Morgunblaðið - 01.10.2003, Page 2

Morgunblaðið - 01.10.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÍ VILL MIÐBORGARLÓÐ Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær að fela formanni borg- arráðs og formanni skipulags- og byggingarnefndar að ganga til við- ræðna við stjórnendur Landsbanka Íslands vegna óskar bankans um lóð undir höfuðstöðvar hans austan Pósthússtrætis og sunnan Geirs- götu. Þar vill Landsbankinn byggja 8–10 þúsund fermetra höfuðstöðvar á fjórum hæðum ásamt bílastæðum. Hafin glæparannsókn George W. Bush Bandaríkja- forseti lét í gær dómsmálaráðu- neytið í Washington hefja allsherjar glæparannsókn á því hvernig fjöl- miðlar komust að því að eiginkona Josephs Wilsons, fyrrverandi sendi- herra, væri starfsmaður leyniþjón- ustunnar, CIA. Wilson segir að nafninu hafi verið lekið fyrir til- stuðlan embættismanna í Hvíta hús- inu til að hefna fyrir blaðagrein þar sem hann gagnrýndi stefnu stjórnar Bush varðandi meint gereyðingar- vopn Íraka. Hægt er að dæma menn í allt að 10 ára fangelsi fyrir að ljóstra upp nafni njósnara. Breytingar hjá Reykjagarði Stjórn Reykjagarðs hf., sem rekur stærsta kjúklingaframleiðslufyrir- tæki landsins, hefur selt allan rekst- ur og eignir fyrirtækisins til nýs fyr- irtækis með sama nafni í eigu sömu aðila. Sláturfélag Suðurlands, sem nýlega keypti allt hlutafé Reykja- garðs af Kaupþingi-Búnaðarbanka, segir í tilkynningu til Kauphallar- innar að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að tryggja áframhaldandi rekstur og ótruflaða verðmæta- sköpun. Söluverð eignanna er 779 milljónir króna. Öryggismúr ólöglegur John Dugard, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttindamála í Mið-Austurlöndum, segir að örygg- ismúr sem Ísraelar eru að reisa á milli svæða sinna og Vesturbakkans sé ólögmætur og hann beri að for- dæma. Múrinn fer sums staðar inn á palestínsk svæði og er markmiðið sagt vera að vernda landtökubyggð- ir gyðinga á hernumdu svæðunum. Dugard segir að um ólöglega inn- limun á landi annarra sé að ræða. Kaupir tré í Svíþjóð Orkuveita Reykjavíkur hefur fest kaup á 55 trjám í Svíþjóð. Verður þeim plantað við höfuðstöðvar fyrir- tækisins á Bæjarhálsi 1, meðal ann- ars framan við innganginn þar sem greinar hlyntrjáa eiga að breiða úr sér og mynda laufþak eins og í göml- um hallargörðum í Evrópu. Hingað komin kosta trén um 4 milljónir. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/25 Viðskipti 12 Minningar 30/34 Erlent 14/15 Staksteinar 38 Höfuðborgin 17 Bréf 40 Akureyri 18 Kirkjustarf 37 Suðurnes 19 Dagbók 38/39 Landið 20 Fólk 44/49 Listir 23 Bíó 46/49 Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50 Viðhorf 30 Veður 51 * * * RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær tillögu Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra um að styrkja hagkvæmniathugun á vegtengingu milli lands og Eyja um 500 þúsund krónur. Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands hefur kynnt sér verkefn- ið og er reiðubúin að vinna þjóðhagslega úttekt fyrir um tvær milljónir króna, að því er fram kemur í bréfi Ægisdyra, áhugafélags um vegtengingu, til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir styrk til verkefnisins. Áhugafélagið var stofnað í mars sl. og eru félagsmenn um 350 talsins. Í bréfi félagsins til forsæt- isráðuneytisins segir m.a. að mikið hafi verið rætt um kostnað við svona fram- kvæmd. Miðað við 18 km löng göng og sambærilegar framkvæmd- ir sé ekki ólíklegt að kostn- aðurinn geti verið á bilinu 11 til 18 milljarðar króna. Síðan segir í bréfinu: „Félagið hefur lagt mikla vinnu í ýmsa útreikninga og kannanir á notkun ganganna og miðað við kostnað við rekstur samgangna milli lands og Eyja og rekstur sambæri- legra mannvirkja eins og t.d. Hvalfjarðarganga gætu göng sem þessi orðið að veruleika án mikilla aukaframlaga hins opinbera og borgað sig upp á ca. 40 árum. Að þessu frátöldu er ótalinn sá félagslegi hagnaður sem myndi hljótast af slíkum sam- göngubótum fyrir Vestmanna- eyinga og Sunnlendinga. Slík- ar bætur á samgöngum myndu styrkja gríðarlega alla byggð á Suðurlandi bæði atvinnu- og félagslega.