Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.09.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Koei Maru No. 2, Libra, Arnarfell, Polar Star og Vigri koma í dag. Árni Friðriksson, Helga og Forester fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, kl. 13 vinnustofa. Guðsþjón- usta, kirkjuferð í Fíl- adelfíu 3. september, ath. að rúta fer frá Aflagranda kl. 13.30 Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Handavinnustofan opin, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13.30 létt ganga. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun og hár- greiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 op- in vinnustofa, leikfimi byrjar aftur 2. sept., kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 12 hár- greiðsla. Bókabíllinn er í fríi til 9. sept. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl 13, billjard kl 13.30, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13 í dag. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði í Glæsibæ kl. 10. S. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um frá kl. 9–17, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin frá kl. 9–17 virka daga, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð (Bónus), kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 9.45 banka- þjónusta, fyrsta þriðju- dag í mánuði. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 14 félagsvist. Nú stendur yfir skrán- ing í öll námskeið, bútasaum, bókband, glerbræðslu, gler- skurð, postulínsmálun, perlusaum (nýtt), myndlist og leirmótun. Einnig auglýsum við eftir söngfélögum í kórinn og einstak- lingum til að spila boccia. Leikfimin hefst í dag, 2. september, kl. 10. Starfið í félags- miðstöðinni er opið fyr- ir alla aldurshópa. All- ar upplýsingar í síma 561 0300. FEBK. Brids spilað kl. 19 í Gjábakka. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á miðviku- dögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. ITC-Fífa Kópavogi. Vetrarstarfið er hafið. Fyrsti fundur vetrarins verður miðvikud. 3. sept. kl. 20.15 á Álfa- heiði 17, Kópavogi (í sal Safnaðarheimilis Hjallakirkju). Allir áhugasamir um samskipti, sálfstraust, skemmtun, skipulag og stjórnun velkomnir. Uppl. á itcfifa@isl.is og heimasíðu ITC sem er www.simnet.is/itc. Ferðaklúbburinn Flækjufótur. Nokkur sæti laus í haustferðina til Vestmannaeyja 12. til 14. september. Upp- lýsingar í síma 898 2468. Minningarkort Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barnaspítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er þriðjudagur 2. ágúst, 245. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Ef von vor til Krists nær að- eins til þessa lífs, þá erum vér aumkvunarverðastir allra manna. (1. Korintubréf 15, 19.)     Sveinn Hannesson,framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar leiðara í nýjasta fréttabréf samtakanna, Íslenskan iðnað, og ger- ir gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur að umtalsefni.     Frétt, sem vakið hefurathygli, er gjald- skrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur sem rök- studd er með því að kostnaður vegna orku- notkunar heimila á höf- uðborgarsvæðinu sé með því lægsta sem þekkist og hins vegar að OR hafi orðið af tekjum vegna hlýinda að und- anförnu,“ segir Sveinn. „Það er að vonum að fjölmiðlar og almenn- ingur reki upp rama- kvein þegar svona mál- flutningur er borinn á borð. Jafnvel talsmenn einokunarfyrirtækis geta ekki leyft sér að tala svona á sama tíma og fyrirtækið er að byggja yfir sig þriggja milljarða króna höll þar sem kostnaðurinn fór þriðjung fram úr áætlun að sögn stjórnarfor- mannsins. Ekkert var rætt um að við þessu þyrfti að bregðast með niðurskurði kostnaðar eða uppsögnum, hvað þá að gert yrði átak til þess að auka sölu og þar með tekjur. Allt væru það eðlileg viðbrögð í venjulegu fyrirtæki en OR er ekki venjulegt fyrirtæki.     