Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 21 ÁKVÖRÐUN umhverfisráð- herra að banna algerlega veiðar á rjúpu næstu þrjú árin hefur reynst mjög umdeild. Þar er gengið framhjá ráðleggingum veiði- stjóra og samtaka veiðimanna um hóf- lega veiði. Nú ligg- ur fyrir þingsálykt- unartillaga 18 þingmanna um að hnekkja þessari ákvörðun. Nefna má ýmis rök sem hníga að því að rjúpnaveiðar verði ekki stöðvaðar alveg: 1) Veiðikortakerfið héldi velli. Ef allar rjúpnaveiðar yrðu bann- aðar í ákveðinn árafjölda kæmi eyða í gagnasöfnun, tiltrú veiði- manna á veiðikortakerfinu mundi minnka og hætt er við að það gæti komið niður á áreið- anleika upplýsinganna, ekki bara varðandi rjúpuna. Búast má við að algert veiðibann grafi undan góðum siðum við veiði- skap og ýti undir veiðiþjófnað. 2) Samvinna veiðimanna og vís- indamanna mundi ekki skerðast. Veiðimenn hafa verið boðnir og búnir að taka þátt í fuglataln- ingum, afla sýna og annarra gagna til að styrkja rannsóknir á rjúpu, einu mikilvægasta og vinsælasta veiðidýri landsins. Ef skynsamlegar og hóflegar til- lögur veiðimanna yrðu algerlega hundsaðar af stjórnvöldum er hætt við að áhugi veiðimanna á samvinnu færi dvínandi. 3) Engin gögn liggja fyrir sem sýna að núverandi lágmark rjúpnastofnsins sé lægra en oft áður. Það er eðli rjúpnastofnsins að sveiflast með 10 ára sveiflu. Síðasta hámark var nokkru lægra en áður en það eru hins vegar ekki hámörkin sem ákvarða hættuástand hjá stofni. Fyrir nokkrum árum gerði Náttúrufræðistofnunin tilraun með að merkja rjúpu í Hrísey þar sem hún er alfriðuð. Hætt var við tilraunina vegna þess að fuglarnir drápust unnvörpum um haustið, ekki var sá dauði vegna veiða. Ein möguleg skýr- ing er að hér hafi verið að verki hin náttúrulega niðursveifla sem er að mestu óháð veiðum. Alfrið- un til þriggja ára þegar stofninn er í náttúrulegri uppsveiflu er ekki nauðsynleg. Það eru ekki fullnægjandi rök að segja að stofninn verði að vaxa 40–50% á ári í stað 25–30%. 4) Aðrar leiðir en algjört bann eru færar. Veiðistjóraembættið, Skotveiðifélag Íslands, margir alþingismenn, fuglafræðingar, stofnvistfræðingar o.fl. aðilar hafa léð máls á ýmsum leiðum til að takmarka veiðar á rjúpu. Má þar nefna sölubann, stytt- ingu veiðitíma, fjölgun á friðuð- um svæðum, takmörkun á fjölda fugla í hverri veiðiferð og strangari reglur um veiðibúnað (t.d. mætti gera kröfu um að krumpa skotgeymi í margskota haglabyssum). 5) Komið yrði í veg fyrir aukið álag á aðra veiðistofna. Margir hafa bent á að algert veiðibann á rjúpu geti stóraukið veiðiálag á gæsa- og andastofnum með ófyr- irséðum afleiðingum. 6) Komið yrði í veg fyrir mikið tekjutap í ferðaþjónustu. Það færist sífellt meira í vöxt að veiðimenn af höfðuðborgarsvæð- inu taki sér frí á rjúpnaveiðitím- anum og haldi út á land þar sem keypt er gisting, fæði og önnur þjónusta fyrir tugi milljóna króna á ári. Bann við rjúpna- veiðum gæti kippt fótunum und- an rekstri margra ferðaþjón- ustubænda. 