Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 31
✝ Eydís Einarsdótt-ir fæddist að
Merki í Staðarhverfi í
Grindavík 27. júní
1911. Hún andaðist á
Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Hlíð, Ak-
ureyri, 23. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Einar
Einarsson og Guðrún
Ingvarsdóttir. Eydís
var önnur í röð fjög-
urra systkina, hin
voru: Þórunn, Inga
og Einar, öll látin.
Eydís giftist 18.
maí 1940 Jóni Þórarinssyni frá
Keflavík, d. 30. ágúst 1983. Þau
eignuðust þrjá syni sem eru: 1)
Sigurður Blómkvist, kvæntur
Öldu Ingimarsdóttur. Þau eiga tvo
syni. Þeir eru Jón Sigþór, kvæntur
Tamöru frá Litháen, og Sigurður
Haukur. Barnabörn Sigurðar og
Öldu eru 7 og barnabarnabörnin
3. 2) Ólafur Blómkvist, kvæntur
Jónu Önnu Stefánsdóttur. Þau
eiga tvo syni og tvær dætur. Þau
eru Óskar Eyvindur, kvæntur
Herdísi Jakobsdóttur, Eydís, gift
Dan Olof Öhman frá
Svíþjóð, Stefán Þór-
arinn, sambýliskona
Erla Ísafold Sigurð-
ardóttir, og Ragn-
heiður Rósa, sam-
býlismaður Claes
Arne Jansson frá
Svíþjóð. Barnabörn
Ólafs og Jónu Önnu
eru 10. 3) Þórarinn
Blómkvist, kvæntur
Huldu Vilhjálmsdótt-
ur. Þau eiga þrjár
dætur. Þær eru
Heiðbjört Elva, gift
Stefáni Þór Ingv-
arsyni, Þórhildur Elva og Eydís
Elva, sambýlismaður Helgi Jó-
hannesson. Barnabörn Þórarins
og Huldu eru 6.
Eydís og Jón bjuggu fyrstu bú-
skaparár sín í Keflavík, en árið
1947 fluttu þau til Akureyrar og
áttu þar heima síðan, lengst af í
Brekkugötu 3b en síðan í Víði-
lundi 2f. Eydís missti mann sinn
30. ágúst 1983.
Útför Eydísar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju miðvikudaginn 1.
október klukkan 13.30.
Elsku Dísa, nú er lokið þínum
langa ævidegi í ró og friði eins og þú
vildir alltaf hafa það í kringum þig.
Það er ekki öllum gefið að fá að lifa í
92 ár, oftast við góða heilsu. En lífs-
viðhorf þitt, þín létta lund og stóra
hjarta, fullt af kærleika, hjálpaði þér
mikið á lífsleiðinni. Dísa ólst upp í
Staðarhverfinu í Grindavík. Hún
missti föður sinn mjög ung. En móðir
hennar, Guðrún Ingvarsdóttir, ól
upp þau fjögur systkinin í ást og
kærleika en af litlum efnum eins og
algengt var á þeim tíma. Var Guðrún
dáð og virt af sveitungum sínum fyrir
hjálpsemi og góðvild. Dísa erfði svo
sannarlega þennan eiginleika frá
móður sinni. Ung að árum giftist hún
Nonna sínum, eignuðust þau þrjá
syni. Bjuggu þau fyrstu árin í Kefla-
vík en fluttu síðan til Akureyrar og
bjuggu þar til dauðadags. Jón lést
fyrir 20 árum. Dísa saknaði hans
mikið, en synir hennar, tengdadætur
og barnabörn önnuðust hana af mik-
illi alúð. En hún var mjög barngóð og
sóttust börn eftir að vera hjá henni.
Eftir andlát Jóns tók hún virkan
þátt í félagsstarfi aldraðra á Akur-
eyri og hafði mikið gaman af, því
henni þótti gaman að spila og söng
mikið. Á sumrin var mjög gestkvæmt
hjá henni og vinum og vandamönn-
um ásamt þeirra vinum bauð hún allt
það besta sem hún átti, bæði mat og
gistingu. Hún var ákaflega reglusöm
með sig og heimili sitt, og alltaf var
hún fín og vel til höfð, en hún sá að
mestu um sig sjálf til 89 ára aldurs.
Síðustu æviárin dvaldi hún á dval-
arheimili fyrir aldraða á Akureyri og
fékk hún þar góða aðhlynningu.
