Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þegar þú ferðast ferðastu þá með AVIS Verð pr. dag kr. 2.900 M.v. lágmarksleigu 7 daga Opel Corsa eða sambærilegur Við gerum betur AVIS Sími 591 4000 www.avis.is Ítalía STUNDUM verður rýnirinn meira en lítið hissa er hann lítur at- hugasemdir um skrif sín. Þannig vissi ég ekki á mig veðrið er ég las greinarkorn Guðrúnar Jóns- dóttur arkitekts „Viðurkenning- ingin sem gleymdist í blaðinu 30. októ- ber. Hafði það á tilfinningunni eft- ir lestur hennar að sú góða kona hefði frekar fengið ávæning af rit- smíð minni um Guðmundu Andrés- dóttur í gegnum síma eða yfir kaffi- bolla en lesið hana sjálf, og ef svo hefur hún gert það í meira lagi grunnfærnislega. Ég á nokkur en þó ekkert svo stórt stækkunargler að ég komi auga á það í grein minni að ég haldi þar fram að Guðmundu hafi ekki verið sýndur neinn tiltakanlegur sómi í lifanda lífi og ég gat yfirlits- sýningar hennar í vestri sal Kjar- valsstaða 1990 sérstaklega í lokin. Þar að auki geri ég ekki ráð fyrir að aðrir hafi á sínum tíma skrifað ít- arlegar um þann eftirminnilega við- burð, mærði raunar framkvæmdina í bak og fyrir. Orðrétt stendur í grein minni, „Þó til umhugsunar að á þeim rúma ára- tug sem Gumunda átti ólifaðan (eftir nefnda sýningu) var henni að ég best veit ekki sýndur neinn tiltakanlegur sómi af hinu opinbera og hún með öllu óþekkt utan landsteinanna.“ Hér greinir okkur Guðrúnu ein- faldlega á um hvað tiltakanlegur sómi af hinu opinbera sé í eðli sínu. Sjálfum fannst mér til að mynda engin tiltakanlegur sómi að vera út- nefndur borgarlistamaður á sínum tíma, fá um leið starfslaun til eins árs á lægstu byrjunarlaunum fram- haldsskólakennara, hrapa niður um fimm launaflokka og þurfa að leggja enn meira á mig sem einstæður fjöl- skyldufaðir til að ná endum saman í fjármálum. Var annar í röðinni sem hlotnaðist heiðurinn, fékk raunar til- tal fyrir að sækja ekki um árið áður og viðkomandi aðilar sáu um að ég gleymdi því ekki árið eftir. Hef aldr- ei sóst eftir slíkum „tiltakanlegum sóma, stríðir á móti listamannsstolti mínu að vera settur í bás með byrj- endum og öryrkjum. Þá tel litla nær- ingu í heiðri og viðurkenningu nema fylgi að geta helgað sig list sinni ótruflaður af brauðstriti. Aldrei hefði mér dottið í hug að láta það frá mér fara, að á öllum listamannferli sínum sem spannaði 60 ár hefði Guðmundu ekki verið sýndur neinn tiltakanlegur sómi. Hún var til að mynda í efri flokki listamannalauna og kannski fékk hún fleiri viðurkenningar. Hugðist kanna það ítarlega en fann ekki skrána frá sýningunni 1990, hún ekki heldur til að Kjarvalsstöðum og Guðmundu að engu getið í síðustu og næstsíðustu útgáfu Íslenzkra sam- tíðarmanna, eða öðrum heimildum sem ég hef milli handanna. Að lokum er ekki úr vegi að vísa til og minna á að heil fimm ár liðu frá nefndri sýn- ingu þar til Guðmunda var útefndur borgarlistamaður svo ekki voru menn hér tiltakanlega snöggir. Fleiri orð óþörf hér um. Engu gleymt Orð til Guðrúnar Jónsdóttur Bragi Ásgeirsson Bragi Ásgeirsson MEÐAL þess sem rætt varum á nýafstöðnu Hugvís-indaþingi var siðfræði viðvarðveislu, rannsóknir og útgáfu persónulegra heimilda, auk þess sem fjallað var um ævisögur skrifaðar í óþökk söguhetjunnar eða aðstandenda hennar, enda hvor tveggja málefni sem hafa verið áber- andi