Nýting jarðvarma ereitt þeirra sviða þar sem Íslendingar búa yfir tækniþekkingu umfram aðrar þjóðir. Hér er Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna og öflugt rannsóknastarf fer fram á þessu sviði. Á sjávar- útvegssviðinu búum við einnig yfir slíkri þekk- ingu sem hefur skilað sér í framleiðslu, sölu og útflutningi á marg- víslegri vöru og þjón- ustu. Ekkert slíkt hefur gerst á orkusviðinu. Það er lítill áhugi hjá þeim einokunarfyrirtækjum, sem þar starfa, á að byggja upp nýja fram- leiðslu eða selja þjón- ustu á sínu sviði.     Til hvers að leita leiðatil að afla tekna með útflutningi vöru og þjónustu þegar hægt er að skemmta sér við að byggja upp nýjar höf- uðstöðvar, fjar- skiptakerfi, veitingahús á skopparakringlu og risarækjueldi? Vanti meiri peninga í slík verkefni er einfalt mál að hækka gjaldskrána. Bregðist viðskiptavin- irnir við með því að spara við sig hitann eða rafmagnið eftir hækk- unina þá þarf bara að hækka meira. Ekki fara þeir neitt og þeir verða fegnir að fá ljós og yl í vetur þegar kólnar og dimmir,“ segir Sveinn Hannesson í leiðara Ís- lensks iðnaðar. STAKSTEINAR Einokunarfyrirtækið og gjaldskrárhækkunin Víkverji skrifar... HVAÐ ertu að segja, hefurðuekki gaman af Woody Allen?“ sagði ágætur vinnufélagi við Vík- verja á dögunum. Gáttaður. Nei, svaraði Víkverji fullum hálsi. Mér finnst maðurinn með afbrigðum leiðinlegur. „Hvurslags eiginlega er þetta,“ hélt vinnufélaginn áfram vantrúa. „Þetta er nú bara eins og að hafa ekki gaman af Bítlunum.“ Hananú. Skyndilega leið Víkverja eins og hann væri úti að aka. Aftur var svarið nefnilega nei. Víkverji hefur ekki gaman af Bítlunum. Við- urkennir raunar fúslega að John Lennon hafi verið athyglisverður náungi – en tónlistin? Nei, takk! Nú missti vinnufélaginn alveg andlitið. Fór að skima í kringum sig. Þráði bersýnilega að þessu geggjaða samtali lyki. Hvað er eiginlega að manni sem hvorki kann að meta Bítlana né Woody Allen? Það er nú það. Uppfrá þessu samtali hefur Vík- verji verið að endurmeta sjálfan sig. Getur það verið eðlilegt að komast á fullorðinsár án þess að læra að meta Bítlana og Woody All- en? Á þetta horfa menn upp til hópa og hlusta. Eru menn með mönnum. Með hverjum er þá Víkverji? Víkverji þekkir marga menn sem halda upp á Woody Allen – dýrka hann og dá. Þeir eru alltaf annað veifið að lýsa atriðum úr myndum hans. Hvað þau séu kostuleg. Og það eru þau. Í lýsingu mannanna. Svo fer Víkverji að horfa á myndir Woody Allens – þær eru örugglega hundr- að og Woody Allen alltaf að leika sama karakterinn – og ekkert ger- ist. Atriðin eru alls ekkert fyndin. Þvert á móti. Pirrandi og hallær- isleg. Af því þetta er Woody Allen. Víkverji þolir ekki Woody Allen. Fáir menn valda honum eins mikl- um óþægindum. Vandræðagang- urinn, vöflurnar, viðkvæmnin. Þol- inmæði Víkverja er þanin til hins ítrasta. Raunar er sagt að þetta sé besti karl – gjörólíkur karakternum sem hann er sífellt að túlka. Það má vera. Breytir þó engu. Núorðið forðast Víkverji myndir Woody Allens eins og heitan eldinn. Telur fullreynt. x x x DAGSKRÁ vetrarins í Tíbrá, tón-leikaröð Salarins, hefur verið kynnt hér í blaðinu tvo undanfarna daga. Hún er óvenju fjölbreytt og frjó. Jónas Ingimundarson, list- rænn stjórnandi raðarinnar, og fólk hans á heiður skilið fyrir metnað og hugmyndaauðgi. Sama má segja um Kópavogsbæ sem styður dyggilega við bakið á Tíbránni. Það framtak ætti að vera öðrum bæjaryfirvöldum fyrirmynd. Hvað er svona