Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 23 Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma, langamma og systir, ANNA SIGURVEIG SVEINSDÓTTIR frá Eyvindará, Víðilundi 24, Akureyri, áður Möðruvallastræti 9, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð 17. október, var jarðsett í kyrrþey frá Höfðakapellu mánudaginn 27. október, að ósk hinnar látnu. Þökkum umhyggju og auðsýnda samúð. Svavar Eiríksson, Birna Sigurbjörnsdóttir, Svanur Eiríksson, Erla Hólmsteinsdóttir, Börkur Eiríksson, Karen Eiríksdóttir, Haraldur Helgason, ömmubörn, Einhildur Sveinsdóttir og Unnur Sveinsdóttir. Ástkær systir okkar, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR frá Arnarnesi, Bólstaðarhlíð 45, lést laugardaginn 1. nóvember. Elínborg Gísladóttir, Friðdóra Gísladóttir, Svanfríður Gísladóttir. ✝ Jón VilmundurÓskarsson fædd- ist á Syðra-Krossa- nesi við Eyjafjörð 11. júní 1923. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðný Vil- mundardóttir, f. 2. ágúst 1893, d. 16. desember 1955, og Óskar Þórður Jóns- son, f. 25. nóvember 1895, d. 29. júlí 1941. Systkini Jóns eru Kristján Gunn- ar, f. 1924, og Sigurlaug, f. 1926. Jón Vilmundur kvæntist 25. september 1949 Ólöfu Sveinsdótt- ur, f. 25. janúar 1931 á Akureyri, dóttur Helgu Sigurjónsdóttur, f. 30. júní 1906, og Sveins Svein- björnssonar, f. 9. janúar 1902, sem bjuggu á Akureyri. Börn Jóns Vilmundar og Ólafar eru: 1) Helga Guðný, f. 1949, gift Óskari Karli Guð- mundssyni, f. 1949. Sonur þeirra er Sveinbjörn, f. 1982. 2) Óskar Sveinn, f. 1951, kvæntur Dóru Gísladóttur, f. 1956. Börn þeirra eru Jón Gísli, f. 1980, og Ólöf Heiða, f. 1982. Hennar sonur er Jó- hann Ægir, f. 2000. 3) Sveinbjörn, f. 1956. Jón Vilmundur lærði vélstjórn á Akureyri og í Reykjavík og starfaði lengst af sem vélstjóri hjá Útgerð Valtýs Þorsteinssonar á Akureyri, síðast á Þórði Jón- assyni EA 350. Útför Jóns Vilmundar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Manni verður óneitanlega „tregt tungu að hræra“ eins og Egill Skallagrímsson orti í Sonatorreki, nú þegar afi er dáinn. Þetta var eitthvað svo fjarlæg hugsun í mín- um huga og því komu þessi veik- indi mér algerlega í opna skjöldu. Það er mér samt mikils virði að hafa fengið að heimsækja hann á sjúkrahúsinu, bjartsýnan með bros á vör og án nokkurs kvíða. Það er þessi mynd sem mun lifa í mínum huga um ókomna tíð. Afi var alltaf svo rólegur og af- slappaður, sem gerði nærveru hans alveg einstaklega þægilega. Það var sama hvað maður leitaði til hans með, alltaf gaf hann góð ráð eða leysti málið á eigin spýtur án nokkurs vanda. Hann var líka alltaf svo viljugur að hjálpa manni og virtist hafa áhuga á öllu því sem maður tók sér fyrir hendur. Afi hafði mikinn áhuga á að tala við mig um námið hjá mér og var mjög spenntur þegar ég sagði hon- um frá komandi verkefnum nú á haustdögum. Ég man vel eftir öllum þeim ferðalögum sem ég fór með honum ásamt ömmu á mínum yngri árum, til dæmis ferðina um N-Austur- land fyrir rúmum tíu árum síðan, eða öllum veiðiferðunum í Laxá í Aðaldal. Síðan má ekki gleyma Lundúnaferðinni sem var afskap- lega skemmtileg í alla staði. Afi var afar