Morgunblaðið - 23.09.2003, Page 32

Morgunblaðið - 23.09.2003, Page 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Ásberg Al-freðsson fæddist í Reykjavík 19. nóv- ember 1991. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. september síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Alfreð Ásberg Árnason, f. 2.3. 1967, og Magnea Snorradóttir, f. 16.7. 1970. Systir Árna er Guðný Ásberg, f. 6.4. 1997. Foreldrar Alfreðs eru Árni Samúelsson, f. 12.7. 1942, og Guðný Ásberg, f. 24.12. 1942. Foreldrar Magneu eru Snorri Magnússon, f. 10.12. 1941, og El- ísabet Hrefna, f. 7.10. 1945. Systkini Alfreðs eru: Björn Ásberg, f. 13.4. 1965, og Elísabet Ásberg, f. 2.3. 1967. Systkini Magneu eru: Hrefna, f. 22.6. 1966, og Hrönn, f. 31.5. 1974. Árni var nemandi í Setbergs- skóla í Hafnarfirði. Útför Árna Ás- berg verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hvert einasta foreldri veit hvernig það er að elska barnið sitt, umvefja það óendanlegri hlýju og veita því skjól og vörn í lífinu. Ekkert er manni jafn dýrmætt og börnin; ekkert stendur hjarta manns nær. Þau eiga í manni hvert bein og sá kærleiks- strengur sem ofinn er milli móður og barns; milli föður og barns er ekki af þessum heimi og verður ekki út- skýrður með orðum. Hann er. Þannig er kærleiksstrengur sá sem ofinn var milli litla hjartans drengsins okkar, hans Árna Ásberg, í nóvember fyrir tæplega tólf árum og þannig hefur hann ávallt verið og verður allt- af. Ekkert fær því breytt, jafnvel þótt mamma og pabbi hafi í dag það hlut- skipti að fylgja litla augasteininum sínum hinstu sporin og færa hann al- máttugum Guði í hendur. Árni Ásberg var einstakur drengur og þótt stórskáldið Einar Benedikts- son hafi eitt sinn sagt, að á Íslandi væri til orð um allt, sem er hugsað á jörðu, mun okkur sjálfsagt aldrei tak- ast til fullnustu að lýsa þeim tilfinn- ingum sem bærast í brjóstum okkar nú. Langri baráttu lítils drengs fyrir lífi sínu er hins vegar lokið í bili; bar- áttu sem staðið hefur árum saman og kostað blóð, svita og tár og rænt lítið barn sakleysi æskunnar en færði okk- ur foreldrunum í staðinn þroskaðan einstakling, sem velti mikið fyrir sér tilgangi lífsins og fyrirbærinu dauð- anum; einstakling sem tók grimmum og ósanngjörnum örlögum sínum af fullri reisn og stendur þess vegna í dag uppi sem sannur sigurvegari. Árum saman hefur hver dagur snúist um að fá að anda eðlilega hjá Árna okkar. Fyrst var það astminn, síðan tók hver lungnabólgan við af annarri og loks sjúkdómurinn sem átt hefur hug okkar allan síðasta hálfa árið. Sjúkdómur sem ekki hefur greinst áður hér á landi og á sér að- eins 37 hliðstæður í öllum heiminum. „Ekki örvænta, þetta verður allt í lagi,“ sagði hann við pabba sinn, sem hafði svo miklar áhyggjur af litla drengnum sínum. Samt var eins og hann vissi alltaf sjálfur að hverju stefndi. Fyndi það einhvern veginn á sér. Í gegnum árin sótti hann mjög í fang foreldra sinna; kom upp í á nótt- unni eða í bítið á morgnana og kúrði sig í hálsakoti. Þessi einlæga hlýja sem frá honum stafaði varð til þess að smám saman óx traust vinátta við hlið föður- og móðurástar og bestu stund- irnar urðu sjónvarpskvöld með allri fjölskyldunni, ferðalög í sumarbú- staðinn, hjólreiðatúrar og bíóferðir – samverustundir sem aldrei gleymast og urðu oft tilefni umræðu og góðra minninga í veikindunum, þegar ekk- ert slíkt var hægt að leyfa sér. Það var mikil reynsla að fylgjast með barninu sínu takast á við jafn al- varleg og erfið veikindi án þess að kvarta