Morgunblaðið - 01.10.2003, Side 42
ÍÞRÓTTIR
42 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HOLLENSKI landsliðs-
maðurinn Ruud van Nis-
telrooy, framherji Man-
chester United, þarf að
bíta úr nálinni vegna at-
viks sem átti sér stað þeg-
ar hann var tekinn af leik-
velli í tapleik Hollendinga
og Tékka í undankeppni
EM í byrjun september.
Nistelrooy brást ókvæða
við þegar Dick Advocaat,
landsliðsþjálfari Hollend-
inga, kallaði hann af leikvelli 20
mínútum fyrir leikslok. Nistelrooy
spýtti í grasið í átt að Advocaat og í
bræði sinni sparkaði hann í vatns-
brúsa sem var við vara-
mannabekkinn. Stjórn
hollenska knattspyrnu-
sambandsins ákvað í
samráði við landsliðs-
þjálfarann að velja Nist-
elrooy ekki í landsliðs-
hópinn sem mætir
Moldövum í lokaumferð
riðlakeppni EM sem fram
fer 11. þessa mánaðar.
Nistelrooy hefur þegar
beðið Advocaat afsök-
unar á hegðan sinni en það breytir
því ekki að hann fær að sitja á með-
al áhorfenda þegar Hollendingar
taka á móti Moldövum.
Ruud van Nistel-
rooy út í kuldann
Van Nistelrooy
ÚRSLIT
CLAUDIO Ranieri knattspyrnu-
stjóri enska liðsins Chelsea segir að
tungumálaörðugleikar muni tefja
framgang liðsins í vetur en Claude
Makelele, Hernan Crespo og Adr-
ian Mutu skilja ekki og tala ekki
ensku. Ranieri talar því þrjú tungu-
mál þegar hann gefur leikmönnum
sínum fyrirmæli, á móðurmáli sínu
ítölsku, spænsku og að sjálfsögðu
ensku en hann þekkir vandamálið
best sjálfur því hann gat ekki talað
ensku þegar hann tók við sem
knattspyrnustjóri liðsins og við-
urkennir Ranieri að sá tími hafi
verið honum og liðinu erfiður.
„Þegar ég kom til Chelsea var
enskan mín skelfileg,“ segir Ran-
ieri við BBC. „Ég gat talað ítölsku
við Marcel Desailly eða Gus Poyet
á spænsku og þeir komu skilaboð-
unum á framfæri við leikmenn liðs-
ins.
Ástandið er svipað þessa dagana
en samt sem áður geta leikmenn
skilið hvað menn eru að tala um.
Mutu er frá Rúmeníu og Crespo
er frá Argentínu en þeir tala báðir
ítölsku, Jimmy Floyd Hasselbaink
er frá Hollandi en hann talar
spænsku og getur því tjáð sig við
Crespo á spænsku,“ segir Ranieri
og bætir því við að hann byrji
ávallt á því að tala ensku við leik-
mannahópinn, síðan taki við
spænska eða ítalska.
„Á hliðarlínunni í leikjum liðsins
tala ég oft ítölsku eða spænsku við
leikmenn til þess að andstæðing-
arnir skilji mig ekki.“
Enskan er flösku-
háls hjá Chelsea
HADNDKNATTLEIKUR
Íslandsmót karla, RR/MAX-deildin, suð-
urriðill:
Ásvellir: Haukar – HK......................... 20.00
Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarinn, 32 liða úr-
slit karla:
Ásgarður: Stjarnan – Víkingur ............19.15
Seltjarnarnes: Grótta/KR – FH...........19.15
Selfoss: Selfoss – KA.............................19.15
Fylkishöllin: Fylkir -–Stumparnir.......19.15
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Anderlecht – Bayern München ........... 1:1
Ivica Mornar 53. – Santa Cruz 74. Rautt
spjald: Claudio Pizarro (Bayern Münch-
en) 36. – 21.788.
Celtic – Lyon ......................................... 2:0
Liam Miller 70., Chris Sutton 78. – 58.027.
Staðan:
Bayern München 2 1 1 0 3:2 4
Celtic 2 1 0 1 3:2 3
Lyon 2 1 0 1 1:2 3
Anderlecht 2 0 1 1 1:2 1
B-RIÐILL:
Lokomotiv Moskva – Arsenal.............. 0:0
– 27.000.
Inter Mílanó – Dynamo Kiev ............... 2:1
Daniele Adani 22., Christian Vieri 90. –
Fedorov 34. – 35.000.