skemmtilegur ferðafélagi og uppfullur af ýmsum fróðleik um staði og stund. En nú hefur hann kvatt í hinsta sinn með sínu hýra brosi og rjóð- um kinnum. Ég mun minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman með sorg í hjarta. Sveinbjörn Óskarsson. Elsku bróðir minn, frændi okkar og vinur, það er erfitt að kveðja þig því þú ert svo nálægur. Þið voruð svo yndisleg hjón og alltaf til staðar. Ollý okkar og börn eiga erfitt núna, það vitum við og þið munuð ávallt fá hlýjar hugsanir frá okkur. Guðs hús – táknið Akureyrar augljóst merkið ber. Ljósið – orð Guðs ekki setjum undir mæliker. Uppi’ á hæð er heilög Brekkan helgað musterið. Guðs er í Syni sínum sættist manninn við. Kirkjan trúartraustið veitir, trú í gleði og sorg. Fagurt hér er útsýni’ yfir Eyjarfjarðarborg. Tifar klukkan tímans stundir tónar æviskeið. Kristin stund manns, ár og – eilífð. einni tengjast leið. Mestu ævisögu sagða, sjáið myndast hér. Sautján steindir gluggar gefa glögga Kristsmynd þér. Þar við bætast þættir sögu þjóðar kristni tjá. Kaþólsk – lúthersk kynnt er fortíð kom þú inn og sjá. Hörpuskel með skírnar vatni skírnar engill ber. Helgust athöfn undirbúin allt til reiðu hér. Inn í ríki Guðs er gengið, gjöf er náðar best. Síðar staðfest Guðs er gjöfin gæfan er þar mest. „Ó, Guð vors lands“ – sem geisli sólar grunntónn lífsins er. Sálmaskáldið Sigurhæða sannleikann fram ber. Matthíasarkirkja kölluð, kom sú nafngjöf fyrst. Þjóðskáld hinna „háu tóna“ hjá þér – boðar Krist. (Pétur Sigurgeirsson.) Elsku Ollý, Helga Guðný, Óskar Sveinn, Sveinbjörn og fjölskyldur ykkar, innilegar samúðarkveðjur. Vertu sæll, bróðir, frændi og vinur. Sigurlaug systir, börn og fjölskyldur. Við erum búin að ferðast mikið í sumar. Við áttum samt eftir að fara í eina ferð til viðbótar núna í haust, en einhverra hluta vegna vannst ekki tími til þess. Það hafði þó ekkert með veður að gera, því það hefur verið ein- muna blíða undanfarna daga. Veturinn heilsaði okkur, eins og á sumardegi væri, með sunnan þey og hátt í 20 stiga hita. Það var 8. september 2002 sem við fórum með vinum okkar þeim Jóni, Ólöfu og Svenna, í skemmti- lega ferð út á Flateyjardal. Við fórum alveg út að sjó, fengum okk- ur kaffi og dýrindis meðlæti, sát- um úti í náttúrunni og létum fara vel um okkur í góða veðrinu. Gáð- um til berja, komum við í Sælu- húsinu, skrifuðum í gestabókina, hittum fullt af fólki, tókum myndir og spáðum og spekúleruðum í hól- um, hæðum og fjöllunum í kring. Við höfum sagt að það séu forrétt- indi að geta notið náttúrunnar á slíkan hátt. Þegar við komum á Leirurnar stoppuðum við til að kveðja, þá var tekið að kvölda, sól- in baðaði himininn. Það var faðm- ast og kysst, og þakkað fyrir frá- bæra ferð, og ákveðið að láta ekki líða langan tíma til næstu ferðar. Hálfum mánuði seinna fórum við í næstu ferð. Þá fórum við út í Fjörður. Þar er fallegt. Við vorum með sömu góðu ferðafélögunum. Við gengum í fjörunni, renndum fyrir fisk, drukkum kaffið okkar og nutum þess að hlusta á Ólöfu og Jón segja okkur frá staðnum. Við kom- um við á Gili. Það var þá sem við ákváðum að næsta haust skyldum við fara í enn aðra ferð. Og datt okkur þá jafnvel