Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁTÍU ár voru í gær liðin frá því atvinnuleikhús var stofnað á Akur- eyri og þá var verkefnaval vetrarins einmitt kynnt. Leikfélag Akureyrar hefur átt í talsverðum rekstrarvanda síðustu misseri og áhersla er lögð á það nú að sníða sér stakk eftir vexti. Fastráðnir leikarar verða t.d. fjórir hjá LA í vetur en voru sex á síðasta leikári. Eitt nýtt íslenskt verk verður sýnt hjá LA í vetur, Draumalandið eftir Ingibjörgu Hjartardóttur rithöf- und. „Það er skrýtin staða fyrir leikhús- stjóra, þegar hann veltir fyrir sér verkefnavali, að spyrja alltaf að því hve margir eru í verkinu – en nú lát- um við rekstrarforendur segja okkur hvað við getum. Það er bara þannig,“ sagði Þorsteinn Bachmann leikhús- stjóri á fundi með blaðamönnum í gær, þar sem verkefni vetrarins voru kynnt. Fyrsta frumsýning vetrarins er Erling eftir norska leikskáldið Axel Hallstenius, unnið eftir samnefndum skáldsögum Ingvar Ambjörnsen. Þetta er samvinnuverkefni við Sögn ehf. í Reykjavík. Verkið verður frum- sýnt 11. september í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og í Loftkastalanum í Reykjavík tveimur dögum síðar. Verkið verður sýnt eins og aðsókn leyfir á hvorum stað fyrir sig. Skáldsögurnar, leikritið og nú síð- ast kvikmyndin sem gerð var um Er- ling hafa notið mikilla vinsælda í heimalandinu Noregi og víða um heim, ekki síst kvikmyndin sem til- nefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2002. Leikritið segir frá manni um fer- tugt sem hefur nákvæmlega engan áhuga á að mynda tengsl við umheim- inn. Eftir fráfall móður er hann bók- staflega dreginn í hnipri út úr skápn- um heima hjá sér af lögreglu og sendur á sambýli. Þar kynnist hann Kalla Bjarna, klunnalegum karli með kvenfólk á heilanum sem verður sam- býlismaður hans þar. Þeir eru síðan sendir til borgarinnar í þjónustuíbúð í því augnamiði að þeir geti lifað þar sjálfstæðu lífi. Leikritið hefst í raun í nýju íbúðinni þeirra í borginni. Aðlög- un þessara tveggja heimóttarlegu manna að borgarlífinu er umfjöllun- arefni leikverksins og nálgunin er í senn hugljúf og meinfyndin. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson. Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Aðalhlutverk: Stefán Jóns- son og Jón Gnarr. Önnur hlutverk: Hildigunnur Þráinsdóttir og Gísli Pétur Hinriksson og Skúli Gautason sem leika sama hlutverkið, Gísli í Reykjavík en Skúli fyrir norðan. Leikmynd og búningar: Axel Hall- kell Jóhannson. Lýsing: Björn Berg- steinn Guðmundsson. Hljóðmynd: Hallur Ingólfsson. Ástarbréf og Elvis Önnur sýning vetrarins er Ástar- bréf eftir A.R. Gurney velþekktan og margverðlaunaðan bandarískan höf- und. Verkið er samið 1989 og var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 1993, þá léku Gunnar Eyjólfsson og Herdís Þorvaldsdóttir hlutverkin tvö við miklar vinsældir. Verkið fór jafn- framt leikför um landið. Þetta verk hefur verið sýnt um allan heim og má segja að það sé ný-sígilt í þeim skiln- ingi að það er leikið aftur og aftur með nýjum og nýjum leikurum úr einu leikhúsi í annað. Verkið verður frum- sýnt á Græna Hattinum á Akureyri í október. Verkið fjallar um samband tveggja einstaklinga ævina á enda í gegnum bréfaskriftir. Andrew og Melissa byrja að skrifast á sem börn. Hann verður lögfræðingur en hún listamað- ur. Sterk ástarsaga einstaklinga sem ætíð ná saman í gegnum bréfaskrift- irnar en gengur misjafnlega vel að fóta sig í lífinu sem og að hitta hver annan. Verkið er listilega vel skrifað og hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda. Einfalt í umgjörð, ríkt af inni- haldi. Leikarar eru Þráinn Karlsson og Saga Jónsdóttir. Úlfar Hjörvar þýðir verkið