“ Styrkja hagkvæmni- athugun Vegtenging milli lands og Eyja FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda segir stóran hluta bíla sem seldir eru í mánudagsuppboðum tryggingafélag- anna lenda í heimabílskúrum hjá mönnum sem þekkja ef til vill lítt eða ekki til réttra vinnubragða við end- urbyggingu tjónabíla. Oft sé lappað upp á bílana þannig að þeir líti út fyrir að vera í lagi en kaupendur þeirra vakni síðan upp við þann vonda draum að hafa keypt „sminkað lík“, þ.e.a.s. köttinn í sekknum. Mjög mörg ágreiningsmál vegna tjónabíla Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur kynnt niðurstöður á skoðunum Fræðslumiðstöðvar bílgreina (FMB) á viðgerðum tjónabílum í eigu fé- lagsmanna. Talsmenn Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda segja að við- gerðir tjónabílar hafi reynst mörgum bílaeigandanum martröð og mjög mörg ágreiningsmál vegna bílakaupa sem komi til kasta félagsins séu vegna illa viðgerðra tjónabíla. Flestallir bílarnir sem FMB skoð- aði fyrir FÍB höfðu skemmst í um- ferðaróhöppum en tryggingafélögin höfðu leyst þá flesta til sín og selt síð- an aftur á vikulegum mánudagsupp- boðum sínum. Við skoðun kom í ljós að vinnu- brögð við þessa bíla voru allt frá því að vera góð og yfir í að vera algerlega óviðunandi og allt þar á milli. Framfylgja þarf núverandi reglum um skráningu betur Að mati FÍB þarf að framfylgja nú- verandi reglum um skráningu tjóna- bíla mun betur, en aftur á móti telur FÍB að núverandi fyrirkomulag á út- boði og sölu á tjónabílum sé afar óæskilegt; skemmdir bílar eigi alls ekki að lenda í höndum þeirra sem ekki kunni til verka eða geti ekki gert sómasamlega við þá. Þá eigi trygg- ingafélög sem leysa til sín skemmda bíla að láta fagmenn gera við þá í sam- ræmi við raunhæft tjónamat og svari viðgerð ekki kostnaði eigi hreinlega að farga bílunum. Viðgerður tjónabíll oft martröð bíleigandans  Allt of/B2 EVA Dögg Sigurðardóttir keypti tjónabíl sem ekki hafði verið gerður upp á réttan hátt. Hún fékk bætur frá trygginga- félaginu sem upphaflega seldi bílinn en situr nú af öðrum orsök- um uppi bíl- laus með 700 þúsund króna bílalán. Eva Dögg segist hafa keypt bílinn á bílasölu í febrúar á síðasta ári, á fullu verði, án þess að þess hafi verið getið að hann hafi verið gerður upp eftir tjón. Skömmu síðar fór hún með hann í reglu- bundna skoðun á verkstæði og þá hafi bifvélavirkinn sagt henni að bíllinn væri ramm- skakkur, honum hefði greini- lega verið tjaslað saman af fúskara. Við athugun á málinu hafi komið í ljós að trygginga- félag hafði selt hann sem tjóna- bíl án þess að tilkynna það til bifreiðaskrár, að sögn Evu Daggar. Bíllinn hafi farið um hendur nokkurra og sá sem seldi henni hafi að sögn ekki vitað að þetta var tjónabíll. Eva Dögg fékk aðstoð hjá Fé- lagi íslenskra bifreiðaeigenda til að leita réttar síns. Segist hún helst hafa viljað skila bíln- um en orðið að sættast á að fá bætur frá tryggingafélaginu sem seldi bílinn eftir tjón án þess að geta þess á réttan hátt, samkvæmt mati á því hvað það myndi kosta að gera almenni- lega við hann. Hún segist ekki hafa getað hugsað sér að eiga bílinn áfram og skipt honum fyrir ódýrari bíl og lækkað hann í verði í samræmi við bæt- urnar. Hún segist raunar standa uppi