Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 39 DAGBÓK STÓRHOLT - 2ja herbergja Hlíðasmára 15 Sími 595 9090 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Góð 56,5 fm 2ja herbergja íbúð í kjallara á þessum vinsæla stað. Þetta er björt og góð íbúð. Áhv. ca 3,8 millj. húsbréf og lífeyrissj. Verð 8,9 millj. 5579 ÁRNAÐ HEILLA STJÖRNUSPÁ Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú hefur skarpa hugsun og átt auðvelt með að finna þér málstað. Þolgæði og skerpa gera að verkum að þú átt greiða leið í fremstu röð. Mikilvæg reynsla bíður þín í ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú hefur áhuga á stjórn- málum, erlendum málefnum og trúmálum í dag. Rótin er áhugi á ferðalögum og fróð- leiksþorsti. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ef þú reynir að leita svara í dag er líklegt að þú finnir þau. Þetta gæti tengst hversdagslegum hlutum á borð við reikninga, eða slúðri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Náinn vinur eða starfsfélagi gæti viljað hjálpa þér í dag. Stundum er erfiðara eað þiggja en gefa, en rétt er að leyfa öðrum að sýna örlæti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Allt sem þú gerir í dag til að bæta skipulagið heima fyrir eða í vinnunni kemur sér vel. Lykilatriði er að greiða úr skipulaginu frá degi til dags. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samkvæmi, daður, skapandi föndur og leikir við börn eru þér ofarlega í huga í dag, en þú kemst ekki yfir allt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að vera heima í dag til að koma meiru í verk. Notaðu kraftana til að láta hlutina ganga greiðlega fyr- ir sig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt verða margs vísari ef þú heimsækir nágranna, börn eða vini í dag. Leynd- armál eru spennandi, sér- staklega ef hægt er að segja einhverjum frá þeim. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allt sem snertir peninga vekur áhuga þinn í dag, hvort sem það snertir inn- kaup, viðskipti eða annars konar fjármálastúss. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglið er í merki þínu dag. Leitaðu félagsskapar. Hvað sem þú gerir hefur þú örlít- ið forskot á alla aðra þessa stundina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að vera út af fyrir þig í dag.Gerðu hvað eina til að hlaða batteríin, bæði andlega og líkamlega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tíma með vinum er vel var- ið í dag. Þú átt auðvelt með að mynda tengslanet og nú er rétt að láta reyna á þann hæfileika. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Viðtöl við foreldra og yf- irmenn eru mikilvæg í dag. Virðing þín fer vaxandi og það er vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 1. október, er níræð Elísabet Jóhanna Sigurðardóttir, húsmóðir, Klettaborg 2, Akureyri. Eiginmaður hennar er Einar Guðmunds- son vélgæslumaður. Þau verða að heiman. 50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 1. október, er fimmtugur Jón Þorbergur Oliversson. Í til- efni af því verður Jón með kaffi á könnunni fyrir vini og vandamenn frá kl. 16 að Engjaseli 35, Reykjavík. 1. Rf3 d5 2. g3 Bg4 3. Bg2 Rd7 4. c4 e6 5. cxd5 exd5 6. d4 c6 7. Rc3 Rgf6 8. Bf4 Be7 9. 0-0 0-0 10. Dc2 He8 11. Hfe1 g6 12. Re5 Bf5 13. e4 Rxe4 14. Rxe4 Bxe4 15. Bxe4 dxe4 16. Dxe4 Bb4 17. Hed1 Rf6 18. Dc2 Rd5 19. Db3 De7 20. Bd2 Had8 21. Bc3 Bd6 22. He1 Dc7 23. Rc4 Bf8 24. Ba5 b6 25. Bd2 Bg7 26. Bg5 Hc8 27. Be3 He6 28. Rd2 Hce8 29. Rf3 Rxe3 30. Hxe3 Hxe3 31. fxe3 c5 32. Hd1 Bh6 33. Re5. Staðan kom upp á al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Egypta- landi. Spartak Vysocshin (2.560) hafði svart gegn Anthony Kosten (2.514). 33. – Bxe3+! Vinnur peð og nokkru síð- ar skákina. 