og listrænn ábyrgðarmaður sýningarinnar er Þorsteinn Bach- mann. Þriðja frumsýning vetrarins er Eldað með Elvis eftir Lee Hall sem m.a. hlaut óskarsverðlaun fyrir kvik- myndahandrit sitt að Billy Elliot. Galsafengin svört kómedía með göml- um Elvis-söngvum. Verkið hefur farið sigurför um heiminn og víða slegið öll aðsóknarmet. Sýningarstaður er óákveðinn en áætluð frumsýning er í nóvember eða desember. Hér er um að ræða samstarf LA við Menningar- félagið Eilíf í Reykjavík. Þetta er „áleitin, áhrifamikil og drephlægileg saga ungs bakara sem kemur inn á vægast sagt óstarfhæft heimili gamallar Elvis-eftirhermu sem nú er í hjólastól eftir hjartaáfall, konunnar hans sem er kynóður át- röskunarsjúklingur og dóttur þeirra sem á við offituvandamál að stríða,“ eins og Þorsteinn leikhússtjóri sagði í gær. Ekki er unnt að upplýsa um ein- staka listamenn sem koma að þessu verki að svo stöddu. Fjórða sýning vetrarins er svo barnasýningin Búkolla eftir Hildi- gunni Þráinsdóttur, áframhald á sýn- ingunni sem frumsýnd var sl. vor. Unnið verður áfram með sýninguna sem er samstarfsverkefni leikfélags- ins og leikhópsins Hálfur Hrekkur í dós. Áætluð frumsýning er í desem- ber eða janúar, í Samkomuhúsinu. „Verkið er unnið upp úr þjóðsög- unni um Búkollu og strákinn sem fer að heiman til að leita hennar. Leiðin er torsótt og ímyndunaraflið sterkt sem og óttinn við hið óþekkta. Óttinn reynist þó yfirstíganlegur fyrir tilstilli vitsmuna og hugrekkis. Skemmtileg og þroskandi ævintýraferð fyrir alla fjölskylduna. Ævintýrið stendur allt- af fyrir sínu,“ sagði Þorsteinn Bach- mann í gær. Nýtt íslenskt leikrit Fjórða frumsýning vetrarins á Ak- ureyri er nýtt íslenskt, sérnorðlenskt samtímaverk sem ber heitið Draum- landið og verður það sýnt í Samkomu- húsinu eins og aðsókn leyfir. Áætluð frumsýning er í febrúar eða mars. Verkið sem er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur rithöfund í Svarfaðar- dal, „fjallar um sauðinn í okkur sjálf- um og landið sem við erfum. Leiftr- andi gálgahúmor í bland við alvöru lífsins. Sögusviðið er afdalur norður í landi þar sem þjóðfræg baráttumanneskja, „ekkjan við ána“ berst fyrir lífi sauð- kindarinnar og gamalla úreltra drauma á kostnað eigin heilsu. Dóttir hennar er nýkomin úr námi í ferða- málafræðum og hefur önnur áform um jörðina. Fyrrverandi sakamaður hefur ráðið sig sem vinnumann á bæ- inn og finnur nýjan tilgang í lífinu í gegnum sauðkindina og friðinn í sveitinni. Presturinn reynir að bæta upp gamlar syndir og breiða yfir allt og umbera allt með misjöfnum ár- angri. Allt fer þó vel að lokum, eða hvað? Spennandi framvinda og að- gengileg uppbygging. Kraftmikið og áleitið verk sem speglar íslenskan samtíma á gráglettinn hátt,“ sagði Þorsteinn Bachmann í gær en hann leikstýrir verkinu sjálfur. Allir fastráðnir leikarar LA í vetur fara með hlutverk í sýningunni: Hildi- gunnur Þráinsdóttir, Saga Jónsdótt- ir, Skúli Gautason og Þráinn Karls- son. Sigmundur Ernir bjartsýnn „Nýtt leikhúsráð horfir björtum augum fram á veginn,“ segir Sig- mundur Ernir Rúnarsson skáld og fyrrverandi ritstjóri DV, nýr formað- ur leikhúsráðs LA, í yfirlýsingu sem fjölmiðlum var afhent í gær á fund- inum. „Við höfum skoðað rekstur fé- lagsins vandlega á liðnum árum og teljum einsýnt að hægt verði að reka félagið innan fjárheimilda sinna með listrænum metnaði og þeim góða anda sem gott leikhús þarf að státa af. Ný rekstraráætlun félagsins er að okkar mati raunsæ og ábyrg og eftir henni verður farið í hvívetna. Það er brýnt að skapa frið um starfsemi fé- lagsins eftir umbrotatíma og sann- færa bæjarbúa og landsmenn alla um að gott atvinnuleikhús í bænum á að borga sig í öllum skilningi. Verkefna- val