Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 33 KRINGLAN Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i.10 ÁLFABAKKI Kl. 3.40 og 5.50. ÁLFABAKKI kl. 8 og 10.10. KEFLAVÍK kl. 10.15. KEFLAVÍK kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Heimsfrumsýning 5. nóv. Helen Mirren og Julie Walters fara á kostum í nýrri og bráðskemmtilegri breskri gamanmynd í anda „Full Monty“. Mynd sem kemur skemmtilega á óvart enda ein stærsta mynd ársins í Bretlandi.EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. Beint á toppinn í USA Ævintýraleg spenna, grín og hasar ROGER EBERT Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni. Frábær rómantísk gamanmynd sem bragð er að.  SG DV „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl. tal. KRINGLAN kl. 6. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 6. Ísl. tal. Frábær teiknimynd byggð á sígildu þjóðsögu um Tristan og Ísold. r r t i i í il j ri t Í l . ÍSLENSKT TAL Miðave rð 500 kr. The Rundown er mikil rússíbanareið og hún nær þeim ævintýrablæ og húmor sem einkennir m.a. Indiana Jones myndirnar. H.K. DV. KVIKMYNDIR.IS ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Á NÝJASTA diski Bang gang, Something Wrong, er margt rétt og fátt rangt. Hér er borið á borð hæg- látt og draumkennt popp, með vandlega uppbyggðum mel- ódískum laglínum og blandað saman tölvugræjum og líf- rænni hljóðfærum á afar fínan hátt. Taktforritun og trommuleikur er hugmyndaríkur, hljómborðsslaufur smekklegar og gít- arlínurnar tvinnast með í ákaflega farsælli harmóníu. Raddútsetningar eru mjúkar og stundum hálf-loft- kenndar, einkum í þeim lögum sem Barði Jóhannsson, aðalmaðurinn á bakvið sveitina, syngur sjálfur. Hann fær einnig til liðs við sig ýmsa söngv- ara, m.a. Ester Casey sem hann hefur unnið mikið með, sem gerir yfirbragð plötunnar fjölbreyttara. Hér er sung- ið um söknuð, fjarvist, það sem er horfið og það sem var, litið til stjarna og tungls á næturhimninum – ná- kvæmlega rétta hráefnið í róman- tískt, tregablandið draumpopp. Hljómurinn er fágaður en ekki of fægður, unnið með andstæðu pólana grófleika og fágun, undiröldu og hreinleika sem maður finnur t.d. hjá Tricky og St. Etienne þótt Barði fari reyndar sjaldnast út á ystu brúnir. Upphafslagið „Inside“ er róleg og tregafull ballaða sem söngkonan Est- er flytur af tilfinningu án þess að grípa til einhverra flugeldasýninga. Taktforritunin er örlítið gróf og risp- uð sem passar vel á móti fínlegum fiðlum og hljómborðshljómurinn er sérstaklega sjarmerandi, mjúkur og gamaldags. Lagið bylgjast hægt áfram og undiraldan þyngist þegar á líður og lyftist upp í lokin með stórum fiðlusveipum og „grand“ hljómi. Í „Follow“ eru áhrif franskrar popp- fágunar sterk, kannski er það and- rúmsloftið og hljóðendurkastið, vídd- in og sveimið sem fela í sér líkindin við hina frönsku Loftbræður. Furðuhljóð og bjögun meðfram brjóta síðan upp lagið hér og þar. Í titillaginu „Some- thing Wrong“ suða grófar bylgjur undir niðri og engilblíðar raddir hljóma yfir – blanda af hrjúfu og blíðu með gegnumgangandi, áleitnum takti (manni dettur í hug Massive Attack), og raddhvíslið og kirkjuorgelið gefur annarlega vídd. Af mörgum góðum lögum á diskn- um finnst mér þó „It’s Alright“ tróna hæst, kassagítarballaða sem Barði syngur, með fallegu viðlagi og milli- kafla engu síðri, hæðir og lægðir lags- ins í hárréttum áherslum og stefið „if I were in your arms and you were in my arms“ verður afar ljúfsárt – óskiljanlegt að þessi maður skyrpi í sjónvarpsútsendingu! Þessar mjúku, feitu rhódes-orgelnótur eru líka dásamlegar, rétt koma inn annað veif- ið og kalla á meira. Ég er þó ekki viss um nema að lagið „Find What You Get“ sé næstum betra, og má kalla það „stuðlag“ disksins, þótt á yfirveg- aðan hátt sé (engar örgeðja „yeah“ upphrópanir hér). Bassalínan er sér- lega flott og skapar þéttan og gríp- andi takt. Gestasöngvarinn Daníel Ágúst fer á kostum í raddkúnstum í „In The Morning“ og gerir úr laginu klofinn dúett og má vart sjá hvar til- gerðin endar og snilldin byrjar – gam- an líka að djúpum bassalínunum og titrandi gítar. Þetta lag sýnir vel hvernig hugsað er um smáatriðin án þess að fægja laglínuna til dauðs. Eina lagið sem fór í taugarnar á mér er sálarsöngurinn „Contradic- tion“ sem söngkonan Nicolette syng- ur með kumri og titringi í hverju at- kvæði og endurtekur titil lagsins æ ofan í æ, í lagi sem býr ekki yfir nein- um sérstökum andstæðum heldur líð- ur frekar fyrirsjáanlega áfram. Og þótt útgáfa Barða á „Stop In The Name Of Love“ eftir Holland/Hozier sé ágæt þá er því ekki lyft upp á nýtt plan eða umbreytt á nokkurn hátt. Heildarsvipurinn er samt mjög sterk- ur, þetta er vel uppbyggt og útfært melódískt popp og víða afar fallegt. Greinilega verk manns sem hefur skýra mynd af því sem hann vill skapa. Tónlist Flestallt rétt Something Wrong Bang Gang Bang ehf. Lög og textar eftir Barða Jóhannsson, sem sér að mestu um hljóðfæraleik og söng auk söngvaranna Ester Talíu Casey, Phoebe Tolmer, Keren Ann, Daníels Ágústs og Nicolette Suwoton. Af öðrum má nefna Daða Birgisson, hljómborð og Rhodes, Arnar Þór Gíslason, trommur og Jóhann Hjörleifsson, áslátt. Nokkrar stúlkur úr skólakór Kársness syngja í einu lagi og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sá um strengjaútsetningar í þremur lög- um Að mestu hljóðritað í Bang stúdíó af Barða Jóhannssyni. Hljóðblöndun: Steph- ane Briat í stúdíó Davout, París, o.fl. Steinunn Haraldsdóttir Something Wrong inniheldur „vel uppbyggt og útfært melódískt popp og víða afar fallegt“. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.