í hug að gaman væri að hafa með sér vel af nesti og gista yfir nótt. Á heimleiðinni keyrðum við veg- inn yfir Vaðlaheiðina, höfðum fal- legt útsýni yfir bæinn okkar, langt inn Eyjafjörð og út fyrir Hrísey. Það var komið að kveðjustund. Því miður varð ekkert af þessari ferð. Jón vinur okkar fór í aðra ferð. Lífið tekur oft óvænta stefnu, sem við sjáum ekki fyrir, en eftir lifa góðar minningar um yndisleg- an mann og traustan vin. Eins og áður sagði, þá eru það að okkar mati forréttindi að geta notið náttúrunnar. Því miður geta það alls ekki allir, oft vegna veik- inda og af ýmsum öðrum ástæðum. Jón vinur okkar var mikið nátt- úrubarn, hann hafði gaman af úti- vist og ekki síst veiðiskap. Hann hugsaði vel um heilsuna, stundaði líkamsrækt og hittum við hann oft á Bjargi, þar sem hann var að æfa með félögum sínum. Hann var mikill snillingur í höndunum og skar út marga fal- lega hluti. Það var svo gaman að koma til hans og sjá hvað hann hafði afrekað. Það var alveg sama hvar við hittumst, alltaf var hann hress og kátur og tók okkur opnum örmum. Já, það eru mikil forréttindi að fá að kynnast manni eins og Jóni Óskarssyni. Kæri vinur, við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Góða ferð. Elsku Ólöf, Svenni, Óskar, Helga og fjölskyldur. Guð veri með ykkur um ókomna framtíð og gefi ykkur styrk. Helga og Helgi. JÓN VILMUNDUR ÓSKARSSON sérstakur í huga og á þakklæti okk- ar fyrir það að létta kærum vini erf- iða raun. Þar vorum við vinirnir þiggjendur og Óli Páll sá sem gaf. Þá gjöf berum við með okkur til framtíðar og munum ætíð minnast góðs vinar með miklu þakklæti og virðingu. Að lokum langar okkur að þakka starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi. Það er þeim og Óla Páli að þakka að það var aðeins fyrsta heimsóknin sem skapaði okkur kvíða. Aðstaðan og starfsfólkið á líknardeildinni er til mikillar fyrir- myndar. Við félagarnir sendum ættingjum Óla Páls okkar innilegustu samúð- arkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Minningin um góðan dreng mun lifa. Þínir vinir, Davíð, Guðmundur, Halldór og Hallmundur. Góður vinur og félagi er fallinn frá. Að okkur sækir hryggð og dep- urð yfir fráfalli Óla en við yljum okkur við margar góðar minningar um gegnheilan og góðan dreng. Óla kynntumst við í gegnum æsku- félaga okkar og varð okkur fljótt ljóst að þar fór yndislegur strákur. Ótal minningar um góðan, ein- lægan og hreinskiptinn vin sitja eft- ir. Skemmtilegar golfferðir og aðrar góðar samverustundir. Óli Páll tal- aði ætíð af ástríðu og þekkingu um sín hugðarefni, hvort sem það var uppáhaldsliðið hans í enska boltan- um eða U2, uppáhaldshljómsveitin hans. Hann sá um að halda úti heimasíðu okkar félaganna þar sem við öttum kappi í léttum getrauna- leik og hann uppfærði af sinni ein- lægni og samviskusemi. Með þessu var hann kjarninn í góðum hópi vina. Við horfum nú á eftir góðum vini í blóma lífsins en eftir sitja margar góðar minningar sem við munum geyma í hjörtum okkar um ókomna tíð. Óli Páll snart strengi í hjörtum okkar allra. Hann gaf öllum styrk og æðruleysi í sínum veikindum. Við munum sakna þín, Óli Páll. Við vottum fjölskyldu, ættingjum og vinum dýpstu samúð okkar. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þínir vinir, Ásgeir Nikulás, Aðalsteinn Gunnlaugsson og Ásgeir Halldórsson. Það er draumur flestra manna þegar æskuárum sleppir að fá að stofna heimili og takast á við lífið á eigin fótum. Það er sorglegt til þess að hugsa að Óli Páll fékk ekki notið þeirrar gæfu. Óli Páll greindist rétt rúmlega tvítugur með þann sjúk- dóm sem nú hefur lagt hann að velli. Kynni okkar Óla Páls hófust á grunnskólaárum og saman gengum við okkar fyrstu skref í framhalds- skóla. Sín bestu ár átti Óli Páll í Verslunarskólanum en þar fékk námið oft að víkja fyrir mikilli þátt- töku í félagslífi. Eftir framhalds- skóla hélt Óli Páll til Kaliforníu til frekara náms en þurfti fljótlega frá að hverfa þegar veikindin gerðu fyrst vart við sig. Eftir að Óli Páll kom heim frá Bandaríkjunum var augljóst að sjúkdómurinn hafði haft mikil áhrif. Hann hóf þó nám í Há- skólanum í Reykjavík og svo virtist sem hann hefði unnið sigur á hinum illvíga sjúkdómi. Fyrir tæpum tveimur árum gerði hann svo aftur vart við sig. Þrátt fyrir að lítil von væri um bata hélt hann ótrauður áfram og hóf á ný hetjulega baráttu rækilega studdur af móður sinni sem ávallt stóð sterk við hlið hans. Elsku Óli Páll minn, dugnaður þinn í gegnum þessi erfiðu ár gerir mig stoltan af að hafa fengið að kynnast þér. Það er gott til þess að vita að nú ertu kominn á betri stað. Þeir fjötrar sem á þig voru lagðir eru eigi lengur fyrir hendi og þið pabbi þinn eruð sameinaðir á ný. Kæra Erla og fjölskylda, megi góður Guð vera með ykkur á þess- um erfiðu tímum og um alla framtíð. Minning um góðan dreng lifir áfram í hjarta okkar. Jón Eðvald Malmquist. Við viljum minnast æskuvinkonu okkar, Ástu Margrétar, sem við vorum svo heppnar að kynnast. Á þessari stundu rifjum við upp margar skemmtilegar stundir sem við áttum í Álakvíslinni. Þar vorum við tíðir gestir og héldum náttfatapartí þar sem við í sakleysi okkar lékum okkur í dúkkó á meðan Kjartan bróðir hennar og Ingi Örn gerðu í því að reyna að trufla okkur og gátum við oft pirrað okkur á því hvað þeir voru rosalega barnalegir. En oftast enduðum við svo öll saman úti í leik. Þó að sambandið hafi ekki verið mikið í seinni tíð þá eigum við marg- ar góðar minningar af henni Ástu ÁSTA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Ásta MargrétMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1978. Hún lést á heimili sínu 23. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 31. október. sem við munum aldrei gleyma. Elsku Björg, Frey- steinn, Þórður og aðrir ástvinir, við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Sjöfn og Dagmar. Við viljum minnast Ástu Margrétar vin- konu okkar með örfá- um orðum. Við kynnt- umst henni þegar hún kom í Bjarkarás fyrir níu árum síðan. Hún var ein af þeim sem strá birtu og yl í kringum sig og mun hláturinn henn- ar lifa áfram í minningu okkar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við sendum Björgu, Freysteini og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðaróskir. Guðrún og Þórhildur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.