Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓ tónlistarmaðurinn Tonik sé ekki gamall í hettunni hefur hann verið býsna duglegur undanfarin ár því þetta er þriðji diskurinn sem hann sendi frá sér, áður eru komnar breiðskífan Hyrnd og stuttskífan Your system is dangerously low on resources. Fram- farir eru greini- legar á plötunum og sú sem hér er gerð að umtalsefni er það besta sem hann hefur sent frá sér hingað til, mjög forvitnileg plata og skemmtileg. Tónlistin sem Tonik fæst við er tölvuvædd raftónlist sem spannar ólíka strauma, sumt gæti kallast triphop, annað minimal techno, stöku lög flokkast sem nokkuð dæmigert IDM, enn annað mætti kalla electro og svo má telja, eins- konar sýnibók raftónlistarstíla en þó með sterk höfundareinkenni. Hljómaspjaldið sem Tonik notar er mun stærra en áður hefur verið, sum hljóðanna bráðskemmtileg og betra jafnvægi milli ólíkra hljóða og hljóma. Upphaf skífunnar er mjög gott, þar sem hann notar harmon- ikkuhljóma til að tengja fortíð og framtíð, enda er harmonikkan með sín fjölþættu hljóð hljóðgervill fyrri tíma. Harmonikkutakturinn ber síð- an uppi hugljúfa laglínu sem flutt er af tærum tölvutóni. Mjög gott lag sem gengur vel upp. Ekki ganga þó öll alveg upp, upp- bygging í öðru lagi hennar, Gardínu, finnst mér ekki alveg í lagi þrátt fyr- ir góða spretti, mætti klippa það að- eins til, en þó það þriðja, Super To- nik: A NES Tribute, sé heldur einfalt er það skemmtilega saman sett með sterkum leikjatölvuein- kennum. Það kemur einnig vel út að skreyta fjórða lagið, Psycho Toaster, með smá gítar í seinni hlutanum, enda kallast tær gítarhljómurinn skemmtilega á við rafhljóðin. Sjöunda lagið er það skemmtileg- asta, þunglyndisleg laglína þrungin dramatík og vonleysi sem á vissulega við í lagi sem ber heitið Þunglynt lag en bráðfyndinn textinn breytir því svo í eitthvað allt annað, mjög skemmtileg útfærsla sem minnir ekki svo lítið á Cyclone Tangerine Dream þó ólíklegt sé að Tonik þekki þá gleymdu plötu (kom út 1978). Lokalag skífunnar er það eina sem ekki er eftir Tonik, gott lag engu að síður með skemmtilegri stígandi og hefði mátt vera enn lengra. Einn helsti kostur Technotæfu er hve lögin eru ólík án þess þó að vera sundurlaus, hún hljómar nánast eins og safnplata í bestu merkingu þess orðs, full af skemmtilegum hug- myndum og frumlegum fléttum. Áhugasamir geta keypt diskinn í 12 Tónum og einnig er hægt að nálg- ast upplýsingar um Tonik á slóðinni come.to/tonik. Tónlist Techno- tæfan Tonik Tonik Technotæfa Tonik Technotæfa, geisladiskur tónlistar- mannsins Tonik sem heitir annars Anton Kaldal Ágústsson. Anton semur öll lög utan eitt og framleiðir öll hljóð utan að eitt lag á Þórarinn Einarsson og í einu lagi leikur Steingrímur Þórarinsson á gít- ar. Tonik gefur sjálfur út. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Arnaldur Anton Kaldal er Tonik. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Sala á áskriftum og Regnbogakorti í fullum gangi! TRYGGÐU ÞÉR GOTT VERÐ OG SÆTI Í VETUR. Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri ::: Damian Iorio Einleikari ::: Erling Blöndal Bengtsson Georges Enesco ::: Rúmensk rapsódía nr. 2 Aram Khatsjatúrjan ::: Sellókonsert Johannes Brahms ::: Sinfónía nr. 3 TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 2. OKTÓBERRauð #1 Hann Erling okkar spilar einn af flottustu sellókonsertum 20. aldar 9. október 2003 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Truls Mørk Ralph Vaughan Williams ::: Fantasía um stef eftir Thomas Tallis Hafliði Hallgrímsson ::: Sellókonsert Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 