta kostnaðarins endurgreiddan. Kannabis selt í lyfja- verslunum Haag. AFP. STOFNAÐ 1913 236 . TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is „YFIRTAKA á Straumi hefur ekki verið markmið Landsbankans eða Samsons. Við viljum komast í að- stöðu til að auka virði fjárfestinga Straums. Markmið okkar er að losa um flókin eignatengsl í fé- lögum og auka arðsemi þeirra.“ Þetta segir Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- bankans, í yfirlýsingu sem hefur borist Morgunblaðinu vegna við- skipta Landsbankans með hluta- bréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Í yfirlýsingunni er Björgólfur sagður telja að stór hluti fjárfest- inga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri. Landsbankinn keypti í gær tæp- an 3,5% hlut Saxhóls ehf. í Fjár- festingarfélaginu Straumi hf. og seldi hann nær allan félagi í eigu Sindra Sindrasonar, varamanns í bankaráði Landsbankans og náins samstarfsmanns Björgólfs til margra ára. Sindri segir Straum vera gott og eftirsóknarvert fyrir- tæki með áhugavert eignasafn og að þar felist möguleikar á að stokka upp og gera betur, eins og hann orðar það. Sindri keypti bréfin í Straumi á genginu 4,3 en Landsbankinn hafði keypt þau af Saxhóli á verðinu 4,2. Alls greiddi Sindri rúmar 600 millj- ónir fyrir hlut sinn í Straumi en Landsbankinn greiddi Saxhóli með hlutabréfum í bankanum. Landsbankinn á eftir viðskipti gærdagsins áfram 19,8% eignar- hlut í Straumi en í yfirlýsingunni frá Björgólfi Guðmundssyni segir að fjárfesting bankans í Straumi sé í fullu samræmi við það sem fram kom í mars sl. að bankinn hygðist eiga um 20–25% hlut í félaginu til að efla það sem tæki til umbreyt- inga á markaði. Stór hluti fjárfestinga til að vernda völd og áhrif Landsbankinn og Samson vilja nota Straum til umbreytinga á hlutabréfamarkaðnum  Vilja losa/14 Björgólfur Guðmundsson í yfirlýsingu í kjölfar viðskipta með bréf í Straumi HLUTFALL íbúa á aldrinum 20 til 44 ára á Norðurlandi vestra er mun lægra en meðaltal á landinu öllu. Frá árinu 1992 hafa 1.479 fleiri íbúar, 45 ára og yngri, flutt á brott en í landsfjórðunginn. Sigurður Sig- urðarson, at- vinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróun- arfélagi Norður- lands vestra, seg- ir þennan aldurshóp vera virka hluta fjöl- skyldumynd- arinnar og lík- lega þann hóp sem hefur meira hreyfiafl í sam- félaginu en allir aðrir. „Vaxt- arbroddur sam- félagsins er fólk yngra en 45 ára og er bæði átt við efnahagsleg áhrif þess og félagsleg. Þetta fólk mótar þjóðfélagið meira en allir aðrir aldurshópar, bæði með neyslu sinni og athöfnum og kemur í veg fyrir stöðnun og afturför. Í aðeins þremur sveitarfélögum á Norðurlandi vestra búa fleiri á þessum aldri en sem nemur landsmeðaltali,“ segir Sigurður. Í nýrri skýrslu eftir hann, sem ber heitið Unga fólkið fór og var unnin í samstarfi við Byggðastofnun, kemur fram að nokkurs konar kynslóðabil sé að myndast á Norðurlandi vestra og víðar á landsbyggðinni. Það vanti unga fólkið og fækkunin hafi verið mest í yngri ald- urshópunum. Eldri borgarar eru að verða hlutfallslega fleiri þó þeim fjölgi ekki. Eldra fólki fjölgar Rannsókn Sigurðar sýnir að íbúum á Norðurlandi vestra hefur fækkað um 11% frá árinu 1992 sem samsvarar nettó- fækkun um 1.140 íbúa. Í eldri hópum hefur fjölgað um 341 en áhrif þeirrar fjölgunar kunna að vera minni þar sem eðlismunur er á þessum aldurshópum. Sigurður segir greinilegt að fólk taki ákvörðun um búsetu sem byggist á möguleikum til menntunar, bæði for- eldra og barna, og hvar hægt sé að nýta tækifærin sem menntunin gefi. Fjölskyldu- fólki fækkar á Norður- landi vestra Frá Sauðárkróki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.