Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 27 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM VERSLUN • VERKSTÆ‹I Radíófljónusta Sigga Har›ar Handfrjáls búna›ur Miki› úrval Vertu me› bá›ar hendur á st‡ri w w w .d es ig n. is © 20 03 MÓTMÆLI vegna tillögu að skipu- lagi Lundar og tengingu Hafnafjarð- arvegar, Nýbýlavegar og Skelja- brekku auk breytingar á aðal- skipulagi, svæðisskipulagi og deili- skipulagi, samkv. auglýsingu 21. september 2003 í Morgunblaðinu. Lundarsvæðið er einn eftirsóttasti byggingarreitur á höfuðborgarsvæð- inu og því er það öllum kappsmál að það verði skipulagt í sátt við sitt nán- asta umhverfi og velferð íbúanna á svæðinu verði höfð að leiðarljósi. Við undirrituð sjáum ekki þetta leiðarljós í framkomnu skipulagi og mótmælum því eindregið Við erum íbúar í Birkigrund í Kópavogi og höfum búið hér í fjölda ára. Hér er gott að búa okkur hefur liðið vel hér og ekki hefur það skemmt fyrir að hafa Lund sem nágranna, þar til fyrir nokkrum árum að búskapur lagðist af og hús og umhverfi fór að drabbast niður. Það bætti ekki úr skák þegar litboltavöllur tók til starfa á svæðinu. Á þessum síðustu árum hefur oft verið reynt að hlera hvað Kópavogsbær ætli að gera við Lund- arsvæðið, ýmislegt hefur heyrst og alltaf hafa það verið hugmyndir sem hafa komið frá lóðarhöfum. Þessar hugmyndir hafa aldrei verið kynntar nágrönnum og höfum við því aldrei fengið að skoða þær gaumgæfilega og því síður að koma með álit okkar á þeim. Hér er t.d. haft í huga, hug- myndin af svokölluðum Þekkingar- garði. Það sem vekur furðu okkar er af hverju Kópavogsbær hafi ekki leyst til sín þetta land eins og öll önn- ur erfðafestulönd inn eftir dalnum? og skipulagt? sjálfir. Þetta er erfða- festuland sem var úthlutað á sínum tíma með þeim ákvæðum að þar færi fram ræktun á landinu og eða búskap- ur, en hvorugt á sér stað lengur á Lundi. Eins og fram hefur komið hefur okkur liðið vel hér og viljum hvergi annars staðar búa en þegar risin verða átta stórhýsi alveg ofan í okkur, verður viðhorfið annað? Vilja aðrir búa hér? Hvernig mun okkur ganga að selja? Mun húseignin falla í verði? Hver borgar þann mismun? Við? Bæjaryfirvöld? Það sem við vitum fyrir víst ef af þessum framkvæmdum verður er að útsýnið skerðist, sólar nýtur ekki eins lengi, umferð og mengun stóreykst. Skólamálum verður stefnt í uppnám og ekki er séð fyrir heilsugæslu á svæðinu. Það sem við vitum ekki fyrir víst og höfum ekki fengið svör við, er hvernig vindar munu blása um þessi háhýsi og breyta jafnvel veðurfari í nærliggjandi hverfum. Við viljum trúa því að skipulags- yfirvöldum í Kópavogi takist að leysa þetta svo flestir verði ánægðir og þeim verði sómi af. Hvað um sam- keppni um skipulag? Við viljum líka trúa því að lýðræðiskosnum fulltrúum sé betur treystandi til að skapa okkur mannvænt umhverfi en svokölluðum „eignarhaldsaðilum“ svæðisins sem hafa arðsemina í fyrirrúmi. ÓLAFUR G.E. SÆMUNDSEN, GUÐRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Birkigrund 13, Kópavogi. Sól í Fossvogsdalnum – betri Lund Frá Ólafi G.E. Sæmundsen og Guðríði Þorsteinsdóttur ÍBÚÐAEIGENDUR við Grettisgötu austan Snorrabrautar (nr. 90–98) komu saman til fundar hinn 8. októ- ber til að samræma og ganga frá orðalagi á mótmælum íbúanna vegna áforma um að reisa íbúðar- og versl- unarhúsnæði á lóðinni Snorrabraut 37 og meðfram Njálsgötu austan Snorrabrautar. Allir sem mættir voru létu í ljósi óánægju vegna framkom- inna hugmynda og voru hneykslaðir á því að langt skuli vera komið undir- búningsvinnu og á öllu sá svipur að næst megi kalla til vinnuvélar. Útlits- teikningar lágu frammi á fundinum og því hægara um vik fyrir viðstadda að mynda sér markvissa skoðun á hinum kynntu fyrirætlunum. Þótt mótmæli væru almenn eru áherslur nokkuð mismunandi, allt frá því að vilja varðveita bíóhúsið, leikvöll og gæsluvöll, sem sagt óbreytt ástand, og til þess að fallist verði á nýbygg- ingar á umræddu svæði ef komið verði til móts við kröfur íbúa sem fyr- ir eru um breytingar sem geri fram- kvæmdir þessar þolanlegri fyrir þá sem verða fyrir tilfinnanlegu óhag- ræði vegna þeirra, en það á við um fjölda fólks við Grettisgötu, Snorra- braut auk