Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 16
Dreifbýliskonur | Margar þjóðir til-
einka 15. október dreifbýliskonum á ári
hverju. Dagurinn hefur þann tvíþætta til-
gang að beina sjónum að
framlagi dreifbýliskvenna til
samfélagsins, skoða þeirra
sérstöðu og réttindamál. Hins
vegar, og ekki síst, er þessi
dagur notaður til að minna á þann ótrú-
lega fjölda kvenna í þróunarlöndunum
sem þar yrkir jörðina við óviðunandi skil-
yrði, oft með réttindi á við búsmalann, að
því er kemur fram á vef bændasamtak-
anna, bondi.is. Til að ná sem mestri at-
hygli og gefa sem flestum tækifæri á að
gleðjast og fræðast með íslenskum dreif-
býliskonum í tilefni dagsins, verður dag-
skrá í Vetrargarði verslunarmiðstöðv-
arinnar Smáralindar við Fífuhvammsveg í
Kópavogi. Sérstök hátíðardagskrá verður
milli kl.16.00 og 17.30.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Bryndís Sveinsdóttir, bryndis@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes
Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hall-
grímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Krist-
jánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Akstur framhaldsskólanema | Akst-
ursmál framhaldsskólanema voru á dag-
skrá á fundi héraðsráðs A-Húnavatnssýslu
í síðustu viku. Samþykkti héraðsráð að
skora á skólanefnd Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra að hefja undirbúning fyrir
daglegan skólaakstur haustið 2004.
Á fundi sínum taldi héraðsráð mikilvægt
að niðurstaða skólanefndar lægi fyrir um
næstu áramót þar sem möguleikar á dag-
legum akstri munu hafa áhrif á hvert nem-
endur á framhaldsskólastigi sækja nám.
Félagsheimili | Tveir aðilar hafa sýnt
áhuga á að reka félagsheimilið á Blönduósi.
Annar þeirra hefur gert óformlegt tilboð
varðandi leigu. Ákveðið hefur verið að boða
báða til viðræðna við stjórn Félagsheim-
ilisins. Ákvörðun um að auglýsa eftir
rekstraraðila var tekin á stjórnarfundi fé-
lagsheimilisins 28. ágúst sl.
Gestum í Smámuna-safni Sverris Her-mannssonar í Sól-
garði gafst í sumar
tækifæri til að láta reyna á
getspekina með því að geta
sér til um fjölda á gömlum
skrúfum í fullri glerkrukku
í anddyri safnsins. Alls tók-
ust 619 gestir á við þessa
þraut og tveir hafa nú
fengið viðurkenningu fyrir
að hafa komist næst rétt-
um fjölda. Þetta kemur
fram á heimasíðu Eyja-
fjarðarsveitar.
Til að auðvelda gestum
þrautina var gefið upp að
skrúfurnar væru ekki
færri en 55 og ekki fleiri en
sextíu milljónir! Hvort ein-
hver hjálp var í þessum
upplýsingum skal ósagt
látið en í glerkrukkunni
góðu voru 2469 skrúfur.
2469 skrúfur
Undanfarin ár hefur sérstakt umferðarátak veriðskipulagt á Seltjarnarnesi við upphaf og lokskólaárs. Tilgangurinn er að vekja athygli á
öryggi barna í umferðinni og reyna að draga úr umferð
bifreiða við skólana. Ný skilti með mynd af skólabörn-
um voru nýlega sett upp á 10 stöðum í nágrenni við
Mýrarhúsaskóla. Á skiltunum eru myndir af sex ára
börnum ásamt texta sem minnir á að börnin eru óreynd
í umferðinni og að vegfarendur þurfa að sýna fyllstu
varkárni.
Nýstárleg varúðarskilti
Samtal við Kristin Gylfa
Jónsson í morgunútvarpi
fyrir skömmu varð Þor-
steini Bergssyni, Unaósi,
kveikja að eftirfarandi
vísu
Bændur ákaft berja sér
bankar hafa seðla nóga
Kjötmarkaður kominn er
kirfilega út í Móa.
Berja sér
Fólki þykir jafnanvænt um sinnheimabæ og það
sem hann hefur upp á að
bjóða. Hrönn Jónsdóttir á
Djúpavogi orti eitt sinn
auglýsingavísu um menn-
ingarmiðstöðina Löngu-
búð á Djúpavogi:
Líttu við í Löngubúð
ljúft er þar að mætast
undir hinni öldnu súð
ilmar kaffi sætast.
Ilmar kaffi
sætast
Akureyri | Stöður leikskóla-
kennara og iðjuþjálfa á barna-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri verða lagðar niður frá
og með 1. janúar næstkomandi.
Þetta er liður í skipulagsbreyt-
ingum sem framkvæmdastjórn
FSA hefur ákveðið að gera í því
skyni að draga úr útgjöldum og
mæta um leið breyttri þjón-
ustuþörf, eins og segir í grein-
argerð stjórnarinnar.
Leikskólakennari hefur starf-
að á barnadeild FSA í tæp fimm
ár og hefur Katrín G. Guðjóns-
dóttir ein sinnt því verkefni í
75% starfi frá upphafi. Áður
hafði verið boðið upp á sambæri-
lega þjónustu hátt á þriðja ára-
tug á deildinni.
Iðjuþjálfi hefur verið starfandi
á barnadeildinni í rúm tvö ár.
