Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 29 DAGBÓK H rin gb ro t KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI Í nóvember Upplýsingar og skráning í Skálholtsskóla, sími 486 6670, netfang: skoli@skalholt.is • 7.- 9. Kyrrðardagar tengdir tónlist Leiðsögn: Þorvaldur Halldórsson • 14.-16. Kyrrðardagar tengdir Alpahópum en opnir öllum Leiðsögn: Ragnar Snær Karlsson , sr. Ragnar Gunnarsson • 14.-16. á aðventu Leiðsögn: Karl biskup Sigurbjörnsson. Biðlisti. STJÖRNUSPÁ Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú ert einbeitt/ur, stað- föst/fastur og hörð/harður af þér. Þú munt lenda í spennandi ævintýrum á árinu. Nýtt tímabil er að hefjast í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að byrja vikuna á því að ná samkomulagi um sam- eiginlegar eignir og ábyrgð. Þér mun líða betur þegar það er í höfn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Horfðu gagnrýnum augum á samskipti þín við þína nán- ustu. Það getur verið hollt að spegla sig í sínum nánustu samböndum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Notaðu vikuna til að halda áfram að skipuleggja þig. Þú ert á réttri leið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla sköpunarorku auk þess sem rómantíkin skipar enn stóran sess í lífi þínu. Gefðu þér tíma til að leika þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Fjölskyldan og heimilið krefjast athygli þinnar þessa dagana. Ræddu við þína nán- ustu um það hvernig þið getið skipt með ykkur hlutunum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tunglið er andspænis merk- inu þínu í dag og því ættirðu að byrja vikuna á rólegu nót- unum. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja en segðu sem minnst sjálf/ur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vikan ætti að byrja vel. Þú ert tilbúin/n til að leggja þitt að mörkum til að koma hlut- unum í verk. Reyndu að fá aðra í lið með þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að byrja vikuna á því að íhuga hvernig þú getur bætt útlit þitt og samskipti þín við aðra. Þú hefur mikla hæfileika til sjálfsbreytingar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft á óvenju mikilli hvíld að halda vegna óvissu og breytinga á heimilinu. Mundu að þú getur ekki sinnt þörfum allra í kringum þig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn verður annasamur. Þér gengur vel að telja fólk á þitt band og það ætti að nýt- ast þér hvort sem er í við- skiptum eða kennslu. Gættu þess þó að fara ekki yfir strikið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að sinna banka- og fjármálunum í dag. Kannaðu hvað þú átt og hvað þú skuld- ar. Það er góð byrjun að vita hvar maður stendur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tunglið er í merkinu þínu og það gefur þér svolítið forskot. Áætlanir sem tengjast ferða- lögum, fjölmiðlun, lögfræði og framhaldsmenntun ættu að ganga vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ARNLJÓTUR GELLINI Lausa mjöll á skógi skefur, skyggnist tunglið yfir hlíð; eru á ferli úlfur og refur, örn í furu toppi sefur; nístir kuldi um nætur tíð. Fer í gegnum skóg á skíðum sköruglegur halur einn, skarlats kyrtli sveiptur síðum, sára gyrður þorni fríðum; geislinn hans er gambanteinn. Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið; gríðar stóðið gráa og fljóta greitt má taka og hart til fóta, ef að hafa á það við. Grímur Thomsen LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. október sl. í Há- teigskirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni þau Ragnheiður Vídalín Gísla- dóttir og Hilmir Kolbeins. Heimili þeirra er að Móa- barði 4 í Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Slotskirke í Skand- erborg þau Birgitta Gliese frá Íslandi og Kim Nielsen frá Skanderborg. VÖRNIN vafðist fyrir keppendum Yokohama- mótsins í spili dagsins. Á öllum borðunum sex varð suður sagnhafi í fjórum