Staðan:
Inter 2 2 0 0 5:1 6
Dynamo Kiev 2 1 0 1 3:2 3
Lokomotiv 2 0 1 1 0:2 1
Arsenal 2 0 1 1 0:3 1
C-RIÐILL:
Deportivo La Coruna – PSV Eindhoven
2:0
Sergio 19., Walter Pandiani vítasp. 51. –
24.300.
Mónakó – AEK Aþenu.......................... 4:0
Ludevic Giuly 23., Fernando Morientes
27.56., Dado Prso 86. – 12.000.
Staðan:
Monaco 2 2 0 0 6:1 6
Deportivo 2 1 1 0 3:1 4
AEK 2 0 1 1 1:5 1
PSV Eindhoven 2 0 0 2 1:4 0
D-RIÐILL:
Galatasaray – Real Sociedad............... 1:2
Hakan Sukur 60. – Darko Kovacevic 3.,
Xabo Alonzo 72. Rautt spjald: Hasan Sas
(Galatasaray 82.) – 55.000.
Olympiakos – Juventus ........................ 1:2
Stoltidis 12. – Pavel Nedved 21., 79. –
16.000.
Staðan:
Juventus 2 2 0 0 4:2 6
Real Sociedad 2 2 0 0 3:1 6
Galatasaray 2 0 0 2 2:4 0
Olympiakos 2 0 0 2 1:3 0
England
1. deild:
Sunderland – Ipswich ............................3:2
Bradford – Derby...................................1:2
Cardiff – Wigan ......................................0:0
Norwich – Reading.................................2:1
Rotherham – Stoke City ........................3:0
Watford – Burnley .................................1:1
WBA – Millwall ......................................2:1
Wimbledon – Sheff. Utd ........................1:2
Walsall – Gillingham ..............................2:1
West Ham – Millwall..............................1:1
Staðan:
Sheff. Utd 10 7 2 1 20:10 23
WBA 10 7 1 2 17:10 22
Wigan 10 6 3 1 14:6 21
Norwich 10 6 2 2 16:11 20
Sunderland 10 6 1 3 17:10 19
West Ham 9 5 2 2 11:6 17
Nottingham F. 9 5 1 3 16:11 16
Millwall 11 4 4 3 15:13 16
Cardiff 10 4 3 3 19:12 15
Reading 10 4 2 4 14:11 14
Burnley 11 4 2 5 16:18 14
Crewe 9 4 1 4 9:12 13
Gillingham 11 3 4 4 12:19 13
Walsall 10 3 3 4 12:11 12
Stoke City 11 3 3 5 13:15 12
Derby 10 3 3 4 11:16 12
Cr. Palace 9 3 2 4 13:13 11
Ipswich 10 3 2 5 14:16 11
Preston 9 3 1 5 13:13 10
Bradford 10 3 1 6 9:17 10
Coventry 8 2 3 3 12:14 9
Rotherham 10 2 3 5 6:17 9
Watford 9 1 2 6 9:14 5
Wimbledon 10 1 1 8 13:26 4
2. deild:
Blackpool – Grimsby ..............................0:1
Chesterfield – Bournem.........................1:1
Colchester – Brentford ..........................1:1
Hartlepool – Wrexham ..........................2:0
Oldham – Stockport ...............................2:0
Plymouth – Bristol City.........................0:1
Port Vale – Peterborough......................3:0
QPR – Barnsley......................................4:0
Rushden & D. – Brighton ......................1:3
Staðan:
Port Vale 11 7 2 2 19:13 23
Brighton 11 6 3 2 18:10 21
QPR 11 5 5 1 23:9 20
Hartlepool 11 5 4 2 22:11 19
Swindon 10 5 4 1 19:11 19
Colchester 11 5 3 3 15:13 18
Bristol City 11 4 5 2 14:7 17
Plymouth 11 4 5 2 21:16 17
Oldham 11 4 4 3 21:16 16
Bournem. 11 4 4 3 12:11 16
Barnsley 11 4 4 3 12:14 16
Sheff. Wed. 10 4 3 3 14:13 15
Grimsby 11 4 3 4 16:18 15
Rushden & D. 11 4 2 5 19:20 14
Luton 10 4 2 4 14:15 14
Wrexham 10 4 2 4 9:11 14
Blackpool 10 4 2 4 14:18 14
Brentford 11 4 2 5 10:16 14
Tranmere 11 2 5 4 12:14 11
Peterborough 11 2 3 6 12:17 9
Stockport 11 1 4 6 13:21 7
Wycombe 11 1 3 7 13:23 6
Notts County 10 1 3 6 7:20 6
Chesterfield 11 0 5 6 7:19 5
Svíþjóð
Örgryte – Gautaborg............................. 4:1
Staðan:
Djurgården 23 15 2 6 49:22 47
Malmö 23 13 6 4 48:19 45
Hammarby 23 13 5 5 46:29 44
Halmstad 23 11 3 9 36:28 36
Örgryte 23 11 3 9 37:38 36
Helsingborg 23 10 4 9 27:29 34
Gautaborg 23 9 6 8 33:25 33
Örebro 23 9 6 8 27:30 33
AIK 23 8 7 8 32:32 31
Elfsborg 23 8 7 8 25:31 31
Landskrona 23 7 7 9 22:34 28
Sundsvall 23 2 10 11 21:36 16
Öster 23 3 7 13 26:44 16
Enköping 23 3 5 15 21:53 14
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni karla,
SS-bikarinn
1. umferð:
Grótta/KR-2 – Afturelding ................25:26
World Class – Valur .......................... 16:54
Fannar Friðgeirsson skoraði 13 mörk
fyrir Val og Freyr Brynjarsson 11.