Snæfríð Egilson sinnir því nú,
þar sem sú fastráðna er í fæðing-
arorlofi til 1. desember. „Þetta
er fyrsta og eina staða iðjuþjálfa
á barnadeild sjúkrahúss hér á
landi og eini iðjuþjálfinn á Ak-
ureyri sem vinnur með börnum
um þessar mundir,“ sagði Snæ-
fríð við Morgunblaðið í gær og
bætti við: „Og hefur með engu
móti annað eftirspurn.“
Að sögn Katrínar verður leik-
stofan á barnadeildinni vænt-
anlega opin áfram þannig að for-
eldrar geti sinnt börnum sínum
sjálfir, en starfsfólkið mun ekki
bjóða upp á þá þjónustu að leika
við börnin.
Nokkrir krakkar koma á dag-
deild barnadeildar á degi hverj-
um til stuttra rannsókna, að
sögn Katrínar og Snæfríðar, og
fá tækifæri til þess að leika sér á
milli rannsókna á leikstofunni –
auk barna á legudeildinni en þar
liggja yfirleitt einhverjir sjúk-
lingar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Snæfríð Egilson: Iðjuþjálfinn á barnadeild FSA er sá eini sem starfar með börnum á Akureyri. Snæ-
fríð er til hægri á myndinni en fyrir miðju Katrín G. Guðjónsdóttir, leikskólakennari á barnadeild.
Störfum fækkar á barnadeild
BYGGÐASTOFNUN og Félag ferða-
málafulltrúa á Íslandi hafa lokið við könn-
un og skýrslu um rekstrar- og starfsum-
hverfi upplýsingamiðstöðva á Íslandi.
Í skýrslunni kemur fram að tæplega
hálf milljón gesta kom á upplýsinga-
miðstöðvarnar
árið 2002.
Könnun leiddi
m.a. í ljós að
um 44% heild-
arfjármagns
landshluta-
miðstöðva er
aflað með sér-
tekjum. Sveit-
arfélög lögðu
fram 23%
heildarrekstr-
arframlags og
Ferðamálaráð
Íslands um
21%. Úr svör-
um í könn-
uninni má lesa
að afgerandi
meirihluti um-
sjónaraðila
taldi nauðsynlegt að rekstrarframlög
hækkuðu verulega til að hægt yrði að
auka rekstraröryggi.
Umsjónaraðilar upplýsingamiðstöðva
telja besta sóknarfærið í auknum tekjum
liggja í bókunarþjónustu en fram kom í
könnuninni að sértekjur vegna rekstrar á
tjaldsvæðum var besta sértekjulind upp-
lýsingamiðstöðvanna.
Náttúrutengd ferðaþjónusta
helsti styrkleikinn
Samkvæmt könnuninni er afgerandi
meirihluti umsjónaraðila upplýsinga-
miðstöðvanna á þeirri skoðun að nátt-
úrutengd ferðaþjónusta sé helsti styrk-
leiki greinarinnar. Nauðsynlegt sé að efla
samstarf innan greinarinnar og ná fram
aukinni hagræðingu til að auka arðsemi
rekstrarins.
Markmið könnunarinnar var að fá upp-
lýsingar um rekstrarfjármögnun, launa-
kostnað og sértekjur upplýsinga-
miðstöðva og hvað felst í þeirri þjónustu
sem upplýsingamiðstöðvar veita gestum,
ferðaþjónustu- og/eða rekstraraðilum.
Auk þess að kanna hvaða viðhorf og
væntingar umsjónaraðilar upplýsinga-
miðstöðva höfðu í tengslum við samstarf,
markaðssetningu, veikleika og styrkleika
ferðaþjónustunnar.
Hálf milljón
heimsótti
upplýsinga-
miðstöðvar
Gegn einelti | Starfsfólki Garðabæjar
var kynnt verkefnið ,,Gegn einelti í Garða-
bæ“ á morgunverðarfundi í Garðabergi á
föstudag. Þær Margrét Elín Guðmunds-
dóttir, deildarstjóri í Flataskóla, og Ásta
Gunnarsdóttir, námsráðgjafi í Garðaskóla,
kynntu verkefnið og svöruðu spurningum
og hugleiðingum fundargesta.
Grunnskólar Garðabæjar vinna saman
að verkefninu sem miðar að því að fyr-
irbyggja einelti í grunnskólum Garða-
bæjar og að samræma viðbrögð í skól-
unum við því þegar eineltismál koma upp.
Á heimasíðu Garðabæjar segir að starfs-
fólk skólanna leggi áherslu á að fá for-
ráðamenn og í reynd alla Garðbæinga í lið
með sér til að vinna að verkefninu.
Hrunamannahreppi | Það var skemmtilega stund hjá börnunum í fyrsta og
öðrum bekk Flúðaskóla þegar þrír stjórnarmenn í björgunarsveitinni Ey-
vindur í Hrunamannahreppi færðu börnunum endurskinsborða að gjöf
sem þau þágu með þökkum.
Börnin sögðust alltaf ætla að nota þá í myrkri og gæta sín í umferðinni.
Ekki þarf að hafa mörg orð um nauðsyn þess að börnin sjáist vel tilsýndar
og ökumenn sýni aðgát þar sem börn eru á ferð, sem og annars staðar.
Björgunarsveitarmennirnir Bjarki Jónsson, Borgþór Vignisson og Óskar
Rafn Emilsson standa fyrir aftan börnin.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Borðar á börnin
50 milljónir / Akureyri 18
Breytingar