2 ÓPERUVINIR – munið afsláttinn! Stóra svið Nýja svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 4/10 kl 14 ,- UPPSELT , Su 5/10 kl 14 - UPPSELT Su 5/10 kl 17 - UPPSELT Lau 11/10 kl 14 - UPPSELT Su 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14 - UPPSELT Su 19/10 kl 14 - UPPSELT Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT, Lau 25/10 kl 17 - AUKASÝNING Su 26/10 kl 14- UPPSELT Lau 1/11 kl 14, Su 2/11 kl 14, Lau 8/11 kl 14, Su 9/11 kl 14, Lau 15/11 kl 14, Su 16/11 kl 14 - UPPSELT ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 4/10 kl 20, Fö 10/10 kl 20 Fö 17/10 kl 20, Fö 24/10 kl 20 Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT OG AFSLÁTTARKORT. SÍÐASTA SÖLUVIKA. Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. Kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali. Kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason FRUMSÝNING Fi 9/10 kl 20 - hvít kort 2. sýn su 12/10 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö 3/10 kl 20, Lau 11/10 kl 20, Su 19/10 kl 20, Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar KVETCH e. Steven Berkoff Mi 15/10 kl 20, Lau 18/10 kl 20, Fö 24/10 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar eftir Kristínu Ómarsdóttur 5. sýn. fim. 2. okt. Leikhúsumræður eftir sýningu 6. sýn. fös. 3. okt. 7. sýn. fös. 10. okt Sýningar hefjast klukkan 20. Ath! Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala í 555 2222 eða á theater@vortex.is Mink leikhús MÁNUDAGINN 20/10 - KL. 20 UPPSELT ÞRIÐJUDAGINN 21/10 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 23/10 - KL. 19 UPPSELT MÁNUDAGINN 27/10 - KL. 19 LAUS SÆTI ATHUGIÐ SÝNINGUM FER FÆKKANDI! erling Lau 4.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fim 9.10. kl. 20.30 UPPSELT Fös 10.10. kl. 20 UPPSELT Fim 16.10. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS Fös 24.10. kl. 20 LAUS SÆTI Fös 31.10. kl. 20 LAUS SÆTI Miðasala í síma 552 3000 Miðasala opin 15-18 virka daga loftkastalinn@simnet.is Einnig sýnt í Freyvangi Tenórinn Frumsýning 5. október kl. 20.30 2. sýn. fimmtud. 9. okt. kl. 20.00. 3. sýn. föstud. 10. okt. kl. 20.00. 4. sýn. laugard. 18. okt. kl. 20.00. Sellófon 2. okt. kl. 21.00. Uppselt 11. okt. kl. 21.00. Uppselt 15. okt. kl. 21.00. Örfá sæti laus 19. okt. kl. 21.00. Nokkur sæti laus Ólafía Frumsýning 8. október. Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Neil Young & Crazy Horse – Greendale Það verður að segjast eins og er að ný plata Neil Young, sem hann vinnur með Crazy Horse, veldur vonbrigðum. Silver & Gold (’00) er uppfull af fal- legum, snotrum lagasmíðum og hin vanmetna Are You Passionate? (’02) er furðulega skemmtileg. Hér er hins vegar á ferðinni andlaust rafgítar- hjakk og flest lögin harla óeftirminni- leg. Þurftarlitlir Crazy Horse aðdá- endur ættu að verða sæmilega sáttir en aðdáendur Young þurfa að bíða eftir næstu plötu. Killing Joke - Killing Joke Nýja Killing Joke platan kemur sann- arlega á óvart. Hörkurokkplata þar sem ekkert er gefið eftir. Frábærlega þétt keyrsla út í gegn; Jaz Coleman syngur sem andsetinn væri og gít- arinn hans Geordie er allsvakalega rifinn og gaddavírslegur. Dásamleg sönnun á því aldrei skyldi afskrifa gamla refi. Besta Killing Joke platan í mörg, mörg ár og ein besta rokk- platan sem af er ári. Leitandi Ramm- steinaðdáendur ættu að geta haft lúmskt gaman af þessari („Asteroid“, „Blood on your Hands“). Dave Grohl, sem trommar hér, mætti þó vera ögn hærri í hljóðblönd- uninni. Erlend tónlist Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.