Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur um
langt skeið verið helsti málsvari frelsis í þjóðfélagsumræðu á Íslandi.
Heimdallur hefur oft á tíðum fyrst félaga vakið máls á og barist fyrir
málefnum sem í dag þykja sjálfsögð. Það er mikilvægt
að þessi barátta haldi áfram.
Ég býð mig fram til formanns Heimdallar og fer fyrir
hópi ellefu kröftugra einstaklinga sem bjóða sig fram til
stjórnar. Síðastliðin tvö ár hef ég setið í stjórn félagsins
og starfað sem gjaldkeri. Á aðalfundi Heimdallar sem
haldinn verður í dag mun ég sækjast eftir því að fá um-
boð félagsmanna til að vinna áfram ötullega fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn og ungt fólk.
Málefni skipta máli
Það á að leggja ÁTVR niður og treysta einkaaðilum fyrir sölu og
dreifingu á áfengi. Einkasala og dreifing ríkisins á áfengi er tíma-
skekkja sem ber að afnema hið fyrsta. Aldurstakmörk við kaup á
áfengi eiga að vera í samræmi við sjálfræðisaldur.
Það er óeðlilegt að ríkið reki fjölmiðil. Reynslan hefur sýnt að
einkaaðilum er treystandi fyrir því að halda úti og reka fjölmiðla.
Skylduáskrift að fjölmiðlum er óþolandi takmörkun á valfrelsi ein-
staklinga.
Til heilbrigðis- og tryggingamála renna um 38% af útgjöldum rík-
isins. Það er mikilvægt að þessir fjármunir séu nýttir sem best. Núver-
andi rekstrarfyrirkomulag (föst fjárlög) kemur í veg fyrir að kostir
einstaklingsframtaksins nýtist og því er mikilvægt að einkafram-
kvæmd verði innleidd í auknum mæli. Slík stefnubreyting hefði ekki í
för með sér röskun á aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu þar sem
ekki er um að ræða breytingu á almannatryggingakerfinu.
Afskipti ríkisvaldsins af trúmálum Íslendinga eru óþörf og því á að
aðskilja ríki og kirkju. Sjálfstæð kirkja yrði sterkari fyrir vikið.
Áhugasamir eru hvattir til að skoða heimasíðu framboðsins, Hug-
sjónir.is (; www.hugsjonir.is), þar sem fjallað er um fleiri málefni og
hvernig frambjóðendur hafa hugsað sér að virkja áhugasamt ungt fólk
til starfa innan félagsins. Þar er jafnframt að finna upplýsingar um
einstaka frambjóðendur og stuðningsfólk.
Heimdallur hefur í gegnum tíðina veitt stjórnmálamönnum aðhald
frá hægri. Það er mikilvægt að Heimdallur haldi áfram að gegna
þessu hlutverki af festu. Heimdallur þarf einnig að höfða til ungs fólks
og hvetja það til starfa innan Sjálfstæðisflokksins. Öflugt málefnastarf
í Heimdalli er lykill að árangri.
Heimdallur –
málsvari frelsis
Eftir Atla Rafn Björnsson
Höfundur er frambjóðandi til formanns Heimdallar.
Í DAG kl. 17.00–20.00 kjósa ungir sjálfstæðismenn í Heimdalli sér
forystu. Tveir listar eru í kjöri. Annar er listi á vegum fráfarandi
stjórnar hinn er listi fólks sem vill breytingar og umbætur á starfi
Heimdallar. En af hverju breytingar og hvaða breyt-
ingar?
Opinn, lærdómsríkur og skemmtilegur
Við höfum lagt áherslu á þetta þrennt og vísum þar í
starf Heimdallar. Stjórnmál eru ekki bara fyrirsjáan-
legir frasar og flugeldasýningar. Ekki er nóg að segja
að Heimdallur sé samviska Sjálfstæðisflokksins og vísa í
það að þar þori menn að setja fram róttækar skoðanir.
Heimdallur verður að standa fyrir starfsemi sem gefur ungu fólki
tækifæri til að hugsa sig í gegnum hluti, saman og í samfélagi við þá
sem eldri eru og reyndari. Stjórnmálastarf er vinna í bland við ánægju
af samneyti við fólk. Sú stjórn sem nú fer frá hefur ekki lagt mikla
áherslu á þetta að minnsta kosti ekki gagnvart almennum félagsmönn-
um í Heimdalli.