og kveinka sér. Stundum bar hann sig svo vel að fólk átti erfitt með að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Æðruleysi og hugprýði lýsa framgöngu hans vel. Við leiðarlok viljum við færa starfs- fólkinu á Barnaspítala Hringsins kærar þakkir fyrir alla aðstoð og umönnun undanfarna mánuði. Þar átti hann marga vini, ræddi við starfs- fólkið um heima og geima og sótti sér styrk til þess að komast aftur heim. Vinirnir eru líka margir, fjölskyldan stór. Margir standa eftir sárir. Elsku Árni okkar. Þér entist ekki ævin til þess að flytja með okkur í nýja húsið, en samt varstu vakinn og sofinn yfir frágangi þess og kappsam- ur um að iðnaðarmennirnir væru mættir til vinnu stundvíslega á morgnana og ynnu frameftir á kvöld- in. Slíkur var áhuginn, þannig var framkvæmdagleðin og til marks um það varstu fyrir löngu búinn að ákveða hvernig herbergið þitt ætti að vera, velja og kaupa öll húsgögn og skipuleggja allt. Svo ætlaðirðu líka að hjálpa mömmu þinni að flytja bolla- stellið og dúlla ykkur við að raða sam- an í skápana, eins og þú orðaðir það. Í nýja húsinu vildirðu sjá alvöru feðga- herbergi þar sem átti að vera tölva og vinnuaðstaða og þú seldir afa gamla skrifborðið þitt til þess að geta keypt nýtt. Það herbergi verður bráðum tilbúið og þar mun andi þinn ávallt svífa yfir vötnum. Litla systir þín bið- ur fyrir þér í bænum sínum og veit að nú ertu kominn á stað þar sem gnægð er af súrefni og vélar og grímur því óþarfar með öllu. Heiðarleiki þinn, drenglyndi og ást í garð annarra eru þitt veganesti og mun vafalaust duga þér vel. Stundum sagðistu vera svo rosa- lega heppinn að eiga okkur sem for- eldra og að þú vildir ekki missa okk- ur. Þess vegna hringdirðu jafnvel í okkur í bílinn eftir að við kvöddumst og baðst um að beltin yrðu spennt, svo að allt yrði í lagi. Það erum við sem vorum heppin, elsku Árni Ás- berg, að eiga þig. Og þú munt aldrei missa okkur. Mikið óskaplega eigum við öll eftir að sakna þín, en við ætlum að reyna að vera sterk og standa þétt saman þar til við hittumst á ný, því þannig heiðrum við best minningu þína. Vertu sæll, elsku litli drengurinn okkar. Pabbi og mamma. Elsku Árni okkar, hetjan okkar. Það er svo sárt og erfitt að þú skul- ir vera tekinn frá okkur. Mikið er erf- itt að vakna á morgnana og allt í einu muna eftir að þú sért ekki lengur á meðal okkar. En þú munt lifa í minn- ingunni í hjörtum okkar. Þú varst mikil hetja í veikindum þínum. Aldrei kvartaðir þú, sagðir að- eins: „Ég hef það fínt.“ Það var eins og þú vissir það undir niðri í hvað stefndi því oft sagðirðu: „Ég fer bráðum að deyja,“ en við vildum ekki hlusta á það. Það eina sem við vissum var það að þú áttir að fara til Svíþjóðar til að fá ný lungu og við höfðum svo miklar áhyggjur af því hvernig það myndi ganga. Við biðum öll eftir því, en það kall kom aldrei. Þess í stað kom annað kall sem við stöndum nú frammi fyrir í mikilli sorg. Mikill áhugamaður um kvikmyndir varstu eins og þú átt ættir til. Vissir jafnvel um leikstjóra og framleiðend- ur myndanna, og varst ákveðinn í að vinna í Sambíóunum hjá afa. Mikill húmoristi varstu og lést allt flakka og stundum komstu mömmu og pabba í smávandræði með hvað þú varst opinskár. Okkur finnst óbærileg sú hugsun að eiga ekki eftir að sjá þig aftur, en við trúum því að einhvern tíma hitt- umst við öll aftur á betri stað. Við erum ríkari eftir að hafa fengið að hafa þig í tæp 12 ár, þú gafst okkur svo mikið, ástin mín. Við foreldra þína sagðirðu oft: „Ég er svo heppinn að eiga ykkur að