Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Stóra verkefnið sem bíðurokkar í samgöngu-málunum er lagningSundabrautar í áföngum yfir í Álfsnes. Það tengist skipu- lagsmálunum en Sundabraut er forsenda þess að hægt verði að byggja upp á norðursvæðum Reykjavíkur,“ sagði þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, í viðtali við Morg- unblaðið í aðdraganda borg- arstjórnarkosninganna 1998. Löngu fyrir þann tíma höfðu farið fram umræður, athuganir og skýrsluskrif vegna Sundabrautar en á þessum tímapunkti, fyrir rúmum fimm árum, þótti meiri- hlutanum í Reykjavík loks kominn tími til ákvarðana. Þær ákvarðanir hafa hins vegar ekki enn verið teknar og enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti farið verður í þessa mikilvægu framkvæmd. Þetta er staðan, þrátt fyrir það að samkvæmt samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt séu ætlaðar 500 m.kr. til framkvæmd- arinnar á árunum 2003–2006, 800 m.kr. árin 2007–2010 og 2.500 m.kr. árin 2011–2014. Að halda því fram að ástæður þessara tafa liggi hjá samgönguyfirvöldum, eins og fulltrúar R-listans gera gjarnan, er því í engu samræmi við stað- reyndir málsins. Nú síðast lýstu samgönguyfirvöld stöðu málsins í bréfi frá samgönguráðherra til formanns samgöngunefndar Reykjavíkur 13. október sl., en þar segir orðrétt: „Ljóst er að fyrir liggur skýr afstaða Vegagerð- arinnar að hagkvæmasti kosturinn sé leið 3, innri leið s.k. landmót- unarleið sem stofnunin telur að nái öllum helstu kröfum sem á þennan veg eru settar. Nú er því mik- ilvægt að borgaryfirvöld ljúki sem fyrst skipulagsvinnu þar sem lega brautinnar er ákveðin svo hægt sé að ráðast sem fyrst í frekari und- irbúning framkvæmda.“ Þetta er aðalatriði málsins. Borgaryfirvöld verða að taka ákvörðun um legu brautarinnar, enda er slík ákvörðun forsenda þess að hægt sé að hefja und- irbúning framkvæmda. Vegagerð- in hefur lýst sínum vilja og sam- gönguyfirvöld veitt fjármagn til verksins, en enn stendur á ákvörð- un borgaryfirvalda. Sú ákvörðun hefur reynst borgaryfirvöldum bæði tímafrek og erfið, enda veru- legur munur á kostnaði og arðsemi þeirra þriggja kosta sem valið stendur um. Í fyrsta lagi er það leið 1 sem kennd er við Hábrú og fæli í sér þverun Kleppsvíkur með hárri brú. Í öðru lagi botngöng sem lægju með sama hætti og leið 1 yfir Kleppsvíkina. Í þriðja lagi svokölluð leið 3, sem ýmist er köll- uð landmótunarleið eða eyjalausn, og felur í sér að Sundabrautin færi frá Skeiðarvogi yfir víkina á lágri brú og landfyllingum. Þetta er sú leið sem Vegagerðin telur hag- kvæmasta, enda mætir hún ekki síður, og jafnvel fremur, en aðrar leiðir öllum kröfum um umferð- aröryggi en felur jafnframt í sér minni kostnað og meiri arðsemi en þær sem fyrr voru nefndar. Samantekt á kostnaði og arð- semi vegna þessara þriggja leiða liggur fyrir. Rétt er að geta þess að arðsemismatið tekur ekki að- eins mið af kostnaði vegna fram- kvæmdarinnar sjálfrar, heldur tekur matið ekki síður mið af ávinningi vegna styttri vega- lengda, tímasparnaðar og færri umferðaróhappa. Sú leið sem kennd er við hábrú mun kosta um 12,5 milljarða og arðsemi þeirrar framkvæmdar verður um leið