Stjórnmálastarfið er burðarás Sjálfstæðisflokksins
Þegar Júrí A. Rehsetov, fyrrum sendiherra Rússlands, kvaddi Ísland
eftir margra ára dvöl sagði hann í viðtali að hann öfundaði Íslendinga
af einu og það væri Sjálfstæðisflokkurinn og að Rússland væri betur á
vegi statt ef það ætti slíkan flokk. Var þetta háð? Ég er viss um að svo
var ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er öflugasti stjórnmálaflokkur lands-
ins. Ekki bara vegna fjölda þingmanna og fulltrúa í bæjar- og sveita-
stjórnum, heldur vegna þúsunda félagsmanna. Fólks sem tekur þátt í
starfi flokksins; mótar stefnuna, veitir forystunni aðhald, starfar í
kosningum og á þar félaga og vini. Þessi jarðvegur flokksins ber uppi
hinn góða árangur flokksins í kosningum. Þennan jarðveg viljum við
leggja áherslu á. Við erum ekki að bjóða okkur fram til Alþingis og
komum ekki með mótaðar skoðanir á öllum málum. Við viljum móta
þær skoðanir í samstarfi við almenna félaga í Heimdalli. Til þess er
Heimdallur og þannig ætlum við okkur að starfa.
Nýttu atkvæðisrétt þinn
Kosið verður í dag kl. 17.00–20.00 í Valhöll á aðalfundi Heimdallar.
Ég skora á alla unga sjálfstæðismenn í Reykjavík að nýta atkvæðisrétt
sinn, kjósa með nauðsynlegum breytingum og þannig standa með
Sjálfstæðisflokknum.
Heimdallur og
Sjálfstæðisflokkurinn
Eftir Bolla Thoroddsen
Höfundur er verkfræðinemi við Háskóla Íslands og formannsefni í stjórnarkjöri
Heimdallar.
DRÖG að hinum fyrsta stjórn-
arskrársáttmála Evrópusambands-
ins voru lögð fram í sumar en á
næstu ríkjaráð-
stefnu ESB, sem
haldin verður í
Rómaborg hinn 4.
október, munu svo
drögin vera lögð
fram til loka-
yfirferðar. Stefnt er
að því að í Róm náist sátt um orðalag
sáttmálans. Ísland er náinn sam-
starfsaðili ESB og hluti af hinum
sameiginlega innri markaði sam-
bandsins og þó að finna megi skiptar
skoðanir um áhrif sameiginlegrar
stjórnarskrár er ljóst að gerð sam-
eiginlegrar stjórnarskrár 25 Evr-
ópuríkja er sögulegt skref.
Friður og stöðugleiki í Evrópu
Hinn fyrsta maí á næsta ári mun
Evrópusambandið stækka úr fimm-
tán aðildarlöndum í tuttugu og fimm.
Fyrir þann tíma skal, samkvæmt
samkomulagi sem aðildarlöndin hafa
sett sér, stjórnarskrá hins stækkaða
Evrópusambands liggja fyrir. Ljóst
er að með gerð slíkrar stjórnarskrár
er ESB að taka stórt skref á sam-
runaferli sem byrjaði skömmu eftir
heimsstyrjöldina síðari.
Frá árinu 1952 þegar sex ríki
komu sér saman að stofnun Kola- og
stálbandalags Evrópu, til ESB dags-
ins í dag með sín fimmtán aðild-
arríki, hafa löndin lagt áherslu á að
tvinna sig saman, meðal annars efna-
hagslega og stuðla þannig að stöð-
ugleika, hagvexti og friði í álfunni. Á
þessum tíma hefur svo aðildarríkjum
ESB fær
stjórnarskrá
Eftir Gerhard Sabathil
MÁLTÆKIÐ segir að nýir vend-
ir sópi bezt. Það er vonandi að orð-
tækið sannist á þeim nýju mönn-
um, sem nú brjótast
um fast til valda og
áhrifa í Sjálfstæð-
isflokknum.
Í kosningunum sl.
vor tókst þeim að
ryðja nokkrum hóf-
samari þingmönn-
um flokksins úr vegi og setjast
sjálfir í stólana, enda mál til komið
að þeir víki sem skortir frjáls-
hyggjusýn í þjóðmálum.
Ungu mennirnir héldu þing sitt í
Borgarnesi um miðjan september
og drógu hvergi af sér í einörðum
samþykktum og djörfum áformum.
Samkvæmt fyrirsögn Morg-
unblaðsins 17. sept. lögðust þeir
Súsarar hart gegn línuívilnun.
