Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur kemur í dag, Selfoss fer í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa, s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14–17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og postulín, kl. 13 postulín. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10.30– 11.30 heilsugæsla, kl. 13–16.30 smíðar og handavinna, kl. 13 spil. Kl. 13. 30 keila í Keilu- höllinni í Mjódd. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–12 glerlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 10– 10.30 bankinn, kl. 13– 16.30 bridge/vist, kl. 13–16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bank- inn, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 13.30 bankinn, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9 postulín, kl. 13 trémálun. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðn- um, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30, kl. 10.20 og kl. 11.15 leik- fimi, kl. 13 handavinnu- hornið, kl. 13.30 tré- smíði, nýtt og notað og tálgunámskeið. Félag eldri borgara, Kópavogi. Skrifstofan er opin í dag frá kl. 10– 11.30, viðtalstími í Gjá- bakka kl. 15–16 Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, tréútskurður kl 9, myndmennt kl. 10–16. Glerlist kl. 13 Pílukast og biljard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Síðdegisdans í dag kl. 14.30. Hljóm- listarmaðurinn Sig- hvatur Sveinsson stjórnar. Gestur verð- ur Ingibjörg Haralds- dóttir ljóðskáld. Kaffi og meðlæti. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30 og kl. 13 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 16 hring- dansar, kl. 17 bobb. Kl. 15.15 stafgöngukynn- ing, kynnt nýjung í hreyfingu. Fólk beðið um að klæða sig eftir veðri og vera í þægileg- um skóm. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurð- ur, og banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 10.30–11.30 ganga, kl. 15–18 myndlist. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun, fimmtudag, pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 vinnustofa, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 12.15– 14.30 verslunarferð, kl. 13–14 spurt og spjall- að, kl. 13–16 tréskurð- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smiðja, kl. 10 búta- saumur, bókband og föndur kl. 13 kóræfing og verslunarferð kl. 12.30. Vinahjálp, brids spilað á Hótel Sögu í dag kl. 13.30. Hafnargönguhópur- inn. Kvöldganga kl. 20. Lagt af stað frá horni Hafnarhúsins norðan- megin. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra, Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. Kvenfélagið Hrönn skemmtifundur 2. október kl. 20 í Borgar- túni 22, 3. hæð. Sjögrens-hópurinn hittist í kvöld kl. 20 á Kaffi Mílanó í Faxa- feni. Stokkseyringafélagið í Reykjavík heldur aðal- fund sinn sunnudaginn 5. október í Sóltúni 20, kl. 15. Geðrækt. Hádegis- verðarfundur í Grens- áskirkju kl. 12.30– 13.30. Að eiga aldraða foreldra, kynning á fé- lagi áhugafólks um íþróttir aldraðra, tengjum saman kyn- slóðir. ITC deildin Fífa, Kópavogi, kynning- arfundur í kvöld kl. 20.15 í Álfaheiði 17, Kópavogi í Safnaðar- heimili Hjallakirkju. Kvenfélag Lágafells- sóknar, fundur verður fimmtudaginn 2. októ- ber kl. 20 í Brúarlandi. Í dag er miðvikudagur 1. októ- ber, 274. dagur ársins 2003, Remigíumessa. Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sálm. 66, 9.)     Nú er það orðið ljóstað nám til stúdents- prófs verður stytt úr fjórum árum í þrjú og hefur verkefnastjórn á vegum menntamála- ráðuneytisins gefið út tillögu þess efnis, segir Katrín Jakobsdóttir á Múrnum. „Skólaárið verður lengt um 10 daga en eigi að síður fækkar kennslustundum um 20%. Á móti kemur að námið á að verða „innihaldsríkara“ en óneitanlega vakna grun- semdir um að verið að sé spara, eina ferðina enn, undir því yfirskini sparnaðurinn sé á fag- legum forsendum.