Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2. sæti Bókabú›ir Máls og menningar 22.–28. okt. Ævisögur „fietta er fró›leg bók og skemmtileg aflestrar. Hún s‡nir okkur manninn Vilhjálm Stefánsson í nokku› ö›ru ljósi en á›ur hefur veri› gert og a› flví er gó›ur fengur.“ Jón fi. fiór, Mbl. Frábærar vi›tökur edda.is 3. sæti Penninn Eymundsson 22.–28. okt. Ævisögur LANDSFUNDI SLITIÐ Á landsfundi Samfylkingarinnar í gær var samþykkt að atvinnuleys- isbætur ættu að taka mið af fyrri tekjum. Össur Skarphéðinsson, for- maður flokksins, sagði í lokaræðu fundarins að Samfylkingin ætlaði sér að taka forystu um nýjar leiðir og fjölbreyttari rekstrarform í heil- brigðismálum. Þá á að afnema tekju- tengingar barnabóta samkvæmt ályktun landsfundar. Tæki til hjartahnoðs Hægt er að fá sjálfvirk tæki til að gefa hjartahnoð hér á landi. Er búið að forrita þau þannig að þau geti gef- ið leiðbeiningar á íslensku. Jafnvel þeir sem ekkert vita um hjartahnoð eiga að geta beitt þeim ef einhver lendir í hjartastoppi nálægt þeim. Er mælt með að tækjunum verði dreift utan sjúkrahúsanna. Sparað í áburðarkaupum Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, segir að bændur geti nýtt sér upplýsingar um vetr- arhita til að spara í áburðarkaupum. Það hefði mátt spara um hálfan millj- arð króna í sumar vegna hagstæðs meðalhita sl. vetur. Páll hafi strax 1. maí í vor spáð einstaklega góðri sprettu á grundvelli vetrarhita. Herþyrla skotin niður Fimmtán bandarískir hermenn fórust og 21 særðist er herskáir and- stæðingar hernámsins í Írak skutu niður Chinook-flutningaþyrlu Bandaríkjahers rétt við borgina Fall- ujah í Mið-Írak í gær. Þyrlan var að ferja hermenn sem voru á leið heim í leyfi er flugskeyti hæfðu hana, að sögn vitna. Bandaríski varn- armálaráðherrann Donald Rumsfeld sagði þetta sorgardag fyrir Banda- ríkin en að Bandaríkjamenn myndu halda sínu striki í stríðinu gegn hryðjuverkum og við endurreisn Íraks. Luku maraþonhlaupi Brezki ævintýramaðurinn Sir Ranulph Fiennes, sem er 59 ára, lauk í New York í gær sjöunda maraþon- hlaupi sínu á jafnmörgum dögum í heimsálfunum sjö, sem hann hljóp ásamt 10 árum yngri félaga sínum Mike Stroud í áheitaskyni fyrir góð- gerðarsamtök hjartasjúkra. mánudagur 3. nóvember 2003 mbl.is Óendanlegir möguleikar Fasteignablaðið // Tjarnargata 33 Hið glæsilega hús Hannesar Hafstein, fyrsta íslenska ráðherrans, sem reist var 1908, er umfjöllunarefni Freyju Jónsdóttur í blaðinu í dag.  31 // Lögveðsréttur Hvað gerist þegar íbúðareigandi greiðir ekki sinn hlut í sameiginlegum kostnaði? Því svarar Hrund Kristinsdóttir hdl. í pistli sínum.  34 // Byggingarstaðlar Hugmyndir eru uppi um að hefja vinnu við gerð á nýjum staðli sem fjallar um samningsskilmála um byggingar- stjórn.  48 // Veislur og laugar Lagfæringar á umhverfi Skíðaskálans í Hveradölum, sem nýlega lauk, er greinar- efni Björns Jóhannssonar landslags- arktitekts.  54 EIGI síðar en í vor mun nokkra nýlundu bera fyrir augu þeirra sem leið eiga um Reykjanesbraut - og þeir eru margir allan ársins hring. Til stendur að koma upp sér- kennilegri skógrækt á því svæði, búið er að hanna eitt stáltré með ljósleiðaralýsingu en þau munu „auka kyn sit“, heldur betur hvað líður og mynda heilan „ljósaskóg“. Þetta skemmtilega stáltré sem myndin er af hér að ofan er sem sé með ljósleið- aralýsingu er staðsett á torgi í Keflavík. Það er „brautryðjandi“ ef svo má segja. Tréð smíðaði Ásmundur Sigurðsson vél- virki fyrr á þessu ári en það var reist á torginu um miðjan ágúst sl. Bætt ásýnd Reykjanesbrautar „Við höfum verið að vinna að verkefni sem heitir „bætt ásýnd Reykjanesbrautar,“ segir Viðar Már Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri umhverfis- og skipulagsviðs Reykjanesbæjar. „Þetta er liður í þessu verkefni. Ein hug- myndin er svokallaður „ljósaskógur“, sem við ætlum okkur að setja upp meðfram Reykjanesbrautinni á vissum stað. Þá er verið að tala um svona 100 stáltré eða jafn- vel fleiri, sem myndu mynda þennan ljósa- skóg. Þetta tré á Víkurtorgi er fyrsta tréð í þessu verkefni. Það er hannað í samvinnu nokkurra aðila. Við vildum setja fyrst tréð inn í bæinn til að gefa íbúum Reykjanes- bæjar kost á að tjá sig um verkið áður en lengra yrði haldið. Verið er að kanna hvar skógurinn á að rísa og síðan hefst vænt- anlega „gróðursetningin“. Líklega verður ljósaskógurinn kominn upp næsta vor.“ Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósaskógur                                                                         !  !  !      "#       " !!# $          !    %&   #%                #! # !! ! !   !   ! '(  %  )$"""*          ! " #  + + #+ + $ %, & , &%, & ,' #( )( %     -. (   $ $  / 0 12$ 345/ 6$ 70 $0 $6$ 8$12$ 9  :$556$  ' ; $ < *+  6$.$ ' ; $ < *+    & #  # &&  =! %#  % %    % %-  8 $(6  >    $ - % % - - -    .   !+$% $ +$% $   LOFTMYNDIR ehf. í samstarfi við Morgunblaðið bjóða nú nýja þjón- ustu í gegnum mbl.is. Um er að ræða loftmyndir, svokölluð vefkort sem er ný viðbót við það sem fasteigna- kaupendur geta nú nýtt sér til að átta sig á eignum sem þeir eru að skoða og vilja vita sem mest um. Gimli fasteignasala hefur þegar nýtt þessa þjónustu til reynslu. Á loft- myndunum sést vel umhverfi eigna á höfuðborgarsvæðinu. Er svo við- komandi eign merkt með rauðum punkti á vefkortinu. Vefkort — ný þjónusta Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 29 Viðskipti 11 Bréf 26/27 Erlent 13 Dagbók 28/29 Listir 16 Leikhús 30 Daglegt líf 14/15 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Umræðan 17/21 Ljósvakar 34 Minningar 21/23 Veður 35 * * * UTANRÍKISRÁÐHERRAR Íslands og Noregs áttu fund með starfsbræðrum sínum í Tékklandi og Slóvakíu í Prag í gær vegna deilu síðarnefndu ríkjanna við Liechtenstein. Ágreiningurinn hefur tafið undirritun samnings um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins samhliða stækkun Evrópu- sambandsins. Halldór Ásgrímsson sagði stefnt að því að allar þjóðirnar skrifuðu undir samninginn seinna í vikunni. „Þessi fundur var gagnlegur og hreinskilinn. Við munum núna gera Liechtenstein grein fyrir því sem fram fór á fundinum og erum þegar byrj- aðir á því. Ég er þeirrar skoðunar að það muni leiða til þess að allar þjóðirnar geti undirritað samninginn. Við stefnum að því að það geti orðið seinna í þessari viku,“ sagði Halldór. Hann tók það sérstaklega fram að málið væri mjög viðkvæmt í öllum löndunum þremur. Hann og Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, hefðu gert sér góða grein fyrir því á fundinum. „Við finn- um að sjálfsögðu enga lausn á deilumálum milli þessara þjóða. En við erum að reyna að finna leið svo það tefji ekki undirritun og staðfestingu á þeim mikilvægu samningum sem þegar hafa tekist um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði utanríkisráðherra. Stuttur tími til stefnu Liechtenstein, Noregur og Ísland eru þau EFTA-ríki sem eru aðilar að EES. Forystumenn Liechtenstein hafa neitað að skrifa undir samning um stækkun EES á þeirri forsendu að Tékkland og Slóvakía hafa ekki viðurkennt sjálfstæði fursta- dæmisins með fullnægjandi hætti. Það tengist aft- ur eignakröfum liechtensteinsku furstafjölskyld- unnar vegna eignaupptöku í Tékkóslóvakíu. Aðspurður sagði Halldór að það ætti að vera bú- ið að skrifa undir þennan samning. „Við teljum okkur hafa mjög stuttan tíma til að ljúka þessu og erum að tala um tiltölulega fáa daga.“ Utanríkisráðherra kemur í dag heim frá Prag en utanríkisráðherrar Noregs og Liechtenstein fóru á fund Evrópuráðsins í Moldavíu. Halldór segir að þar muni þeir tala nánar saman um málið og vera í sambandi við hann. Hann hafi alltaf verið bjartsýnn á að lausn fyndist, leggja þurfi mikla vinnu í málið og fundurinn í gær hafi verið mik- ilvægt skref í þá átt. Stefnt að undirritun samnings um stækkun EES í vikunni BJART og kalt hefur verið á suður- og vesturhluta landsins síðustu daga en heldur þungbúnara norðanlands. Á morgun er því spáð að áttin snúist og því þykkni upp syðra en bjart verði nyrðra. Stillur hafa einnig ríkt á köflum og samgöngur getað gengið frekar ótruflaðar á landi og í lofti. Ólíklegt er þó að skútan fari langt í logninu enda kannski búið að leggja henni fyrir veturinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Stillt og bjart ÖKUMAÐUR var stöðvaður á 125 km hraða á bifreið sinni í Graf- arvogi í síðustu viku, þegar lög- reglan