Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 14
Viðtal við manninn, sem fyrst sat inni,
grunaður um morðið á Önnu Lindh
„Ég er hund-
eltur um
landið allt“
PER Svensson, maðurinn, sem var í
haldi sænsku lögreglunnar í sex
daga, grunaður um morðið á Önnu
Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar,
kom fram í sjónvarpsviðtali í fyrra-
kvöld. Þótti hann koma vel fyrir en
talið er hugsanlegt, að með viðtal-
inu, sem hann fékk greitt fyrir, hafi
hann dregið úr líkum á að fá stórar
bætur frá fjölmiðlum fyrir alla um-
fjöllunina um hann meðan hann sat
inni. Kom þetta fram á fréttavef
Aftenpostens í gær.
Svensson var mjög yfirvegaður í
viðtalinu og svaraði spurningum
spyrjandans, Roberts Aschbergs,
yfirleitt án þess að hika. Aschberg
vildi meðal annars vita hvernig á því
stæði, að 35 ára gamall maður hefði
aldrei haft fasta vinnu, litlar sem
engar skattskyldar tekjur og ekkert
fast heimilisfang.
„Lúterskt vinnusiðferði hefur
ekki plagað mig neitt í gegnum tíð-
ina,“ svaraði Pers-
son.
„Hefurðu aldrei
stundað vinnu?“
spurði Aschberg.
„Nei, ég hef gert
mitt besta til að
komast hjá því,“
svaraði Persson.
„Á hverju hefurðu lifað?“
„Ég hef nú bara komist af eins og
aðrir.“
Persson talaði síðan um en með
heldur óljósum orðum, að hann
hefði þénað peninga í útlandinu og
um þá „sérstöku hæfileika“, sem
þyrfti til að lifa því lífi, sem hann
lifði. Sagðist hann hafa alist upp
víða í Svíþjóð, aðallega þó í Stokk-
hólmi, og hann liti á sig sem „Evr-
ópumann“.
Meðan Persson sat inni, grunaður
um morðið á Önnu Lindh, var gríð-
arleg umfjöllun um hann og allt tínt
til, sem hægt var. Vinir, ættingjar,
skólasystkin og gamlir kennarar
hans voru spurð í þaula og í erlend-
um fjölmiðlum var sagt frá því hver
hann væri og birtar af honum
myndir.
„Ég er hundeltur um landið allt,“
sagði Svensson.
Faðir hans benti á hann
Per Svensson segist hafa lifað því,
sem hann kallar „ágætis líf“, en þá á
hann við mikið af drykkjarföngum
og löng partí. Segist hann fyrst hafa
heyrt um morðið á Önnu Lindh dag-
inn eftir.
„Ég svaf til klukkan fimm eða sex
um eftirmiðdaginn,“ sagði hann.
Svensson var mjög rólegur í við-
talinu nema þegar Aschberg nefndi,
að það hefði verið hans eigin faðir
(raunar stjúpfaðir), sem hefði bent á
hann. Þá var eins og þykknaði í hon-
um.
„Það kemur mér ekki á óvart frá
slíkum manni,“
svaraði hann loks.
Svensson segir,
að yfirheyrslur lög-
reglunnar yfir sér
hafi eins og verið
sóttar í Martin
Beck-mynd: Varst
þú í NK? Myrtir þú Önnu Lindh?
„Ég hef aldrei og mun aldrei
drepa annan mann,“ sagði Svens-
son.
Robert Aschberg segir, að ástæð-
an fyrir því, að Svensson féllst á við-
talið hafi verið einföld. Hann fékk
greitt fyrir það. Ekki hafi þó verið
um að ræða neinar fúlgur fjár.
Lögfræðingurinn Leif Sibersky
segir í viðtali við sænsku fréttastof-
una TT, að með viðtalinu hafi
Svensson hugsanlega spillt fyrir
bótakröfu á hendur fjölmiðlunum.
Eftir sem áður eigi hann vafalaust
rétt á einhverjum bótum en trúlega
verði þær minni en ella.