ÍR-2 – Breiðablik ............................... 25:30
Haukar-2 – ÍR.................................... 30:45
HR – Fram......................................... 15:42
Jóhann G. Einarsson var markahæstur
Framara með 9 mörk og Stefán Stefáns-
son skoraði 8.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Reykjavíkurmót karla
Ármann/Þróttur – KR......................48:119
Staðan:
KR 4 4 0 422:245 8
ÍR 4 4 0 406:324 8
Fjölnir 5 3 2 476:442 6
Ármann/Þróttur 5 2 3 367:432 4
ÍS 5 1 4 333.401 2
Valur 5 0 5 361:521 0
Í KVÖLD
Aðalsteinn tók við þjálfun Fylkis-liðsins af Bjarna Jóhannssyni
fyrir tveimur árum. Hann gerði
þriggja ára samning við Árbæjarlið-
ið en Fylkismenn nýttu sér uppsagn-
arákvæði þegar þeir ákváðu að segja
upp samningnum við Aðalstein.
Best fyrir félagið
„Við í stjórninni erum búnir að
gefa okkur góðan tíma til að skoða
málið og við teljum að þessi niður-
staða komi best fyrir félagið. Aðal-
steinn er mjög góður þjálfari og hef-
ur unnið mjög gott starf fyrir Fylki,
sem við erum þakklátir fyrir, en
svona eru bara hlutirnir. Vissulega
voru vonbrigði með gengi liðsins síð-
ari hluta sumars en það var ekki það
sem réði mestu í ákvörðun okkar.
Við teljum best fyrir félagið að
breyta til í þjálfaramálunum og
hyggjumst nota októbermánuð til að
finna eftirmann Aðalsteins,“ sagði
Ásgeir Ásgeirsson, formaður meist-
araflokksráðs Fylkis, við Morgun-
blaðið.
Ásgeir segir að allt sé opið hvað
þjálfaramálin varðar og það komi al-
veg eins til greina að leita út fyrir
landsteinana. Hann segir að engar
viðræður við þjálfara séu hafnar.
Undir stjórn Aðalsteins urðu
Fylkismenn bikarmeistarar á síð-
ustu leiktíð og höfnuðu í öðru sæti á
eftir KR-ingum á Íslandsmótinu en á
nýafstaðinni leiktíð náðu Fylkis-
menn ekki að verja bikarmeistaratit-
ilinn og höfnuðu í fjórða sæti í deild-
inni.
„Þetta kom mér nokkuð á óvart en
kannski ekki þar sem ég þekki ég
mína menn. En þetta er þeirra
ákvörðun og þeir ráða ferðinni. Mér
fannst ég hins vegar vera rétt byrj-
aður á því verkefni sem við ætluðum
okkur í upphafi, það er að byggja
upp nýtt lið og ég hefði verið til í að
klára það,“ sagði Aðalsteinn við
Morgunblaðið þegar hann var inntur
eftir viðbrögðum við uppsögninni.
„Ég hengi ekkert haus yfir þessu
og ég held ég geti sagt með réttu að
ég fer nokkuð stoltur frá skipinu. Ég
hef ákveðnar ástæður fyrir því hvers
vegna við náðum ekki lengra en engu
að síður náðum við á þessum tveimur
árum að verða bikarmeistarar og í
öðru sæti í deildinni og í ár tryggðum
við okkur sæti í Intertoto-keppninni.