34. Dxe3 cxd4 35. Dxd4 Hxe5 36. Dd8+ Dxd8 37. Hxd8+ Kg7 38. Hd7 a5 39. Hb7 He6 40. Kf2 h5 41. h4 Kf6 42. Kf3 Hc6 43. a3 Ke6 44. Ke4 f6 45. Hb8 Hd6 46. He8+ Kf7 47. Hb8 g5 48. hxg5 fxg5 49. Ke5 Hd3 50. Hb7+ Ke8 51. Hh7 He3+ 52. Kd6 Hxg3 53. Hxh5 Kf7 54. b4 Kg6 55. Hh8 axb4 56. axb4 Hb3 57. Hg8+ Kf5 og hvítur gafst upp. 4. umferð Evrópu- keppni taflfélaga fer fram í dag. Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið og lesa pistla Hellismanna frá skákstað á hellir.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MALBIK Undir hundruðum járnaðra hæla dreymdi mig drauminn um þig, sem gengur eitt haustkvöld í hljóðum trega dúnléttum sporum hinn dimmleita stig, dúnléttum sporum veg allra vega og veizt að ég elska þig. Steinn Steinarr LJÓÐABROT Ljósmyndastofa Erlings SYSTRABRÚÐKAUP. Gefin voru saman 21. júní sl. í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni þau Harpa Hrönn Grétarsdóttir og Hannes Jón Marteinsson og Erna Mjöll Grétarsdóttir og Guðlaugur Jón Þórðarson. NORÐUR er höfundur sagna og passar í upphafi með tvo rauða kónga og fátt annað spennandi. Það er enginn á hættu: Norður ♠ 5 ♥ K72 ♦ K76 ♣1087632 Austur er næstur á mæl- endaskrá og vekur á veikum tveimur í hjarta. Síðan þróast sagnir þannig: Vestur Norður Austur Suður – Pass 2 hjörtu Dobl 4 hjörtu Pass Pass 5 tíglar Pass ? Er einhver ástæða til að blanda sér málin úr því sem komið er? Spilið er frá úrslitaleik Essosveitarinnar og Félagsþjónustunnar í bik- arkeppninni og Magnús E. Magnússon hélt á spilum norðurs og lyfti í sex tígla! Norður ♠ 5 ♥ K72 ♦ K76 ♣1087632 Vestur Austur ♠ D109862 ♠ K43 ♥ D986 ♥ ÁG10543 ♦ G4 ♦ 85 ♣5 ♣D4 Suður ♠ ÁG7 ♥ – ♦ ÁD10932 ♣ÁKG9 Jónas P. Erlingsson var í suður og hann var fjótur að innbyrða alla slagina. Á hinu borðinu voru spilaðir fimm tíglar og Fé- lagsþjónustan vann því 11 IMPa á spilinu. Fáir myndu láta sér detta í hug að lyfta í slemmu með spil norðurs, því hjarta- kóngurinn er augljóslega ónýtt spil. En Magnús sá að tígulkóngurinn þriðji var gulls ígildi, ásamt einspilinu í spaða. Sannarlega kjark- mikil sögn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson MARA Prete, er 18 ára ítölsk stúlka sem hefur gam- an af diskó, músik, íþróttum og strandarferðum. Hún óskar eftir pennavinum frá 16 til 19 ára. Mara Prete, Via Puccini 7b, 31021 Mogliano Veneto (TV), Italy. ALESSANDRO, sem er yngri en Mara, óskar einnig eftir íslenskum pennavinum. Alessandro Cadorin, Via Puccini 7b, 31021 Mogliano Veneto (TV), Italy. MICHAEL, sem er 26 ára, óskar eftir íslenskum kon- um sem pennavinum. Hann hefur áhuga á mannlegum samskiptum, bréfaskriftum, flugi o.fl. íþróttum. Michael Schembri, 10, G. Agius Muscat Street, Zabbar ZBR 02, Malta. mschemb@maltanet- .net RADO, sem er 25 ára Sló- vaki, óskar eftir íslenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á að kynnast lífi og menningu á Íslandi. Hann skrifar á ensku, þýsku, frönsku eða spönsku. Rado Straka, Okruzna 24/3, 97251 Handlova, Slovakia. rado1978@hotmail.com PENNAVINIR HVERS virði eru tré? Er hægt að mæla virði trjáa í krónum og aurum? Það eru víst síðustu forvöð að tala um aura, þeir eru alveg að detta úr umferð en trén láta það ekkert á sig fá, þau hafa mörg hver lifað ótal myntbreytingar, gengisfellingar, verðbólgur, hallæri, góðæri og guð má vita hvað. Ég held að tré verði ekki metin til fjár, verðmæti þeirra er annað og meira en svo að hversdagslegir hlut- ir eins og peningar gefi sanna mynd af raun- verulegu gildi þeirra. Trjárækt hefur verið stunduð á Íslandi að einhverju marki í rúma öld sem telst ekki lang- ur tími í veraldarsög- unni. Enn má finna í Reykjavík tré sem voru með þeim fyrstu sem gróðursett voru í borg- inni. Þessi fyrstu tré ruddu leiðina fyrir öll hin trén sem á eftir fylgdu því með tilvist sinni sönnuðu þau að trjárækt var raun- hæfur möguleiki á Íslandi. Á þessari rúmu öld hafa ótal tré verið gróð- ursett í landinu. Á