’ Yfirheyrslurnareins og sóttar
í Martin Beck-
bíómynd. ‘
ERLENT
14 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VERTÍÐARBÁTAR í Faxaflóa
mótmæla harðlega áformum um
línuívilnun sem rætt er um að
koma á. Áhafnir og eigendur
bátanna skora á þingmenn Suður-
og Vesturlands að verja tilverurétt
þessara báta og afkomu fjölda
manna sem hafa atvinnu af útgerð
bátanna. „Aflaheimildir þessara
báta hafa verið skertar endalaust á
undanförnum árum. Nær væri að
skila okkur til baka þeim aflaheim-
ildum sem við höfum misst inn í
kvótakerfið. Nær væri fyrir Vest-
firðinga að vinna meira af aflanum
í heimabyggð og skapa með því
fleiri störf og sætta sig við þá góðu
kvóta sem margir af þeirra bátum
hafa úr að spila,“ segir í yfirlýsingu
frá vertíðarbátum í Faxaflóa.
Mótmæla línuívilnun
AFLAVERÐMÆTI íslenskra
skipa af öllum miðum nam á fyrri
helmingi ársins 2003 um 36,8 millj-
örðum króna en heildaraflinn var
1.130 þúsund tonn, samkvæmt út-
reikningum Hagstofu Íslands.
Aflaverðmæti íslenskra skipa á
öllu árinu 2002 var rúmir 77 millj-
arðar króna.
Verðmæti botnfiskaflans var 25
milljarðar króna sem fengust fyrir
249 þúsund tonn, þar af var verð-
mæti þorsks 14,2 milljarðar króna
en magnið 110 þúsund tonn. Verð-
mæti uppsjávartegunda var 6,5
milljarðar króna og magnið 838
þúsund tonn. Flatfiskaflinn á tíma-
bilinu var 20 þúsund tonn að verð-
mæti 3,3 milljarðar króna og fyrir
23 þúsund tonn af skel- og krabba-
dýrum fengust 2 milljarðar króna.
Stærsti hluti heildaraflans var
unninn á Austurlandi eða 446 þús-
und tonn, að mestu uppsjávarteg-
undir, og nam verðmæti þessa afla
5,2 milljörðum króna. Á Suður-
nesjum var unnið úr mestum verð-
mætum eða fyrir 6,2 milljarða
króna en magnið var 132 þúsund
tonn. Af botnfiski var mest unnið á
höfuðborgarsvæðinu eða 53 þús-
und tonn að verðmæti 4,8 millj-
arðar króna. Tæplega 14 þúsund
tonn voru flutt út óunnin og nam
verðmæti þess afla nærri 1,9 millj-
örðum króna.
Stærstur hluti af verðmæti
botnfiskaflans (42,5%) er tilkominn
vegna beinnar sölu útgerða til
vinnslustöðva, 27,2% verðmætis
vegna sölu á sjófrystum afla,
22,3% vegna sölu á fiskmörkuðum
innanlands en 6,1% verðmæta eru
tilkomin vegna útflutnings á fiski í
gámum. Á tímabilinu var unnið úr
tæplega 250 þúsund tonnum af
botnfiski og var rúmlega þriðjung-
ur hans frystur í vinnslustöðvum í
landi (33,8%), um 30,8% voru fryst
um borð í vinnsluskipum en 21,7%
var ráðstafað í saltfiskvinnslu. Þá
voru 5,8% botnfiskaflans send
fersk með flugi á markaði erlendis
en 5,3% með gámum.
!
!
"#$%&
"'"((%)"(%)
))($%& (#**&%$
"&$'"%(
'(*%#
"+(#%#
Verðmæti aflans
36,8 milljarðar
LÍTIL kolmunnaveiði hefur verið að
undanförnu vegna ótíðar. Síðustu
þrjá daga tilkynntu þrjú skip um
slatta, samtals um 1.500 til samtaka
fiskvinnslustöðva.
Kolmunnaafli íslenzkra skipa er
nú orðinn um 350.000 tonn og eru
því tæplega 200.000 tonn enn
óveidd. Erlend skip hafa landað hér
74.000 tonnum og því hafa íslenzk-
um fiskimjölsverksmiðjum borizt
423.500 tonn til vinnslu.
