Morgunblaðið - 29.09.2003, Side 27
YFIRMAÐUR Evrópuskrifstofu
utanríkisráðuneytis Bretlands,
Dominick Chilcott, flytur hádeg-
isfyrirlestur í
Norræna húsinu
í dag, mánudag,
kl. 12.00–13.00,
sem hann nefnir
„Geta eyjabúar
verið góðir borg-
arar í Evrópu?“
Fyrirlesturinn
er öllum opinn
og er hann sam-
starfsverkefni
breska sendiráðsins á Íslandi,
Bresk-íslenska verslunarráðsins
og Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála við Háskóla Íslands.
Að loknum fyrirlestrinum gefst
tími til fyrirspurna og umræðna.
Fundar- og umræðustjóri verður
Birgir Ármannsson alþingismaður,
en auk hans tekur þátt í umræðum
um efni fyrirlestrarins Guðmundur
Hálfdánarson, prófessor í sagn-
fræði.
Í kynningu á viðfangsefni fyrir-
lestrarins segir: „Bendir reynsla
Breta til þess að þjóðarvitund
eyjabúa geti farið saman við aðild
að Evrópusambandinu? Er sú sér-
staða eyjabúa að vilja vernda eigið
fullveldi, náttúruauðlindir og lífs-
máta slík, að hún geti ekki farið
saman við þær skyldur sem fylgja
aðild að Evrópusambandinu? Hafa
eyjabúar meiri ávinning eða skaða
af því að verða fullgildir aðilar að
Evrópusambandinu? Er aðild að
Evrópusambandinu eftirsóknar-
verð í framtíðinni?“ Dominick
Chilcott mun ræða þessi mál út frá
þeirri staðreynd að Bretar gengu
seint í Evrópubandalagið, út frá
árangri og mistökum í stefnu
Breta í Evrópumálum og loks af-
stöðu breskra stjórnvalda og við-
horfum bresks almennings til
Schengen, Evrunnar og hins nýja
Ríkjaráðs Evrópusambandsins.
(The Intergovernmental Council).
Hann eftirlætur áheyrendum að
draga eigin ályktanir um hvað Ís-
lendingar eigi sameiginlegt með
Bretum í þessum efnum, auk þess
sem á því verður væntanlega tekið
í umræðum að loknum fyrirlestr-
inum.
Dominick Chilcott hefur verið
yfirmaður Evrópuskrifstofu utan-
ríkisráðuneytis Bretlands frá því í
júní sl.
Áður var hann yfirmaður þeirr-
ar deildar ráðuneytisins sem fór
með málefni Íraks, m.a. uppbygg-
ingu Íraks eftir stríðið fyrr á
þessu ári.
Hann hefur starfað í bresku ut-
anríkisþjónustunni í 21 ár m.a.
sem fulltrúi Bretlands hjá Evrópu-
sambandinu þar sem hann stýrði
þátttöku Breta í utanríkismála-
samstarfi ESB. Hann nam heim-
speki og guðfræði við Háskólann í
Oxford.
Fyrirlestur yfirmanns Evrópuskrifstofu utanríkisráðuneytis Bretlands
Geta eyjabúar verið góð-
ir borgarar í Evrópu?
Dominick Chilcott
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 27
Skipulag kennslu í stærðfræði
Michael Maloney heldur fyrirlestur
við Kennaraháskóla Íslands mið-
vikudaginn 1. október kl. 16.15–
17.30. Í fyrirlestrinum ræðir Mich-
ael Maloney um hvernig nýta megi
kennsluaðferðir í anda atferlisstefnu
í stærðfræðikennslu o.fl.
Michael Maloney er kennari, atferl-
isfræðingur, skólastjóri og metsölu-
höfundur. Árið 1979 stofnaði hann
sinn eigin skóla, Quinte Learning
Center. Markmið skólans var að
leysa vanda nemenda með námsörð-
ugleika og mæta þörfum bráðgerra
nemenda.
Á NÆSTUNNI
Íbúi kallaði á slökkviliðið
Vegna fréttar um bruna á Ing-
ólfsstræti 6 í blaðinu á sunnudag skal
tekið fram að það var íbúi í húsinu
sem varð reyksins var og kallaði á
slökkvilið, en ekki starfsmaður
ljósmyndavöruverslunar í húsinu.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
LEIÐRÉTT
LÖGREGLAN í Reykjavík lýs-
ir eftir vitnum að umferðar-
óhappi á Suðurlandsvegi við
Rauðhóla 25. september um kl.