bíllaus nú en skulda bíla- lánið á gamla bílnum sem standi númerslaus einhvers staðar. Bíllinn sem hún fékk í staðinn var aftur á móti seldur á uppboði vegna vanskila fyrri eiganda á bílaláninu. Segist Eva Dögg enn ekki hafa fengið bílasöluna sem gekk frá málinu eða tryggingafélag hennar til að bera ábyrgð á mistökunum. Keypti tjónabíl óafvitandi af bílasala Eva Dögg Sigurðardóttir ÞÓRÓLFUR Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur, sem var viðstaddur komu tveggja vetnisstrætisvagna hingað til lands í gær, sagði að það yrði gaman að sjá hina hljóðlátu vagna á götum borgarinnar. „Það er ánægjulegt að fá vagnana hing- að og sjá hvernig málin hafa þróast. Hér getur að líta raunhæfa notkun á vetni sem hægt er að nota fyrir almenningssamgöngur,“ sagði borgarstjóri. Hjálmar Árnason, fulltrúi iðn- aðarráðherra við komu vetnis- vagnanna, sagði að með komu vagnanna væri staðfest að Ísland væri og yrði forysturíki í vetnis- væðingu veraldar. Hann sagði að þegar fulltrúar Íslands hefðu átt í viðræðum um framleiðslu vetnis- strætisvagna fyrir fimm árum hefði sumum fundist það fjar- stæðukenndur draumur að slíkir vagnar yrðu komnir hingað til lands innan nokkurra ára. „Vagnarnir áttu að koma hingað til lands fyrir einu ári, en það er skemmtilegt að segja frá því hvers vegna þeim seinkaði. Ástæðan er sú að níu aðrar borgir í Evrópu sóttu einnig um að fá til sín slíka vagna eftir að þær heyrðu frá vetnisverkefninu hér á landi. Af þeim sökum urðu vagnarnir 33 en ekki þrír. Því tók lengri tíma að framleiða þá. Þetta sýnir hvaða áhrif vetnisvæðingin hefur haft um heim allan og með þessu skrefi er- um við að staðfesta að Ísland er og mun verða forysturíki í vetnisvæð- ingu veraldar. Því ber að fagna,“ sagði Hjálmar. Strætó BS, Skeljungur og Ís- lensk nýorka ætla að efna til fjöl- skylduhátíðar annars vegar við Mjóddina í Breiðholti og hins veg- ar við Select-stöðina við Vestur- landsveg frá klukkan 13–16 næst- komandi sunnudag, en þar gefst almenningi kostur á að ferðast í vetnisvögnunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margir fylgdust grannt með því þegar vetnisstrætisvögnunum var skipað á land í Sundahöfn. Ísland forysturíki í vetnisvæðingu veraldar Tveir vetnisstrætisvagnar komnir til landsins ALLS höfðu 36 hrefnur verið veidd- ar samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar í gær en þá lauk jafnframt veiðunum. Síðustu hrefnuna veiddi hvalveiðibáturinn Halldór Sigurðsson í gærkvöldi. Ekki tókst að veiða síðustu tvær hrefnurnar sem þurfti til viðbótar til að fylla kvótann. „Við vorum reyndar mjög meðvit- uð um þetta þegar við ákváðum að hefja veiðar að við værum hugsan- lega mjög tæpir á að ná þessu og hugsanlega myndi vanta nokkur dýr,“ segir Gísli Víkingsson, verk- efnastjóri hjá Hafrannsóknastofnun. Stefnt var að því upphaflega að veiða 38 hrefnur. Að sögn Gísla er framundan að afla upplýsinga úr sýnum sem tekin voru af dýrunum, það sé heilmikil vinna og ekki að vænta niðurstaðna fyrr en með vorinu. Sú vinna dreifist á margar stofnanir auk Hafrann- sóknastofnunar. Til dæmis fara mengunarmælingar á vefjum hvals- ins fram á Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins en þær eru hluti af heilsu- farsþætti rannsóknarinnar. Þá taka dýralæknar frá Keldum og læknir frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi, sem stundað hefur hormónarann- sóknir á hvölum, þátt í rannsókninni. Miðað er við að áfangaskýrslu um rannsóknina verði skilað til Alþjóða- hvalveiðiráðsins í vor. Að sögn Gísla er hugsanlegt að mjög fljótlega verði birtar upplýsingar um samsetningu aflans. Tókst að veiða 36 af 38 hrefnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.