sem kennd er við botn mun kosta um 14,2 milljar arðsemi hennar er reiknuð Sú leið sem kölluð er land unarleið mun kosta um 7,8 arða og arðsemi hennar er um 13%. Sundabraut – ákvör Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Borgaryfirvöldverða sem fyrst að taka ákvörðun um legu Sundabraut- arinnar, enda er slík ákvörðun forsenda þess að hægt sé að hefja undirbúning framkvæmda. ‘ Kynningarferlið um fyrirhugaðskipulag á landinu kringumLund í Fossvogsdal stendur núsem hæst. Nokkuð öflugt kynningarferli hefur verið í gangi und- anfarið en því miður er það svo að það hefur í raun vakið upp fleiri spurningar en það hefur svarað. Þó bókstaf skipulags- og byggingarlaga sé fylgt þá hefur anda laganna ekki verið framfylgt. Lagafyrirmæli og reglur um kynningu voru lögfest til að tryggja að íbúar gætu haft áhrif á umhverfi sitt og skipulag, meðan það væri í vinnslu og á mótunarstigi. Núverandi meirihluti í Kópavogi hefur í öllu ferlinu litið svo á að allir kynning- arfundir væru í raun „sölufundir“. Að þeirra verkefni væri fyrst og fremst að sannfæra íbúa um að þetta sé gott skipu- lag, bæjaryfirvöld koma í raun og veru fram í málinu eins og sölumenn sem hafa það eina markmið að koma viðkomandi „vöru“ út. Það er klárlega ekki meiningin þegar lögggjafinn talar um kynningu fyrir ná- grönnum og öðrum. Skrítinn kynningarfundur Á fjölmennum kynningarfundi sem haldinn var í síðustu viku kom fram gríð- arleg andstaða við þessar hugmyndir og einnig fjöldi efnislegra spurninga og at- hugasemda. Kynningarfundurinn var skrítinn. Löngum tíma var eytt í að fara yfir hugmyndir sem hætt hefur verið við. Sögulegt yfirlit á þróun skipulags- hugmynda getur verið fróðlegt en það átti ekkert erindi á þennan fund, nema ef vera skyldi til að reyna að sannfæra fund- armenn um að núverandi hugmynd sé heldur skárri en síðasta hugmynd um Lundarlandið. Svör þeirra sem voru til svara fyrir bæinn voru ófullnægjandi. Öllu var hrært saman, hugmyndum um bryggjuhverfi, nauðsynlegum lagfær- ingum á Nýbýlavegi og tengingunni við Reykjavík og nýrri aðkomu inn í bæinn þegar komið er úr suðri. Það var helst að heyra á fulltrúum meirihlutans að ekkert væri hægt að gera eða laga nema byggja nógu mikið á Lundi. Það er ótrúleg hundalógík sem ekki á heima í alvöru um- ræðu. Í framhaldi af þessu barst bréf til bæj- aryfirvalda frá einum íbúa þar sem óskað var eftir því að frestur til að skila at- hugasemdum yrði lengdur m.a. vegna þess hversu fundurinn var seint á kynn- ingarferlinu. Nokkrir dagar til viðbótar breyta engu fyrir bæjaryfirvöld og seinka ekki fyrirhuguðum framkvæmdum. Slík framlenging gæti aftur á móti breytt miklu fyrir áhugasama íbúa og tryggt bænum vandaðri og betri athugasemdir. Ég var því hissa hversu einbeittir bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks voru í að hafna þessari beiðni án nokkurar skoðunar. Rökin virt- ust aðallega vera þau að kynningin væri nóg. Einnig komu fram í bæjarstjórn þau nýstárlegu rök hjá einum af bæj- arfulltrúum meirihlutans að það væri ekki ástæða til þess að samþykkja framleng- ingu þar sem sá er þetta skrifar hefði byrjað að tala um skipulagið áður en átti og