komandi leikhússárs er að okkar mati fjörlegt, metnaðarfullt og við margra hæfi. Við sníðum okkur stakk eftir vexti og ætlum ekki fram úr sjálfum okkur, nema ef vera kynni í hlutverkum okkar uppi á sviði,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. Leikfélag Akureyrar sníður sér stakk eftir vexti á þrjátíu ára afmæli atvinnuleikhúss á Akureyri Nýtt verk Ingibjargar Hjartardótt- ur á fjalirnar Fastráðið starfsfólk Leikfélags Akureyrar leikárið 2003-2004 ásamt nýju leikhúsráði en það skipa, auk Sögu Jóns- dóttur leikara, Sigmundur Ernir Rúnarsson, skáld og fyrrverandi ritstjóri, og Karl Frímannsson skólastjóri. „Brýnt að skapa frið um starfsemi fé- lagsins,“ segir formaður leikhússráðs NÝSTOFNUÐ félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, mun í vetur brydda upp á nýjung í háskólanámi þar sem hvort tveggja í senn er boðið upp á aukin tengsl við almenning og nemendur deildarinn- ar fá þjónustu og vettvang sem ekki hefur verið fyrir hendi í íslenskum háskóla til þessa. Nýjung þessi hef- ur fengið heitið lögfræðitorg annars vegar og félagsvísindatorg hins veg- ar, en þetta eru reglubundnir fyr- irlestrar opnir almenningi, sem nemendur er lesa lögfræði og félagsvísindi við skólann sitja. Með torgunum fá nemendur inn- sýn í þau fjölbreytilegu störf sem fólk tekur sér fyrir hendur að loknu námi. Þá er torgunum einnig ætlað að hjálpa nemendum við að velja sér leið í gegnum námið. Á torgunum tala fræðimenn, embættismenn og aðrir sem starfa á viðkomandi svið- um. Fyrirlestrar á lögfræðitorgi verða haldnir á þriðjudögum klukk- an 16:30 á skólaárinu en fyrirlestur á félagsvísindatorgi verða á mið- vikudögum á sama tíma. Ármann Snævarr, fyrrum pró- fessor við lagadeild Háskóla Íslands, verður fyrsti fyrirlesari lögfræði- torgs, í dag þriðjudaginn 2. sept- ember. Hann mun flytja erindi um mikilvægi almennrar lögfræði í laganámi. Birgir Guðmundsson, að- júnkt við Háskólann á Akureyri, verður fyrsti fyrirlesari félagsvís- indatorgs 3. september og mun hann ræða um starf og menntun blaðamannsins. Torgin eru eins og áður segir opin almenningi og er það von forsvars- manna hinnar nýju deildar að sem flestir Norðlendingar og aðrir lands- menn leggi leið sína í húsnæði Há- skólans á Akureyri, Þingvallastræti 23. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 14 (salnum). Háskólinn býður upp á nýjung í háskólanámi hérlendis Ármann Snævarr fyrsti fyrirlesari á lögfræðitorgi KOMIÐ hefur verið á fót nýju rann- sóknar- og þróunarsviði innan Leik- félags Akureyrar. „Sett hafa verið í gang draumaverkefni starfs- manna,“ eins og Þorsteinn Bach- mann leikhússtjóri orðaði það í gær. Rannsóknar- og þróunarsviðið er hugsað sem tveggja ára til- raunaverkefni sem ætlað er að vinna að nýsköpunarverkefnum undir handleiðslu Kára Halldórs Þórs- sonar, leiklistarstjóra íslensku óperunnar. Þorsteinn Bachmann lagði í gær áherslu á að leikhúsið gæti unnið að þróun verkefna, rétt eins og aðrar listgreinar. „Hér hafa verið sett í gang draumaverkefni starfs- manna,“ sagði hann. „Ef einhverjir eiga leynda drauma verður hægt að draga þá fram í dagsljósið undir handleiðslu manns sem kann til verka. Ýmis birtingarform eru möguleg; hugmyndirnar gætu end- að sem grein, bók, heimildarmynd eða sýning svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Þorsteinn er hann ræddi um þróunarsviðið. Einnig er gert ráð fyrir auknu samstarfi við aðrar menningarstofn- anir á svæðinu sem og auknu sam- starfi við önnur félög, einstaklinga og fyrirtæki, að sögn Þorsteins. Þessar tengingar eru í mótun og þróun undir formerkjunum „inn- hverfan út!“ Rannsóknar- og þróunarsvið innan LA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.