stóð fyrir umferðarátaki þar. 50 km hámarkshraði gilti þar sem ökumaðurinn var stöðvaður og má hann búast við hárri sekt og ökuleyfissviptingu. Auk hans voru 50 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umferðarátakinu. Lögreglan fylgdist með því hvort ökumenn notuðu öryggis- búnað fyrir börn og reyndist ástandið gott í þeim málum. Einn- ig var fylgst með því hvort farið væri að reglum um ökurita í at- vinnubílum og hleðslu á farmi og reyndist þörf að kæra einn öku- mann vegna ökuritamála. Þá voru númer klippt af þremur óskoðuð- um bifreiðum. Næsta umferðar- átak í Breiðholti Lögreglan ræddi einnig við fjölda ökumanna vegna ökuljósa á bifreiðum þeirra. Í átakinu fékk lögreglan aðstoð frá umferðardeild ríkislögreglustjóra. Lögreglan stendur fyrir næsta umferðarátaki í Breiðholti 3. til 7. nóvember. 50 ökumenn kærðir í umferðarátaki lögreglunnar í Grafarvogi Einn tekinn á 125 km hraða HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness féllst ekki á það með stýrimanni sem var í svonefndum frítúr er fjölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir KE 15 sökk við Noregsstrendur í júní fyrrasumar, að hann ætti rétt til meðallauna næstu tvo mánuðina áður en skipið sökk, heldur bæri honum aðeins kaup- trygging í þann tíma, eða 338 þúsund krónur í stað 2,8 milljóna. Útgerðarfélagið greiddi áhöfn skipsins aflahlut vegna síðustu veiði- ferðarinnar, en um 900 tonn af fryst- um síldarflökum sukku með skipinu. Þá greiddi félagið einnig þeim er voru um borð er skipið strandaði, kaup- tryggingu í einn eða tvo mánuði eftir stöðu viðkomandi, en þeir sem voru í frítúr fengu hins vegar ekki greitt frekar. Því undi stýrimaðurinn ekki og krafðist þess að útgerðarfélagið yrði dæmt til að greiða sér 2,8 millj- ónir króna auk vaxta, en félagið krafðist sýknu af kröfunni. Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að stýrimaðurinn ætti ekki rétt á meðallaunum er mið- uðust við aflahlut síðustu mánaða þar sem ófyrirsjáanleg atvik hefðu orðið þess valdandi að útgerð Guðrúnar Gísladóttur var hætt. Var stýrimaðurinn hins vegar tal- inn eiga rétt á kauptryggingu í tvo mánuði. Samkvæmt framlagðri kaup- skrá er mánaðarleg kauptrygging stefnanda 153.580 krónur auk orlofs 10,17% eða samtals 169.199 krónur á mánuði. Var útgerðarfélagið því dæmt til að greiða tvöfalda þá fjár- hæð eða 338.398 krónur, auk vaxta. Málskostnaður var felldur niður. Málið dæmdi Gunnar Aðalsteins- son héraðsdómari. Lögmaður stýri- mannsins var Jónas Haraldsson hdl. og lögmaður útgerðarinnar Jóhannes B. Björnsson hdl. Ber aðeins að fá kaup- tryggingu SKINNEY-ÞINGANES hefur sagtupp níu starfsmönnum í frystihúsi á Reyðarfirði, en þeir hafa allir 6 mán- aða uppsagnarfrest. Uppsagnirnar koma til vegna endurskipulagningar að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins. „Það er bara verið að endurskipu- leggja, verið að endurhugsa hlutina,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinganess. Samningur um pökkun í neytenda- umbúðir var ekki framlengdur og því þarf að skipuleggja starfið upp á nýtt. Aðalsteinn segir að þeir sem hafi styttri uppsagnarfrest sleppi væntan- lega við að fá uppsagnarbréf enda vonast til að málin skýrist fljótlega. Að sögn Björns Ármanns Ólafsson- ar, frystihússtjóra, eru fimm af þeim níu sem sagt var upp að komast á eft- irlaunaaldurinn og myndu hvort eð er hætta þegar uppsagnirnar taka gildi. Níu sagt upp á Reyðarfirði BÍLVELTA varð við Kljáfoss í Borg- arfirði um klukkan 9 í gærmorgun. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, missti vald á henni og hafnaði utan vegar. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar í Reykjavík. Þá var ökumaður fólksbifreiðar fluttur til aðhlynningar á Landspítala – háskólasjúkrahús eftir bílveltu á Strandarheiði á Reykjanesbrautinni í gærmorgun. Hann var einn í bifreið- inni og var á leið til Reykjavíkur. Til- drög slyssins eru óljós. Ökumaðurinn var upphaflega fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og þaðan til Reykjavíkur, samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Keflavík. Tveir slasaðir eftir umferð- aróhöpp ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.