í umræðunni að undanförnu. Í erindi sem Guðni Th. Jóhannesson flutti á föstudaginn var rakti hann kosti og galla þess að skrifa ævisögur annars vegar í þökk og hins vegar í óþökk söguhetjunnar eða ættingja hennar. Guðni benti á að skilgreiningin um það hvort ævisaga sé í þökk eða óþökk einhvers hvíli í raun í höndum viðfangsefnisins sjálfs. Þótt bók sé skrifuð án samþykkis viðfangsefnis- ins þýðir það ekki endilega að hún sé í óþökk viðkomandi. Auk þess geta ævisagnaritarar hafið vinnuna í þökk viðkomandi en endað á að skrifa í óþökk hans. Sem dæmi um þetta nefndi Guðni bók Johns Cornwells um Píus XII páfa. Þegar Cornwell hóf rannsóknarvinnuna var það með sam- þykki Páfagarðs en síðan taldi hann sig komast að hlutum um páfann sem hann varð að segja frá sem ekki féllu Páfagarði í geð. Cornwell valdi hins vegar að sýna fremur fræðigrein sinni trúnað en viðfangsefninu. Sannleiksleit og virðing þarf að vera í fyrirrúmi Meðal helstu kosta umbeðinna ævi- sagna taldi Guðni tvímælalaust návíg- ið við söguhetjuna sem fæst, aðgang- ur að skjalasafni og bréfum. Ekkert skrýtið væri við það að fjölskylda ein- staklings, sem verið væri að skrifa um í óþökk, vildi ekki leggja þeim ævi- sagnaritara lið enda engin kvöð um slíkt. Guðni taldi hverfandi líkur á því að ævisaga sem skrifuð væri í þökk einhvers raskaði ró viðkomandi eða fjölskyldu hans, þótt ekki væri útilok- að að hún gæti raskað ró annarra. Helsti galli þess að skrifa bók í þökk einhvers fælist í hættunni á því að skrásetjari tengdist viðfangsefni sínu of sterkum böndum og hefði ekki lengur algjört frelsi til skrifta þar sem honum fyndist hann á einhvern hátt skuldbundinn viðfangsefni sínu. Meginkosti þess að skrifa ævisögu í óþökk taldi Guðni m.a. vera að afar ólíklegt væri að slík bók yrði líkt og löng minningargrein sem mærði við- fangsefnið, helsti gallinn væri hins vegar skertur aðgangur að heimild- um. Meginniðurstaðan í erindi Guðna var sú að skipting ævisagna eftir því hvort þær væru skrifaðar í þökk eða óþökk viðfangsefnisins væri í raun óheppileg og ófullnægjandi, því við mat á ævisögum væri mun mikilvæg- ara að meta hvort skrásetjarinn hefði hreinskilni og sannleiksleit að leiðar- ljósi, auk þess að bera virðingu fyrir viðfangsefni sínu. En eins og Guðni benti á einskorðast skortur á sann- leiksleit ekki bara við verk sem skrif- uð eru í óþökk einstaklings. Á málstofunni Brenndu bréfið!, sem fram fór á laugardaginn, voru fjórir frummælendur. Í máli Helgu Kress, sem var fundarstjóri fyrri hluta málstofunnar, kom fram að hug- myndin að málstofunni hefði kviknað á síðasta Hugvísindaþingi fyrir tveim- ur árum í tengslum við aukna rann- sókn og útgáfu bréfa Vesturfara, en það voru þau Helga og Úlfar Braga- son sem stóðu fyrir þeirri málstofu á sínum tíma. Í erindi sínu fjallaði Úlfar einmitt um rannsóknir sínar á bréfum Vesturfarans Jóns Halldórssonar, en Úlfar vinnur um þessar mundir að út- gáfu valinna bréfa Jóns. Að sögn Úlfars er það langt um lið- ið síðan Jón og bréfavinir hans féllu frá, auk þess sem ekkert sé í bréf- unum sem meitt gæti minningu þeirra, að það geti varla talist siðferði- leg spurning heldur fremur fræðileg hvort eftirlátin bréf Jóns séu notuð sem heimild. Heimildarþátturinn er einmitt mikilvægt atriði því lestur Ameríkubréfa er að mati margra fræðimanna