mátti, snemma í sumar og þá umræðu ætti að telja með sem kynningu! Fyrir ut- an þann misskilning að bæjarfulltrúar í Kópavogi þurfi sérstakt leyfi áður en þeir ræða einstök mál hlýtur maður að mót- mæla þeirri skoðun að það sé partur af kynningu. Skýr afstaða Afstaða Samfylkingarinnar í Kópavogi og bæjarfulltrúa hennar hefur alltaf verið skýr. Við teljum að hér sé um allt of mikið byggingarm of margar an í dalinn hans gjörb og fleira er á móti þes síðustu kos íbúalýðræð stjórnun sv samhljómu allt og í síð Er það um þeirra flok eitt af því S Ein vers ræðunni er með þessu markmið s ekkert sam byggð og b miðum svæ með ýmsum það bak vi landi er í Þ ekki eru þa Samtök fundar um Þar verður málið fagle arhornum. gera það s ræða skipu arlandinu á að ná víðtæ grenni og a umræða á en ekki flo reyna eins ekki að ger ilvægu má Sölumennirnir Eftir Flosa Eiríksson Höfundu í Kópavo HLUTVERK OG GEGNSÆI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Forstjóri Fjármálaeftirlitsins,Páll Gunnar Pálsson, ogstjórnarformaður þess, Stef- án Svavarsson, fjölluðu báðir um hlutverk Fjármálaeftirlitsins og gegnsæi í starfsemi þess, á ársfundi Fjármálaeftirlitsins síðastliðinn mið- vikudag. Vísuðu þeir til þeirrar umræðu sem verið hefur undanfarin misseri um að Fjármálaeftirlitið fjalli ekki opinber- lega um einstök mál eða málefni ein- stakra eftirlitsskyldra aðila. Sam- kvæmt lögum um Fjármálaeftirlitið beinist eftirlitið að tiltekinni atvinnu- starfsemi í landinu og markmiðið er að stuðla að því, að fjármálastarfsem- in fari fram í samræmi við lög og regl- ur sem um hana gilda og að starfsem- in sé að öðru leyti í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti. Í þessu skyni beinast rannsóknir eft- irlitsins að starfsháttum eftirlits- skyldra aðila á hinum ýmsu sviðum og komist eftirlitið að því að brota- lamir séu í starfsháttum tiltekinna aðila er þeim gert kunnugt um það hið fyrsta og úrbóta er krafist. Fjár- málaeftirlitið hefur ekki heimild til þess að greina frá efni þessara skýrslna eða athugasemda, sé um þær að ræða, heldur stendur það upp á viðkomandi stofnun að opinbera ábendingar eftirlitsins bjóði þeim svo við að horfa, að sögn Stefáns Svav- arssonar. Páll Gunnar sagði réttilega í erindi sínu á ársfundinum að Fjármálaeft- irlitið starfaði eftir þeim reglum sem því væru settar. „Vilji menn fá meira að heyra verður að gera Fjármálaeft- irlitinu það kleift með skýrum hætti í lögum. Áður en það er gert er hins vegar eins gott að fara vel yfir til hvers þær breytingar leiða. Gild rök búa að baki núverandi fyrirkomulagi, en gild rök eru einnig fyrir breyting- um,“ að sögn Páls Gunnars. Eðlilegt er að strangar reglur gildi um Fjármálaeftirlitið og þær upplýs- ingar sem eftirlitið lætur frá sér fara um mál sem eru í rannsókn hjá því og hvort niðurstaða mála eigi heima í op- inberri umræðu. Á sama tíma getur einnig verið bagalegt ef ákveðnar upplýsingar skili sér ekki til almenn- ings. Til að mynda ef eftirlitsskyldir aðilar brjóta gegn eðlilegum við- skiptaháttum og fjárhagsleg staða þeirra er mjög slæm. Í slíkum tilvik- um væri hægt að koma í veg fyrir mun meiri skaða en ella ef upplýs- ingar