Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 11 „VIRKNI til vinnu“ er yfirskrift fjögurra vikna endurhæfingarnám- skeiðs sem hefst hjá heilsumiðstöð- inni Saga Heilsa og Spa nú í vetur. Að sögn Guðmundar Björnssonar, sérfræðings í endurhæfingarlækn- ingum, stofnanda og aðaleigenda Saga Heilsa og Spa, er um nýbreytni í endurhæfingu hér á landi að ræða. Hann telur að léttari endurhæfing eigi ekki að fara fram á stofnunum, enda sé námskeiðið sniðið sem slíkt. Þátttakendur fái svipaða þjónustu og hingað til hefur verið boðið upp á endurhæfingardeild, en nú þurfi þeir ekki að leggjast inn á sjúkrahús. „Ég starfaði áður á Heilsustofnun í Hveragerði, eða Heilsuhælinu eins og það er oftast kallað, og hafði þá þessa draumsýn. Mig langaði til þess að koma upp svona heilsumiðstöð, þar sem endurhæfing færi meðal annars fram. Eftir átta ára farsælt starf sem yfirlæknir ákvað ég að tím- inn væri kominn að beyta til og stofn- aði fyrirtækið Saga Heilsa og Spa.“ Fyrirtækið rekur nú heilsumiðstöð við Nýbýlaveg 24 í Kópavogi. Þar er í boði snyrti- og dekurþjónusta auk heilsuræktar og sundlaugar. Áhersla er lögð á þá nýjung að bjóða upp á heilsuverndar- og endurhæfingar- þjónustu. „Það má segja að ég sé nú að lifa drauminn minn.“ Guðmundur segir að námskeiðið „Virkni til vinnu“ sé hugsað fyrir þá sem séu óvinnufærir vegna verkja. Markmið endurhæfingarinnar er að bæta andlega og líkamlega líðan fólks ásamt færni til vinnu. Þá á end- urhæfingin að draga úr tímabundinni óvinnufærni og varanlegri örorku. „Fagfólk á öllum sviðum meðhöndlar sjúklingana. Þeir verða metnir af endurhæfingarlækni, sjúkraþjálfara og sálfræðingi. Þá fá þeir viðtal við hjúkrunarfræðing og næringarfræð- ing. Matið samanstendur af mats- upplýsingum frá sjúkraþjálfara, sál- fræðingi og endurhæfingarlækni, ásamt ráðleggingum félagsráðgjafa ef þörf er á. Við nýtum okkur aðstöð- una hjá okkur, auk gönguleiða í ná- grenninu. Eftir samráð læknis og annars fagfólks er lögð fram endur- hæfingaráætlun og æskilegar leiðir til úrbóta ákveðnar,“ útskýrir Guðmundur. Þegar hann er spurður út í kostn- aðinn við námskeiðið svarar hann að fjöggurra vikna námskeið kosti eins og vikudvöl á endurhæfingarstofnun. „Sá möguleiki hefur verið viðraður við fulltrúa Tryggingastofnunar að þeir geri þjónustusamning við okkur, þar sem við teljum að margir af þeirra skjólstæðingum geti nýtt sér þessa þjónustu. Við vonumst til þess að menn sjái skynsemina í þessu og það verður sjálfsagt skoðað í ljósi reynslunnar,“ segir Guðmundur og bendir á að kaupendur þjónustunnar verði lífeyrissjóðir, sjúkrasjóðir og tryggingafélög. Hjá Saga Heilsa og Spa er boðið upp á margt fleira heldur en endur- hæfingu. Fjölmörg fyrirtæki hafa gert þjónustusamninga um heilsu- vernd og endurhæfingu. Markmið þessara samninga er meðal annars að fyrirbyggja veikindi, atvinnu- tengd álagseinkenni og slys sem rekja má til atvinnu fólks. Þá er ætl- unin að auka þekkingu starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja á mikilvægi heilsu og öryggis í vinnu og áhættu- þáttum í vinnuumhverfi. Jafnframt er markmiðið að draga úr fjarvistum vegna veikinda og slysa og koma í veg fyrir ótímabær starfslok. „Vinnuveitendur eru æ betur að gera sér grein fyrir verðmæti starfs- manna sinna. Fyrirtæki eru starfs- fólkið. Við bjóðum upp á heilsufars- eftirlit, mælum blóðfitu og blóðsykur, bjóðum meðal annars upp á augnskoðun, bólusetningar og beinþéttnimælingar. Við skipuleggj- um heilsuvikur, mataræði, kennum réttar líkamsstellingar og margt fleira,“ bætir hann við. Guðmundur nefnir sem dæmi starfsmann sem ljúka þurfi mikil- vægu verkefni á ákveðnum tíma og fái í bakið. Þá sé hann sendur til þeirra í meðferð, þar sem hann fær nudd, fer í sjúkraþjálfun og svo fram- vegis. „Þetta er í rauninni framleng- ing á gamla góða trúnaðarlækninum sem fyrirtæki og starfsmenn hafa tekið fagnandi.