Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing UPPTÖKUR Kammersveitar Reykjavíkur á Brand- enborgarkonsertum nr. 1–6 eftir Johann Sebastian Bach eru dæmi um flutning sem er bæði stílhreinn og hliðhollur tónlistinni að því er segir í gagnrýni BBC Music Magazine, sem gefur flutningi sveitarinnar fjórar stjörnur. Hvetur tímaritið því næst þá lesendur sem fylgjandi eru notk- un upprunalegra hljóðfæra og eftirlíkinga af þeim við tónlist- arflutning til að kynna sér disk- inn. „Flutningurinn hér er ein- staklega fínlegur, hendingarnar fágaðar og með sterkum dans- áherslum. Þá er forðast að beita öfgafullum hraða- breytingum og skýrleika áferðarinnar haldið án nokkurra málamiðlana,“ segir í dómi tímaritsins. BBC Music Magazine hrósar þá í hástert hol- lenska barokkfiðluleikaranum Jaap Schröder sem leikur með sveitinni, en Schröder býr að mikilli reynslu af notkun upprunalegra hljóðfæra. Segir tímaritið reynslu hans koma kammersveitinni vel, enda taki hún hefðum barokkflutningsins opnum örmum og fyrir vikið slái diskurinn út upptökur Ray- monds Leppards, Nevilles Marriners og I Musici á tónlistinni. Konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur er Rut Ingólfsdóttir. Kammersveit Reykjavíkur og Brandenborgarkonsertarnir Smekklegur og upplífgandi flutningur Jaap Schröder 28 íslenskir fjölmiðlamenn fara á Evr- ópulandsleik Þýskalands og Íslands í knattspyrnu, sem verður í Hamborg 11. október, og segir Ómar Smárason, leyfisstjóri og fjölmiðlafulltrúi Knatt- spyrnusambands Íslands, að þetta sé fjölmennasti hópur íslenskra frétta- manna sem hafi farið á leik með ís- lenska landsliðinu erlendis. Ómar segir að nöfn hafi borist frá Morgunblaðinu (4), DV (5), Frétta- blaðinu (2), Ríkisútvarpinu (7), Stöð 2 og Sýn (2), Útvarpi Sögu (1), Fróða (3), netmiðlinum fotbolti.net (2), net- miðlinum sport.is (1) og einum lausa- manni. „Ég hef aldrei kynnst öðrum eins áhuga hjá fjölmiðlunum,“ segir Ómar. Blaðamaður textavarps Ríkisút- varpsins verður með í för og er það í fyrsta sinn sem textavarpið sendir starfsmann á knattspyrnuleik erlend- is. „Blaðamaður textavarpsins á landsleiknum fer á eigin vegum og greiðir allan kostnað, en textavarpið nýtur góðs af ferðinni,“ segir Ágúst Tómasson, forstöðumaður texta- varpsins. Aldrei fleiri íslenskir fréttamenn á knattspyrnulandsleik erlendis Textavarpið í hópn- um til Hamborgar ÖGMUNDUR Helgason, for- stöðumaður handritadeildar Landsbókasafns, segir þá grund- vallarreglu eðlilega þegar tekið er á móti einkaskjalasöfnum til varð- veislu, að fólk sem það gerir setji aðgangsreglur. Jafnframt sé það ekki einsdæmi að reglum um að- gang sé bætt við eftir á, en að- standendur Halldórs Laxness vilja að aðgangi að safni hans í varð- veislu handritadeildarinnar verði lokað. „Séu engar kvaðir á einka- söfnum af þessu tagi lítum við svo á að allir megi skoða þau, en engu að síður þarf fólk að virða höfund- arréttinn,“ segir Ögmundur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, sem vinnur að ritun ævisögu Halldórs, segir ekki hægt að beita höfundarréttarlögum til að takmarka slíkan aðgang. „Vegna þess að þau kveða ein- ungis á um það hvernig nýta megi efni sem er undirorpið höfund- arrétti. Það þarf líka að taka það fram að gögn Halldórs Laxness voru gefin þjóðinni við hátíðlega athöfn kvaðalaust, og sérstaklega tekið fram að í þeim væru engin leyndarmál. Ég tel að Lands- bókasafnið megi ekki meina mér að lesa þau og að það skorti laga- heimild til að takmarka aðgang að skjölum sem hafa verið afhent kvaðalaust.