eru veittar um að ákveðið fyr- irtæki sé til rannsóknar vegna hand- vammar í rekstri. Í stað þess að viðkomandi aðila er í sjálfsvald sett hvort hann upplýsi um að rannsókn hafi farið fram og hver niðurstaða hennar sé. Að sögn stjórnarformanns Fjár- málaeftirlitsins hefur eftirlitið til- kynningarskyldu til ríkislögreglu- stjóra þegar svo háttar til að brot teljast alvarleg og sýnast vera þannig að um refsivert athæfi sé að ræða. „Við þessar aðstæður er hlutverki eftirlitsins lokið með því að tilkynna málið til ríkislögreglustjóra. Það er mat stjórnar eftirlitsins að brýnt sé fyrir fjármálamarkaðinn í heild, að mál af þessu tagi, sem hafa einhverja hneigð til þess að komast í fjölmiðla, fái eins skjóta afgreiðslu og kostur er. Þannig helst koma varnaðaráhrif fram gagnvart markaðnum að öðru leyti, en auk þess er það eðlilegt gagnvart öllum málsaðilum. Ein leið til þess að koma því í kring væri að auka heimildir Fjármálaeft- irlitsins til þess að rannsaka slík mál ítarlegar en nú er, þannig að vinnu- ferlið hjá ríkislögreglustjóra gæti tekið skemmri tíma. Hér togast vissulega á sjónarmið um að gæta hagsmuna þeirra sem þurfa að sæta rannsókn og hvernig er eðlilegast að varnaðaráhrif njóti sín,“ að sögn Stefáns. Hægt er að taka undir orð Stefáns um nauðsyn þess að flýta afgreiðslu mála. Hvort sem það er með auknum heimildum Fjármálaeftirlitsins eða með eflingu efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Brýnt er að rannsókn mála af þessum toga taki skamman tíma, slíkt er bæði al- mannahagur sem og þeirra sem sæta rannsókn, líkt og dæmin hafa sýnt. YFIRSTJÓRN KAUPHALLAR Ágúst Einarsson prófessor fjallarum yfirstjórn Kauphallar Íslands í tímaritinu Vísbendingu fyrir skömmu og gerir að umtalsefni að margir aðalstjórnarmenn tengist mjög viðskiptum í Kauphöllinni. Var frá þessum athugasemdum Ágústar Einarssonar sagt í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Í grein sinni segir Ágúst Einarsson m.a.: „Danska kauphöllin er einnig hlutafélag en þar virðast stjórnar- menn vera fjarlægir daglegum við- skiptum. Í norsku kauphöllinni er stjórnin m.a. skipuð fyrrum fram- kvæmdastjórum stórfyrirtækja og fólki úr norska Seðlabankanum og há- skólanum.“ Í samtali við Viðskiptablað Morgun- blaðsins sagði Bjarni Ármannsson m.a. um þessar athugasemdir: „Stjórn Kauphallarinnar starfar eftir starfs- reglum sem eiga að koma í veg fyrir, að upp komi hagsmunaárekstrar.“ Í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram, að John Reed, fyrrum aðal- bankastjóri Citibank, sem hefur nú tekið að sér forystu kauphallarinnar í New York til bráðabirgða, hafi lagt fram tillögur um að skipta stjórn kauphallarinnar þannig upp, að fulltrúar aðildarfélaga taki ekki ákvarðanir um það, sem lýtur að eft- irliti kauphallarinnar. Bjarni Ár- mannsson bendir á, að stjórn Kaup- hallar Íslands hafi í júní sl. falið forstjóra að taka ákvarðanir í eftirlits- málum. Ekki verður betur séð en Ágúst Einarsson hafi hreyft hér máli, sem einnig er til umfjöllunar í öðrum lönd- um, og tilefni til að frekari umræður fari fram um ábendingar hans og at- hugasemdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.