íbúa í Norðurmýri yfirleitt. Athugasemdir vegna Snorrabrautar 37 Þegar skoðaður er uppdráttur að fyrirhugaðri byggingu á lóð Austur- bæjarbíós er manni þegar í stað ljóst að hún ber umhverfi sitt ofurliði. Gott jafnvægi einkennir götumynd Snorrabrautar frá Miklubraut og norðurúr, ekkert á þeirri leið kemur flatt upp á mann, hverfið er gróið og ekki til þess fallið að taka við ofvöxn- um stórbyggingum. Hús í þeirri stærð sem menn láta sig dreyma um á þessum stað mun varpa löngum skuggum á nærliggjandi byggð og fækka stórlega sólskinsstundum þeirra sem nú eru búsettir á svæðinu. Í Austurbæjarbíói hafa farið fram kvikmyndasýningar áratugum saman en einnig hafa tónlistarmenn átt þar athvarf og margir stórfrægir stigið þar á fjalirnar; enn er að minnast leik- sýninga sem hafa hrifið þar þúsundir. Meirihluti Reykvíkinga hefur ein- hverntíma lagt leið sína í Austurbæj- arbíó og átt þar gleðistund. Útlit hússins er sérstakt og mun það vera talsvert mikið áhugavert byggingar- sögulega séð og það fellur prýðilega að ríkjandi götumynd. Mörgum þykir sem Austurbæjarbíó hafi tilfinninga- gildi fyrir þorra Reykvíkinga og ekki verður betur séð en að hús þetta megi nota í mörg ár enn fyrir alls konar af- þreyingarþjónustu borgarbúum til handa. Verði ofan á að reisa íbúðahús á þessum stað þarf að gera á teikning- unni miklar breytingar sem miða að því, að húsið verði fyrirferðarminna, einkum má það aldrei verða sem neinu nemur hærra en kringumliggj- andi byggð. Athugasemd vegna framkvæmda við Njálsgötu Þegar kom að fyrirætlunum um byggð við Njálsgötu sögðu allir einum rómi: Húsið nær of djúpt inn á lóðina og þrengir um of að þeim sem búa í fjölbýlishúsinu við Grettisgötu; þeir sem á neðri hæðunum eru horfa beint á húshlið sem er ofan í þeim og dreg- ur úr útsýni, dagsbirtu og rænir þá fjölda sólarstunda. Íbúar við Grettis- götu sætta sig með engu móti við þessa áætlun og gera þá aðalkröfu, að ekki verði byggt á þessum stað en til vara leggja þeir á það mikla áherslu að hugsanleg bygging verði þá fast að Njálsgötu og með því rýmkað svæðið milli téðra bygginga. Aðstaða fyrir börn Úr ýmsum áttum hafa til þess bær- ir aðilar lagst gegn því að gæsluvöll- urinn við Njálsgötu verði lagður niður og telja brýnt að hann þjóni áfram ná- lægri byggð enda er langt á næstu gæsluvelli. Aðliggjandi leikvöll bak við Austurbæ má gera aðgengilegri og bæta útlit hans. Bílageymslur Með nýbyggingum við Snorra- braut og Njálsgötu innanverða fjölg- ar þeim bílum um nær eitt hundrað sem ætla þarf rými á svæðinu. Bíla- stæðamál í þessu hverfi eru þegar með vandræðabrag og ásóknin slík að leggja bílum við Grettisgötu og Njáls- götu að íbúarnir hafa af því stóran ama, komast ekki að húsum sínum tímunum saman, oft heilu dagana, og gætu ekki haldist við á þessu svæði ef ekki væri fyrir notkun íbúakorta frá bílastæðasjóði. Ástandið er með þeim hætti að við sjáum ríkari þörf fyrir að gripið sé til aðgerða sem létta af íbú- unum þessum yfirgangi heldur en fjölgað sé fastabílum á þessum tak- markaða reit og stóraukin umferð á svæðinu. Bílahús sem gert er ráð fyr- ir við Njálsgötu mun ekki fara nærri því að vega upp á móti auknu álagi sem fyrirsjáanlegt er að muni leggj- ast að okkur með yfirþyrmandi hætti. Við sjáum til dæmis fyrir okkur bygg- ingu rúmgóðs bílahúss meðfram Grettisgötu þar sem nú er verkstæðið Bílrúðan og áfram inn á lóðina nr. 87. Að lokum Skiljanlegt er að borgarstjórn gefi gaum þeim svæðum hinnar grónu Reykjavíkur þar sem hugsanlegt er að taka megi til hendinni. Skiljanlegt er að framtaksmenn líti hýru auga til þeirra reita í borgarlandinu þar sem færi sýnast vera til framkvæmda og uppbyggingar. Skiljanlegt er einnig að heimamenn sem fyrir eru láti vita þegar þeim finnst að sér þrengt og sameinist um mótmæli þegar fyrir liggja atriði sem þeir eru einhuga um. Teikningar þær sem fyrir fundin- um liggja sýna glæsilegar byggingar sem myndu sóma sér vel á rétt völd- um stað; verði þeim komið fyrir eins og áætlanir boða væri það „glæsileg“ móðgun við okkur sem hér búum og höfum mörg okkar búið lengi. Við vilj- um með undirskriftum okkar gera stofnunum Reykjavíkurborgar kunn- ugt, að áform þau sem uppi eru um