Með okkur Dísu bundust mikil vin-
áttu- og tryggðabönd, hún var mér
ætíð sem besta móðir, vinur og fyr-
irmynd á ýmsan hátt. Það hefur gefið
mér mikið að geta heimsótt hana ,,og
ná mér í orku“ eins og ég sagði alltaf,
því hún sá aldrei neitt nema gott við
nokkurn mann og björtu hliðarnar á
öllum málum en eins og hún sagði
alltaf: ,,Það næst ekkert fram með
illu en allt með kærleika.“ Áttum við
margar góðar stundir saman, fórum
á tónleika, í leikhús, spiluðum rommý
eða bara spjölluðum um lífið og til-
veruna.
Dísa var mjög trúuð kona og fór
aldrei að sofa án þess að biðja fyrir
sér og sínum, látnum og lifandi. Hún
var hagmælt og áskotnuðust mér vís-
ur hjá henni sem lýsa vel hennar
hugsun til annarra:
Gef öllum mönnum gleði og styrk.
Gef öllum verði trúin virk.
Gef öllum mönnum ást og trú.
Gef allir verði sáttir nú.
Að leiðarlokum vil ég og fjölskylda
mín þakka fyrir ástúð og vináttu í
gegnum árin. Sendum öllum ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur. Að
lokum er hér bæn sem hún orti og fór
oft með:
Ljúft er mér að líða um nætur,
ljóssins faðir á þinn fund.
Til að biðja þig um bætur
og bjargráð hverja lífs míns stund.
Gegnum líf er göngu hallar,
geng þú með mér, Jesú kær.
Svo ég megi er sjálfur kallar,
sofna hinsta blundi vær.
Elsku Dísa, hafðu þökk fyrir allt.
Það mun verða tekið vel á móti þér í
Paradís.
Þín frænka,
Gunnþórunn Gunnarsdóttir.
Í dag kveðjum við einstaka konu
sem mótaði þá sem hún umgekkst
með léttleika sínum og hjartahlýju.
Ég er að tala um hana Eydísi Ein-
arsdóttur, hana Dísu eins og við flest
kölluðum hana. En hún mun lifa í
minningu okkar systkinanna úr
Brekkugötu 3 um ókomna tíð. Dísa
var gift Jóni Þórarinssyni, frænda
okkar og syni Elinrósar afasystur
okkar frá Breiðabóli sem lengi var
ljósmóðir á Suðurnesjum. Jón var
mjög andlega sinnaður maður og
góðum dulargáfum gæddur og lið-
sinnti mörgum með huglækningum
og fyrirbænum. Dísa studdi hann
heilshugar í þessu hugsjónastarfi og
hafði allt til hinsta dags brennandi
áhuga á andlegum málum og því
fagra í mannlífinu.
Þau Dísa og Jón eignuðust þrjá
mannvænlega syni og kom það ekki
hvað síst fram í fari þeirra hvaða
kærleik og hlýju þeir höfðu alist upp
við í foreldrahúsum en þau hjón
bjuggu um áraraðir í húsnæði fjöl-
skyldu minnar í Brekkugötu 3. Dísa
sýndi sonum sínum ómældan stuðn-
ing alla tíð svo og mökum þeirra og
börnum og hún lét sig hag okkar
systkinanna miklu skipta. Börn okk-
ar eiga líka bjartar minningar af
Dísu, hlátri hennar og glensi, hún
mætti á öll stærstu tímamótin í lífi
þeirra ef hún mögulega gat og allt
fram á síðustu ár. Alltaf vel tilhöfð og
fín í tauinu enda mikill fagurkeri.
Já, minningarnar streyma fram.
Strax í bernsku tengdist ég Dísu
sterkum böndum, þegar hún fékk
heimsóknir ættingjanna úr Keflavík
og kynnti mig fyrir þeim, sagði hún
kannski: þetta er skessan á heim-
ilinu, en ég sneri upp á mig og sagði:
Dísa, ég heiti Ingibjörg. Var þá 5 ára
gömul og hef ég verið góðlátlega
minnt á þetta í gegnum lífið. Og
margar og skemmtilegar voru ferð-
irnar með Dísu og Jóni í Svartárdal-
inn en þar var ég mörg sumur í sveit í
góðu yfirlæti hjá Óla syni þeirra og
Önnu Jónu konu hans.
Nú við leiðarlok langar mig að
minnast Dísu með þessum ljóðlínum
Kahil Gibran, mér finnst þær lýsa
mannkostum hennar svo vel:
Þegar þér veitist að komast
að sjálfum hjartastað
lífsins muntu sjá fegurð
í öllum hlutum.
Hafi Dísa hugheila þökk fyrir allt.
Innilegar samúðarkveðjur til sona
hennar og fjölskyldna þeirra.
Ingibjörg Bjarnadóttir (Stúlla).
Elsku Dísa „nabba“ mín.
Nú er kallið komið, þú sem áttir
svo langa æfi. Lítil kona með svo
stórt hjarta.
Alltaf svo blíð og góð og augun þín
svo full af ást og væntumþykju til
allra sem umgengust þig í daglega
lífinu.
