Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 22
DAGLEGT LÍF 22 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁHÆTTUREIKNIVÉL Hjartaverndar er byggð á gögnum úr hóprannsókn Hjarta- verndar sem hefur staðið yfir frá 1967 eða í meira en 35 ár. Tengill á vélina er á nýrri heimasíðu Hjartaverndar, www.hjarta.is. Við gerð reiknivélarinnar var stuðst við mæl- ingar á 19.381 þátttakanda, 9.323 körlum og 10.058 konum. Margir þessara þátttakenda hafa komið oftar en einu sinni og er sam- anlagður fjöldi allra heimsókna 36.768. Mæl- inganiðurstöður þátttakenda hóprannsókn- innar hafa leitt í ljós hverjir eru helstu áhættuþættir kransæðasjúkdóms hjá Íslend- ingum. Framlag þeirra er ómetanlegt því annars hefðum við aðeins erlendar niðurstöður til að byggja upp for- varnir, en hver þjóð hefur sín sér- kenni. Á www.hjarta.is kemur fram að markmiðið með reiknivélinni er: ,,að auka vitund fólks um áhættuþætti kransæðasjúkdóms og hvernig hægt er að hafa áhrif á þessa áhættu með breytingu á áhættuþáttunum. Á síðu reiknivélarinnar eru tveir dálkar undir fyrirsögnunum Mæld gildi og Viðmið. Byrjað er á að velja kyn og aldur og er svo stutt á hnappinn merktur Viðmið. Birtast þá í gluggum reiknivélarinnar meðalgildi þekktra áhættuþátta kransæða- sjúkdóms úr rannsóknum Hjarta- verndar. Síðan setur notandinn inn þau gildi sem hann þekkir undir Mæld gildi og styður á hnappinn Reikna áhættu. Birtast þá tvær prósentutölur til sam- anburðar. Talan fyrir ofan mæld gildi á við líkur notandans, en talan fyrir ofan viðmið á við líkur viðmiðsins. Viðmiðunartöluna má túlka sem með- aláhættu fyrir einstakling af sama kyni og aldri sem reykir ekki, og er hvorki með syk- ursýki né fjölskyldusögu um kransæða- sjúkdóm. Viðmiðadálkinn má líka nota á ann- an hátt. Hægt er að hugsa sér að setja einstaklingnum markmið. Hvað gerist ef hon- um tekst að lækka kólesterólið, blóðþrýsting og þyngd? Hvað gerist ef einstaklingur hættir að reykja? Með því að reikna út áhættuna út frá nýjum viðmiðum og bera saman við mæld gildi má sýna fram á árangur meðferðar ef markmiðum er náð. Að þessu leyti er reikni- vélin öflugt tæki til fræðslu og forvarna. Thor Aspelund PhD, tölfræðingur hjá Hjartavernd. Áhættureiknivél Hjartaverndar  FRÁ LANDLÆKNI TENGLAR ........................................................... www.hjarta.is Öflugt tæki til fræðslu og forvarna SÚ var tíðin að búðirnar fyllt-ust af fínum kjólum rétt fyr-ir jólin og hægt var að fá sérárshátíðardressið fram í jan- úar. Nú er öldin önnur því nokkrar búiðir bjóða upp á fína kjóla allt ár- ið um kring. Tími árshátíða virðist hafa lengst úr þremur mánuðum eftir áramót upp í átta eða níu mán- uði svo það eru rétt sumarmán- uðirnir sem enn eru út úr myndinni. En fínir kjólar seljast líka á sumrin fyrir brúðkaupin og sífellt færist í vöxt að halda kvöldbrúðkaup. Við slík tækifæri vilja konur gjarnan mæta í sínu fínasta pússi, enda oft mikið lagt upp úr því að hafa brúð- kaupsveislurnar sem flottastar. Búin að prófa alla tíma ársins Nokkur fyrirtæki hafa