Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 25 fjölgað og þörfin fyrir sameiginlegar lausnir og stjórnmálastefnu aukist ekki síst þegar kemur að þeim stærsta stækkunaráfanga sem nú bíður handan við hornið. Stofnanir sem upphaflega voru byggðar fyrir bandalag sex ríkja hafa þurft að að- lagast auknum fjölda aðildarríkja en í nálægri framtíð má jafnvel sjá að- ildarríkin verða þrjátíu. Á ríkjaráð- stefnu aðildarríkjanna í Laeken árið 2001 var því ákveðið að hefja vinnu að svokallaðri Framtíðarráðstefnu Evrópu sem skyldi fara yfir hlut- verkaskiptingu milli aðildarríkjanna og fara í grundvallarendurskoðun á flestum þáttum ESB. Að auki var Framtíðarráðstefnunni falið að semja drög að stjórnarkrá hins stækkaða Evrópusambands. Drög að stjórnarskrársáttmálanum hafa nú litið dagsins ljós og einungis loka- vinna eftir. Á Framtíðarráðstefn- unni unnu 105 fulltrúar, bæði frá nú- verandi og tilvonandi aðildarríkjum ESB í yfir 16 mánuði, saman að þessum markmiðum. Þátttakendur komu frá fulltrúum ríkisstjórna, þingmönnum Evrópuþingsins og meðlimum þjóðþinga bæði aðild- arríkja sem og umsóknarríkja, auk samráðs við vinnuhópa frá fulltrúum hins borgaralega samfélags. Það má því með sanni segja að hvað varðar gerð framtíðar stjórnarskrárinnar hafi undirbúningur aldrei í sögunni verið jafnvíðtækur og lýðræðislegur en það má m.a. þakka notkun Nets- ins. Drögin að stjórnarskrársátt- málanum – hvað kemur fram? Í inngangi að drögunum sem lögð voru fram í sumar má finna texta sem tilgreinir hvað Evrópusam- bandið stendur fyrir. Þar kemur fram að ESB standi fyrir, og vörð um, gildi eins og virðingu fyrir mannlegri reisn, frelsi, lýðræði og janfrétti, auk virðingar fyrir meg- inreglum réttarríkisins. Annað sem nefnt er er virðing fyrir margbreyti- leika innan Evrópusambandsins, til dæmis ólíkum tungumálum og ólíkri menningu þjóða. Víðsýni og sam- staða aðildarríkja eru líka nefnd sem grundvallaratriði. Einnig er nefnt í inngangi að á alþjóðlegum vettvangi setji ESB sér að stuðla að friði og ör- yggi, að vernda náttúruauðlindir og berjast við fátækt. Gagnsæi og lýðræði Eitt af markmiðum Framtíð- arráðstefnunnar var að leggja fram tillögur í þá átt að gera ESB lýðræð- islegra og alla ákvarðanatöku ein- faldari. Í drögunum að stjórn- arskránni er að finna tillögur að þessu settu marki. Tvennt er vert að nefna. Lagt er til að það fyrirkomulag sem til þessa hefur tíðkast, að aðeins eitt ríki fari með formennsku Evr- ópusambansins í hálft ár í senn, verði lögð niður en að í staðinn verði tekið upp embætti forseta ESB. Forsetinn skal valinn af leiðtogum aðildarríkj- anna og þjóna embætti tvö og hálft ár í senn. Stefnt er að því að hið nýja embætti muni leiða til aukins jafn- vægis á ábyrgð og ákvarðanatöku, meðal annars með aukinni ábyrgð Ráðsins, nánar tiltekið fulltrúa rík- isstjórna aðildarríkjanna. Þá leggur Framtíðarráðstefnan til að stofnað verði embætti utanrík- isráðherra ESB, sem skal vinna fyrir Leiðtogaráðið að málefnum sameig- inlegs sviðs utanríkis- og öryggis- mála. Hann eða hún verður á sama tíma varaforseti framkvæmdastjórn- arinnar og skal bera ábyrgð á utan- ríkismálum. Ennfremur er lagt til að fækkað verði í framkvæmdastjórn- inni niður í fimmtán, sem í dag sam- anstendur af 20 málefnaráðherrum. „Gula spjaldið“ Í tillögum Framtíðarráðstefn- unnar er ennfremur kveðið á um aukið hlutverk bæði þjóðþinganna og Evrópuþingsins. Lagt er til að þjóðþingum verði gefinn kostur á að sýna „gula spjaldið“ þegar þau telja tillögur framkvæmdastjórnarinnar teygja sig of langt inn á valdsvið þeirra. Þjóðþingum verði gefinn möguleiki á að sýna „gula spjaldið“ þegar þau telja tillögur fram- kvæmdastjórnar teygja sig of langt inn á valdsvið þeirra. Hvað varðar stjórnsýslu ESB er aukinheldur lagt til að stuðst verði í auknum mæli við meirihlutaákvarð- anir í stað einróma samþykkis. Þrátt fyrir þá óeiningu sem ríkti í kringum aðdraganda Íraksstríðsins má í til- lögunum sjá vilja fyrir efldri sameig- inlegri öryggis- og varnarmálastefnu Evrópusambandsins. Söguleg tímamót fyrir Evrópu Sú þróun og þær breytingar sem eiga sér stað innan Evrópusam- bandsins hafa mikla þýðingu fyrir Ísland sem tengist ESB náið í gegn um samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Framtíðarráðstefna