sem foreldra,“ og það eru orð að sönnu. Þau véku aldrei frá þér alla mánuðina sem þú barðist við veikindi þín. Við ömmurnar buðumst til að leysa þau af og var það afar sjaldan þegið því þau vildu vera hjá drengnum sínum. Þú varst blátt áfram og spurðir hjúkrunarfólkið hvað það væri mikið menntað og hver launin væru, og þeir sem ekki voru í sambúð hvort ekki væri hægt að finna réttan maka fyrir viðkomandi. Svona spáðir þú í allt, mjög senni- lega gömul sál, ástin mín, eins og aðr- ir í fjölskyldunni. Sorgin hjá okkur sem eftir erum verður alltaf til staðar. Við biðjum góðan guð að geyma þig og vernda. Ásberg frændi þinn tekur áreiðan- lega á móti þér og passar þig vel, elsku strákurinn okkar, þangað til við hittumst síðar. Hvíldu í guðs friði. Megi góður guð og allir góðir englar vaka alltaf yfir þér. Amma Guðný og afi Árni. Í dag göngum við í gegn um þá þungbæru reynslu að fylgja elsta barnabarni okkar til grafar. Árni kom eins og sólargeisli í líf okkar 19. nóvember 1991 og alla tíð gaf hann okkur svo óendanlega mikið. Á þessari stundu streyma minning- arnar að, við að vinna niðri í bílskúr, veiða, gefa hundunum og ótal margt fleira. Eða þegar við fengum að passa ykkur systkinin og fengum okkur spólu og höfðum það „kósý“. Stund- um hringdir þú í mig með einhverja bón eða spurningu og byrjaðir sam- talið á að segja afi á svo sérstakan hátt að ég gat aldrei neitað þér um neitt. Þú spurðir ömmu þína oft eftir að við fengum Viggó Snorra, sem þér þótti svo vænt um, hvort þú værir ennþá prinsinn hennar: „Já, Árni minn, þú verður alltaf prinsinn henn- ar ömmu þinnar.“ Árni var opinn og hlýr og sagði allt- af hug sinn allan, var mikill húmoristi og gat virkilega ýtt við fólki ef svo bar undir. Hann barðist lengi við erfiðan sjúk- dóm af þvílíkum dugnaði og hetju- skap að fullorðnir menn hefðu getað verið stoltir af. Árni vissi að hann myndi látast úr veikindum sínum, sagði okkur það margoft, það var eins og þessi hugrakki drengur væri að búa okkur undir dauða sinn. Einu sinni heyrði ég hann segja: „Hvers vegna ég, af hverju þarf ég að vera svona veikur?“ Það sem hann sagði næst var að hann væri feginn að það væri hann en ekki Guðný systir. Árni sagði oft: „Ég á bestu fjöl- skyldu í heimi.“ Hann átti a.m.k. þá bestu foreldra sem nokkur drengur getur hugsað sér. Hann var marga mánuði á sjúkrahúsi og var aldrei einn, ekki klukkutíma, þau voru alltaf hjá honum, skiptust á eða voru bæði saman, vildu ekki að neinn leysti þau af, vildu vera sjálf hjá drengnum sín- um. Hann endurgalt ást þeirra ríku- lega, stundum held ég að hann hafi haft meiri áhyggjur af þeim og fjöl- skyldunni en veikindum sínum. Árni, það er sárt að kveðja þig, elsku vinur, en við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig þó að hann væri alltof stuttur. Guð geymi þig, elsku prinsinn okk- ar. Elsku Magnea, Alfreð og Guðný, megi guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Afi Snorri og amma Elísabet. Elsku Árni minn, ég mun aldrei gleyma sársaukanum sem stakk mig í hjartað þegar pabbi þinn hringdi í mig og sagði að þú værir farinn frá okkur. Þó að ég vissi að þú hefðir farið á spítalann hélt ég að þú myndir koma heim aftur eins og áður. Þetta kom svo flatt upp á mann og gerðist allt svo snöggt. Ég hafði áhyggjur af því hvort að- gerðin færi ekki vel í Svíþjóð en ekki að þú myndir kveðja okkur svo snöggt. Við áttum svo margar góðar stund- ir saman, eins og utanlands- og sum- arbústaðarferðirnar. Mér er það minnisstætt þegar við vorum saman í