“     Katrín heldur áfram:„Staðreyndin er sú að víða erlendis eru fyrstu ár háskólanáms mun meiri grunnkennsla en hér er og akademískt nám hefst á svipuðum aldri og hér. Er því hugsanlega verið að draga úr akademísku vægi háskólanáms? Hætt er við að gengis- felling stúdentsprófsins skapi vanda á háskóla- stigi og að þar þurfi með einhverjum hætti að bæta fólki upp þenn- an faglega sparnað. Og hún spyr að öðru: „Verður þá ekki að sam- ræma allt? En hvernig förum við að því þegar börn byrja ýmist 5, 6 eða 7 ára í skóla í ná- grannalöndum okkar? Segjum við þá: Þvílíkt hræðilegt kaos og óstjórn! Upp með sam- ræmingarstikuna og reynum að finna út með- altal meðaltalanna svo að við getum verið sem mest í samræmi við alla?     Fagleg rök í þessumáli eru hins vegar dálítið loðin og mætti ætla, fyrir utan sparn- aðinn og möguleikann á að fækka kennurum, að helst væri að hlýða kalla Samtaka atvinnulífsins um að fá fólk fyrr út á vinnumarkaðinn. Ef þau rök væru tekin góð og gild, þá væri það kerfi væntanleg best þar sem fólk sleppti því almennt að fara í framhaldsskóla og færi út á vinnumark- aðinn 16 ára. Reynslan hefur hins vegar sýnt fram á hið gagnstæða.     Vandi hins íslenskaskólakerfis er ekki að fólk sé of vel mennt- að heldur hið gagn- stæða. Og stytting fram- haldsskóla leysir svo sannarlega ekki þann vanda. Hins vegar ættu stjórnvöld að gera fyrir þau 30% nemenda sem falla brott úr framhalds- skóla, t.d. með því að bjóða upp á fjölbreyttar og stuttar starfsmennta- brautir. Þar fengi at- vinnulífið betur mennt- að fólk en það fær nú (miðað við þá sem eru með grunnskólapróf) eftir styttri tíma en tek- ur að taka stúdents- próf,“ segir Katrín sem er formaður ungra vinstri grænna. STAKSTEINAR Stúdentsprófið gengisfellt Víkverji skrifar... VÍKVERJI verður aðviðurkenna að hann er ekki enn búinn að jafna sig á fréttum af hækkun Orkuveitu Reykjavíkur á heita vatninu nú síðsum- ars. Fyrst og fremst er það ástæða hækkunarinnar sem setti hinn annars dag- farsprúða Víkverja úr jafn- vægi, þ.e. að hækka hafi orðið gjaldið sökum hlý- inda í borginni. Að svo heitt sé orðið í henni Reykjavík að fólk sé alveg hætt að notast við heita vatnið. Hefur Víkverji heyrt þá kenningu að hækkunin sé tilkomin af allt öðru, eða of kostn- aðarsömum höfuðstöðvum fyrirtæk- isins á Bæjarhálsinum, hitabylgjan í sumar sé bara fyrirsláttur. Víkverji vill ekki fullyrða um þetta en er op- inn fyrir flestum skýringum öðrum en þeim að hér í borg sé orðið of heitt. Nóg er nú höllin flott og ekk- ert þar til sparað. Vonandi er nýting fjármuna a.m.k. jafngóð og nýting orkunnar var slæm þegar Víkverji sá nýlega kveikt á nokkrum ljósa- staurum í borginni um hábjartan og heiðskíran dag! x x x ENN meir varð Víkverji fyrir von-brigðum er hann las frásögn af borgarstjórnarfundi nýlega þar sem stjórnarformaður Orkuveitunnar kallaði þá „kverúlanta“ sem voguðu sér að gagnrýna hækkunina. Ekki var annað að skilja á formanninum að „kverúlantarnir“ væru jafnt inn- an sem utan borgar- stjórnar. Víkverji er svolít- ið móðgaður yfir svona ummælum því ekki er laust við að hann hafi tekið þau til sín. Eflaust ekki eini borgarbúinn um það, enda sýnir glæný Gallup- könnun að 85% svarenda töldu hækkunina ósann- gjarna. Sennilega eru „kverúlantarnir“ þá orðnir talsvert fleiri en stjórnar- formaðurinn hyggur. Og hvað ætlar Orkuveit- an svo að gera í vetur ef frosthörkur skella á og vatnsnotkunin verður enn meiri? Verður gjaldið þá ekki lækkað hið snarasta? Víkverji er ekki einn um að bíða spenntur, fleiri „kverúlantar“, munu fylgjast náið með gjörðum Orkuveitunnar í