byggingar við Snorrabraut og Njáls- götu eru andstæð hagsmunum okkar, bæði hagfræðilegum og tilfinninga- legum, og leggjumst við því gegn þeim. ÍBÚÐAEIGENDUR VIÐ GRETTISGÖTU (nr. 90–98). Austurbæjarbíó og Norðurmýri Frá íbúum við Grettisgötu austan Snorrabrautar Morgunblaðið/Jim Smart LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að árekstri á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Suðurlandsbrautar 31. október um kl. 13.10. Þar rákust á græn Ford Escort- fólksbifreið og Nissan Terrano- jeppi að því er talið er. Ökumaður síðarnefndu bif- reiðarinnar ók á brott þrátt fyr- ir áreksturinn án þess að tækist að ná niður skráningarnúmeri hennar. Eru hann og aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðar- deildar lögreglunnar í Reykja- vík. Lýst eftir vitnum VARÐBERGIÐ, forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar, voru afhent á miðvikudag í fimmta sinn og hlaut þau Niðursuðuverksmiðjan Ora. Við sama tækifæri var tveimur öðrum fyrirtækjum veitt við- urkenning fyrir öflugar forvarnir, þ.e. Almenna bílaverkstæðinu hf. og útgerðarfélaginu Steinunni hf. Í tilkynningu frá Trygginga- miðstöðinni segir að engin teljandi slysa- eða eignatjón hafi orðið í framleiðsluhúsum Ora í áratug. Það sýni betur en margt annað hversu mikil áhersla sé lögð á að tryggja öryggi starfsfólks og skipulega ver- ið tekið á forvarnarmálum. Ora var stofnað árið 1952 og þar starfa nú 50 manns við framleiðslu á yfir 150 vöruflokkum í húsnæði fyrirtæk- isins að Vesturvör 12 í Kópavogi. Eiríkur Magnússon fjár- málastjóri og Magnús Magnússon markaðsstjóri veittu Varðberginu viðtöku fyrir hönd Ora, en verð- launagripurinn var hannaður af Erni Þorsteinssyni myndlist- armanni. Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, afhenti Varðbergið. Í máli hans kom m.a. fram að hann vonaðist til þess að verðlaunin yrðu hvatning fyrir önn- ur fyrirtæki. Sá heiður sem verð- launahöfunum væri sýndur væri einnig hvatning til að halda áfram sínu góða starfi og gera jafnvel enn betur. Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar ásamt forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar, Gunnari Felix- syni. Frá vinstri þeir Oddur Brynjólfsson frá útgerðarfélaginu Steinunni, Ríkharður Kristinsson og Kristmundur Þórisson frá Almenna bílaverkstæð- inu, Magnús Magnússon og Eiríkur Magnússon frá Ora og loks Gunnar. Ora hlaut Varðbergið 2003 Forvarnarverðlaun Trygginga- miðstöðvarinnar veitt í fimmta sinn FRÉTTIR Kraftur – stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, held- ur fund á morgun, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20, í húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8, á 4. hæð. Snorri Ingimarsson, krabbameins- og geðlæknir, heldur fyrirlestur um þá álagsþætti sem fylgja því að grein- ast með krabbamein. Fjallað verður um streitu, hræðslu og kvíða sem eru tilfinningar sem sjúklingar og að- standendur glíma við í krabbameins- ferlinu og einnig er því lýkur. Veit- ingar í lok fundar. Fundur um Lundarmálið verður í Snælandsskóla í Kópavogi, á morgun, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 20. Áhugahópur um betri Lund stendur að fundinum. Á MORGUN Ofbeldi gegn öldruðum er yfirskrift námsstefnu sem Endurmenntun Há- skóla Íslands og Öldrunarfræðafélag Íslands halda 6. nóvember. Þar er m.a. varpað fram spurningunni hvort aldraðir séu beittir ofbeldi á Íslandi og málið skoðað út frá heilsufari, sið- ferði og menningu. Þá er fjallað um afleiðingar slíks ofbeldis bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Gesta- fyrirlesari verður Bridget Penhale fulltrúi Evrópu í INPEA, alþjóða- samtökum um varnir við ofbeldi gegn öldruðum. Þá mun Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flytja ávarp. Frekari upplýsingar og skráning er á vefnum www.endurmenntun.is. Fyrirlestur í Kennaraháskóla Ís- lands verður miðvikudaginn 5. nóv- ember kl. 16.15, í salnum Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakka- hlíð. Þórunn Blöndal, lektor við KHÍ, heldur fyrirlestur sem ber yfirskrift- ina: Endurgjöf og önnur merki um samvinnu í íslenskum samtölum. Á NÆSTUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.