Það ætti engum að koma á óvart
sem þekkir víðsýni þeirra og sann-
girni.
Hitt er nýstárlegra þegar þing
þeirra krefst þess að forystumenn
Sjálfstæðisflokksins, með formann-
inn í broddi fylkingar, svíki kosn-
ingaloforð sín, þar sem línuívilnun
bar einna hæst.
Undirrituðum er sem hann heyri
og sjái Bjarna Benediktsson ef
Súsarar á hans forystuárum í
Sjálfstæðisflokknum hefðu gert
slíka kröfu, sem jafnframt er krafa
um að samþykkt landsfundar
flokksins sé að vettugi virt.
En kannski er þetta í samræmi
við hinn nýja stjórnarstíl í flokkn-
um. Svo mæla börn sem fyrir þeim
er haft. A.m.k. þykir þar á bæ ekki
tiltökumál þótt gengið sé á bak
kosningaloforða. Örlagaríkustu
svik í sögu lýðveldisins eru þau,
þegar loforð um sættir í fiskveiði-
málunum. sem gefið var á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins fyrir al-
þingiskosningarnar 1999, var að
engu haft, en gildandi ólög fest í
sessi.
Meðal annarra orða: Hversu
mörg atkvæði féllu ríkisstjórn-
arflokkunum í skaut vegna loforða
um línuívilnun og Héðinsfjarð-
argöng? Því hefir verið haldið
fram af stjórnarþingmönnum að
loforðið um línuívilnun hafi ráðið
úrslitum um að ríkisstjórnin hélt
velli. Í frásögur er það fært að
undir lok kosningabaráttunnar bað
forsætisráðherra Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóra á Ísafirði,
fyrir kveðju til Guðmundar Hall-
dórssonar í Bolungarvík með
þakklæti fyrir að hafa bjargað
kosningabaráttu flokksins með til-
löguflutningi um línuívilnun á
landsfundinum!
Einkar fróðleg og lýsandi er sú
samþykkt þings S.U.S. að leggja
skuli Hafrannsóknastofnun niður
og færa reksturinn í hendur einka-
aðila. Granda hf.? Brims hf.? Sam-
herja hf.? Eða kannski útgerð-
arfélagi utanríkisráðherra og
verðandi forsætisráðherra í Höfn í
Hornafirði?!
Fleira fróðlegt hefir frá Sús-
urum komið hin síðari árin. Á
fundi á Akureyri í maí 2000 af-
greiddu þeir svohljóðandi tillögu:
,,Lagt er til að framsal aflaheim-
ilda verði frjálst með þeim rökum
að allar takmarkanir á framsali
leiði til óhagkvæmni og sóunar.
Takmarkanir hindri viðskipti með
aflaheimildir og leiði þar með til
þess að kvótinn sé ekki ávallt í
höndum þess sem geti nýtt hann
með hagkvæmasta hættinum. Ung-
ir sjálfstæðismenn gera tillögu um
að aflahlutdeild verði sjálfstæð
eign.“
Nú þegar nokkrir af þáverandi
forsprökkum Súsara eru komnir á
þing verður þess skammt að bíða
að þeir flytji tillögur á alþingi um
þessi mál. Ýmsir ráðstjórnarmenn
flagga hinsvegar með hugmynd um
að festa í stjórnarskrá eignarhald
þjóðarinnar á auðlind sjávarins.
Á Hellu sl. haust ályktuðu Sús-
arar: ,,Sjúklingar greiði fyrir fæði
að fullu og lyf upp að vissu marki
þegar þeir leggjast inn á sjúkra-
hús.“ Með þessari sanngjörnu
kröfu er verið að hindra fólk í að
leggjast inn á sjúkrahús til að
sníkja sér frítt fæði og húsnæði;
sbr. skoðun forsætisráðherra á því
í hvaða erindum fólk stendur í bið-
röðum hjá Mæðrastyrksnefnd.
Og ekki gleymdu arftakarnir
námsfólki á fundi sínum á Hellu:
,,Nemendur taki aukinn þátt í
kostnaði við menntun sína, t.d.
með verulegri hækkun skólagjalda
við Háskóla Íslands.“
Þannig úr garði gerðir eru nýju
vendirnir, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn ætlar að sópa til sín atkvæð-
um með í framtíðinni.
Á að trúa því að Íslendingar al-
mennt skelli ekki skolleyrum við
boðskap þessara ungu manna ný-
frjálshyggjunnar? Er hvorki skiln-
ingur á eða nenna til að stöðva
framgang þessara afla?