þegar haldið árshátíðir sínar. Til dæmis hélt Landsbanki Íslands árshátíð 6. september síðastliðinn. Helga Jóns- dóttir, formaður starfsmannafélags Landsbanka Íslands, sagði að ákveðið hafi verið að halda árshátíð- ina á þessum tíma í tilefni 75 ára af- mælis starfsmannafélagsins. „Við erum reyndar búin að prófa alla tíma ársins. Að þessu sinni vildum við halda sameiginlega árshátíð fyr- ir alla starfsmenn úr öllum útibú- um, hvar sem er á landinu. Þrátt fyrir að ég hefði helst kosið að hafa árshátíðina seinna, helst í október, er ég fegin að við ákváðum þessa dagsetningu. Við vorum líka að hugsa um helgina eftir, en þá skall á hið versta veður um allt land. “ Árshátíð Landsbankans var að þessu sinni haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri þar sem Paparnir héldu uppi fjörinu. Alls mættu um 700 manns. „Það hefur svo sem ekki verið auðvelt að fá hús undir allan þenn- an fjölda,“ segir Helga. „Stærstu húsin eru þéttbókuð í langan tíma og oft hefur það stjórnað því hve- nær árshátíðin er haldin. Stóru fyr- irtækin hafa því ekki svo mikið val.“ Einar Þórarinsson, formaður starfsmannafélags OgVodafone, segir að hann hafi ekki heyrt neinar neikvæðar raddir hjá starfsfólki þegar ákveðið var að halda árshá- tíðina 22. september síðastliðinn. „Fyrirtækin tvö, Tal og Ís- landssími, voru sameinuð í lok síðasta árs og mynduðu þá OgVodafone. Satt að segja vannst ekki tími til að halda árshátíð á vor- mánuðum og við vildum alls ekki sleppa úr einu ári. Þess vegna var tek- in sú ákvörðun að halda árshátíðina nú í sept- ember. Starfsfólkið var almennt komið úr sum- arfríi og þetta reyndist bara mjög vel. Við héld- um árshátíðin á Nordica- hótelinu og þar var fínt að vera og góður mat- ur. Kannski sýnir best hversu vel þessu var tek- ið að yfir 80% starfsfólks- ins mættu. Árshátíðin framvegis í tengslum við afmælið SÁÁ, Samtök áhuga- fólks um áfengisvanda- málið, ætla að halda árshátíð sína 10. októ- ber nk. Ákvörðun um þessa tímasetningu var tekin í fyrra þeg- ar samtökin áttu 25 ára afmæli. Þau voru stofnuð í fyrstu vikunni í október 1977 og ákveðið var að halda árshátíðina hér eftir fyrstu eða aðra helgina í október. Árshá- tíðin verður haldin á föstu- degi en á mið- vikudeginum áð- ur verður sérstakur afmælisfundur með tónlist og uppákomum og ávörpum. Gunnar Kvaran, starfsmannastjóri SÁÁ, sagði að áður hefðu árshátíðir verið haldnar á tímabilinu frá janúar til mars, en það var orð- ið erfitt að fá húsnæði fyrir þær á þessum tíma. „Það er nú helsta ástæðan fyrir því að ákveðið var að breyta og allir eru mjög sáttir við að tengja árshátíð- ina við afmælið. Árshátíðin er fyrir alla sem tengjast SÁÁ, velunnara, skjólstæðinga, stofnfélaga og starfsfólk svo það má búast við þó nokkrum fjölda. Þetta verður hefð- bundin árshátíð með balli og góðum mat. Málfríður Loftsdóttir hjá versl- uninni Mondo á Laugaveginum sel- ur fína kjóla allt árið. Hún segist hafa orðið vör við að konur séu að- eins farnar að kíkja á árshátíð- arkjólana alveg frá því í lok ágúst. „Það er alveg sama hvar árshátíðin er haldin, í borginni, í útlöndum eða úti á landi, þá vill fólk nú orðið klæða sig upp af þessu tilefni. Það tekur bara fínu fötin með sér,“ seg- ir hún. „Hjá mér er góð sala í fínum kjólum allt árið. Þessir beinu og síðu og þröngu kjólar eru alltaf vin- sælir, en núna er ég líka með mjög skemmtilega kjóla í „Audrey Hep- burn“ stíl. Þeir eru oft hlýralausir, þröngir að ofan, millisíðir með út- víðu pilsi.