Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ de- CODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í gær um áfangasigur í rannsóknum sínum á offitu en fyrirtækið hefur unnið að rannsóknunum í samvinnu við lyfja- fyrirtækið Merck. Uppgötvun erfða- efnisins er talin skipta miklu máli fyrir þróun lyfja gegn offitu, að því er segir í tilkynningu frá deCODE. Ríflega þúsund konur hér á landi tóku þátt í rannsókninni og tókst vís- indamönnum deCODE að einangra gen sem orkar þannig á sumt fólk að það fitnar um of en á annað að það heldur sér grönnu. Fyrirtæki munu nýta sér þessa uppgötvun við lyfjaþróun, segir ennfremur í til- kynningunni. Þá mun deCODE fá áfangagreiðslur fyrir uppgötvunina. Ekki fékkst uppgefið hjá Íslenskri erfðagreiningu hve háar þessar greiðslur væru, en þær munu vera umtalsverðar samkvæmt upplýsing- um blaðsins. Mikilvægt skref í átt að þróun nýrra lyfja gegn offitu „Offita og grannur vöxtur eru auð- vitað nátengd fyrirbæri út frá líf- fræðilegu sjónarhorni. Þetta eru mjög spennandi niðurstöður því þær benda til þess að við höfum fundið mikilvægan þátt í líffræðilegu ferli sem tengist stjórnun á líkamsþyngd hjá konum,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Við erum nú að vinna að því með Merck að skilgreina hentug lyfja- mörk innan þessa ferlis og leita lyfja- efna sem hafa áhrif á virkni þeirra. Þetta er mikilvægt skref í átt að þró- un nýrra lyfja gegn offitu. Það er mögulegt að slík lyf myndu verka með því að nýta þau úrræði sem lík- aminn býr sjálfur yfir til þess að við- halda grönnum vexti,“ segir Kári. Niðurstaða þeirra rannsókna sem fram hafa farið á offitu og sykursýki verða kynntar nánar á vísindadögum Íslenskrar erfðagreiningar, sem fram fara 12. til 19. október næst- komandi. DeCODE vinnur áfanga- sigur í rannsóknum á offitu Umtalsverðar áfangagreiðslur koma frá lyfja- fyrirtækinu Merck KARVEL Ögmundsson útgerð- armaður og heiðursborgari Njarð- víkur hélt upp á 100 ára afmælið sitt í gær. Hann bauð vinum og vanda- mönnum til veislu á Garðvangi í Garði og sótti fjölmenni hann heim. Karvel er fæddur á Hellu í Beru- vík í Breiðuvíkurhreppi á Snæfells- nesi, sonur Sólveigar Guðmunds- dóttur og Ögmundar Andréssonar. Karvel hóf sjóróðra ungur með Eggerti móðurbróður sínum, og lauk stýrimannsprófi frá Stýri- mannaskólanum á Ísafirði 1927. Karvel kvæntist konu sinni, Önnu Margréti Olgeirsdóttur, árið 1928 og fluttu þau fljótlega til Njarðvík- ur. Karvel eignaðist sex börn með Önnu, en eftir að hún féll frá eign- aðist hann einn son til viðbótar með sambýliskonu sinni, Þórunni Maggý Guðmundsdóttur. Karvel hóf útgerð og fiskvinnslu á Suðurnesjum í samvinnu við Guð- mund Þórarin bróður sinn og voru þeir á tímabili með umfangsmestu fiskverkendum landsins. Karvel var í hreppsnefnd Kefla- víkur og síðar Njarðvíkur og lét mikið að sér kveða við uppbyggingu Njarðvíkur. Hann tók mikinn þátt í félagsstörfum og var einn af stofn- endum Útvegsbænda Keflavíkur. Hann hóf ritstörf kominn fast að áttræðu og skrifaði ævisögu sína, Sjómannsæfi, auk barnabóka. Karvel Ögmundsson fagnar aldarafmæli ÞAÐ eru eflaust margir sem bíða spenntir eftir að gægjast í fjárlaga- frumvarpið fyrir næsta ár en því var pakkað niður í kassa hjá prent- smiðjunni Gutenberg í gær þar sem það var prentað. Fjárlaga- frumvarpið verður lagt fyrir Al- þingi í dag og má búast við að það verði milli tannanna á fólkinu í landinu næstu vikur. Morgunblaðið/Jim Smart Fjárlagafrum- varpinu pakkað „ÞAÐ var okkar álit að þetta tvennt, lóðarumsókn Landsbankans og hug- myndir um tónlistar- og ráðstefnuhús á Miðbakkanum, útilokaði ekki hvort annað heldur gæti stutt hvort annað,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkurborgar, um samþykkt borgarráðs í gær. Þá sam- þykkti borgarráð að fela formanni borgarráðs og formanni skipulags- og byggingarnefndar að ganga til við- ræðna við stjórnendur Landsbanka Íslands vegna óskar bankans um lóð undir höfðustöðvar hans í miðbæn- um. Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var lagt fram bréf frá Björgólfi Guðmundssyni, formanni bankaráðs Landsbanka Íslands, þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkur- borg um möguleika á að fá lóð austan Pósthússtrætis og sunnan Geirsgötu til ráðstöfunar fyrir aðalstöðvar Landsbanka Íslands. „Lóðin þyrfti að vera nægilega stór til að byggja 8–10 þúsund fermetra höfuðstöðvar á fjór- um hæðum ásamt rúmgóðum bíla- stæðum, auk rúmgóðs umhverfis fyr- ir byggingu af þeirri gerð sem hentar höfuðstöðvum fremsta banka lands- ins,“ segir í bréfinu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir að samkvæmt gömlu skipulagi hafi verið gert ráð fyrir að þarna gæti hugsanlega komið miðstöð strætisvagna. Í gegnum tíð- ina hafi margir falast eftir þessari lóð en ekki hafi verið vilji til að ráðstafa henni. Núna væri hún að einhverju leyti hluti af afmörkuðu svæði vegna fyrirhugaðrar byggingar tónlistar- húss og ráðstefnuhúss, svonefndu TRH-svæði, en tillagan, sem hafi ver- ið valin eftir samkeppni, geri ráð fyrir því að tónlistar- og ráðstefnuhúsið yrði norðan Geirsgötu. Í bréfi Landsbankans kemur fram að Landsbankinn hafi haft höfuð- stöðvar sínar í miðborg Reykjavíkur í rúma öld. Saga miðborgarinnar og þróun höfuðstöðva bankans sé sam- ofin og það sé vilji Landsbankans að halda áfram að vera með aðalstarf- semi sína í miðborginni. Þess er jafn- framt getið að bankinn ætli áfram að nýta bygginguna í Austurstræði 11 fyrir rekstur útibús, fundahöld og gestamóttöku. „Því er æskilegt að nýjar höfuðstöðvar verði í alveg næsta nágrenni við núverandi höfuð- stöðvar,“ segir í bréfinu og áréttað að bankinn ætli að taka ákvörðun um framtíðarhúsnæði á næstu mánuðum. Að sögn Steinunnar Valdísar á að reyna að flýta viðræðunum við full- trúa Landsbankans. „Við teljum það mjög jákvætt fyrir miðborgina að fá þessa starfsemi þarna inn.“ Segir umsókn Lands- bankans jákvæða fyrir miðborg Reykjavíkur Landsbankinn vill byggja 8–10 þúsund fermetra höfuðstöðvar á fjórum hæðum í miðborginni                                        ! "  ! "                TILBOÐ hafa verið opnuð hjá Landsvirkjun í jarðvinnu og upp- setningu vinnubúða fyrirtækisins í Fljótsdal. Sex tilboð bárust og voru þau öll yfir áætlun upp á 27,5 millj- ónir króna. Eru vinnubúðirnar að- allega hugsaðar fyrir eftirlitsmenn Landsvirkjunar með framkvæmd- um við Kárahnjúkavirkjun. Lægst bauð Metalis ehf., eða 27,9 milljónir króna, þá Rafey ehf. með tæpar 30 milljónir, Kristján Ólafs- son bauð rúmar 34 milljónir í verk- ið, Pípulagnaverktakar ehf. 36,5 milljónir, Kristján Jónsson 39,9 milljónir og hæst bauð Kluftir ehf., 42,6 milljónir króna. Í Fljótsdal verður Fosskraft einnig með vinnubúðir, verktakinn er reisir stöðvarhús Kárahnjúka- virkjunar neðanjarðar í Teigs- bjargi. Útboð á vinnubúðum fyrir Landsvirkjun í Fljótsdal STJÓRN Reykjagarðs hf., sem rek- ur stærsta kjúklingaframleiðslufyr- irtæki landsins, hefur selt allan rekstur og eignir fyrirtækisins til nýs fyrirtækis með sama nafni í eigu sömu aðila. Sláturfélag Suðurlands, sem nýlega keypti allt hlutafé Reykjagarðs af Kaupþingi-Búnaðar- banka, segir í tilkynningu til Kaup- hallarinnar að þessi ákvörðun hafi verið tekin til að tryggja áframhald- andi rekstur og ótruflaða verðmæta- sköpun. Söluverð eignanna er 779 milljónir króna. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að Reykjagarður hafi verið rekinn með miklu tapi und- anfarin misseri, en auk þess hafi ver- ið verulegt tap á rekstrinum áður en það komst í eigu SS. Þarna hafi því verið mikill uppsafnaður vandi. Mikl- ir erfiðleikar hafi síðan verið á inn- lendum kjötmarkaði undanfarið eitt og hálft ár og afkoma fyrirtækja í ali- fuglaeldi, slátrun og úrvinnslu slök. Steinþór segir að samningar sem gerðir voru í gær, sem miðast við 1. október, geri ráð fyrir yfirtöku eigna sem sé mjög nálægt bókfærðu verði. Samhliða hafi fjárhagur hins nýja fé- lags verið endurskipulagður og því muni SS leggja því til aukið eigið fé. Steinþór segir að hluti skulda eldra félags verði ekki yfirtekinn af nýjum rekstraraðila og verði unnið að upp- gjöri þeirra á næstu mánuðum. Steinþór sagði aðspurður að þess- ar breytingar leiði til bókhaldslegs taps í reikningum SS. Hann sagði þó meginatriðið vera að mönnum takist að ná tökum á rekstri Reykjagarðs. „Við teljum að við munum geta náð töluverðri hagræðingu í rekstri fyrirtækisins. Við teljum líka að á næsta ári muni markaðurinn ná jafn- vægi og afkoma í greininni komi til með að batna. Ég tel að það sé alveg ljóst að það á eftir að verða grisjun á markaðinum. Með öðrum orðum, að það muni ekki allir sem eru í rekstri í dag halda áfram rekstri,“ sagði Steinþór. Eignir Reykjagarðs voru seldar nýju félagi Hluti skulda verður eftir í gamla félaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.