Fjórða sætið í sumar var að vissu
leyti vonbrigði þar sem við hefðum
getað náð lengra en eins og mótið
var þá held ég menn hafi gripið það
sem hægt var að fá.“
Aðalsteinn sagðist ekki hafa tekið
ákvörðun um hvort hann héldi áfram
að þjálfa. „Ég er í fullri vinnu annars
staðar og nú get ég einbeitt mér að
fullu að því starfi. Uppleggið hjá mér
þegar ég hellti mér út í þjálfunina
var ekki að hætta mínum starfs-
frama heldur taldi ég mig geta komið
að gagni og hafa eitthvað fram að
færa og það tel ég mig hafa gert. En
það er kannski kominn tími á að taka
sér frí frá fótboltanum en frá fimm
ára aldri hef ég verið meira eða
minna á kafi í honum. Komi eitthvað
upp á borð mitt þá mun ég skoða það
vel og vandlega en ef ekki þá hef ég
nóg fyrir stafni,“ sagði Aðalsteinn
sem er tæknifræðingur og starfar
hjá Marel.
Fylkir sagði
Aðalsteini upp
AÐALSTEINN Víglundsson er hættur að þjálfa úrvalsdeildarlið Fylk-
is í knattspyrnu en stjórn knattspyrnudeildar Fylkis ákvað á fundi
sínum í gær að segja upp samningi við hann. Í tilkynningu sem Fylk-
ismenn sendu frá sér í gærkvöld segir meðal annars: „Eftir mikla
yfirlegu taldi meistaraflokksráð deildarinnar, sem fer með þjálf-
aramál meistara- og 2. flokks, að það væri farsælast fyrir meist-
araflokk að fá nýjan þjálfara til starfa fyrir næsta tímabil.“
Morgunblaðið/Ómar
Aðalsteinn Víglundsson, þjálfari Fylkis.
FÓLK
HJÁLMAR Jónsson lék allan tím-
ann með Gautaborg sem tapaði fyrir
Örgyte, 4:1, í grannaslag Gautaborg-
arliðanna í sænsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær. Gautaborg er í
sjöunda sæti deildarinnar en Örgryte
í því fimmta.
DANINN Allan Borgvardt var út-
nefndur leikmaður ársins hjá FH-ing-
um sem héldu lokahóf sitt um liðna
helgi. Sverrir Garðarsson varð fyrir
valinu sem efnilegasti leikmaðurinn.
ÓLAFUR Jóhannesson þjálfari
FH-inga var í gær úrskurðaður í eins
leiks bann vegna fjögurra áminninga
á fundi aganefndar KSÍ í gær. Enginn
leikmaður var úrskurðaður í leikbann
á fundi nefndarinnar.
NÍGERÍUMENN eiga í viðræðum
við Bryan Robson fyrrum leikmann
Manchester United og knattspyrnu-
stjóra Middlesbrough um að taka við
þjálfun landsliðsins. Christian
Chukwu er núverandi landsliðsþjálf-
ari Nígeríu en hann hefur mátt þola
mikla gagnrýni heima fyrir vegna
slaks árangurs landsliðsins.
SUÐUR-KÓREUMENN tryggðu
sér í gær farseðilinn á Ólympíuleik-
ana þegar þeir sigruðu í Asíuriðli und-
ankeppninnar sem fram fór í Kobe í
Japan. S-Kórea og Japan börðust um
sigurinn. Þjóðirnar skildu jafnar í
lokaleiknum, 22:22, en markamunur
S-Kóreumanna var hagstæðari og
fyrir vikið keppa þeir í Aþenu.
LOGI Gunnarsson skoraði 12 stig
fyrir lið sitt Giessen 46ers
gegn belgíska liðinu Quatro Bree í
vináttuleik liðanna á dögunum. Þýska
úrvalsdeildarliðið vann leikinn, 97:87,
en staðan í hálfleik var 46:48 belgíska
liðinu í vil. Fyrsti leikur Giessen
46’ers verður 11. október næstkom-
andi þegar liðið tekur á móti Berlín.
DANNY Ferry hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna en hann hefur
leikið undanfarin 13 ár í NBA-deild-
inni og nú síðast með NBA-meistara-
liðinu San Antonio Spurs. Ferry er 36
ára og mun hefja störf á skrifstofu
San Antonio Spurs sem tæknilegur
ráðgjafi.