Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                   !" #$  %& % $ & & "" $ &' ( ((!  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Á ÍSLANDI er tveim hugtökum ruglað saman. En það eru menntun og skólaganga. Til eru vel lesnir verkamenn sem eru hámenntaðir og svo annað fólk sem hefir verið ára- tugum saman í skóla og er alveg bjargarlaust. Skólaganga meðfram starfi er býsna góð leið til mennt- unar og hefir lengi verið notuð með- al lækna og pípulagningamanna m.a. Hver vildi láta lækni taka úr sér botnlangann ef hann hefði bara æft sig á dúkkum eða unnið í sláturhúsi. Það væri verðugt verkefni fyrir við- skiptafræðinema að rannsaka skóla- göngu Helga Vilhjálmssonar, sæl- gætismógúls í Hafnarfirði. Heyrst hefir að ein af spurningum á inntökuprófi í listaskóla hafi verið: „Hvaða menntun hefir Kjartan Sveinsson?“ Ef þessi spurning á eft- ir að koma aftur, þarf að segja svo- lítið frá manni þessum. Kjartan Sveinsson er húsasmíðameistari og byggingatæknifræðingur. Að námi loknu réðst hann til starfa hjá Ein- ari Sveinssyni, húsameistara Reykjavíkurborgar, en Einar er höfundur að mörgum opinberum byggingum í borginni, s.s. heilsu- verndarstöð, Melaskóla og spítala í Fossvogi. Eftir nokkur ár við teiknibrettið hjá Einari var Kjartan orðinn vin- sæll húsateiknari. Setti hann þá upp sína eigin teiknistofu þar sem hann starfaði nætur og daga að fordæmi meistara síns, Einars. Umsvifin voru mest á viðreisnarárunum en þá hannaði teiknistofan m.a. meirihluta allra fjölbýlishúsa í Árbæjarhverfi og voru þau öll með vatnsþéttum þök- um. Kjartan Sveinsson á Íslandsmet í húsateikningum, en nú er skrif- finnskan kringum þær svo mikil, að þetta met er ósláanlegt. Kjartan er enn í umferð hátt á áttræðisaldri og skýst milli húsa á risastórum, dem- antaskreyttum Lincoln-bíl. GESTUR GUNNARSSON, tæknifræðingur, Flókagötu 8, Reykjavík. Menntun Frá Gesti Gunnarssyni: ÞANN, sem þessar línur ritar, rak í rogastans, er hann rakst nýlega á frétt í Mbl. þar sem greint er frá því, að rannsóknarboranir séu hafnar á vegum Landsvirkjunar við Langasjó suðvestur af Vatnajökli með það í huga að undirbúa fram- kvæmdir við svok. Skaftárveitu, en markmið þeirra framkvæmda er sagt vera að auka vinnslugetu virkj- ana á vatnasvæði Tungnaár og Þjórsár. Áformað er að veita vest- urkvíslum Skaftár inn í Langasjó með stíflu, en úr Langasjó yrði vatn- inu veitt um jarðgöng yfir á vatna- svæði fyrrnefndra áa. Þess er getið, að hafinn sé undirbúningur að mati á umhverfisáhrifum, sem kynnt verði á næstunni. Fram kemur í skýrslu, sem unnin var um þetta svæði vegna rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, að umhverfisáhrif Skaftárveitu verði mikil. Í skýrslunni segir, að Langi- sjór muni breytast úr „blátæru stöðuvatni í jökullitað miðlunarlón, sem hugsanlega muni fyllast af aur á næstu 300 árum“. Veiðar munu leggjast af í Langasjó og áhrif á rennsli Skaftár verða margvísleg. Hér er sem sagt ekki um nein minni háttar umhverfisáhrif að ræða samkv. þessu. Nú hefur sá, sem hér heldur á penna, ekki komið að Langasjó né þekkir hann til á umræddu svæði, en í minni vitund og sjálfsagt flestra landsmanna er Langisjór eitt af feg- urstu stöðuvötnum í óbyggð á Ís- landi, og er þá mikið sagt. Þar tala myndir vissulega sínu máli og segja allt sem segja þarf. En nú á sem sagt að vaða inn í þetta fagra vatn og breyta því í mórautt, lífvana uppistöðulón. Landsvirkjun finnst greinilega ekki nóg gert með her- virkin austur á landi, þar sem Lag- arfljóti verður umturnað á ýmsa vegu. Í Þjórsárverum vilja þeir fá að hækka fyrirhugaða stíflu um tvo metra og stækka lónið um meira en helming frá því sem tillögur í tengslum við úrskurð setts um- hverfisráðherra frá liðnum vetri kveða á um. Með því verður þrengt að friðlandinu í Þjórsárverum á þrjár hliðar og komið í veg fyrir, að af stækkun þess geti orðið í framtíð- inni, sem er mikið nauðsynjamál. Nú er röðin komin að Langasjó, hinu fagra óbyggðavatni, að það verði eyðilagt. Þannig mun stórveld- ið Landsvirkjun halda áfram iðju sinni með aðstoð núverandi stjórn- arflokka, rísi þjóðin ekki upp og mótmæli. Ég skora á íbúa Vestur- Skaftafellssýslu og landsmenn alla að fylgjast vel með þessu máli og mótmæla einum rómi. Í fyrrnefndri frétt segir, að aldrei hafi staðið til, að Skaftárveita „stuðli að orkuöflun til stækkunar Norðuráls, því þær tímaáætlanir eigi ekki samleið“. Ég spyr þá, fyrir hverja er þessi orku- öflun gerð, ef ekki fyrir stóriðju? Hver er sú nauðhyggja, sem knýr á með slíka eyðileggingu, vantar e.t.v. orku inn í almenna dreifikerfið? Eða þykir Landsvirkjun hentugt að hefja undirbúning við Skaftárveitu einmitt nú á þessum tímapunkti, þegar athygli landsmanna beinist í stærstum mæli að Kárahnjúkavirkj- un, og læða þessari framkvæmd þannig inn bakdyramegin, svo lítið beri á? Spyr sá sem ekki veit. Nema að skýringarinnar kunni að vera að leita í því, að ráðamenn Landsvirkj- unar kunni yfir höfuð ekki að skammast sín. ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON, sóknarprestur, Mælifelli, Skagafirði. Er röðin komin að Langasjó? Frá Ólafi Þ. Hallgrímssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.