Eins og fyrr hefur Síldarvinnslan í
Neskaupstað tekið á móti mestu af
kolmunna, um 91.700 tonnum. Eskja
á Eskifirði er í öðru sæti með 74.300
og í þriðja sæti er Síldarvinnslan í
Neskaupstað með 67.800 tonn.
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
fylgir þar fast á eftir með 67.600
tonn. Verksmiðjur Síldarvinnsl-
unnar hafa því tekið á móti tæplega
165.000 tonnum af kolmunna á
árinu.
Síldveiðin fer afar hægt að stað í
haust. Samkvæmt upplýsyngum SF
hefur aðeins verið tilkynnt um ríf-
lega 900 tonna afla. Mestu hefur ver-
ið landað á Höfn í Hornafirði, ríflega
tveimur þriðju hlutum aflans.
Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason
SVN með 165.000
tonn af kolmunna
ÚR VERINU
MIJAILO Mijalovich, sem nú er í
gæsluvarðhaldi, grunaður um
morðið á Önnu Lindh, játaði það á
sig fyrir móður sinni. Er því hald-
ið fram í blaðinu
Expressen, sem
segir, að móðir
hans og aðrir
ættingjar hafi
skýrt lögregl-
unni frá því.
Blaðið segir,
að Mijailo, sem
er 24 ára gam-
all, sé svo illa
haldinn andlega,
að ekki verði reynt að yfirheyra
hann að ráði fyrr en síðar í vik-
unni. Hingað til hafi hann svarað
öllum spurningum lögreglunnar
þannig: „Ég hef ekkert að segja.“
Expressen segir, að nokkrum
dögum eftir morðið hafi Mijailo
brotnað saman hjá móður sinni.
Hafi hann sagt henni, að hann hafi
verið í NK-versluninni þegar hann
kom auga á Önnu Lindh. Með
hnífnum, sem hann hafði stolið,
hafi hann síðan ráðist á hana í ein-
hverju æði. „Ég bara stakk, stakk
og stakk,“ á hann að hafa sagt.
Þekkti son sinn
á myndunum
Sagt er, að Mijailo hafi sagt
móður sinni í smáatriðum frá
morðinu og hvað hann hafi verið
að gera fram að því. Einnig hvern-
ig hann hafi flúið af vettvangi og
síðan tekið leigubíl burt úr mið-
borginni.
Móðir hans varð eðlilega fyrir
miklu áfalli er hún heyrði þetta en
þegar hún skoðaði betur myndir
úr eftirlitsmyndavélum af mann-
inum í NK, þekkti hún son sinn.
Móðir Mijailos og aðrir í fjöl-
skyldunni skýrðu síðan lögregl-
unni frá þessu. Lögreglan telur sig
hins vegar hafa nóg í höndunum,
fyrir utan þessa vitneskju, til að
sanna morðið á hann. DNA-
greiningar taki af öll tvímæli um
sekt hans.
Játaði
fyrir
móður
sinni
Mijailo Mijalovic
LLOYD Scott, fyrrverandi hvít-
blæðissjúklingur, sem tekið hefur
þátt í nokkrum maraþonhlaupum
í þungum kafarabúningi, byrjaði
nú um síðustu helgi á nýju
hlaupi, að þessu sinni eftir botn-
inum á Loch Ness í Skotlandi.
Gerir hann það í söfnunarskyni
fyrir börn, sem þjást af hvít-
blæði, og vonast til að heilsa upp
á Nessie í leiðinni.
„Ef ég hitti Nessie, þá veit ég
ekki hvort okkar verður hrædd-
ara,“ sagði Scott um leið og hann
veifaði til viðstaddra í fjöruborð-
inu en hann ætlar að ganga eftir
botninum umhverfis vatnið í
nokkrum áföngum. Vonast hann
til að komast fimm km á dag og
miðað við það mun hann ljúka
hringnum á 14 dögum. Verður
hann yfirleitt á rúmlega níu
metra dýpi.
Scott hefur tekið þátt í mara-
þonhlaupi í London, New York
og Edinborg og er ósvikinn met-
hafi, hefur enginn farið vega-
lengdina á jafnlöngum tíma og
hann. Reuters
Heilsað
upp á
Nessie
Edinborg. AFP.