beinasta leiðin til að hlýða á innflytjendur, sem ekki eru lengur í tölu lifenda, lýsa lífsreynslu sinni og hvernig sú reynsla hafði áhrif á þá. Þannig getur lestur einkaskrifa hjálpað nútímafólki til að skilja sögu- leg tímabil. Jón Karl Helgason fjallaði um orð- ræðu ástarbréfa út frá vinnu sinni með bréf sem gengu milli langömmu hans og langafa í tilhugalífi þeirra. Hann lýsti því hvernig hann vann út- varpsþátt upp úr bréfunum og síðar bókina Næturgalann sem út kom 1998. Meginniðurstaða Jóns varðandi vinnu fræðimanna með persónulegar heimildir laut að því að framkoma fræðimannsins og meðhöndlun á efni- viðnum segði meira um fræðimann- inn sjálfan en viðfangsefnið. Jón lagði áherslu á gildi tímans í tengslum við vinnu með heimildir, því með tíman- um væri sífellt minni hætta á að heim- ildir gætu sært eftirlifendur. Hann lagði einnig mikla áherslu á mikilvægi þess að persónulegar heimildir varð- veittust þar sem þær veittu oft allt aðra sýn en opinberar heimildir. Erindi sitt nefndi Helga „Maður lætur ekki hvern sem er lesa dagbók sína“ og þar fjallaði hún um persónu- legar heimildir við rannsóknir á ævi og sögu kvenna. Hún velti upp þeirri spurningu hvort konur væru gjarnari á að eyða eða vilja láta eyða persónu- legum skjölum á borð við bréf sín og dagbækur. Hún benti auk þess á að í flestum útgáfum þeirra bréfa og dag- bóka sem hún hefði verið að rannsaka væri lítið sem ekkert rætt um sið- ferðileg álitamál varðandi útgáfuna sjálfa. Sigurður Líndal gerði persónu- vernd látinna manna að umtalsefni í erindi sínu og vék síðan að þeim gögn- um sem einstaklingar afhenda söfn- um. Í máli hans kom fram að gögn sem afhent eru safni til eignar eða varðveislu án sérstakra kvaða séu að- gengileg öllum til birtingar eða rann- sókna innan þeirra marka sem höf- undarlög setja. Í umræðum sem fram fóru að loknu erindi Sigurðar varpaði Halldór Guðmundsson fram þeirri spurningu hvort afhending gagna til safns jafngilti birtingu. Sigurður svaraði því til að hann hefði sjálfur hnotið um þetta atriði í lögfræðiáliti Erlu S. Árnadóttur lögmanns sem unnið var að beiðni Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns og birtist í Morgunblaðinu sl. föstudag. Sigurður benti á að samkvæmt 2. grein höfundarlaga frá árinu 1972 teldist verk gefið út „þegar eintök af því eru með réttri heimild og í álits- verðum fjölda boðin opinberlega til sölu, láns eða leigu eða þeim er dreift til almennings með öðrum hætti“ og verk teldist birt „þegar það er með réttri heimild flutt eða sýnt opinber- lega eða eintök af því hafa verið gefin út, eins og segir í 2. mgr.“ Sigurður benti á að auðvitað mætti deila um það hvað það merkti að sýna opinber- lega, en taldi hæpið að það jafngilti birtingu þótt verk væri lagt fram í bóka- eða skjalasafni þar sem allir mættu skoða það. Mikilvægt að traust ríki Í framhaldinu spratt upp umræða um hvenær fræðimönnum væri heim- ilt að vitna til verka. Hefð er fyrir því að hver sem er megi vitna í áður birt verk, en ætli einhver að vitna til óbirtra verka beri að leita samþykkis höfundar eða þeirra sem fara með höfundarréttinn, s.s. eftirlifandi ætt- ingja. Þannig benti Halldór t.d. á að á Landsbókasafninu væri að finna tvö handrit sem Halldór Laxness hefði aldrei hugsað til útgáfu og tæplega væri hægt að líta á þau sem