“ „Skortir lagaheimild til að takmarka aðgang“  Mikilvægt/26–27 Morgunblaðið/ Einar Falur Skrifpúlt Halldórs Laxness á heim- ili hans á Gljúfrasteini. GERÐUR Sjöfn Ólafsdóttir verður að hafa hraðar hendur næstu vik- urnar því hún er ein þeirra sem munu túlka um- ræður úr ræðustól Alþingis fyrir þingmann Frjáls- lynda flokksins, Sigurlín Margréti Sigurðardóttur. Hefur verið nóg að gera undanfarna daga við að skipuleggja tákn- málstúlkunina en Alþingi verður sett í dag. Gerður segir verkefnið mjög krefjandi og und- anfarna daga hafa túlkarnir verið að tileinka sér orðaforða og venjur sem viðhafðar eru á Alþingi. „Við túlkum yfirleitt ekki lengur en 20 mínútur í einu þegar verkefnið tekur lengri tíma en klukku- stund. Þá erum við venjulega tvær og skiptum svona ört. Eftir 20 mínútur fer athyglin að dala og við getum misst upplýsingar. Til að ná fram sem bestri mögulegri túlkun gerum við þetta svona.“  Túlkað fyrir/8 Morgunblaðið/Þorkell Gerður Ólafsdóttir og Sigurlín Sigurðardóttir. Túlkað í 20 mínútur í einu FÖLNUÐ lauf fjúka um götur höfuðborgarinnar um þessar mundir til vitnis um það að sólríkt sumar er á enda og að veturinn taki nú fljótlega völdin. Engan skal undra þótt kólni nú í veðri, fyrsti vetr- ardagur nálgast óðfluga. Litadýrðin fer ekki framhjá neinum á þessum árstíma, hvorki stórum né smáum. Þá er um að gera að staldra við, tína upp laufin eða einfaldlega horfa á þau úr fjarlægð. Morgunblaðið/Kristinn Á ferðalagi í gegnum fölnuð lauf♦ ♦ ♦ EKKI tókst að ganga frá samkomulagi um ágreiningsefni vegna uppgjörs launa við er- lenda starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun á fundi í samráðsnefnd um virkjunarsamning í gær. Málið verður rætt í miðstjórn ASÍ í dag. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar í sam- ráðsnefndinni hafa átt í óformlegum viðræðum við ítalska verktakafyrirtækið undanfarna daga fyrir milligöngu íslensks lögmanns þess. Þor- björn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- iðnar, segir að fulltrúar verkalýðsfélaganna hafi talið að grundvöllur væri kominn fyrir sam- komulagi um ýmis ágreiningsmál varðandi upp- gjör við erlenda starfsmenn við Kárahnjúka- virkjun og því hafi síðdegis í gær verið haldinn fundur í samráðsnefndinni, sem skipuð er fulltrúum verkafólks og vinnuveitenda, til að staðfesta það. Þá hafi hins vegar borist skilaboð frá fulltrúa Impregilo um að hann hefði ekki umboð til að ganga frá neinu og það yrði ekki gert fyrr en lögmenn fyrirtækisins kæmu frá Mílanó eftir átta til tíu daga. Þorbjörn segist líta á þetta sem skilaboð til Íslendinga um að þeim komi ekki við hvað fyrirtækið er að gera hér og eigi það jafnt við um verkalýðshreyfinguna og stjórnvöld. Hann segist telja að fyrirtækið sé að vinna sér tíma til að komast hjá því að greiða rétt laun þar sem hópar séu þarna í tímabundn- um verkefnum og hverfi smám saman úr landi. „En fyrst og fremst eru þetta gríðarleg von- brigði. Við erum búnir að leggja mikið á okkur til að ná sáttum, höfum unnið að þessu af mikl- um heilindum og talið mótpartinn vera að því líka. Ég tel fyrirtækið hafa misst af góðu tæki- færi til að byggja upp traust,“ segir Þorbjörn. Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður Impregilo hér á landi, segist ekki vera talsmað- ur fyrirtækisins og því ekki geta tjáð sig um málið við fjölmiðla. Ekki náðist samkomulag vegna ágreinings um Kárahnjúkavirkjun Málið verður tekið fyrir í miðstjórn ASÍ í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.