“ Konur vilja vera fínar Jórunn Karlsdóttir sem rekur kjólaleigu segist hafa orðið vör við að árshátíðirnar væru þegar byrj- aðar. Þær konur sem hafa leitað til hennar hafa valið sér mjög kven- lega kjóla. „Konur vilja vera fínar á árshátíðunum. Núna eru áberandi skartgripir mikið í tísku og mikið puntaðir kjólar. Ef konur punta sig ekki fyrir árshátíðir, hvenær eiga þær þá að gera það?“ spyr Jórunn. Jórunn hefur saumað marga kjóla fyrir fegurðarsamkeppnir í gegnum árin auk þess sem hún saumar kjólana sem hún leigir út. „Þetta er mitt aðaláhugamál og þrátt fyrir að ég hafi oft hugsað um að hætta stenst ég ekki mátið þegar fegurðardrottningarnar koma til mín og biðja mig um að sauma á sig kjóla.“ Jórunn segir að enn sé hægt að fá góð efni í kjóla, en verslunum með slík efni hefur fækkað mikið á undanförnum árum. Það bjargi þó málunum að þess- ar fáu búðir leggi metnað sinn í að vera með góð efni. Mikill glamúr og litadýrð Edda Sverrisdóttir í versluninni Flex á Lauga- veginum segir það ánægju- lega þróun að nú séu konur orðnar miklu kaldari að vera í fallegum litum. Þetta er breyting frá því sem var fyrir nokkrum árum þegar öruggast þótti að klæðast svörtu. „Mér finnst þetta gleðileg þróun,“ segir Edda. „Meira að segja skórnir eru litríkir.“ Hún segir kjólana sem hún býður upp á núna mjög kvenlega, aðskorna og oft skreytta til dæmis með steinum eða perlusaumi. Fylgihlutirnir séu áberandi, til dæmis stórir eyrnalokk- ar og hálsmen og breið armbönd og samkvæm- isveskin séu orðin eins og skartgripir. „Mikill glam- úr,“ segir hún. „Konur eru farnar að njóta þess meira að klæða sig í fín föt og nota tækifærið til þess á árshátíðum, í stórafmælum og í brúðkaupum. Þess vegna erum við með fína kjóla til sölu allt árið.“  MANNFAGNAÐIR | Tími árshátíða hefur lengst og eru þær haldnar alla mánuði ársins nema sumarmánuðina þrjá Ballið er byrjað Svo virðist sem tími árshátíða sé runninn upp og það er af sem áður var þegar flest fyrirtæki og félagasamtök héldu árshátíðir sínar eftir áramót og fram í mars. Ásdís Haraldsdóttir grennslaðist fyrir um ástæðuna og kíkti á árshátíðarkjóla. asdish@mbl.is Glamúr: Kvenlegur, að- skorinn og skrautlegur kjóll frá Flex. Morgunblaðið/Árni Sæberg Punt og fínerí: Kjóll eftir Jór- unni Karlsdóttur, sem rekur kjólaleigu. Sígild tískufyrirmynd: Sam- kvæmiskjólar svipaðir þeim sem Audrey Hepurn klæddist í kvikmyndinni Sabrina frá 1954 njóta nú mikilla vinsælda tæpri hálfri öld síðar. Kjóllinn t.v. er í anda leikkon- unnar og fæst í Mondo. Morgunblaðið/Jim Smart ZUMA Press

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.