útkomin verk þótt þau væru geymd á opinberu safni. Í pallborðsumræðum sem Jón Ólafsson stýrði tóku þátt Erla Hulda Halldórsdóttir, Salvör Nordal, Þór Whitehead og Halldór Guðmundsson. Í umræðunni um nálgun fræðimanna á persónulegum heimildum voru allir á einu máli um að meginatriðið væri að nálgast heimildirnar af heiðarleika og vandvirkni. Þannig lagði Halldór áherslu á að smekkvísi viðkomandi fræðimanns og mat hans á því hvað beinlínis ætti erindi í t.d. ævisögu, virðing hans fyrir viðfangsefninu og sanngirni væru lykilatriði í allri með- höndlun fræðimanna á heimildum. Þór benti á að ákveðinn klofningur virtist lengi hafa einkennt hina ís- lensku þjóðarsál, þar sem oft væri ráðist harkalega að fólki í lifanda lífi á meðan gagnrýni á látinn mann teldist óviðeigandi. Hann benti á að hefðin í Bretlandi væri sú að þar væri fjallað um fólk á sama hátt hvort sem það væri lífs eða liðið. Þór taldi ýmis merki þess að sú hefð væri einnig að ryðja sér til rúms hér á landi og sagð- ist ánægður með að vonandi væri að koma fram ný tegund ævisagna á Ís- landi, hin gagnrýna ævisaga. Í máli bæði Salvarar og Erlu kom fram að þær sæju ekki ástæðu til að óttast hina gagnrýnu ævisögu ef hún væri unnin af virðingu og sanngirni. Í máli Erlu kom fram að bréf og dagbækur eru nauðsynlegar og ein- stakar heimildir til þess að varpa ljósi á horfinn heim og tíma. Hún lagði áherslu á að varla væri hægt að skrifa ævisögu án þess að særa einhvern og því væri alltaf spurning hvort það væri þess virði, væri eitthvað í við- komandi bréfum og dagbókum sem skipti sköpum í lýsingu á viðkomandi einstaklingi og varpaði nauðsynlegri sýn á æviþátt hans. Erla benti á að fólk hefði afar mismunandi hugmynd- ir um hvað teldist einkamál og eins hvað ylli hneykslun. Þátttakendur voru á einu máli um að mikilvægt væri að fólk færi ekki í stórum stíl að brenna verðmætar heimildir, sem væru oft besti spegill á liðinn tíma. Til að koma í veg fyrir það væri hins veg- ar mikilvægt að ákveðið traust ríkti milli fræðimanna, viðfangsefnis þeirra og lesenda. Brenndu bréfið! Á Hugvísindaþingi sem fram fór um helgina kenndi margra grasa. Meðal þess sem rætt var um voru ævisögur og siðfræði við varð- veislu, rannsóknir og útgáfu persónulegra heimilda. Silja Björk Huldudóttir hlýddi á fróðleg erindi og fjörlegar pallborðs- umræður. Morgunblaðið/Árni Torfason Pallborðið: Jón Ólafsson, Halldór Guðmundsson, Þór Whitehead, Salvör Nordal og Erla Hulda Halldórsdóttir. silja@mbl.is Rottuholan nefn- ist fyrsta skáld- saga Björns Þor- lákssonar. Björn sendir lesandann í sálfræðilega spennuferð með Jens Blórdal, starfsmanni í vetnisverksmiðju, sem sér drauga í hverju horni. Hann virðist ekki hafa neitt hlutverk í lífinu og er í sífelldri leit að fortíð sinni, sérstaklega móður sinni, sem hann kynntist aldrei. „Hröð at- burðarás einkennir þessa mein- fyndnu sögu sem lætur engan ósnortinn. Hún er öðruvísi ást- arsaga. Kímnigáfan er þó aldrei fjarri enda ekkert svo sárgrætilegt í tilverunni að ekki megi brosa að því á góðum degi,“ segir í frétt frá út- gefanda. Höfundur er fréttamaður á Rík- isútvarpinu, en hann hefur áður gefið út smásagnasafnið Við. Útgefandi er bókaútgáfan Tindur. Bókin er 150 bls. Kápuhönnun: Sumarliði E. Daðason. Verð: 3.880 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.