fyndið við þennan mann? Listin að lifa ÁHUGAVERÐUR þáttur er sýndur á Skjá einum vikulega sem heitir „Follow that food“. Er ég viss um að margir, sem hafa sérstakan áhuga á matargerð, fylgj- ast með honum. Aðeins er tekið fyrir eitt efni í einu, og fylgst með sérstakri framleiðslu þess, svo sem smjör, sveppir, egg, soja- sósa o.s.frv. Fylgst er með matar- gerð, á viðkomandi efnum, víðsvegar í heiminum, á frægustu veitingahúsum heims. Þ. á m. er Maldon sjávar- salt, sem framleitt hefur verið af sömu fjölskyldu, síðan 1882, í Essex í Eng- landi. Þetta salt er hreint krist- allað sjávarsalt, með eng- um aukaefnum, í léttum flögum, og er selt almennt í 250 gr. pk. Eftir að ég sá notkun á Maldon-salti, til matar- gerðar, hef ég eingöngu notað það og hvílíkur mun- ur. Bragðið er einstakt og ferskt. Best er að nota það úr saltkvörn. Mér er kunn- ugt um, að margir helstu matgæðingar hér á landi, noti Maldon-salt til matar- gerðar en það fæst t.d. í Heilsuhúsinu. Svanur Jóhannsson. Góð og fagleg þjónusta MIG langar að benda á góða og faglega þjónustu hjá nuddstofunni JIA RUI, Hamraborg 20A, Kópavogi. Ég fór þangað fyrir hálfu ári síðan vegna verkja í öxl- um, eftir 3 tíma var ég orð- in góð. Núna hef ég verið í með- ferð hjá þeim vegna verkja í mjöðm sem leiða til dofa niður í fótlegg. Ég er búin að taka 4 skipti og ég finn greinilegan mun. Dofinn í fótleggnum er horfinn og verkurinn í mjöðminni hef- ur minnkað mikið. Fólkið sem vinnur á stof- unni er mjög alúðlegt. Ég finn alltaf fyrir góðu og þægilegu viðmóti og það er greinilegt að þau eru í þessu starfi af áhuga á því að hjálpa þeim sem inn koma sama hvað vanda- málið er. Hulda. Kúgun á tilboðsverði EITT ógeðfelldasta fyrir- bæri samtímans er svokall- að yfirtökutilboð. Fjársterkir aðilar virðast geta bolað fólki út úr hluta- félögum. Fólk hefur lengi verið hvatt til þátttöku í at- vinnulífinu m.a. með hluta- bréfakaupum. Með yfir- tökutilboði eru hlutabréfa- eigendur neyddir til að láta hlutafé sitt af hendi. Fallist fólk ekki á tilboðið er and- virði hlutabréfanna bara lagt inn á bankareikning og tilboðsgjafi hirðir bréfin af fyrri eiganda. Þetta eru ekki frjáls viðskipti. Hvar er nú hinn stjórn- arskrárvarði eignarréttur? Yfirtökutilboð er and- styggileg svikamylla sem verður að stöðva. Hluthafi. Há álagning? ÉG var á ferð á Akureyri nýlega og keypti danska dagblaðið Politiken í Penn- anum á Akureyri. Blaðið kostaði 740 krónur en kost- ar ytra 16 kr. danskar sem er u.þ.b. 190 kr. íslenskar. Undrar það mig hversu mikil álagning er á þessu blaði. Þar að auki tók ég ekki eftir að blaðið var orð- ið vikugamalt. Geta forsvarsmenn Pennans sagt hvernig standi á þessari álagningu? Pétur Gunnarsson. Tapað/fundið Svört Gap-úlpa týndist SVÖRT Gap-úlpa týndist á Foo Fighters tónleikunum. Sá sem hefur fundið hana er vinsamlega beðinn um að hringja í síma 565 8286 eða 697 7273. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur LÁRÉTT 1 rotnunarskán, 4 víðar, 7 verkfærin, 8 varkár, 9 andi, 11 sefar, 13 lesta, 14 skeldýr, 15 gaffal, 17 strá, 20 bókstafur, 22 andstaða, 23 bumba, 24 hafna, 25 fugls. LÓÐRÉTT 1 dálæti, 2 geyja, 3 beitu, 4 vitleysa, 5 fótaþurrka, 6 rás, 10 spilið, 12 vindur, 13 háttur, 15 hluti fugls- maga, 16 hrotti, 18 illkvittin, 19 stólpi, 20 halda heit, 21 hvasst fjallsnef. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 harkalegt, 8 umbót, 9 detta, 10 und, 11 tíðum, 13 anaði, 15 stagl, 18 ömmur, 21 álf, 22 undin, 23 urðar, 24 harðjaxls. Lóðrétt: 2 amboð, 3 kætum, 4 lydda, 5 gutla, 6 autt, 7 gati, 12 ung, 14 nam, 15 saur, 16 aldna, 17 lánið, 18 öfuga, 19 miðil, 20 rýrt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.