Evrópusambandsins sem hefur með- al annars skilað af sér drögum að stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið eru að auki sögulegur áfangi. Á ríkjaráðstefnunni sem hefst hinn 4. október mun stjórnarskráin og breytingarnar sem lagðar hafa verið til á ákvarðanatöku og stofnunum ESB lagðar fram. Á ráðstefnunni má búast við víðtækum umræðum um framtíð Evrópu. Nokkuð sem allir er hafa áhuga á framþróun í heimsálf- unni ættu að fylgjast með. Höfundur er sendiherra fasta- nefndar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi. ENN á ný halda þjóðir heimsins upp á 1. október sem dag bygging- arlistarinnar, til að minna á mikilvægi hennar í daglegu lífi. Hefur svo verið gert frá árinu 1988. Ánægjulegt er að geta bent á að umræða um byggingarlist og skipulagsmál eflist með ári hverju hér á landi og þátttaka almennings í þeirri umræðu eykst sífellt. Vitundarvakning fólks um umhverfi sitt er mjög svo af hinu góða og markviss umræða mun án efa skila okkur bættu umhverfi. Hvata til umræðu um byggingarlist og skipulagsmál höfum við umhverfis okkur alla daga, allt árið um kring, hið manngerða umhverfi sem við lifum og hrær- umst í. Aftur á móti finnst okkur yfirleitt þetta daglega umhverfi svo sjálfsagt að flest okkar taka naumast eftir því. Það er ekki fyrr en það breytist eða hlutar þess hverfa að við gefum því gaum, stundum þá um seinan. Því er vitundarvakning um umhverfið mikilvæg, hún getur spornað við fæti eða óskað breytinga, bent á mis- fellur, stuðlað að betrumbót og lagfæringum, krafist aðgerða. Fjórar sýningar um umhverfis- og skipulagsmál hafa verið haldnar í miðborg Reykjavíkur í sumar og haust, sem mjög hafa aukið umræðu um þessi málefni. Má þar fyrst nefna hina stórmerku sýningu á Aust- urvelli, „Jörðin séð frá himni“, sem staðið hefur allt sumarið og mikla athygli vakið. Sýningin hefur um allan heim hvatt til umhugsunar um ástand jarðar og mikilvægi sjálfbærrar þróunar fyrir alla jarðarbúa. Arkitektafélag Íslands stóð á menningarnótt fyrir samnorrænni sýn- ingu á Skólavörðustíg, sem stóð út ágústmánuð og bar heitið „Auðlegð í norrænni byggingarlist“. Meginþema þeirrar sýningar voru vistvæn- ar byggingar og sjálfbært skipulag og voru verkefni frá öllum Norð- urlöndum. Aflvaki í samvinnu við hverfisráð miðborgarinnar hefur í Bankastræti sýnt „uppbyggingu í miðborginni – stefnu og framtíð- arsýn“, bæði fullunnin og samþykkt skipulagsverkefni en einnig mjög svo frjóar hugmyndir og tillögur að byggingum sem enn eru á hug- myndastigi. Byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur heldur nú upp á tíu ára afmæli sitt í Hafnarhúsi og gefur þar að líta mörg stór- merk sýnishorn af þeim verkum sem safnið hefur eignast á þessu tímabili. Albína Thordarson arkitekt heldur fyrirlestur á alþjóðlegum byggingarlistardegi um föður sinn, Sigvalda Thordarson arkitekt, í tengslum við sýninguna. Sjaldan eða aldrei hefur mátt sjá jafnmikla umfjöllun í Reykjavík um þennan málaflokk í einu á sýningum og skilar það sér augljóslega í miklum áhuga og umræðum. Vonast er til að framhald verði hér á. Þessi málaflokkur hefur verið allt of lítið í umræðunni hingað til. Ís- lenskur jarðvegur er frjór á þessu sviði og getur orðið góð uppspretta djarfra hugmynda framtíðinni til heilla. 1. október – alþjóðlegur dagur byggingarlistarinnar Eftir Valdísi Bjarnadóttur Höfundur er arkitekt FAÍ, formaður Arkitektafélags Íslands. unarskóla Íslands og féhirðir Nemendafélags VÍ 2003–04, Brynjólfur Stefánsson b.sc. í verk- fræði og sérfræðingur hjá áhættu- og fjárstýringu Íslandsbanka, fulltrúi í Stúdentaráði HÍ 2001– 2003 þar af formaður Stúd- entaráðs 2002–2003, Gísli Krist- jánsson stærðfræðinemi, forseti Stiguls, félags stærðfræðinema 2003–2004 og formaður Nemenda- félags Verslunarskóla Íslands 2000–2001, Hreiðar Hermannsson nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, framkvæmdastjóri Nemendafélags MH 2002–2003, Margrét Einarsdóttir lögfræð- ingur, situr í ritsjórn vefritsins tikin.is og er fulltrúi í borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins, fyrrum stjórnarmaður í Heim- dalli og SUS, María Sigrún Hilmarsdóttir hagfræðingur, for- maður Mennta- og menningar- samtaka Íslands og Japan, ritari og varaformaður