7) Komið yrði í veg fyrir mikið tekjutap í sérhæfðri verslun og iðnaði. Eitt íslenskt fyrirtæki framleiðir haglaskot, nokkrir einstaklingar vinna við viðgerðir á byssum og margar verslanir selja veiði- og útivistarbúnað. Hætt er við að þessir aðilar yrðu fyrir umtalsverðu tekjutapi ef rjúpan yrði friðuð um árabil og hjá sumum blasir gjaldþrot við. 8) Vinsæll útivistarmöguleiki mundi ekki fara forgörðum. Á undanförnum árum hafa þús- undir veiðimanna gengið til rjúpna. Margir hafa þjálfað sig yfir sumarið til að vera í góðu formi á veiðitímanum því að rjúpnaveiðar krefjast mikils út- halds. Þó að sjálf veiðin sé að- eins hluti af ánægjunni er það þó veiðivonin sem dregur menn á fjöll og oft afsökun fyrir því að verja jafnmiklum tíma og menn gera í þetta áhugamál. Flestir sportveiðimenn veiða tiltölulega fáar rjúpur á hverju ári og eru ánægðir með að ná í jólamatinn. 9) Áralöng hefð fyrir jólarjúpu gæti haldist. Ég undirritaður og eiginkona mín höfum bæði frá barnæsku alist upp við rjúpu á aðfangadagskvöld svo og for- eldrar okkar, afar og ömmur. Það er rétt að það er nóg til að kjöti í landinu en þó er ekkert sem jafnast á við rjúpu sem lát- in hefur verið hanga í ákveðinn tíma til að draga í sig bragð ís- lenskra villijurta sem hún nær- ist á. Þetta er eini tíminn á árinu sem við eldum rjúpu. Slík- ar hefðir eru mörgum fjölskyld- um í landinu afar dýrmætar. Ég skora á alþingismenn að íhuga þessi rök vandlega áður en kemur að atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu um að heim- ila áfram hóflegar veiðar á rjúpu. Aðeins með dyggum stuðningi al- þingismanna verður unnt að snúa við þeirri óheillaþróun að banna veiðar á rjúpu. Rök fyrir hóflegri veiði á rjúpu Eftir Björn Björnsson Höfundur er fiskifræðingur. ÍMYNDUM okkur að hingað færi að flytjast fólk af einu þjóð- erni í miklum mæli. Við tækjum þessu fólki vel og lifðum í allgóðri sátt við það um nokkurt skeið. En fólkinu heldur áfram að fjölga og vill stofna ríki á landinu þótt það eigi varla tí- unda hluta þess. Við erum ekki sátt við þetta og deilur taka að rísa. Þá koma stórveldin og segja sem svo að hér skuli vera tvö ríki, okkar og þeirra, og landinu skipt í tvennt. Þeir eiga reyndar að fá heldur stærri hluta en við þó að við séum miklu fleiri og höfum búið hér öld- um saman. Meðal þjóðar okkar rík- ir nú mikil og réttlát reiði. Við tók- um vel á móti þessu fólki þegar það þurfti á hjálp að halda, segjum við hvert við annað, og nú launar það með því að ætla að taka meira en hálft landið okkar! Nei, við erum aldeilis ekki sátt við þetta og dag- inn sem ríki þeirra er stofnað brýst út styrjöld. En þeir hafa stuðning voldugustu þjóðar jarðarinnar og eftir miklar hörmungar verðum við að láta undan síga ásamt okkar illa búnu bandamönnum. Reyndar tekst svo illa til að þriðjungur þjóð- ar okkar er hrakinn úr landi. Að- komuþjóðin hefur nú öll okkar ráð í hendi sér. Þeim heldur áfram að fjölga og þrengja stöðugt að okkur. Eftir nokkra áratugi og stríð sem þeir vinna öll er svo komið að flestir okkar hafa hörfað út á Reykjanes þar sem afgangurinn af þjóð okkar býr í flóttamannabúðum kringum bæina. Sameinuðu þjóð- irnar hafa ályktað hvað eftir annað í málinu að við eigum að fá aftur hálft landið en hin þjóðin hlustar ekkert á það og stórveldið mikla styður hana í einu og öllu. Árin líða og við erum flest þarna á Reykja- nesinu við kröpp kjör. Sumir hafa vinnu heima, aðrir fara inn í byggð- ir herraþjóðarinnar til að vinna en stór hluti okkar er atvinnulaus. En eins og ástandið sé ekki nógu slæmt hjá okkur, þá fara aðkomu- mennirnir