15.15. Þar mættust
Mitsubishi Pajero jeppi og
vörubifreið með grjótfarm en
um leið og bifreiðirnar mætt-
ust, féll grjót af vörubifreiðinni
með þeim afleiðingum að það
braut framrúðu jeppans og
hafnaði á gólfi hans. Vörubif-
reiðin hélt áfram för sinni og
hvorki náðist skráninganúmer
hennar né tegund. Er ökumað-
urinn beðinn um að gefa sig
fram við lögreglu svo og hugs-
anleg vitni.
Þá lýsir lögreglan eftir vitn-
um að ákeyrslu á gráa Audi
fólksbifreið sem stóð mannlaus
á bílastæði við Eiðistorg, 27.
september um kl. 14.30. Tjón-
valdur fór af vettvangi án þess
að tilkynna tjónið.
Ökumaðurinn og hugsanleg
vitni eru beðin um að gefa sig
fram.
Lýst eftir
vitnum
Leiðrétt uppskrift
Í uppskrift að Thai Panang-karrí-
kjúklingi féll niður í upptalningu
hráefnis að nota ætti eina dós af til-
búnu Panang-karríi í dós.
Af þessum sökum birtum við upp-
skriftina aftur og biðjumst velvirð-
ingar á mistökunum.
Thai Panang-karríkjúklingur
1 dós tilbúið Panang-karrí
3–4 kjúklingabringur skornar
í þunna strimla
olía
kramið hvítlauksrif
2 litlar dósir bambusstrimlar
2 tsk. sykur
½ tsk. fiskisósa
nokkrar tsk. kókosmjólk
Steikið hvítlauk á pönnu í olíu og
bætið út á pönnuna kjúklingi. Þegar
kjúklingurinn hefur fengið að steikj-
ast aðeins er papriku bætt á pönnu
og bambusstrimlum. Hrært er upp í
sósunni og bætt út í sykri og fiski-
sósu. Hellið yfir kjúkling og græn-
meti. Í lok suðutímans, sem er um 10
mínútur, er kókosmjólk bætt út í.
LANDSSAMBAND framsóknarkvenna (LFK)
leggur til að sú breyting verði gerð á almennum
hegningarlögum að kaup á vændi verði gerð
refsiverð. Landssambandið hafnar því að líkami
karls, konu eða barns geti verið söluvara og
andlag í viðskiptum og telur breytinguna til þess
fallna að vinna gegn mansali og klámvæðingu.
Ályktun þessa efnis var gerð á landsþingi
LFK sem lauk sl. laugardag. Fimmtíu og sjö
framsóknarkonur hvaðanæva af landinu tóku
þátt í þinginu. Una María Óskarsdóttir úr Kópa-
vogi var endurkjörin formaður LFK. Í stjórn
voru kjörnar Bryndís Bjarnarson, Mosfellsbæ,
Margrét Þórðardóttir, Snæfellsbæ, Jóhanna
Guðmundsdóttir, Egilsstöðum og Kolbrún Ólafs-
dóttir, Reykjavík.
Meðal annarra ályktana, sem samþykktar
voru á þinginu má nefna að Landssamband
framsóknarkvenna fagnar þeirri atvinnuupp-
byggingu sem ráðist hefur verið í á Austurlandi
til hagsbóta fyrir þjóðarhag. Við Álverið í Reyð-
arfirði eitt sér skapast 450 framtíðarstörf. Þar af
eru um 400 störf sem krefjast framhalds- eða
háskólamenntunar og skapa tækifæri fyrir kon-
ur jafnt og karla. LFK hvetur stjórnvöld og
hlutaðeigandi stofnanir eins og Þróunarstofu
Austurlands til að kynna sérstaklega konum þau
atvinnutækifæri sem uppbyggingin skapar.
Ennfremur skorar LFK á stjórnvöld að vinna
ákveðið og markvisst að því að útrýma kyn-
bundnum launamun. Lögð er áhersla á að ríkið
sem atvinnuveitandi gangi á undan með góðu
fordæmi og eru aðilar vinnumarkaðarins hvattir
til að ráðast sérstaklega gegn þessu misrétti.