vetur. Eða eins og einn félagi Vík- verja úr hópi „kverúlanta“ komst að orði: Þó „kverúlantar“ kveini ótt, kuldahroll að okkur setur. Er maður frýs um miðja nótt, munu gjöldin lækk’ í vetur? Morgunblaðið/Árni Sæberg Skyldu gjöldin lækka hjá Orkuveitunni í vetur? MIG langar til að koma á framfæri þakklæti og með- mælum með vöru sem heitir Maxim og dóttir mín keypti hjá Femin.is. Ég er kona á besta aldri og hef síðastliðin 5 ár verið að slást við svo- kallaðan breytingaaldur og það versta er allur svitinn sem fylgir þessu, þó sér- staklega á næturnar. Þið er- uð örugglega allmargar þarna úti sem kannast við þetta. Svo fyrir um 2 mán- uðum ákvað ég að prufa þetta Maxim sem er í raun svitastopp-efni sem hægt er að nota undir hendur, á fæt- ur og hvaðeina, svo nú er ég hér til að láta ljós mitt skína og vona að þetta geti hjálp- að einhverjum stöllum sem eru í sama vanda og ég var. Það er hiklaust hægt að kaupa þessa vöru til að losna við þennan leiðinda kvilla. Kveðja, Ragnheiður. Um súrmat ÉG hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna súr- matur virðist ófáanlegur á Íslandi nema einungis tvo til þrjá mánuði á ári. Mér finnst súr lifrarpylsa og blóðmör vera þvílíkur herramannsmatur að ég er sannfærður um að ég myndi kaupa hann allt árið ef ein- ungis hann stæði til boða. Ég var svo lánsamur að vera í sveit sem barn þar sem súrmatur var á borðum hvern einasta dag sumars- ins. Sá matur var geymdur í stórum tunnum í glugga- lausum torfkofa og var frá haustinu áður, eða níu til tíu mánaða gamall. Eftir að hafa lært að meta þetta sæl- gæti hefur mér sjaldan fundist sá súrmatur sem stendur til boða í kringum þorrann vera nægjanlega súr þó til séu undantekning- ar á því. Ég vil benda fram- leiðendum á þá staðreynd að það finnst engum hálfsúr eða lítið súr matur góður. Nú þegar rætt er um minnkandi sölu sauðfjáraf- urða langar mig til að benda á þetta. Þetta er engin töfralausn en stuðlar að aukinni sölu fremur en hitt. Ég veit af samtölum mínum við aðra aðdáendur súrmats að ég er ekki sá eini sem vill gjarnan hafa aðgang að þessu sælgæti allt árið. Þetta á ekki síst við ef súr- maturinn stendur undir nafni og er vel súr. 45 ára gamall sælkeri. Sundbolir VARÐANDI fyrirspurn um það hvar sérsaumaðir sund- bolir fást, þá fást þeir í Kjörgarði. Gengið inn frá Hverfisgötu. Elsa. Tapað/fundið Hjól týndust frá Fjarðarási TVÖ hjól týndust frá Fjarð- arási sl. laugardagskvöld. Annað er rautt Pro Style- kvenreiðhjól og hitt er blátt Pro Style-karlmannsreið- hjól. Hjólin eru ný. Þeir sem hafa orðið varir við hjólin hafi samband í síma 483 3756. Ullarsokkur í óskilum HVÍTUR ullarsokkur af litlu barni fannst við Kringl- una. Upplýsingar í síma 551 2267 og 847 1507. Dýrahald Kettling vantar heimili LÍTILL 9 vikna gamall högni, gulbröndóttur, fæst gefins. Hann er einn eftir af 6 systkinum, vel upp alinn og sérlega skemmtilegur. Uppl. í síma 551 0351 eða 691 0880. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Maxim- svitavörn Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 flakkari, 8 illmennið, 9 húsdýrið, 10 keyri, 11 kali, 13 léleg skepna, 15 vöggu, 18 til sölu, 21 stúlka, 22 kjaft, 23 kær- leikurinn, 24 vílið. LÓÐRÉTT 2 sterk, 3 dysjar, 4 stikir, 5 rask, 6 margur, 7 elska, 12 ótta, 14 hita, 15 sund- fugl, 16 týna, 17 orðróm- ur, 18 skjótum, 19 fyr- irgangurinn, 20 heimili. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 rusti, 4 bitur, 7 taldi, 8 ræsið, 9 nam, 11 aðan, 13 bann, 14 eyðni, 15 gorm, 17 kaun, 20 óró, 22 tólið, 23 strák, 24 naumi, 25 rúmin. Lóðrétt: 1 rotna, 2 sulla, 3 iðin, 4 barm, 5 tísta, 6 rúðan, 10 arður, 12 nem, 13 bik, 15 gætin, 16 rellu, 18 aurum, 19 nakin, 20 Óðni, 21 ósar. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.