Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 43 Hómópatanám Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 4. og 5. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kennarar með mikla reynslu Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og gsm 897 8190. Hómópataskólinn CPH stofnaður 1993 www.homoeopathytraining.co.uk ÓDÝRT HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 en gott Við bjóðum 14 34 / TA K T ÍK n r. 4 0 C Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.719,- Verð frá Stálskápar (Fyrsti skápur kr. 8.840,-) Sala gamla Pósthússins í Reykjavík voru mikil mistök í sögu póstmála á Íslandi. Þar hefði að sjálfsögðu verið kjörið tækifæri til að setja á fót safn, sem hýsti bæði þær minjar úr sögu póstsins, sem til eru frá upphafi póstflutninga árið 1776, og eins um leið þau frímerkja- söfn, íslenzk og erlend, sem eru í eigu póstyfirvalda. Það hefði verið verðugt hlutverk hússins, þegar allt virðist á hverfanda hveli um notkun frímerkja til burðargjalds fyrir póstsendingar í upphafi 21. aldar. Í frímerkjaþætti 13. ágúst sl. var rætt um ýmsar framkvæmd- ir Íslandspósts hf. á þessu ári, sem sumar hverjar koma mjög óþægilega við frímerkjasafnara að mínum dómi og margra ann- arra, sem ég hef rætt við. Ljóst er, að öll „hagræðing“ Póstsins í málefnum hans er af stjórn hans fyrst og fremst mið- uð við það fyrirtæki, en lítið sem ekkert tillit tekið til viðskipta- manna þess, hvort sem það eru frímerkjasafnarar eða almenn- ingur. Var þetta rakið í síðasta frímerkjaþætti. Eftir var aðeins að ræða um síðasta viðburð í sögu íslenzkra póstmála á þessu ári, en það er sala sjálfrar kór- ónu Póstsins, ef svo má að orði komast, pósthússins í Austur- stræti. Ég hef engan frímerkja- safnara hitt, sem undrar ekki þá skammsýni póstyfirvalda að reyna ekki að halda þeirri bygg- ingu innan sinna vébanda. Satt bezt að segja, er ég hissa á því, að samgönguráðherra, sem er æðsti maður póstmála, skuli ekki hafa tekið í taumana og komið í veg fyrir þessi mistök stjórnar Íslandspósts hf. Sala þessi á auðvitað að færa Póstinum ein- hverjar krónur í kassann. Þess er hins vegar ekki gætt, að hér á í hlut eign, sem Pósturinn og póstmálayfirvöld hefðu átt að vera hreykin af og hefðu auð- veldlega geta nýtt í þágu sína og íslenzkra frímerkjasamtaka um ókomin ár. Nei, þeir, sem hér hafa ráðið ferð, virðast ekki hafa hugsað þetta mál til enda, svo mikil er skammsýnin. Pósthúsið var reist á árunum 1913 til 14 eftir teikningu hins kunna arkitekts Rögnvalds Ólafssonar á horni Austurstræt- is og Pósthússtrætis og af mikilli framsýni Það eitt hefði verið ær- in ástæða til þess að varðveita þessa byggingu áfram í höndum Póstsins. Þar hefði áreiðanlega verið hægt að koma Frímerkja- sölunni fyrir í stað þess að flæma hana suður með sjó. Þá hefði ekki þurft að flytja starfs- fólk hennar á hverjum degi til Keflavíkur og þannig hefði um leið mátt losna við töluverðan kostnað og óþægindi fyrir starfsfólkið, að ég tali ekki um viðskiptavinina. Í gamla póst- húsinu hefði hún líka verið í al- faraleið frímerkjasafnara og annarra viðskiptavina. Eins hefðu vafalaust erlendir ferða- menn, sem væru frímerkjasafn- arar, lagt leið sína þangað. Raunar mun Pósturinn hafa tek- ið á leigu einhvern hluta af fyrstu hæð undir útibú frá Frí- merkjasölunni í Keflavík. En persónuleg kynni við sjálfa Frí- merkjasöluna og starfsmenn hennar, eins og gumað var af, þegar hún var sett á fót á Vest- urgötunni, koma aldrei að vera hin sömu og forstjórinn lofaði á sínum tíma. Þá má ekki gleyma því, að þar hefði mátt koma póstminjasafni fyrir, svo sem póstyfirvöld á öðr- um Norðurlöndum hafa fyrir löngu komið á fót. Má hér sem dæmi minna á póstminjasafn sænsku póststjórnarinnar í „ Gamla stan“, það er í elzta hluta Stokkhólms. Segja má, að póst- húsið okkar hefði sómt sér vel í gamla bæjarhluta Reykjavíkur. Þar hefði verið ákjósanlegur staður fyrir frímerkjasöfn pósts- ins. Má þar t.d. minna á Hans Hals-safnið, eina safn íslenzkra frímerkja, sem póstyfirvöld eiga. Það er að vísu komið á öruggan stað í Þjóðskjalasafni Íslands, en aftur á móti yrði auðveldara fyr- ir frímerkjasafnara, jafnt ís- lenzka sem erlenda, að skoða safnið í Pósthúsinu og eins fyrir allan almenning. Ekki má svo gleyma því, að Póstur og sími eða e.t.v. réttara að segja póstyfirvöld okkar hafa allt frá um 1920, þegar öll yf- irráð póstmála Íslendinga færð- ust inn í landið frá Dönum, annazt öll samskipti við Alþjóða- póstsambandið (U.P.U.) í Bern í Sviss. Í samræmi við það fengu póstyfirvöld okkar, að því er ég bezt veit, þrjú eintök af hverri frímerkjaútgáfu, sem aðrar póst- stjórnir innan sambandsins stóðu að. Þar hlýtur að vera samankomið mikið og merkilegt safn, sem fáir hafa augum litið og ég veit ekki hvar er niður komið þessa stundina. Þess kon- ar safn hef ég séð í póstminja- safninu í Stokkhólmi. Að sjálf- sögðu eiga póstyfirvöld okkar að koma slíku safni upp í sýning- arhæft horf fyrir alla áhuga- menn um frímerki. Þá hefði það vitaskuld sómt sér vel í gamla Pósthúsinu. En framsýnin virð- ist því miður ekki mikil hjá þeim, sem stýra póstmálum okk- ar þessi árin, á því sögulega hlutverki, sem varðar póstsögu Íslands. FRÍMERKI Pósthúsið í Austurstræti Jón Aðalsteinn Jónsson Pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis eins og það leit út nýreist árið 1914. alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.