Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opinn fyrirlestur 2. október kl. 16:15 í stofu 16 í Þingvallastræti 23 Sallie Harkness, sérfræðingur á sviði kennslu yngri barna í leik- og grunnskólum, fjallar um þróun náms og kennslu í skoskum leik- og grunnskólum á sviði málþroska og lestrarnáms. Í fyrirlestrinum mun hún m.a. gera grein fyrir:  Gildi leiksins í málþroska barna.  Gildi ritmáls í umhverfinu og því að þekkja og hvetja til þykjustuskriftar - bernskuritunar.  Þróun hljóðkerfisvitundar.  Mikilvægi sögunnar.  Hópvinnu og námsaðlögun.  Mikilvægi samvinnu við foreldra. Ennfremur mun Sallie Harkness lýsa áhrifum þess að grípa snemma til íhlutunar í málþroska og kennslu ungra barna. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Gefin verða sýnishorn á myndböndum af starfi í leik- og grunnskólum. Í lokin verður tækifæri til umræðna og fyrirspurna. Skólaþróunarsvið kennaradeildar HA Breytt viðhorf til málþroska og lestrarkennslu ungra barna í leik- og grunnskólum Heilbrigðishugtakið | Hermann Óskarsson félagsfræðingur fjallar um merkingu heilbrigðishugtaks- ins og kenningar um heilbrigði og kynnir efni úr væntanlegri bók sinni um tengsl félagslegra þátta og heilbrigðis á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 1. október. Fyrirlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 14 í Þingvallstræti 23. FRAMKVÆMDASTJÓRN Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri hefur ákveðið að gera nokkrar skipulagsbreytingar, sem draga munu úr útgjöld- um og mæta um leið breyttri þjónustuþörf. Segir í greinargerð stjórnarinnar að þetta leiði af sér að störfum við stofnunina muni fækka um allt að 10 og kostnaður lækka um rúmar 50 milljónir á árs- grundvelli. Segist stjórnin hafa að leiðarljósi að sem minnst verði dregið úr þjónustu við sjúklinga og jafnvel að auka hana í sumum tilvikum. Niðurstaða verri en áætlanir Fram kemur í greinargerð stjórnarinnar, að á undanförnum misserum hafi kostnaður við þá heilbrigðisþjónustu sem veitt er af sjúkrahúsinu farið vaxandi, jafnframt því sem ör þróun hafi átt sér stað í starfseminni. Innlögnum hafi fækkað og meðallegutími styst. Samkvæmt 7 mánaða uppgjöri þessa árs eru gjöld umfram fjárveitingar 91,5 milljónir eða 5,5% júní sl. og vænta stjórnendur sjúkrahússins þess að gerðar verði leiðréttingar á fjárhagsgrunni stofnunarinnar á grundvelli skýrslunnar. Ljóst er hins vegar að rekstrarkostnaður hefur verið að aukast umfram það sem áætlað hafði verið og við það verður ekki unað.“ Breytingar Á síðustu árum hefur orðið veruleg breyting á starfsemi sjúkradeilda á FSA sem og á öðrum sjúkrahúsum, að því er greinir í skýrslunni. Inn- lögnum hefur víðast hvar fækkað og meðallegu- tími styst. Margar skýringar eru sagðar á þessum breytingum; „miklar tækniframfarir hafa orðið ásamt örri þróun í læknisfræði og hefur það leitt af sér breytingar í meðferð sjúkdóma. Má þar nefna sem dæmi að ekki er þörf skurðaðgerða við ýms- um sjúkdómum sem nú eru meðhöndlaðir með lyfjum. Einnig hefur betra skipulag innlagna og aðgerða stytt legutíma.“ af gjöldum, skv. því sem fram kemur í áðurnefndri greinargerð. Þar segir: „Þessi niðurstaða er nokkru verri en rekstraráætlanir höfðu gert ráð fyrir, eða sem nemur um 26 milljónum. Að óbreyttu stefnir því í að útgjöld umfram fjárveit- ingar geti numið um 160–170 milljónum í árslok. Samkvæmt rekstraráætlun sem kynnt var í upp- hafi ársins var gert ráð fyrir að halli yrði um 114 milljónir og hafði þá verið tekið tillit til hagræð- ingarkröfu að upphæð 25,2 milljónir króna. Ákveðið var að skipa vinnuhóp með fulltrúum frá heilbrigðisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og FSA til að fara sameiginlega yfir fjárhagsstöðu sjúkra- hússins. Vinnuhópurinn skilaði ítarlegri skýrslu í Fimmtíu milljónir sparast Útgjöld umfram fjárlög hefðu getað numið 160– 170 millj. að óbreyttu NEMENDUR og kennarar í auð- lindadeild Háskólans á Akureyri fóru í árlegt Eyjafjarðarrall, eins og þeir kölluðu það, með Dröfn, skipi Hafrannsóknastofnunar í gær. Einnig voru með í för skipti- nemar frá Frakklandi, Finnlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Togað var víða í