Ökonomíu 2001– 2002, félags hagfræðinema, Sig- urður Örn Hilmarsson laganemi í HÍ, inspector scholae í MR 2002– 2003, Stefanía Sigurðardóttir nem- andi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og forseti Nemendafélags FB, Tómas Hafliðason meist- aranemi í verkfræði og fram- kvæmdastjóri Kælivéla ehf., Ýmir Örn Finnbogason viðskipta- fræðinemi í Háskólanum í Reykja- vík, gjaldkeri Visku nemenda- félags HR 2002–2004, sat í verkefnisstjórn Jafningjafræðsl- unnar 1997–1998 og var gjaldkeri Félags framhaldsskólanema 1999– 2000. Þú getur kosið þau til forystu Þetta úrvalsfólk býður sig fram til að taka ábyrgð á starfi Heim- dallar næsta starfsár. Ef þú ert félagi í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og ert 35 ára eða yngri getur þú lagt þitt að mörkum til Sjálfstæðisflokksins með því að greiða lista Bolla Thoroddsen at- kvæði þitt. Það munum við gera. Baldur er nemi í Verslunarskóla Íslands, Erna er nemi í Menntaskólanum í Reykjavík og Sigurður Kári er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. ELDRI sonur minn er 5 ára. Hann hefur alltaf verið frekar matvandur. Ég undraði mig oft á því þegar hann var ungabarn hversu laginn hann var að finna litlu brokk- olibitana í barna- maukinu og spýta þeim út. Sjálf hugsa ég mikið um heilsuna og hvað ég læt ofan í mig. Ég lagði því töluvert á mig til að kenna syni mínum að meta grænmeti og annan hollan mat. Ég man hvað ég hlakkaði mikið til þegar hann færi að tala, þá yrði miklu auðveldara að útskýra fyrir honum að hann gæti ekki lifað ein- göngu á skyri og ávöxtum. Hann yrði að borða fjölbreytta holla fæðu. Ég hafði nánast gefist upp á að bjóða honum grænmeti en ein- beitti mér að því að kenna honum að borða fisk og kjöt. Að minnsta kosti að smakka, sagði ég við hann. Það varð þó ekkert auðveld- ara þegar hann fór að tala því sonur minn gat alveg útskýrt eins og ég. Hann var jafnvel rökfastari en móðir hans og enn þrjóskari. Mér barst óvæntur liðsauki þeg- ar Palli litli kynntist íþróttaálf- inum og íbúum Latabæjar. Hann hafði áður kynnst Bósa ljósár og fleiri hetjum úr teiknimyndum sem hann lifði sig svo vel inní að hann varð að sjálfri söguhetjunni og flaug um gólf kallandi: „út fyrir endimörk alheimsins“ um leið og hann stökk niður af sófaarminum. Þegar hann kynntist Latabæ varð hann að íþróttaálfinum. Hann setti nú hendur á gólfið og fætur upp á sófaarminn til að æfa sig að standa á höndum. Hann var ekki alveg sáttur við getuna og vissi hvað íþróttaálfurinn gerði til að verða svona sterkur og fimur. Hann borðaði íþróttanammi. Löngunin til að vera eins og hetj- an hans gerði það að verkum að hann lét sig hafa það að borða grænmeti. Hann lagði sérstaka áherslu á að borða gulrætur (sem honum þóttu verstar af öllu) því hann taldi bein tengsl þeirra á milli og getunnar til að standa á höndum. Á fjögurra ára afmæl- isdaginn reyndi hann að pína í sig gulræturnar þar til þær komu upp úr honum aftur. Þá settumst við niður og ræddum um að allur holl- ur matur hefði góð áhrif og íþróttaálfurinn myndi alveg sætta sig við að hann borðaði ekki gul- rætur ef hann borðaði bara annan hollan mat í staðinn. Við sættumst á tómata sem íþróttanammi. Það er kannski fulllangt gengið að lagt sé svo hart að börnum að borða mat sem þeim þykir vondur að þau kasti upp en það er ekki það sem er boðskapur þessarar litlu sögu heldur hitt. Að íþrótta- álfurinn og vinir hans skuli hafa þau áhrif á börnin okkar að þau LANGI til að lifa heilbrigðu lífi, borða hollan mat og hreyfa sig. Notum okkur það að Latibær ætlar að gera þjóðarátak hjá Ís- lendingum. Við gætum orðið fyrsta landið til að snúa baki við þeim faraldri ofþyngdar sem herj- ar í vaxandi mæli á hinn vestræna heim. Tökum öll þátt í þjóðarátakinu og virkjum orku komandi kyn- slóða. Hetjur hafa áhrif Eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur Höfundur er sjúkraþjálfari hjá Hreyfigreiningu ehf. mbl.isFRÉTTIR Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2003 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2003 er til 15. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. —————————————  ————————————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003 er til 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.