Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 37
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 37 Bústaðakirkja. Starf eldri borgara. Kl. 13-16.30. Handavinna, spilað, föndrað. Gestir frá kirkjukórnum. Þeir sem óska eftir að láta sækja sig fyrir samveru- stundirnar látið kirkjuverði vita í síma 553 8500. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall. Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8. Hugleiðing, altarisganga, léttur morgun- verður. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Samverustund fyirr 6 ára kl. 14.30. Samverustund fyrir 7-9 ára kl. 15.30. Samverustund fyrir 10-12 ára kl. 17. Tólf sporin - andlegt ferðalag: Kynningarfundur kl. 20. Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð borið fram í Setrinu kl. 12. Brids í Setrinu kl. 13-16. Kvöld- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Kl. 12.10 Kyrrðarstund og bænagjörð með orgelleik og sálma- söng. Kl. 12.30 Súpa og brauð (kr. 300). Kl. 13 - 16 Opið hús eldri borgara. Söngur, tekið í spil, upplestur, föndur, spjall, kaffisopi o.fl. Allir eldri borgarar velkomnir. Þeir sem ekki komast á eigin vegum geta hringt í kirkjuna og óskað eftir því að verða sóttir. Síminn er 520 1300. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Nýjar mömmur velkomnar með börnin sín. Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30 alla miðvikudagsmorgna. Nú er kjörið að byrja. Kirkjuprakkarar kl. 14.10. Starf fyrir 1.-4. bekk. Umsjón Aðalheiður Helgadóttir, hjónin Kristjana H. Þorgeirs- dóttir Heiðdal og Geir Brynjólfsson auk sr. Bjarna. Fermingartími kl. 19.15. Ung- lingakvöld Lauganeskirkju kl. 20. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenjur barna. Hjúkrunarfr. á Seltjarnarnesi. Umsjón El- ínborg Lárusdóttir. 7 ára starf kl. 14.30. Sögur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og skráning í síma 511 1560. Opið hús kl. 16. Kaffi og spjall. Upplestur og umræð- ur kl. 17. Umsjón sr. Örn Bárður Jóns- son. Fyrirbænamessa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund í há- deginu kl. 12. Altarisganga. Léttur há- degisverður eftir stundina. Allir velkomn- ir. Fríkirkjan í Reykjavík. Í hádegi er fólki boðið til bænastunda í kapellu safnaðar- ins á annarri hæð í safnaðarheimilinu. Sérstök áhersla er lögð á bæn og íhug- un, en einnig flutt tónlist og textar til íhugunar. Koma má bænarefnum á fram- færi áður en bænastund hefst. Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há- deginu. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stundinni lokinni. Kl. 13-16 opið hús í safnaðarheimilinu. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10- 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á veg- um KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Fyrirbænir og altarisganga. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi á aldrinum 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. TTT (10-12 ára) starf kl. 17. Tólf spora námskeið kl. 20. Lindakirkja í Kópavogi. Unglingadeild KFUM og K í Lindasókn í safnaðarheim- ilinu, Húsinu á sléttunni kl. 20. Allir krakkar í 9. og 10. bekk velkomnir. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjart- anlega velkomnir. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni í síma 567 0110. SELA eldri deild kl. 20-22. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar kl. 10- 12 með Nönnu Guðrúnu í Vídalínskirkju. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund í dag kl. 12. Góður kostur fyrir þá sem vilja taka frá kyrrláta og helga stund í erli dagsins til að öðlast ró í huga og frið í hjarta. Hægt er að koma fyrirbæna- efnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Boðið er upp á súpu og brauð í safn- aðarheimilinu að kyrrðarstund lokinni. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Verið velkomin í vikulegar samverur í safnaðarheimili kirkjunnar í spil, spjall, góðar kaffiveitingar og fleira. Bessastaðasókn. Miðvikudagur er dagur kirkjunnar í Haukshúsi. Foreldramorgnar eru frá kl. 10-12. Þar koma saman for- eldrar ungra barna á Álftanesi með börn- in og njóta þess að hittast og kynnast öðrum foreldrum sem eru að fást við það sama, uppeldi og umönnun ungra barna. Opið hús eldri borgara er síðan frá kl. 13:00-16:00. Dagskráin verður fjölbreytt en umfram allt eru þetta nota- legar samverustundir í hlýlegu umhverfi. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10-12. Lágafellskirkja. AA-fundur kl. 20.30 í Lágafellskirkju. Unnið í 12 sporunum. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Kapellu von- arinnar kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón sr. Helga Helena Sturlaugsdótt- ir. Æfing hjá Barnakór Keflavíkurkirkju kl. 16-17. Sjá nánar undir tilkynningar. Æfing Kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19- 22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Sóknarnefndarfundur kl. 17.30. Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl. 21. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára krakkar í kirkj- unni. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtog- arnir. Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára krakkar í kirkjunni. Sr. Fjölnir Ásbjörns- son og leiðtogarnir. Kl. 20 opið hús hjá Æskulýðsfélagi og KFUM&K í félags- heimili KFUM&K. Hulda Líney Magnús- dóttir, æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Ás- björnsson og leiðtogarnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Opið hús, kaffi og spjall, safi fyrir börnin. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 20 hjálparflokkur. Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30 Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróðleik- ur og samvera. Allt ungt fólk velkomið. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20. Bjálkinn sem blindar. Lúk. 4.37-42. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Morgunmessa í Hallgrímskirkju MARGIR vilja hefja daginn í guðs- húsi áður en haldið er til vinnu. Til að koma til móts við óskir þeirra er messað í Hallgrímskirkju alla mið- vikudagsmorgna kl. 8 árdegis. Auk bæna, sálmasöngs og hugleiðingar er gengið til Guðs borðs. Eftir morgunmessu er síðan reiddur fram morgunverður fyrir messu- gesti. Það er því gott upphaf vinnu- dags, sem fólk getur notið alla mið- vikudagsmorgna. Hús Guðs á Skólavörðuholti er opið og allir eru velkomnir. Fundir aðaldeildar KFUM FUNDIR í aðaldeild KFUM í Reykjavík hefjast fimmtudaginn 2. október, kl. 20:00, í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Þeir verða með hefðbundnu sniði þar sem áhersla verður lögð á fjöl- breytta dagskrá, Biblíulestra, kynningu á kristniboði, guð- fræðierindi og ýmis önnur áhuga- verð efni. Að fundi loknum verður heitt á könnunni og tækifæri til að setjast niður og ræða málin í góðum félagsskap. Allir karlmenn eru hjartanlega velkomnir. Haustlitaferð Neskirkju FÉLAGSSTARF eldri borgara í Neskirkju fer í haustlitaferð laug- ardaginn 4. október kl. 14.00. Ekið verður um Grafning. Kaffiveitingar á Selfossi. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 fram á föstudag. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Morgunblaðið/Jim Smart KIRKJUSTARF Rabbfundur Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 2. október, kl. 12.05–13, í stofu 301 í Árnagarði. Erindi heldur Guðrún H. Eyþórs- dóttir mannfræðingur og nefnist fyr- irlesturinn: Forsendur breytuvals í krabbameinsrannsóknum: Hin kyn- bundna nálgun í skjóli hlutleysis. Fyrirlesturinn fjallar í meginatriðum um val á breytum í krabbameins- rannsóknum sem löngum hefur verið umdeilt, eða allt frá því er Hippokrat- es frá Korsíku bar fyrst kennsl á meinið og gaf því nafnið krabbamein. Ráðstefna norrænna stoðtækja- fræðinga verður haldin dagana 2. til 4 október. Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands, mun setja ráðstefn- unu sem verður haldin á Hótel Nor- dica við Suðurlandsbraut og hefst kl. 9. Fyrirlesarar verða bæði frá Banda- ríkjunum, Ástralíu og Norðurlönd- unum. Félag stoðtækjafræðinga á Ís- landi stendur fyrir ráðstefnunni. Samhliða ráðstefnunni mun fara fram sýning seljenda á vörum tengdum greininni. Sýningin verður opin al- menningi kl. 15.15–17 dagana 2. og 3. október. Á MORGUN Íslandsmeistarakeppni í Öku- leikni á flutningabílum í umsjá Bindindisfélags ökumanna verður haldin laugardaginn 4. október kl. 13. Keppnin verður við nýtt húsnæði vörubíladeildar Heklu við Kletta- garða í Sundahöfn í Reykjavík, á sama degi og nýtt húsnæði vörubíla- deildar Heklu verður tekið í notkun. Mun Hekla hf. leggja til bíl í keppn- ina og munu allir keppa á sama bíl. Til að taka þátt í keppninni þarf að hafa meirapróf (próf til aksturs stórra vörubíla). Hægt er að keppa bæði sem einstaklingar og / eða mynda keppnislið með 2 eða fleiri liðsmönnum og verða bæði veitt ein- staklingsverðlaun og liðaverðlaun. Ekert keppnisgjald er. Keppnin er liður í að auka öryggi ökumanna í umferðinni. Skráning er á bfo- @brautin.is. Haustfagnaður Arnfirðinga- félagsins í Reykjavík verður hald- inn laugardaginn 4. október kl. 22, í Meka Sport, Dugguvogi 6, Reykja- vík. Fyrir dansi leika Viðar og Matti. Auk þess munu troða upp arnfirskir listamenn sem margir hverjir komu fram á Arnfirðingahátíðinni „Bíldu- dals grænar...