firðinum og gerð- ar ýmsar mælingar á því sjáv- arfangi sem veiddist. Nemendurnir þurftu að klæðast tilheyrandi vinnufatnaði og stóðu í röðum á Torfunefsbryggju og gerðu sig klára, þegar ljósmyndara Morg- unblaðsins bar að garði árdegis í gær. Markmið auðlindadeildar er að búa nemendur undir störf og fram- haldsnám í alþjóðlegu og krefjandi umhverfi. Námið er víðtækt og veit- ir haldgóða undirstöðumenntun í náttúruvísindum og greinum sem tengjast nýtingu auðlinda, stjórn- un, markaðsstarfi og viðskipta- greinum. Eyjafjarðarrall á Dröfninni undirbúið Morgunblaðið/Kristján „ÞAÐ eru tvær meginástæður fyrir þessum breytingum,“ sagði Vignir Sveinsson framkvæmda- stjóri fjármála og reksturs á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri í samtali við Morgunblaðið í gær um breyting- arnar sem taka gildi ýmist í dag, 1. október, eða um áramót, 1. janúar 2004. „Í fyrsta lagi grípum við til hag- ræðingar til að mæta þeim fjár- hagsvanda sem stofnunin hefur átt við að glíma á undanförum árum, en hann má að einhverju leyti rekja til aukningar á launa- kostnaði, kemur sem afleiðing af kjara- og stofnanasamningum síð- ustu ára,“ sagði Vignir. Þá er einnig verið að bregðast við breytingum sem orðið hafa jafnt á FSA sem og öðrum sjúkrahúsum þar sem innlögnum hefur fækkað en aukin þjónusta veitt á dagdeildum að sögn fram- kvæmdastjórans. Sem dæmi þar um má nefna að á síðustu 9 árum hefur innlögnum á legudeild barnadeildar fækkað um 61%. Hagræðing „Með þessum breytingum sem við nú grípum til teljum við að tækifæri skapist til að ná fram hagræðingu,“ sagði Vignir. Gjöld umfram fjárveitingar námu 91,5 milljónum króna sam- kvæmt 7 mánaða uppgjöri og er þetta nokkuð verri niðurstaða en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Að óbreyttu stefnir í að útgjöld sjúkrahússins umfram fjárveit- ingar geti numið 160–170 millj- ónum króna á árinu, en í upphafi árs var gert ráð fyrir að hallinn yrði um114 milljónir króna. Vignir sagði að við þessum vanda hefði orðið að bregðast. Taka hefði þurft á fjárhagsvanda stofnunarinnar sem og einnig þörf fyrir breytt þjónustuform, „en við höfðum að leiðarljósi að sjúklingar okkar yrðu sem minnst varir við breytingarnar,“ sagði Vignir Sveinsson. Sjúklingar verði sem minnst varir við breytingarnar FRÁ og með deginum í dag verða handlækninga-, bæklunar-, háls-, nef- og eyrnadeild sem og augndeild rekn- ar sem sameiginleg hjúkrunareining. Stöðugildum starfsmanna í hjúkrun fækkar um 7,3 en fækkuninni verður mætt með ráðningum í stöður sem losna annars staðar. Á kvennadeild verður kven- sjúkdómaeiningin rekin sem fimm daga deild til reynslu næstu sex mán- uði, frá og með deginum í dag. Starfs- fólk fæðingardeildar mun sjá um hjúkrun kvenna sem leggjast inn á deildina um helgar. Stöðu yfirlæknis við kvennadeild verður breytt í stöðu sérfræðings frá 1. nóvember 2003. Dregið verður úr mönnun á barna- deild og hún miðuð við umfang deild- arinnar. Dag- og göngudeild- arstarfsemi verður aukin en við það færast 3,3 stöðugildi sjúkraliða af deildinni. Stöður leikskólakennara og iðjuþjálfa á barnadeild verða lagðar niður og stöðu yfirlæknis á nýbura- deild breytt í stöðu sérfræðings. Morgunblaðið/Kristján Skorið upp og skorið niður    Hugsaðu þig um | Skemmdir voru unnar á snyrtingu á tjaldstæðinu á Grenivík fyrir skömmu. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir: „Maður hrekkur við þegar svona gerist í okk- ar litla samfélagi og skilur ekki hvað viðkomandi gengur til. Ef sá sem þetta gerði les þessar línur er hann vinsamlega beðinn að hugsa sig tvisvar um áður en hann framkvæm- ir eitthvað slíkt aftur því þá verður það tafarlaust gert að lögreglumáli.“ Björn sigraði | Björn Ívar Karls- son fór með sigur af hólmi á fyrsta skákmóti vetrarins hjá Skákfélagi Akureyrar. Þór Valtýsson varð aftur á móti hlutskarpastur á fyrsta 15 mínútna móti félagsins, naumlega á undan Smára Ólafs- syni. Akureyringar létu svo að sér kveða á fyrsta Eddu stigamóti vetrarins sem fram fór á Netinu; þrír úr SA urðu jafnir í 2. sæti, Ólafur Kristjánsson, Davíð Kjart- ansson og Halldór B. Halldórsson.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.