“ Markaðssetningin færist líka yfir á einstaklinga Guðmundur stofnaði fyrirtækið Saga Heilsa og Spa árið 2000 og bauð í fyrstu upp á eingöngu fyrirtækja- þjónustu. Fljótlega fékk hann Krist- mann Hjálmarsson vin sinn í lið með sér og reka þeir heilsumiðstöðina í sameiningu í dag. „Markaðssetning hefur að mestu beinst að fyrirtækj- um og lífeyrissjóðum. En eftir að við skiptum um húsnæði hefur hún líka færst yfir á einstaklinga,“ segir Guð- mundur. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú rúmlega tuttugu. Það sem byrjaði í einu herbergi á Laugaveg- inum hefur vaxið og er nú orðið stærðarinnar heilsumiðstöð. „Við vorum að leita að húsnæði fyrir sjúkraþjálfun og frekari endurhæf- ingu þegar þetta húsnæði hér á Ný- býlaveginum datt upp í hendurnar á okkur. Hér hafði verið heilsurækt og snyrtistofa og okkur fannst tilvalið að nýta þá aðstöðu sem fyrir er,“ seg- ir hann og leggur áherslu á að þeir ætli sér stóra hluti á þessum mark- aði. „Virkni til vinnu“ er nýtt fjögurra vikna endurhæfingarnámskeið sem er að fara af stað Léttari endurhæfing fari ekki fram á stofnunum Guðmundur Björnsson læknir (til hægri á myndinni) stofnaði heilsu- miðstöðina Saga Heilsa og Spa ásamt Kristni Hjálmarssyni (til vinstri). Morgunblaðið/Arnaldur SNORRI Magnússon fékk sím- hringingu fyrir tveimur vikum og var beðinn um að taka að sér yfir- mannsstöðu öryggisgæslumála Sameinuðu þjóðanna í Líberíu í Afríku. Sameinuðu þjóðirnar eru að opna starfsstöð í landinu til að vinna að friði í samstarfi við nýja þjóðstjórn, sem mynduð var eftir að einræðisherrann Charles Taylor hraktist frá völdum. Frá apríl 2001 hefur Snorri stjórnað 300 manna öryggis- gæslusveit í Pristínu í Kosovo. Hefur sveitin það hlutverk að gæta öryggis starfsmanna og bygginga SÞ í borginni svo mark- mið friðargæslunnar náist. Einnig hefur hann leyst af sem yfirmaður öryggisgæslumála SÞ. Nú er hann í fríi á Íslandi en reiknar með, þegar hann fer aftur til Kosovo næstu helgi, að vera sendur strax til Líberíu til að undirbúa komu starfsmanna SÞ þangað sem munu vinna við friðarferlið. Fer að skoða aðstæður „Þar verð ég yfir öllum öryggis- gæslumálum SÞ í Líberíu sem heitir á ensku Chief Security Officer,“ segir Snorri. Til að byrja með er þetta verkefni til 90 daga en hvað tekur þá við getur hann ekki sagt til um. „Ég er að fara að skoða aðstæður og meta hvort hægt sé að nota hina eða þessa byggingu undir skrifstofur. Þá tek ég saman hvað þarf að gera til að tryggja öryggi sem þarf til starf- ans.“ Markmiðið er að byggja upp stofnanir landsins, sætta stríðandi fylkingar og halda lýðræðislegar kosningar. Þetta uppbygging- arstarf stendur yfir í Sierra-Leone og á Fílabeinsströndinni, tveimur löndum sem liggja við Líberíu. Ástandið í Líberíu hefur verið mjög óstöðugt. „Ég hef enga ástæðu til að ætla að það sé óvild í garð starfsmanna Sameinuðu þjóðanna þar. Fólk er orðið svo langþreytt á bardögum, vill fá frið og fá Sameinuðu þjóðirnar inn í landið,“ segir Snorri. Hann á ekki von á að litlir hópar ógni öryggi starfsmanna eða bygginga þó að hann viti það ekki fyrir víst. Sótti um starf 2000 Á árunum 1999 til 2000 var Snorri við löggæslustörf í Bosníu á vegum íslensku