“ í sumar, segir í fréttatilkynningu. Á NÆSTUNNI Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með mán- aðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 1. október, kl. 17. Laufey Tryggvadóttir fram- kvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins kynnir nið- urstöður úr evrópskum rannsóknum (Eurocare). Tilgangur rannsóknanna var að kanna mismun á lífshorfum krabbameinssjúklinga á milli Evr- ópuþjóða. Einnig mun Laufey segja frá starfsemi Krabbameinsskrár- innar. Kaffi verður á könnunni. Í DAG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Rafiðnað- arsambandi Íslands: „Miðstjórnarfundur Rafiðnaðar- sambands Íslands haldinn 26. sept- ember 2003 telur ástæðu til þess að þakka Rannveigu Rist forstjóra ál- versins í Straumsvík fyrir hversu röggsamlega hún hyggst taka á því ef réttindabrot eiga sér stað á vinnusvæðinu í Straumsvík. Full ástæða er til þess að hvetja önnur íslensk fyrirtæki til þess að fylgja þessu góða fordæmi for- stjóra álversins. Ekki síst þegar um er að ræða fyrirtæki sem eru í almannaeigu. Undanfarna mánuði hafa fleiri hundruð starfsmenn ver- ið fluttir inn á Kárahnjúkasvæðið. Fram hafa komið athugasemdir frá hverjum einasta eftirlitsaðila sem að framkvæmdunum hafa komið. Starfsmenn hafa kvartað undan því að launakjör séu ekki í samræmi við það sem þeim var lofað og verið sé að þverbrjóta gildandi kjara- samninga. Einnig hafa starfsmenn margítrekað kvartað undan því að framkoma verktakans gagnvart þeim sé ekki sæmandi. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar, iðnaðar- ráðherra, félagsmálaráðherra og ekki síst utanríkisráðherra hafa vakið undrun landsmanna. Nú er kominn yfirlýsing um að fyrirtækið ætli sér að standa við kjarasamn- inginn. Það verði gert upp við starfsmenn í samræmi við Virkj- anasamning. Við spyrjum; „Undir hvað var skrifað þegar samningar voru gerðir um byggingu Kára- hnjúkavirkjunar?“ Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hvetur eindregið til þess að gerður verði rammasamningur við Samtök atvinnulífsins um hvernig eigi að halda á málum gagnvart er- lendum vertökum og undirvertök- um. Á íslenskum vinnumarkaði eru í gildi leikreglur í formi kjarasamn- inga og þeirra sem löggjafinn hefur sett um aðbúnað á vinnustöðum. Í húfi eru sameiginlegir þjóðhagsleg- ir hagsmunir,“ segir í ályktuninni. Ályktun frá Rafiðn- aðarsambandi Íslands RAUÐI kross Íslands fagnar tillögum í skýrslu starfshóps á vegum dómsmála- ráðherra um að skyndihjálparkennsla verði færð inn í nám í öllum grunn- skólum landsins og að átak verði gert á vinnustöðum til þess að kenna skyndi- hjálp. Félagið er þegar í viðræðum við menntamálaráðuneytið um skyndi- hjálparnám í grunnskólum og býður fyrirtækjum upp á sérhæfð skyndihjálparnámskeið, sem eru sniðin að þörfum hvers vinnustaðar fyrir sig. Á vegum Rauða krossins hafa börn í grunnskólum aðgang að margvís- legri skyndihjálparfræðslu. Það er kappsmál félagsins að skyndihjálp verði hluti af námskrá, með það að markmiði að börn og unglingar geti brugðist við á einfaldan og öruggan hátt er slys ber að höndum, hvort sem er á heimilinu, í skólanum eða annars staðar. „Það er margsannað að þeir sem mestu geta bjargað á slysstað eru þeir sem fyrstir koma að,“ segir Sig- rún Árnadóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Nú er yfirstandandi könnun á veg- um Rauða krossins á skyndihjálpar- fræðslu í grunnskólum, en vitað er að hún er afar misjöfn milli skóla. Nið- urstöður eru væntanlegar fyrir árs- lok. Rétt viðbrögð við lítilsháttar áverk- um, minniháttar veikindum eða skipulögð og fumlaus viðbrögð við stóráföllum og slysum geta skipt sköpum ef bjarga á lífi. Þekking og færni í skyndihjálp hefur því mikið að segja fyrir samfélagið og er mikil- vægur hluti af forvarnarstarfi innan heilbrigðiskerfisins þar sem áhersla er lögð á vellíðan einstaklingsins og heilsuvernd, segir í fréttatilkynningu. RKÍ fagnar tillögum um skyndihjálpar- kennslu í grunnskólum BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, sendi um mánaðamót út miða í hausthappdrætti félagsins, til allra heimila og fyrirtækja í landinu. Vinningar eru: Mitsubishi Out- lander 4x4 eða Mitsubishi Lancer bílar frá Heklu, siglingar með skemmtiferðaskipum t.d. um eyjar Karíbahafsins, sólarlandaferðir fyrir fjölskylduna eða borgarferðir til Par- ísar, London eða Kaupmannahafnar. Allar ferðirnar eru með Terra Nova- Sól og eru fyrir tvo eða fleiri. Þá eru heimilistæki að eigin vali frá Heim- ilistækjum og kvöldverðir í Humar- húsinu. Einnig er hægt að kaupa miða með því að hafa samband við skrif- stofu félagsins. Dregið verður í happ- drættinu 14. nóvember nk. og kostar miðinn 1.100 kr. Happdrættið er ein veigamesta fjáröflunarleið félagsins, þar sem Blindrafélagið er að mjög litlu leyti rekið fyrir opinbert fé. Frá opinber- um aðilum kemur um 15% af fjárþörf félagsins, segir í fréttatilkynningu. Happdrætti Blindrafélagsins Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.