Hugurinn reikar til bernsku minn-
ar. Ég, lítil stelpa í barnaskóla, vandi
komur mínar á Smáratúnið til lang-
ömmu Elínrós sem var orðin fullorð-
in og lasburða. Þið hjónin hugsuðu
svo vel um þau gömlu hjón og alltaf
var hægt að koma og fá smá í gogg-
inn á hvaða tíma sem var.
Ávallt varstu með opinn faðminn í
dyragættinni og sagðir alltaf „ertu
svöng? Viltu ekki koma inn og fá þér
mjólkurglas og með því?“ Það voru
ófáar stundirnar sem var bankað og
beðið um plástur eða vatnsglas, enda
stutt úr skólanum.
Þegar þið hjónin fluttuð til Akur-
eyrar varð allt svo tómlegt, það var
mikil eftirsjá sérstaklega hjá litla
fólkinu að þið skylduð flytja norður
en skiljanlegt enda bjuggu synir ykk-
ar allir þar.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Björn Jónsson frá Gröf.)
Fyrir nokkrum árum síðan vorum
ég og dóttir mín staddar á tónlistar-
námskeiði á Akureyri eina helgina og
voru haldnir tónleikar í Glerárkirkju
í lokin. Auðvitað var Dísu nöbbu boð-
ið með að hlusta á börnin spila á
hljóðfærin sín og hvað henni fannst
gaman að því. Rétt áður en tónleik-
arnir byrjuðu stóð ég í dyragættinni
og beið eftir henni og þegar hún kom
gangandi eftir stígnum með út-
breiddan faðminn á móti mér svo
tíguleg og í háum skóm og með svo
flottan hatt og ég hugsaði með mér
„alltaf er hún Dísa nabba mín eins.“
Eftir öll þessi ár var hún sama litla
fallega og góða konan með stóra
hjartað sem mér hefur alltaf þótt svo
undur vænt um alla mína tíð.
Nú hefur hún kvatt þennan heim
og mörg árin lifði hún. Hún er verð-
ugur jarðarbúi á næsta stað hinum
megin við tjaldið enda búin að skila
sínu hér á jörðinni og sér og fjöl-
skyldu sinni til mikils sóma.
Ættingjum og vinum hennar sendi
ég og mín fjölskylda innilegar sam-
úðarkveðjur héðan að sunnan Ég bið
Guð að blessa hana Dísu nöbbu mina
fyrir allt sem hún var mér og öll
hennar gæði og yndislegheit.
Kveðja
Ásdís Elva Sigurðardóttir.
EYDÍS
EINARSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Ey-
dísi Einarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR SVEINBJÖRNSSON
frá Mið-Mörk,
Vestur Eyjafjöllum,
til heimilis á Kópavogshæli,
sem lést sunnudaginn 28. september, verður
jarðsunginn frá Stóradalskirkju laugardaginn
4. október kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurjón Sveinbjörnsson.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir,
RAGNAR JÓHANNSSON
fyrrverandi skipstjóri
frá Ísafirði,
andaðist að kvöldi mánudagsins 29. september.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn
6. október kl. 15.00.
Ásta Finnsdóttir,
Bragi Ragnarsson
og aðrir aðstanendur.
Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐBJÖRG LILJA ÁRNADÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Furugerði 1,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 16. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Arnbjörg Ásgrímsdóttir,
Þórunn Anna Björnsdóttir, Friðbjörn Marteinsson,
Sigurbjörg Árný Björnsdóttir, Vigfús Davíðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÓLI MAGNÚS ÞORSTEINSSON,
Kárastíg 13,
Hofsósi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
mánudaginn 29. september.
Sigríður Óladóttir,
Kristbjörg Óladóttir, Hilmar Hilmarsson,
Bryndís Óladóttir, Pálmi Rögnvaldsson,
Þorsteinn Ólason, Guðrún Sigtryggsdóttir,
Kristján Ólason,
Birgir Ólason, Veronika S.K. Palamiandy,
Ellert Ólason, Lára Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÁSDÍS RAGNARSDÓTTIR,
Furugrund 17,
Akranesi,
lést á heimili sínu mánudaginn 29. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Hjalti Samúelsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
Dyngjuvegi 12,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
29. september.
Sigurður Karlsson, Ragnhildur Steingrímsdóttir,
Hanný Karlsdóttir, Ingvi Hallgrímsson,
barnabörn og langömmubörn.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið
og grein hefur borist) eða á
disklingi. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Ekki er tekið við hand-
skrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein aðalgrein af hæfi-
legri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar séu um 300 orð
eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu
(17 dálksentimetrar)
Frágangur
afmælis- og
minningar-
greina