ríkisstjórn- arinnar. Áður en hann hélt heim á leið sótti hann um starf hjá SÞ eftir hvatningu frá samstarfsfólki, sem hann svo fékk. Þar var yfir- maður verkefnisins í Bosníu, og fulltrúi Kofi Annans, aðalritara SÞ, sami maður og nú tekur við verkefninu í Líberíu. Snorri metur það svo að starf hans í Bosníu hafi ráði nokkru, að hann er beðinn um að taka að sér yfirmannsstöðu í Líberíu. Fulltrúar aðalritara SÞ ráði miklu um hverjir fylgi þeim í svona verkefni. Þónokkur upphefð sé falin í stöðuveitingunni. Snorri á konu og þrjú börn á Ís- landi. Hann segir þau bíða þol- inmóð á Íslandi enda ekki mælt með því að fjölskyldur fari með á svæði sem eru að koma undan stríðsátökum. Aðspurður segir hann launin mjög góð, hann borgi ekki skatta á Íslandi en hluti er tekinn af laununum sem renni til SÞ. Litið sé á þann hlut sem fram- lag á móti greiðslu íslenska rík- isins til Sameinuðu þjóðanna og er þessi framkvæmd samkvæmt al- þjóðlegum samningum. Hann heldur þó öllum réttindum sínum hér á landi sem íslenskur ríkis- borgari. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Snorri Magnússon fer utan til starfa fyrir SÞ næstkomandi laugardag. Hér er hann með fjölskyldu sinni. Efri röð frá vinstri: Gunnar Dagur Snorra- son, Hafdís Jóna Gunnarsdóttir, Snorri Magnússon. Neðri röð: Snorri Hall- dór Snorrason og Dagmar Ýr Snorradóttir. Íslendingur yfirmaður öryggismála SÞ í Líberíu Tryggir öryggi starfs- manna og eigna SÞ KRISTINN Magnússon, sjósund- kappi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, synti á laugardag frá Vest- mannaeyjum til lands á rúmum fjórum klukkustundum. Leiðin sem Kristinn synti, úr Heimaey upp í Bakkafjöru í Landeyjum er um 14 kílómetrar. Kristinn lagðist til sunds af Eið- inu í Vestmannaeyjum klukkan 12.50 og náði landi við Bakka klukkan 15.55. Kristinn synti skrið- sund allan tímann, var heppinn með veður fyrri hluta leiðarinnar en það versnaði í sjóinn á seinni hlutanum en þá var ölduhæð orðin 1,5 metrar. Kristinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að sundið hefði verið erfitt fyrsta klukkutímann, á meðan hann hafi verið að róa sig niður, vitandi hvað langt væri eftir. Síðan hafi hann ekki velt þessu mikið fyrir sér og verið orðinn hluti af náttúrunni. Guðlaug eiginkona Kristins fylgdi honum og færði honum nær- ingu á tuttugu mínútna fresti og hvatti hann til dáða alla leið. Drakk Kristinn þrjá lítra af vatni á leiðinni en léttist engu að síður um 6 kíló á sundinu, að því er fram kemur í til- kynningu félaga Kristins að sund- afrekinu loknu. Háhyrningavöður sveimuðu kringum bátana tvo sem aðstoðar- menn Kristins voru á þegar sundið var um það bil hálfnað. Héldu þeir sig í um 50 metra fjarlægð en nær- vera þeirra hafði ekki áhrif á sund- kappann sem reyndar hafði ekki hugmynd um félagsskapinn. Auk háhyrninga var töluvert af mar- glyttum á leiðinni. Nokkurt brim var við land sem hafði engin áhrif á sundið. Var Kristinn þreyttur að sundi loknu en að öðru leyti við hestaheilsu. Krist- inn var alveg búinn að ná sér í gær en sagðist þó enn vera með harð- sperrur. Kristinn sagði að nú hefði hann náð öllum þeim markmiðum sem hann hafi sett sér síðasta sumar og væri hættur sjósundum í bili enda sæi hann ekki hvernig hann gæti toppað sjálfan sig, eins og hann komst að orði. Síðast var þetta sund þreytt 1961 er Axel Kvaran synti milli lands og Eyja og þar áður Eyjólfur Jónsson tveimur árum fyrr. Synti milli lands og Eyja á fjórum klukkutímum Kristinn Magnússon sundkappi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.