Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir réttum fjöru- tíu og fjórum árum hóf Gísli Þorvaldsson störf í hlaðdeild Flugfélags Íslands hf., þá aðeins 18 ára gamall. Strax við fyrstu kynni varð ljóst að þarna fór dugmikill og áræðinn piltur sem hafði metnað og skor- aðist ekki undan því að sinna ábyrgðarmiklum störfum fyrir fé- lagið. Á þessum tíma, eða árið 1959, rak félagið umfangsmikla starf- semi, en bæði innanlands- og milli- landaflug var gert út frá Reykja- víkurflugvelli. Var oft unnið við mjög erfiðar aðstæður, svo sem að finna skýlispláss fyrir þann stóra flugflota sem þá var gerður út, eins og DC 4, DC 6, Viscount, DC 3 og Katalina flugvélar. Þessar vélar voru allar í rekstri á þessum tíma GÍSLI ÞORVALDSSON ✝ Gísli Þorvalds-son fæddist í Reykjavík 12. októ- ber 1941. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans – há- skólasjúkrahúss við Hringbraut 19. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 25. ágúst. og eins og nærri má geta reyndi oft á snerpu og áræði þeirra sem unnu í hlaðdeildinni og var Gísli hinn ungi enginn eftirbátur hinna eldri. Gísli var snjall knattspyrnumaður og gerðist strax liðsmað- ur knattspyrnuliðs flugfélagsins, Faxa og spilaði með þeim á mótum, bæði hér heima og erlendis. Þá var hann í bridgeliði félagsins sem atti kappi við erlend flugfélög og hafð- ist oft sigur á þessum mótum. Eins og getið var í upphafi skor- aðist Gísli ekki undan því að axla ábyrgð og tók hann að sér verk- stjórn í hlaðdeildinni. Kom fljótt í ljós að hann kunni að fara með mannaforráð og naut hann trausts yfirmanna sinna allan starfsferil sinn hjá Flugfélagi Íslands hf., síð- ar Flugleiðum og Icelandair, en þar var hann lagerstjóri til hinsta dags. Ég þakka Gísla áratuga samstarf og vináttu og votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Veri hann að eilífu guði falinn. Aðalsteinn Dalmann Októsson. ✝ Hallfríður Sig-urðardóttir, Halla, fæddist í Helgafelli í Svarfað- ardal 5. janúar 1924. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 23. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Rósa Sigurðardóttir, f. 1894, d. 1941, og Sig- urður Sigurðsson, f. 1885, d. 1977. Systur Höllu voru: 1) Soffía, f. 1921, d. 1968, maki Jón Blöndal, f. 1921, d. 1950, 2) Aðalheiður, f. 1925, maki Kristján Loftur Jónsson, f. 1925, og 3) Árdís, f. 1935. Fóst- ursystkini Höllu voru: 1) Ingunn Klemenzdóttir, f. 1929, maki Ólaf- ur Sigfússon, f. 1933, d. 1997, 2) Rafn Garðarsson, f. 1940, d. 1970, og 3) Leonóna Müller, f. 1944, maki Einar Müller, f. 1942. Dóttir Höllu og Steingríms Eiðssonar er Sigrún Hulda Stein- grímsdóttir, f. 1956, maki Ingvar Engilbertsson, f. 1952. Börn þeirra eru: 1) Halla, f. 1977. 2) Engilbert, f. 1981, maki Aðalbjörg Rósa Sigurðardóttir, f. 1983. Dóttir þeirra er Sigrún María, f. 2001. 3) Adda Soffía, f. 1986. Halla ólst upp í Helgafelli. Eftir að móðir hennar lést héldu þær systur heimili með föður sínum í Helgafelli. Næstu árin skiptust þær systur á að fara sem kaupakonur í tíma og tíma, bæði í Svarfaðardal og Eyjafirði, og hélt Halla því nær óslitið áfram þar til hún fór að starfa á Elliheimilinu Skjaldarvík árið 1965. Þar vann hún til ársins 1986 þegar hún þurfti að hætta störfum af heilsu- farsástæðum. Næstu fjögur árin bjó hún hjá Huldu dóttur sinni á Dalvík. Árið 1990 flutti Halla til Akureyrar og bjó lengst af í íbúð sinni í Melasíðu. Útför Höllu fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. „Þið eigið nú ekki að vera að þessu …“ Þetta eru líklega þekktustu orð- in hennar Höllu ömmu og lýsa henni svo vel. Alltaf var það óþarfi ef ein- hver gerði eitthvað fyrir hana, sama hve mikið hún hafði gefið af sér og gert fyrir viðkomandi. Amma var nægjusöm með endemum og hörð við sjálfa sig og hugsaði fyrst og fremst um að þjóna öðrum. Hún var líka þekkt fyrir að gefast aldrei upp. Það var ótrúlegt hvað hún gat þrjóskast við, henni skyldi takast þetta, þrátt að hún hafi til dæmis þjáðst af liðagigt í áratugi. Einstak- lega samviskusöm og dugleg kona var hún og alltaf vildi hún gera hlut- ina eins vel og hægt var og skila hverju verki af sér óaðfinnanlega. Þar fyrir utan var hún auðvitað