heildina litið hefur árangurinn verið frábær þótt finna megi sögur af misheppnuðum trjá- ræktartilraunum þegar vel er að gáð og kíkir hafður við hönd. Afleiðingar þessarar trjáræktar er skjól, skjól sem auðveldar öðrum lífverum lífið og gerir umhverfi okkar hlýlegt og aðlaðandi. Þegar horft er yfir gömul og gróin hverfi í Reykjavík sést varla í hús- þökin fyrir trjákrónum sem standa langt upp fyrir húsin. Það eru kannski ekki svo ýkja mörg stór tré í hverjum garði en heildaráhrifin af fáum trjám í mörgum görðum eru þau að allt hverfið nýtur skjólsins af trjánum, það nást fram sömu áhrif og inni í skógi. Í skjólinu er minni vindkæling og því hærra hitastig sem auðveldar aftur ræktun á hita- kærari plöntum. Skjólið er líka hag- stætt fyrir sólardýrkendur því það er svo miklu þægilegra að striplast úti í sólinni ef maður þarf ekki að hafa áhyggjur af vindkælingunni. Í nýrri hverfum borgarinnar getur maður aftur á móti dáðst að húsþök- unum í allri sinni litadýrð og mis- munandi lögun. Þar kemur tvennt til. Í fyrsta lagi er gróðurinn svo ungur að trén eru ekki farin að teygja sig upp fyrir húsþökin. Í öðru lagi þá hefur fólk ekki áhuga á því lengur að vera með stór og hávaxin tré í görð- um sínum, þau skyggja nefnilega svo mikið á sólpallana. Skjólið er fengið með skjólgirðingum sem skýla hinu allra heilagasta á lóðinni, umhverfið er fagurlega skreytt með blómstr- andi runnum og lágvöxnum trjám. Haldi þessi þróun áfram sér maður fyrir að sér að hægt sé að þekkja það á fólki, að minnsta kosti að sumar- lagi, hvar það býr. Þessir kaffibrúnu, veðurbörðu búa í nýjum úthverfum borgarinnar en þessir með ljósa, slétta litaraftið búa í eldri hverfum borgarinnar … Ættum við ekki að vera á varðbergi gagn- vart þeirri þróun að fólk gróðursetur ekki stór tré í nýja garða? Skjóláhrifin sem við njótum svo mikið í gömlum, grónum hverfum, nást ekki nema með því að gróð- ursetja stór tré í nýju hverfin. Vissulega eru ýmsar trjátegundir sem eiga alls ekkert heima í litlum görðum og má þar nefna skess- urnar tvær, alaskaösp- ina og sitkagrenið, þær eru allt of fyrirferðar- miklar í venjulegar lóðir. Það er hins vegar hægt að koma því þannig fyrir að stór og fljótvaxin tré á borð við alaskaöspina og sitkagrenið séu gróðursett í græn svæði innan nýju hverfanna þannig að íbúarnir fái skjóláhrifin en þurfi ekki að fórna sumarbrúnkunni fyrir skjólið. Rétt er að hafa það í huga að til eru margar tegundir af trjám sem eru í meðallagi stór og geta því gefið gott skjól án þess að breyta garð- inum í skuggsælan frumskóg. Ilm- reynirinn íslenski og íslenska birkið eru gott dæmi um slíkar trjáteg- undir. Þessar tegundir eru harð- gerðar og fallegar, með frekar nettar trjákrónur og geta vaxið á vind- asömum stöðum. Rétt er að hafa í huga að samkvæmt byggingar- reglugerð má ekki gróðursetja stór tré nær lóðarmörkum en 3 metra og er það meðal annars gert til að koma í veg fyrir nágrannaerjur vegna yfir- gangs stóru trjánna. Gróðursetning stórra trjáa í þétt- býli er í raun og veru mjög mikilvæg því að þrátt fyrir hlýnun loftslags undanfarinna ára þá er Ísland á mörkum hins byggilega og okkur veitir ekki af þeim hjálpartækjum sem við getum notað til að gera um- hverfi okkar hlýlegra og mann- vænna. Mikilvægi grænna svæða innan þéttbýlis hefur orðið okkur æ ljósara, ekki einungis til útivistar heldur einnig sem uppspretta skjól- áhrifa. Við ættum að hugsa hvert hverfi sem eina heild sem nýtur sam- eiginlegra áhrifa af allri trjárækt sem á sér stað innan hverfisins, með öðrum orðum, við ættum að stefna að því að sjá skóginn fyrir trjánum. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 501. þáttur Gildi trjáa Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Alaskaaspir í röð.Ilmreynir hlaðinn berjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.