að planta sér niður á litla skika inni á sjálfu Reykjanes- inu. Þeir hafa hertekið það og reisa nú lítil þorp í skjóli hervalds, í Sel- vogi, við Kleifarvatn, á Sandheið- inni og víðar. Þeim nægir ekki að hafa tekið allt hitt landið. Eftir nokkur ár er kominn urmull slíkra landnemabyggða út um allt Reykjanes. Og ferðir okkar eru hindraðar af eftirlitsstöðvum svo við komumst ekki leiðar okkar nema með miklum erfiðismunum. Sþ álykta í 50. sinn og segja þessar byggðir þeirra með öllu ólöglegar en stóri bróðir styður hverja hreyf- ingu þeirra. Örvænting okkar er orðin alger, enginn virðist ætla að hjálpa okk- ur. Við erum fyrir löngu búin að koma okkur upp alls konar skæru- liðahópum sem gera árásir á land- nemabyggðirnar og hermenn þeirra. En í hvert skipti sem það gerist svara þeir með loftárásum og sprengja upp heilu húsin og drepa oft fleiri tugi manna, valta jafnvel yfir heilu búðirnar með jarðýtum! Her þeirra er nú alls staðar og þeir eru farnir að reisa múr í kringum landnemabyggð- irnar á Reykjanesi. Þeir ætla að múra okkur inni á okkar litlu skik- um, segjast vera að tryggja öryggi sitt. Þetta er orðin löng og dimm martröð. Þeir eyðileggja meira að segja matjurtagarðana okkar og reyna að koma í veg fyrir að við komumst í vatn. Við beitum sífellt örvæntingarfyllri ráðum til þess að ná okkur niðri á þeim eins og sjálfsmorðsárásum inn í byggðir þeirra. Fjöldi ungs fólks er tilbúinn að láta lífið í baráttunni. En þeir svara alltaf með tíu sinnum meira ofbeldi. Og stóri bróðir í vestri kallar okkur hryðjuverkamenn og segir að hinir eigi fullan rétt á að verja sig! Bíðum við, hefði ekki verið nær að verja okkur fyrir þeim í upphafi? Þannig er nú komið fyrir okkur sem öldum saman bjuggum á þessu landi og töldum okkur eiga það. Við hírumst innilokaðir á litlum landskikum, girtir af og umkringd- ir hermönnum, gráum fyrir járn- um. Þeir okkar sem hrökkluðust úr landi á sínum tíma og afkomendur þeirra búa enn í flóttamannabúðum í fjarlægum löndum og fá ekki að koma heim. Okkur er haldið hér í risastórum fangabúðum og þeir skjóta börnin okkar og unglinga fyrir að kasta grjóti að þeim. Allur hryllingurinn sem þeir hafa í frammi gagnvart okkur, þetta er kallað að þeir séu að verja hendur sínar. En þegar við reynum að berjast fyrir frelsi okkar og landi er hamrað á því að við séum hryðjuverkamenn enda er stóri bróðir þeirra með hryðjuverk á heilanum. Og sjálfir segjast þeir vera guðs útvalin þjóð. Hvaða guð skyldi það annars vera? Það er ótrúlega sorglegt hvernig farið hef- ur fyrir réttlætinu í heiminum. Blessuð sé minning þess. Við munum halda áfram að berj- ast. Annaðhvort fáum við landið okkar til baka, hálft a.m.k., eða við höldum baráttunni áfram og göng- um í opinn dauðann ef því er að skipta. Unga fólkið okkar hefur misst trúna, sér enga framtíð, allt er í maski og fótum troðið af blóð- hundum. Þeir halda að þeir geti kúgað okkur til að semja um ríki á einhverjum skikum sem þeir eru búnir að girða af með gaddavír og múrum. Það mun ekki verða. Við munum berjast við ofureflið þótt allir hafi yfirgefið okkur, við mun- um berjast … Ef við hefð- um lán Pal- estínumanna Eftir Ingólf Steinsson Höfundur er ritstjóri og tónlistarmaður. netfang: tunga@ismennt.is ✝ Ágúst Auðuns-son fæddist á bænum Svínhaga í Rangárvallahreppi 2. ágúst 1909. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Auðunn Jóns- son bóndi í Svín- haga, f. 20. febrúar 1863, d. 1. júlí 1923, og Jóhanna Katrín Helgadóttir hús- freyja í Svínhaga, f. 24. desember 1874, d. 14. febrúar 1956. Systkini Ágústs eru Helgi, f. 1903, látinn, Katrín Magnea, f. 1904, d. 1925, Guðjón Ólafur, f. 1906, d. 1996, Áslaug, f. 1907, d. 1908, Eiríkur, f. 1908, d. 1930, Margrét Una, f. 1912, d. 1936, Áslaug, f. 1913, d. 1914, Guðmundur, f. 1914, Guðni, f. 1915, d. 1916, Óskar, f. 1916, Ásgeir, f. 1918, Guðbjörg, f. 1920, og hálfbróðir Tómas, f. 1897, dó ungur. Ágúst kvæntist 4. júní 1944 Guðrúnu Sigríði Pétursdóttur frá Skammbeinsstöðum í Holtahreppi, f. 7. febrúar 1906. Sonur þeirra er Auðunn Hafsteinn, kvæntur Sigurbjörgu Guð- mundsdóttur, og eru börn þeirra Anna Guðrún gift Friðriki Má Gunnarssyni og eiga þau Valdísi Björgu og Bjarka Má og Ágúst Jóhann kvæntur Evu Lind Vestmann og eiga þau Aþenu Lind og Ástu Glódísi. Ágúst ólst upp í Svínhaga í stórum systkinahópi. Hann stundaði vinnu til sjós og lands, var mörg ár bátsmaður á togur- um og sigldi öll stríðsárin með fisk til sölu á erlendum mörkuð- um. Eftir að hann hætti á sjónum vann hann í rúm 20 ár í Áburð- arverksmiðjunni í Gufunesi, allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Ágústs verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Það var yndislegt að fá að kynn- ast þér. Við vitum að þér líður betur núna og brosir til okkar. Minning- arnar um þig munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Takk fyrir þann tíma sem við fengum með þér og kveðjum þig með söknuði. Ágúst, Eva, Aþena og Ásta. Elsku afi. Síðustu daga hafa komið upp í huga minn ýmsar myndir frá þeim stundum sem við höfum átt saman í gegnum tíðina. Ég man gönguferðir niður í bæ, brauð handa öndunum og Melavöllinn. Ég man göngu yfir ísilagða tjörnina og sundlaugarferð- ir. Ég man grænan Austin Allegro, bílskúrinn þar sem allt úði og grúði af alls konar dóti og þig í bláa vinnusloppnum að dytta að ein- hverju. Ég man sláturtíð á Víði- melnum, kvenfólkið í eldhúsinu og karlana í skúrnum. Ég man kart- öflugarðinn, „holugræjuna“ þína, klórurnar, nesti á teppi og rabarb- arann. Ég man ykkur fullorðna fólkið að spila brids og okkur Gústa í stríðsleik með tindáta og glerkúl- ur. Ég man segulstálið, appelsínu- gula jójóið og púkablístruna. Ég man mig og þig að spila á spil. Ég man sumarbústaðaferðir, berjaferð- ir, bátsferðir og veiðiferðir. Ég man Danmörku, Holland og Austurríki. Ég man Moggann á skrifborðinu þínu, bækur og gula legubekkinn þar sem þú lagðir þig á daginn og ég svaf á nóttunni þegar ég gisti hjá ykkur ömmu. Ég man pönnukök- urnar hennar ömmu og pönnukök- urnar þínar. Ég man kandís og Lindu-suðusúkkulaði í brúnu bréfi. Ég man símtöl til Ísafjarðar og Noregs. Ég man gleðina í augum þínum þegar ég kom í heimsókn með Bjarka og Valdísi. Ég man góð- an afa. Takk fyrir samveruna, elsku afi minn. Þín Anna Guðrún. ÁGÚST AUÐUNSSON UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endur- gjaldslaust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrif- stofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Frágangur afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.