Morgunblaðið - 29.09.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 29.09.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÍMI hrútasýninga er nú hafin um allt land. Og þó að tekjur bænda af sauðfjárrækt fari sífellt lækkandi halda þeir áfram að reyna að rækta upp sauðféð sitt með kynbótum. Einn liður í því er að fara með vet- urgamla lambhrúta á hrútasýn- ingar og fá þá metna til stiga eftir kúnstarinnar reglum. Við mat á hrútum er notað ómskoðunartæki til að mæla þykkt bakvöðvans og fitu, síðan eru þeir mældir og að lokum gefur ráðunautur þeim stig. Nýlega var haldin sýning í Kerl- ingadal í Mýrdal. Það voru þær Fanney Lárusdóttir og Berglind Guðgeirsdóttir, ráðunautar hjá Búnaðarmiðstöð Suðurlands, sem sáu um matið á hrútunum. Besta lambhrútinn átti Ólafur Pétursson á Giljum í Mýrdal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hrútasýningar í fullum gangi Fagradal. Morgunblaðið. HALLI var á vöruskiptum við út- lönd á fyrstu átta mánuðum þessa árs sem nam 6,8 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands. Fluttar voru út vörur fyrir 122,5 milljarða en inn fyrir 129,3 milljarða króna fob. Á sama tímabili á síðasta ári voru vöruskipt- in hagstæð um 10,4 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 17,2 milljörðum króna lakari á fyrstu átta mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Vöruskiptin við útlönd voru óhag- stæð um 0,8 milljarða króna í ágúst- mánuði. Fluttar voru út vörur fyrir 15,0 milljarða og inn fyrir 15,8 millj- arða fob. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 1,4 millj- arða. Minna verðmæti útflutnings Verðmæti vöruútflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 10,3 milljörð- um eða 8% minna á föstu gengi en á sama tímabili árið áður. Sjávarafurð- ir voru 62% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 10% minna en á sama tíma árið áður. Mestur sam- dráttur varð í verðmæti fiskimjöls, frysts fisks og saltfisks en á móti kom að aukning varð í verðmæti út- flutts lýsis. Verðmæti útfluttra iðn- aðarvara var 3% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útflutn- ingur á áli dróst saman en á móti kom aukning á útfluttu kísiljárni. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta mánuði ársins var 6,8 milljörð- um eða 6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukning varð í innflutningi á fjárfestingarvörum, fólksbílum, flutningatækjum til at- vinnurekstrar og neysluvörum, en á móti kom að kaup á flugvélum, reiknuð á föstu gengi, urðu 4,5 millj- örðum minni í ár en í fyrra. Mest aukning varð í almennum neysluvörum, sem jukust um 8% á fystu átta mánuðum ársins. Inn- flutningur á matvöru og drykkjar- vöru dróst hins vegar saman. Upphafið að því sem koma skal Í Morgunkornum Íslandsbanka segir að hallinn á vöruskiptum við útlönd hafi verið minni í ágústmán- uði en Greining ÍSB hafi spáð. Vænt- ir bankinn þess að á næstu mánuðum og misserum verði áframhaldandi halli á vöruskiptajöfnuði og að þegar nær dregur hápunkti stóriðjufram- kvæmda muni hann aukast enn frek- ar. Halli síðustu mánaða sé því ein- ungis upphafið að þróun sem muni spanna tímabilið fram til ársins 2007 eða þar til stóriðjuframkvæmdum lýkur.      !  "        # $   % "    !"# ! #!!$ $!%&' ! (                 !" #  $ %    & &   '( %    #) *       #                                !    "!# $   %&  ! ' ( $! ' )!   *    %                                 +,-.,/0     +01233.            !"#$ %%   &'  +002+-0    +0301+-    () *+"#) %"   &'   Vöruskiptin um 17 milljörðum lakari en í fyrra STURLA Böðvarsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjör- dæmis, gerir ráð fyrir því að boða þingmenn kjördæmsisins til fundar 8. október til að ræða atvinnuástandið á Bíldudal. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvestur- kjördæmi, fór þess á leit við Sturlu að þingmenn kjördæm- isins yrðu kallaðir saman til að fara yfir og ræða „það alvar- lega ástand sem skapast hefur í atvinnulífi Bíldudals og hvernig þingmenn kjördæmisins geta hugsanlega komið að þeim mál- um“. Sturla hefur svarað erindinu og gerir ráð fyrir fundi með þingmönnum 8. október, að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki VG. Þingmenn funda um Bíldudal MARGEIR Pétursson, Styrmir Þór Bragason og Þorsteinn Vilhelms- son, hluthafar í Sjóvá-Almennum tryggingum hf., segja í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær að það sé fagnaðarefni að Íslandsbanki og forráðamenn Sjóvár-Almennra hefðu látið kaup