Einnig samþykkti landsþingið að LFK boði til
málþings vorið 2004 til að ræða sérstaklega
stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins og
stöðu þingkvenna við þær breytingar sem gerð-
ar verða á ríkisstjórn næsta haust. Loks sam-
þykkti þingið að skipa nefnd til að endurskoða
lög og hlutverk sambandsins fyrir næsta lands-
þing.
Ályktun Landssambands framsóknarkvenna
Kaup á vændi verði refsiverð
Borgarnesi | Nýr vefur Borg-
arbyggðar og Borgarfjarð-
arsveitar hefur verið tekinn í
notkun, en honum er ætlað að
veita gagnlegar og fræðandi upp-
lýsingar til ferðafólks sem og
heimamanna um Borgarfjarð-
arsvæðið.
Vefurinn sem er bæði á ensku
og íslensku, inniheldur upplýs-
ingar um helstu sögu- og ferða-
mannastaði á svæðinu, upplýs-
ingar um öll helstu fyrirtæki í
héraðinu auk þess sem hann
prýða margar myndir. Hægt er
að senda beinar fyrirspurnir á
vefinn og beinar tengingar eru
inn á vefsíður beggja sveitarfé-
laganna. Það var DesignEuropA-
.com sem hannaði vefinn en um
textagerð sá bæjarráð Borg-
arbyggðar í sameiningu. Vef-
slóðin er http//:www.borg-
arfjordur.com
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarráðs Borgarbyggðar, og Sveinbjörn
Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar.
Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit
Sameinast
um nýja vefsíðu
FRAMBOÐ Bolla Thorodd-
sen, sem býður sig fram til
formanns Heimdallar, félags
ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, og ellefu annarra
einstaklinga sem bjóða sig
fram í stjórn hefur opnað
kosningaskrifstofu í Skipholti
19 fyrir ofan Ruby Tuesday.
Ný stjórn Heimdallar verð-
ur kosin á aðalfundi félagsins
nk. miðvikudag. Kosninga-
skrifstofan verður opin frá kl.
15 til 22 fram að aðalfundinum
og eru allir velkomnir. Boðið
verður upp á heitt kaffi, með-
læti og upplýsingar um fram-
bjóðendur og helstu stefnumál
þeirra.
Hægt er að nálgast nánari
upplýsingar um framboðið á
heimasíðunni www.blatt.is.
Kosningar í Heimdalli
Bolli Thor-
oddsen opnar
kosninga-
skrifstofu
Grundarfirði | Það fer ekki lengur
mikið fyrir göngum í Eyrarsveit.
Enn eiga menn þó fé sem þarf að
sækja í göngum. Nokkur ár eru síð-
an síðast var réttað í Grundarrétt
sem er hlaðin steinrétt innst á
Grundarbotni. Þess í stað hefur hin
síðari ár verið rekið inn á nokkrum
bæjum í Eyrarsveit og þangað er féð
sótt af eigendum.
Göngur í Eyrarsveit taka ekki
nema einn dag og eru það raunveru-
legar göngur því ekki er hægt að
komast á hestum til að smala sökum
brattlendis. Það viðraði illa á
gangnamenn rigndi fyrst mikilli úr-
hellisrigningu sem síðan varð að
snjókomu til fjalla.
Leitarmenn við Kolgrafafjörð á
Eyrar- og Hrafnkelsstaðabotni ráku
féð sem þeir fundu heim að Hömrum
og þegar þangað var komið og féð
komið inn í fjárhús beið leitarmanna
sjóðheitt kakó og meðlætið var ekki
af verri endanum, flatkökur með
hangikjöti, rjómapönnukökur og
fleira góðgæti framreitt af húsmóð-
urinni Guðlaugu Guðmundsdóttur.
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Það var ekki amalegt að fá heitt kakó og meðlæti þegar komið var með rekst-
urinn og allir orðnir blautir og kaldir. Guðlaug ásamt tengdadóttur sinni Kol-
brúnu og sonardótturinni Birnu sáu um að allir fengju eitthvað ofan í sig.
Í gangnakaffi á Hömrum