hjörtum með lauftíunni út og austur þurfti að taka mikilvæga ákvörðun í öðr- um slag: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG1098 ♥ 106 ♦ 64 ♣D876 Austur ♠ D6 ♥ G84 ♦ D1083 ♣ÁK42 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Austur fær fyrsta slaginn á laufkónginn og suður fylgir með smáspili. Hvern- ig myndi lesandinn haga vörninni? Það er freistandi að taka á laufásinn og reyna að gefa makker stungu, og það gerðu keppendur unn- vörpum með slæmum ár- angri. Suður átti Gx í laufi og útspil makkers var frá 109x: Norður ♠ KG1098 ♥ 106 ♦ 64 ♣D876 Vestur Austur ♠ Á7543 ♠ D6 ♥ 75 ♥ G84 ♦ G75 ♦ D1083 ♣1095 ♣ÁK42 Suður ♠ 2 ♥ ÁKD932 ♦ ÁK92 ♣G3 Eina vörnin sem bítur er að skipta strax yfir í tromp. Sagnhafi getur þá ekki nýtt sér laufdrottningu blinds og gefur fjórða slaginn á tígul. Spilið vannst á öllum borðum, sem segir þá sögu að erfitt sé að finna réttu vörnina. Kannski er ástæð- an tvíræðni útspilsins, þar sem tían getur verið hvort heldur frá níunni og lengd, eða hærra spilið af tveimur. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí sl. í Hafn- arfjarðarkirkju af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur þau Lilja María Ólafsson og Torfi Birgir Guðmundsson. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. f4 g6 4. Rf3 Bg7 5. Bb5 Rd4 6. Bc4 e6 7. 0-0 a6 8. Rxd4 cxd4 9. Re2 b5 10. Bb3 Bb7 11. d3 Re7 12. Bd2 Db6 13. Kh1 f5 14. e5 g5 15. De1 gxf4 16. Bxf4 Rg6 17. Bg3 Hg8 18. Hxf5 0-0-0 19. Hg5 Bh6 20. Hg4 Be3 21. c3 h5 22. Rxd4 Bxd4 23. Hxd4 h4 24. Bf2 Staðan kom upp í móti í Íran. Gamil Agamaliev (2.526) hafði svart gegn Morteza Mahjoob (2.408). 24. ... Rf4! 25. Bd5 hvítur yrði mát eftir 25. Hc4+ bxc4 26. Bxb6 Bxg2 27. Kg1 Rh3#. Í framhaldinu tapar hvítur skiptamun án bóta en engu að síð- ur hélt hann til- gangslausri baráttu sinni í tugi leikja. 25. ... Bxd5 26. Hxd5 Db7 27. Hc5+ Kb8 28. De4 Rxd3! 29. Dxb7+ Kxb7 30. Bd4 Hg4 31. h3 He4 32. a4 Rxc5 33. Bxc5 bxa4 34. Bd4 d6 35. exd6 Hxd6 36. Hxa4 e5 37. Hb4+ Kc6 38. Hb6+ Kc7 39. Hxd6 Kxd6 40. Bb6 He2 41. b4 Hc2 42. Kg1 Hxc3 43. Kf2 Kd5 44. Bd8 Hc4 45. Be7 Ke6 og hvítur gafst upp saddur lífdaga. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Ljósmyndastofa Erlings Motiv-Mynd, Jón Svavarsson Lis Stougaard Portrætfoto BRÚÐKAUP. Hinn 28. júní sl. voru gefin saman í hjóna- band þau Gudrun Lisa Vokes og Ludney Davide Pierre, af sr. Gunnari Björnssyni í Selfosskirkju. Heimili þeirra er í Stam- ford, Connecticut í Banda- ríkjunum. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 Því miður verð ég nokkra mánuði of seinn með rúnnstykkin… „ÉG er búinn að veiða um 130 minka á þessu svæði á árinu en það er svona í heildina svipað og á síðasta ári“ segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Kaldrana- neshreppi, en svæðið sem hann stundar minkaveiðar á nær frá Broddanesi í Kollafirði norður í Kaldbaksvík. Guðbrandur segir það nokkuð sérstakt að í Kollafirði þar sem lítið hefur verið um mink síð- ustu ár sé honum að fjölga mikið. „Ég hef í sjálfu sér ekki skýringu á því en sóknin er svipuð og áður. Sú breyting sem ég hef tekið eftir und- anfarin ár er að minkurinn heldur sig meira hátt upp til fjalla og lifir þar á fugli. Þá er hann mikið í nánd við fiskivötn á heiðum uppi og nær sér þar í fæðu. Þetta finnst mér vera vaxandi háttsemi hjá honum.“ Guðbrandur hefur í tugi ára stundað minkaveiðar og er þaul- vanur fjallagarpur og hraustmenni. Lengst af hefur hann stundað veiðar í sinni heimasveit, Kaldrananes- hreppi. Við veiðar fylgja honum hundar sem hann hefur alið upp til minkaveiða. „Nefið á manni er svo lélegt að maður er illa settur ef ekki væru hundarnir,“ segir Guðbrandur sem veiðir í gildrur á vorin og haust- in og telur að leggja þurfi meiri áherslu á gildrurnar við minka- veiðar. Ströndum. Morgunblaðið. Mink fjölgar á Ströndum FRÉTTIR/ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.