Svo liggur hver sem lund er til,
segir máltækið. Þjóðin á það við
sjálfa sig hvort hún kýs sér þau
kjör, sem hinir nýju vendir Sjálf-
stæðisflokksins boða henni. Hún
hefir þá við engan annan að sak-
ast, því óþarft er að láta villa sér
sýn til langframa, þótt blekk-
ingamoldviðrinu sé jafnan þyrlað
upp af valdastreitumönnum.
Nýju vendirnir
Eftir Sverri Hermannsson
Höfundur er fv. formaður
Frjálslynda flokksins.
Í DAG kjósum við
ungir sjálfstæðismenn
okkur nýja forystu í
Heimdalli. Brýnt er að
efla starfið í Heimdalli
og gefa almennum fé-
lagsmönnum aukin tæki-
færi til þátttöku og
áhrifa. Öflugur listi undir forystu
Bolla Thoroddsen er þar í boði.
Bolli og hans liðsmenn hafa mikla
reynslu í alls kyns félagsstarfi
bæði í framhaldsskólum og háskól-
um.
Hver eru þau?
Bolli er verkfræðinemi og
fulltrúi í borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins, inspector
scolae í MR 2000–2001 og gjald-
keri – quaestor skólafélags MR
árið áður, varaformannsefni er
Steinunn Vala Sigfúsdóttir verk-
fræðinemi, fulltrúi í ritstjórn vef-
ritsins tikin.is og í varastjórn
SUS, inspector scholae í MA
1999–2000, formaður Félags fram-
haldsskólanema 2000–2001 og
fulltrúi í Stúdentaráði Háskóla Ís-
lands 2002–2003. Aðrir sem gefa
kost á sér í stjórn eru: Brynjar
Harðarson nemandi í Versl-
Listi Bolla er málið
Eftir Baldur Kristjánsson, Ernu Blöndal og
Sigurð Kára Tryggvason
AÐALFUNDUR Heimdallar verður haldinn í Valhöll í dag. Margt ungt
og hæfileikaríkt fólk hefur nú boðið sig fram til að leiða félagið og er það
vel. Það er fagnaðarefni að jafn margt ungt fólk sýni starfi
ungra sjálfstæðismanna áhuga og raun ber vitni og bjóði
fram krafta sína í þágu félagsins og sjálfstæðisstefnunnar.
Á síðum Morgunblaðsins hafa undanfarna daga birst
greinar eftir frambjóðendur og ef marka má það sem þar er
sagt þarf Heimdallur ekki að óttast framtíð sína. Ánægju-
legt hefði verið að sjá þá, sem nú í aðdraganda aðalfund-
arins hafa gagnrýnt starf félagsins hvað mest, taka meiri
þátt í störfum félagsins undanfarið ár og þó sérstaklega fyr-
ir síðustu alþingiskosningar þegar heimdellingar þurftu á öllum sínum liðs-
styrk að halda til að hnekkja árás vinstri manna í landinu á forystu okkar.
Á engan af þessum góðu frambjóðendum er hallað þótt ég segi að Atli
Rafn Björnsson hafi mestu reynslu þeirra úr starfi félagsins til að gegna
formannsembættinu. Ég mæli sérstaklega með því að félagsmenn styðji
Atla Rafn Björnsson, viðskiptafræðing og gjaldkera félagsins til tveggja
ára. Atli Rafn hefur verið virkur félagsmaður í mörg ár og stýrt fjármálum
félagsins af mikilli skynsemi á tveimur erfiðum kosningaárum. Hann hefur
auk starfa sinna fyrir Heimdall mikla reynslu úr félagsmálastörfum af öðr-
um vettvangi, sat í stjórn Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands og var
formaður Visku, félags stúdenta við Háskólann í Reykjavík.
Ég fagna því hversu mikill kraftur er í starfi félagsins og hvet alla sem
áhuga hafa að kynna sér starfsemina á vef félagsins Frelsi.is en þar verður
einnig hægt að nálgast skýrslu fráfarandi stjórnar. Mestu máli skiptir að
ungir sjálfstæðismenn standi saman um það að efla Sjálfstæðisflokkinn og
hugsjónir hans íslenskri þjóð til heilla.
Öflugur Heimdallur
Eftir Magnús Þór Gylfason
Höfundur er fráfarandi formaður Heimdallar.Sólhattur
FRÁ
Fyrir heilsuna
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Nr. 1
í Ameríku