Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 9 LAGERHREINSUN VEGNA FLUTNINGS OPIÐ 1-8. NÓVEMBER KL. 12.00-18.00 FRÁBÆR BARNAFÖT Á ÓTRÚLEGU VERÐI NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP FYRIR JÓLIN LAGERHREINSUN Laugavegi 56, sími 552 2201 P.S. Ný og glæsileg verslun á Laugavegi 51. Nýjar flíspeysur Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Jólalínan frá Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. NÝ SENDING Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Buxur Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Bróderuð,damask og mislit Vandið valið Vöggusett og barnasett í úrvali Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband BRESKI hagfræðingurinn og há- skólakennarinn John Kay mun fjalla um einkarekstur í heil- brigðis- og menntamálum í Nor- ræna húsinu klukkan tólf í dag. Kay ætlar meðal annars að fjalla um hvernig markaðs- lögmálin virka á þessum sviðum og hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til þess að kostir sam- keppninnar virki. Ætlar hann að velta fyrir sér hvað þeir sem móta stefnu á Íslandi um hlut einkarekstrar í heilbrigðis- og menntakerfi geti lært af reynslu Breta og hvort rannsóknir séu til um að það hafi skilað auknum gæðum og/eða lægri kostnaði. Segir hann frá reynslu Breta og hvað Íslendingar geti lært af henni. John Kay hefur gegnt prófess- orsstöðu í hagfræði við London School of Economics í London og London Business School. Þá hefur hann verið prófessor í stjórnun við Oxford University. Fyrirlesturinn er á vegum stofnunar sjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. Að lokinni framsögu munu Ásta Möller varaþingmaður og Jón Torfi Jónasson prófessor skiptast á skoðunum við Kay og fund- armenn. Erindi um einka- rekstur í opinberri þjónustu Morgunblaðið/Árni Sæberg RANNSÓKNASTOFNUN bygg- ingariðnaðarins opnaði svokallað öndvegissetur á föstudag, en það er markaðsátak á íslensku hugviti og þekkingu tengdri steinsteypu hjá stofnuninni, ætlað erlendum markaði. Stofnunin er með þessu að leita eftir að taka að sér enn fleiri þjón- ustuverkefni fyrir iðnaðinn þar sem iðnaðurinn kaupir þjónustu af rannsóknaraðila til að leysa sín vandamál, segir dr. Ólafur H. Wallevik, deildarstjóri hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins. „Við erum að flytja út hugvit okkar, við teljum að við eigum sérstakan mannauð á þessari stofnun. Við vitum ekki til þess að neinn sé eins framarlega og við á þessu sviði, flotfræði sements- bundinna efna,“ segir Ólafur. Steinsteypunni hefur alltaf fylgt það vandamál að þurft hefur að blanda hana vatni umfram það sem þarf til að efnahvörf verði til þess að koma henni í steypumótin og fá viðunandi þjöppun. Undan- farið hafa orðið miklar framfarir í notkun þjálniefna sem auka þjálni steypunnar án þess að gera hana verri, og þar stendur Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins mjög framarlega í heiminum, segir Ólafur. „Við höfum algera sérstöðu í virkni íblöndunarefna og þar af leiðir hafa öll stærstu fyrirtæki heims notað okkur.“ Í þessum fræðum eru tvö fyrirtæki lang- stærst í heiminum, Masterbuild- ers frá Þýskalandi og Grace frá Bandaríkjunum, og hafa þau bæði notað þjónustu Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins, segir Ólafur. Markaðssetja íslenska þekkingu á steinsteypu erlendis Frá opnun öndvegissetursins í Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Höfum þekkingu á heimsmælikvarða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.