æð- isleg amma, gerði rosalega góðar kleinur, rækjusalat og bollur svo eitthvað sé nefnt. Amma var líka næm og fann ým- islegt á sér. Hana dreymdi fyrir at- burðum og ef einhver hlutur týndist spurðum við hana og hún gat oft látið sig dreyma hvar hann var. Amma vildi alltaf láta kalla sig Höllu, var ekki vel við Hallfríðar- nafnið, sagði að hún væri ekki mann- eskja til að bera svo stórt og mikið nafn. Hún sagði líka við mömmu löngu áður en ég kom í heiminn að ef hún vildi skíra í höfuðið á sér yrði það bara Halla og ég er ofsalega þakklát henni fyrir það. Er algjör- lega sammála henni um að það sé nóg að heita bara Halla. Amma var líka mikið fyrir kveðskap og átti auð- velt með að gera vísur, þótt hún vildi ekki gera mikið úr því. En þessi ligg- ur einmitt eftir hana varðandi Höllu- nafnið og ég má til með að láta hana fylgja: Ó, að ég héti aðeins Halla með ofsa skap, ég segi ei meir. Minntu mig á mína galla því margir og stórir eru þeir. Margar góðar minningar á ég um ömmu. Ég gisti oftar en einu sinni nokkrar nætur hjá henni í Skjald- arvík þegar hún vann þar. Ég man til dæmis eftir því að einn seinnipart eftir erfiðan vinnudag tókum við fram fótanuddtækið fræga sem allir áttu á þeim tíma og fórum í gott fóta- bað. Svo lögðum við okkur aðeins á eftir en sváfum yfir okkur og misst- um af kvöldmatnum. Annars voru bestu stundir okkar saman við að spila. Amma kenndi mér mörg spil. Marías var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur og líka að leggja Forsetakap- alinn og spyrja hann að einhverju. Seinna kom ég til ömmu í Mela- síðuna sem var fyrsta íbúðin sem hún eignaðist, þá orðin 67 ára gömul. Hún naut þess að eignast loksins sitt eigið heimili. Það var alltaf svo nota- legt að sitja með te og eitthvað sem amma hafði bakað við eldhúsborðið og spjalla um lífið og tilveruna. En núna finnur amma hvergi til lengur, í fyrsta skipti í áratugi eftir langa og stranga baráttu. Það ætti að vera huggun okkar allra sem höfum misst svo mikið við fráfall hennar. Að lokum vil ég færa starfsfólkinu á Hlíð og öðrum sem önnuðust ömmu síðustu árin kærar þakkir fyr- ir ómetanleg störf. Og amma mín, þúsund þakkir fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Halla. HALLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, FREYJA JÓNSDÓTTIR, Hverfisgötu 50, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 3. september kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á kvenlækninga- deild 21A, Landspítala. Ármann Örn Ármannsson, Dögg Ármannsdóttir, Drífa Ármannsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁGÚSTA SIGURÐARDÓTTIR RINGSTED, Víðilundi 10c, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 27. ágúst sl., verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. septem- ber kl 13.30. Gunnur Ringsted, Heimir Kristinsson, Sigurður Ringsted, Ragnhildur Barðadóttir, Gunnar Ringsted, Jenný Lind Egilsdóttir, Ingibjörg Ringsted, Valmundur P. Árnason, Guðbjörg Ringsted, Kristján Þór Júlíusson, Baldvin Ringsted og ömmubörnin. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁGÚSTA SÖEBECH (Sísý), Torfufelli 29, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 25. ágúst, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Blóðlækningadeild Landspítalans 11G. Einar Einarsson, Suzanne Einarsson, Pétur Kristjánsson, Þóra Ingvaldsdóttir, Kristján Kristjánsson, Þórunn Þórarinsdóttir, Ellen Kristjánsdóttir, Eyþór Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR frá Ósabakka, Skeiðum, Borgarholtsbraut 24, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 27. ágúst, verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 3. september kl. 15.00. Lilja Ester Ragnarsdóttir, Andrés Einarsson, Jón Birgir Ragnarsson, Helga Dóra Reinaldsdóttir, Gestur Bragi Magnússon, Guðfinna Elín Jóhannsdóttir, Björn Rúnar Magnússon, Brynja Viðarsdóttir og ömmubörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU P. SÓLNES. Júlíus Sólnes, Sigríður María Sólnes, Gunnar Sólnes, Margrét Kristinsdóttir, Jón Kr. Sólnes, Halla E. Baldursdóttir, Inga Sólnes, Jón Sigurjónsson, Páll Sólnes, María Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.