Morgunblaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 45
Í KVÖLD verða haldnir sérstakir
styrkartónleikar á Gauki á Stöng.
Markmiðið er að safna upp í sjóð,
sem fer í hljóðfærakaup fyrir
krakka í Götusmiðjunni. Þeir sem
koma fram eru Dark Harvest (sem
leidd er af rokkaranum Gulla Falk),
Sóldögg, Centaur, Fræbblarnir,
Dúndurfréttir og „leynigestir“
verða Jo Jo og Götustrákarnir
Kynnir er kvæðmaðurinn eini og
sanni Steindór Andersen. Það eru
Radíó Reykjavík og Hippavinafélag
Íslands sem standa að viðburðinum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Kynnir er Steindór Andersen.
Morgunblaðið/Billi
Dúndurfréttir verða á meðal sveita.
Styrktartónleikar
fyrir Götusmiðjuna
Húsið verður opnað kl. 20.30 en
tónleikarnir byrja kl. 21.00.
Miðaverð er 1.000 kr.
Fræbbblarnir leggja lið.
Happiness eftir Will Ferguson.
Canongate gefur út. 309 síðna kilja í
stóru broti.
ÆTLI ÞAÐ sé ekki rakin leið til
áhyggjulausrar elli að skrifa sjálfs-
hjálparbók, bara safna saman al-
mennu blaðri, gjarnan eftir aðra,
lagfæra málfar og stíl og gefa svo
út. Það hlýtur að virka vel, sjá bara
metsölubækur úti í heimi, og hér
heima. Svo er það alltaf mögulegt að
maður lendi á formúlu sem virkar,
einhverju sem
hjálpar fólki að
komast í samband
við sitt innra sjálf,
hætta að reykja,
grennast, verða
hamingjusamt,
sem væri kannski
hið versta mál.
Um þetta fjallar
bókin Happiness
eftir Will Ferguson sem kom út á
síðasta ári en í kilju í sumar. Hún
segir frá ritstjóra á stórri bókaút-
gáfu, Edwin de Valu, sem grípur
nánast fyrir tilviljun þúsund síðna
handrit upp úr ruslakörfunni og at-
vik haga því svo að hann neyðist til
að gefa bókina út. Þegar hún kemur
svo út fjandinn laus því hér er kom-
in sjálfshjálparbók sem virkar, þeir
sem lesa hana öðlast fullnægju í líf-
inu, losna við streitu og áhyggjur,
hætta að reykja og drekka, grenn-
ast og leggja af allan hórdóm –
verða sem sagt hundleiðinlegir. Eft-
ir því sem bókin selst betur verða æ
fleiri hamingjusamir, leiðinlegir, og
þegar hún hefur náð að seljast í 65
milljónum eintaka í Bandaríkjunum
einum má segja að þar séu allir
orðnir sálarlausa hamingjusöm vél-
menni.
De Valu finnst hann bera á byrgð
á þessum hörmungum og því sé það
á hans könnu að komast að því hver
hinn dularfulli höfundur er og koma
honum snimmhendis fyrir kattar-
nef.
Ekki er þó allt sem sýnist, því
höfundurinn er lunkinn við að leyn-
ast, á og fé til þess, tugi milljarða
króna, en uppgjörið verður um síðir
í hrörlegum húsbíl langt utan al-
faraleiðar.
Ferguson, sem er frægur fyrir
ferðabækur sínar, en Happiness er
fyrsta skáldsagan, velti upp ýmsu
skemmtilegu í bókinni og heldur því
fram meðal annars að það sé í raun
ekki hamingjan sem skipti máli
heldur hamingjuleitin.
Hann gerir óspart grín að sjálfs-
hjálpariðnaðinum og því að yfirleit
sé hægt að segja afdráttarlaust um
hvernig fólki eigi að vera og haga
sér, eða eins og hann segir í bókinni:
Siðfræði byggist ekki á því að velja
á milli réttrar og rangrar breytni,
heldur að velja milli grárra tóna.
Árni Matthíasson
Bækur
Leitin að
ham-
ingjunni