Íslandsbanka á bréfum félagsins sjálfs ganga til baka. Um er að ræða 2% hlut af heildarhlutafé félagsins. Segja þeir að þetta dugi þó ekki til að taka hugsanlega málshöfðun gegn Ís- landsbanka út af dagskrá fyrirhug- aðs hlutafafundar í Sjóvá-Almenn- um. Yfirlýsing hluthafanna fer orðrétt hér á eftir: „Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki og forráðamenn Sjó- vár-Almennra trygginga hf. viður- kenni brot sitt og láti kaup Íslands- banka á bréfum félagsins sjálfs ganga til baka. Það er þó aðeins fyrsti áfanginn á lengri leið og dugir að sjálfsögðu ekki til þess að stjórn- in komist upp með það að taka máls- höfðun gegn Íslandsbanka hf. út af dagskrá fyrirhugaðs hluthafafundar í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Nægir þar að benda á 85. gr. og 86. gr. laga um hlutafélög. Það er líka ástæða til að leiðrétta þá rangfærslu í tilkynningu Sjóvar- Almennra trygginga hf. til Kaup- hallar Íslands dags. 26.9.2003 að þessi viðskipti hafi verið gerð á skráðu markaðsgengi 37, þann 18.9.2003. Í fyrsta lagi var lokað fyr- ir viðskipti með Sjóvá-Almennar tryggingar hf. þ. 18.9.2003. Í öðru lagi voru síðustu tilkynntu viðskipt- in þann 17.9.2003 á genginu 40,0. Það voru einmitt viðskiptin þegar Benedikt Sveinsson, stjórnarfor- maður Sjóvár-Almennra trygginga hf., og Einar Sveinsson forstjóri keyptu hlut H. Ben. fjölskyldunnar á genginu 40. Þeir ætluðu síðan Sjóvá sjálfu og öðrum hluthöfum að selja til Íslandsbanka á genginu 37. Sjóvárviðskiptin eru nú gengin til baka, en eftir er að leiðrétta það sem brotið var á öðrum hluthöfum.“ Undir yfirlýsinguna rita annars vegar Þorsteinn Vilhelmsson og Styrmir Þór Bragason, fyrir hönd Afls fjárfestingarfélags hf. og hins vegar Margeir Pétursson og Styrm- ir Þór Bragason, fyrir hönd Fjár- festingarfélagsins Atorka hf. Afstaða þriggja hluthafa í Sjóvá-Almennum tryggingum Fagna að kaupin voru látin ganga til baka Málshöfðun hefur þó ekki verið tek- in út af dagskrá GRUNNSKÓLABÖRN á Íslandi drekka helmingi minna af mjólk en börn í Svíþjóð. Skýringin er sú að þar fá börnin mjólkina ókeypis en hér þurfa foreldrarnir að kaupa hana. Kemur þetta fram í samtali við Michael Griffin, yfirmann hjá FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm, sem var gestur íslenska mjólkuriðnaðarins á alþjóðlega skólamjólkurdeginum síðastliðinn miðvikudag. Hugmyndin að alþjóðlega skóla- mjólkurdeginum varð til í umræðum á Netinu, meðal hóps áhugamanna um skólamjólk sem Griffin stendur fyrir. Hann hefur staðið fyrir um- ræðum og ýmsum verkefnum um skólamjólk síðastliðin sjö eða átta ár í starfi sínu hjá FAO. Hugmynd- in kom upp fyrir fjórum árum og var strax svo vel tekið að þá var efnt til fyrsta al- þjóðlega skóla- mjólkurdagsins. Griffin segir að í upphafi hafi tíu lönd tekið þátt en í ár voru þau þrjá- tíu og þá var íslenski mjólkuriðnað- urinn með í fyrsta skipti. Griffin seg- ir að listi þátttökulandanna sé fjölbreyttur og nefnir Ísland, Kína, Ástralíu, Bandaríkin, Svíþjóð, Chile og Malasíu sem dæmi um það. Hér var öllum grunnskólabörnum landsins boðið upp á mjólk enda er tilgangur dagsins að stuðla að auk- inni mjólkurneyslu ungs fólks. Þá var efnt til ráðstefnu um málið þar sem Michael Griffin var meðal fyr- irlesara. Markar tímamót Baldur Jónsson, markaðsstjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, kvaðst, eins og Griffin, ánægður með ráðstefnuna og þá athygli sem skóla- mjólkin hafi fengið. „Þetta markar tímamót í þeirri þolinmæðisvinnu sem við þurfum að vinna til þess að mjólkin fylgi með þegar boðið er upp á mat í skólunum,“ segir Baldur. Á skólamjólkurdeginum kom fram að aðstæður séu mjög mismunandi í aðildarríkjum FAO og nefnt sem dæmi að sænsk börn neyti 1,8 dl mjólkur á dag í skólanum en íslensk börn 0,8 dl. Spurður út í þetta kvaðst Griffin telja að mjólkurneysla væri tiltölulega mikil hér á landi. „Við verðum þó að viðurkenna að síðast- liðin tuttugu ár hefur dregið úr neyslunni vegna samkeppni frá öðr- um drykkjarvörum. Ef til vill verð- um við að kynna mjólkina betur. Skólamjólkurverkefnin eru meðal þess sem hægt er að gera til þess,“ sagði hann og gat þess að skýringin á mikilli mjólkurneyslu í Svíþjóð væri sú að þar væri mjólkin ókeypis en á Íslandi þyrftu foreldrar að kaupa hana eða fengju hana með máltíð sem þeir keyptu. Hugmyndafræðingur skólamjólkurdagsins ánægður með þátttöku Íslands Íslensk börn eru aðeins hálfdrættingar á við sænsk Michael Griffin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.