Portúgal og þú með lausa tönn. Þú þorðir ekki að láta neinn kippa henni úr þér, en ég samdi við þig að þú myndir fá BMW-lykilinn minn með ljósinu lánaðan í tvær vikur eftir að við kæmum heim. Þetta var sam- þykkt og úr fór tönnin. Gaman var að sjá hversu samrýnd- ir þú og pabbi þinn voruð. Með svo mörg sömu áhugamál. Eins og bíla- dellu og allt sem við kom bíóunum okkar. Og varst strax farinn að fylgj- ast með pabba í markaðsmálunum. Fyrir stuttu komuð þið fjölskyldan í mat til okkar Huldu. Það voru svo skemmtilegar stundir sem við áttum það kvöld. Það var spjallað, hlegið og þú tókst þínar eftirhermur af þinni al- kunnu snilld. Þú bræddir hjarta mitt þegar þú sagðir þá um kvöldið: „Björn, veistu hver er uppáhalds frændi minn?“ „Nei, hver?“ „Þú!“ Síðasta skiptið sem við öll sáum þig var heima í Stuðlaberginu, það var stutt heimsókn en hver vissi að þetta væri síðasta skiptið sem við sæjum þig? Lífið getur stundum verið svo óréttlátt. Hvers vegna varstu tekinn frá okkur svo ungur, rétt að byrja líf- ið? Svör við því mun ég fá þegar við hittumst aftur. Elsku Alfreð, Magnea og Guðný. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þennan mikla missi. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Árni minn. Þinn frændi, Björn. Elsku Árni minn, þú veist ekki hve sárt er að sjá á eftir þér og hversu illt mér er í hjarta mínu að hugsa til þess að þú sért farinn. Hver gat hugsað sér annað en að svo einstakur strákur eins og þú varst fengir ekki að vera lengur hjá okkur? Ég hugsa til þess þegar við sáumst síðast, nokkrum dögum áður en þú kvaddir okkur. Ég sótti þig og mömmu þína á spítalann og á leiðinni heim fórum við á leikskólann að sækja Ragnhildi. Ég fór inn og þú beiðst við gluggann og veifaðir til hennar. Hún var svo glöð að sjá þig og þú svo ávallt hreykinn að eiga þessa litlu frænku. Í bílnum á leiðinni heim spurðir þú mig hvort þú mættir ekki eiga eitthvað með mér í henni Ragnhildi. Málið er, Árni minn, að þú áttir svo mikið í henni, enda var hún tvöföld frænka þín eins og þér fannst alltaf svo merkilegt. Öðrum eins barngóðum stórhjarta strák hef ég aldrei kynnst. Margar yndislegar stundir höfum við átt alla tíð. Þeim fjölgaði mikið með árunum en aldrei eins margar og þegar þú barðist við veikindi þín. Á öllum þessum stundum gerði maður sér ekki grein fyrir alvarleika veik- inda þinna, þú varst alltaf svo dugleg- ur og lést þetta ekkert aftra þér. Það var svo ánægjulegt að fylgjast með hversu mikið þú hlakkaðir til að flytja í nýja húsið ykkar. Ég man er við sátum saman og flettum Ikea bæklingnum og þú sýndir mér hvað þú værir búinn að kaupa þér í nýja herbergið þitt. Þú varst svo mikill smekkmaður og áttir þú nú ekki langt að sækja það. Elsku engillinn minn, ég kveð þig með svo miklum söknuði og mun ávallt varðveita minninguna um þig í hjarta mínu. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, – ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Megi góði Guð hjálpa mömmu þinni, pabba og Guðnýju í þessari miklu sorg. Þín frænka, Hulda. Elsku besti Árni, hinn 7. sept. hringdi pabbi þinn í mig og bauð mér og Samúel litla með ykkur á Ruby tuesday, þinn uppáhaldsstað! Þú leyndir því ekki við þjóninn að þetta væri uppáhaldsstaðurinn þinn og í staðinn fékkstu fræðslu um fyrirtæk- ið, hve margir svona staðir væru til í heiminum og hvar þeir væru staðsett- ir, hvenær þeir hefðu verið stofnaðir og þess háttar. Þér leiddist ekki þessi ÁRNI ÁSBERG ALFREÐSSON Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.