Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TIL landsins eru komin sjálfvirk tæki til að gefa hjartahnoð og eru forrituð þannig að þau „tala“ ís- lensku. Tækin eru svo fullkomin að jafnvel þeir sem ekkert vita um hjartahnoð eiga að geta beitt þeim ef einhver í kringum þá lendir í hjartastoppi. Endurlífgunarráð landlækisembættisins mælir með því að tækjunum verði dreift utan sjúkrahúsanna, t.d. á þá staði þar sem almenningur getur gripið til þeirra ef aðstæður eru þannig að bíða þarf lengur en 5 mínútur eftir sjúkrabíl. Hjartarafstuðtækin hafa gefið góða raun erlendis og eru einföld og örugg í notkun. Þeir staðir sem til greina kemur að verði útbúnir slíkum tækjum eru vinnustaðir á landsbyggðinni og valdir lögreglu- bílar auk þeirra sjúkrahúsa þar sem ekki er læknir til taks allan við tækið sem gefur síðan rafstuð ef ástæða er til. Tækin eru lítil og svo einföld í notkun að það tók hóp 12 ára barna aðeins 90 sekúndur að beita þeim á réttan hátt miðað við 60 sekúndur hjá sérþjálfuðum sjúkraflutningamönnum, sam- kvæmt bandarískri könnun. Endurlífgunarráð telur rétt að kynna tækin vel fyrir almenningi enda verður um að ræða ákveðna byltingu hvað varðar notkun hjartarafstuðtækja, sem hingað til hefur verið bundin við sjúkrahús og sjúkrabíla. Aukin vitund al- mennings um hjartastopp og við- brögð við þeim er mjög mikilvæg ef bæta á árangur meðferðar við hjartastoppi utan sjúkrahúsa. Er það trú Endurlífgunarráðs að til- koma tækjanna verði enn eitt skrefið í að bæta lifun eftir hjarta- stopp. þau áður,“ bætir hann við. Endur- lífgunarráð hefur gefið út leiðbein- ingar um notkun tækjanna utan sjúkrahúsanna og kemur þar fram að í um 80 til 90% allra tilfella hjartastopps sé meginorsökin sleglatif og/eða sleglahraðtaktur. Báðar þessar tegundir hjartslátt- artruflana svara gjarnan rafstuðs- meðferð vel og er hún reyndar eina meðferðin sem dugar við sleglatifi. Því er mjög mikilvægt að slíkri meðferð sé beitt sem allra fyrst eftir að hjartsláttartruflunin hefst. 12 ára börn eina og hálfa mínútu að læra á tækin Í tækjunum er innbyggt tölvu- forrit sem getur greint hjartslátt- artruflanir með allt að 97 til 99% öryggi. Sérstök álímd rafskaut eru notuð til þess að tengja sjúklinginn sólarhringinn. Einnig kæmi til greina að setja slík tæki í flug- stöðvar og flugvélar, en mörg flug- félög erlendis hafa góða reynslu af tækjunum í vélum sínum. Einnig kæmi til greina að setja tækin í rútur, líkamsræktarstaði, sund- staði o.fl. Tækin kosta á bilinu 150 til 400 þúsund krónur og geta „talað“ við notandann. Ef grunur er um hjartastopp límir hjálparmaður spaða á brjóstkassa sjúklingsins, ýtir á einn hnapp og tækið sér um afganginn. „Almenningur á að geta notað þessi tæki, en það er æskilegt að sækja námskeið í notkun þeirra ef þörf er á að nota þau vinnunnar vegna,“ segir Davíð O. Arnar læknir sem situr í End- urlífgunarráði. „Þó eru tækin það einföld í notkun að fólk ætti að geta notað þau án þess að hafa séð Sjálfvirk tæki fyrir almenning til að gefa hjartahnoð Tækin geta „talað“ íslensku PÁLL Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, telur að bænd- ur hefðu getað sparað um hálfan milljarð króna í áburðarkaup í sumar vegna hagstæðs meðalhita síðastliðinn vetur. Spá hans um einstaklega góða sprettu rættist í sumar og hefur hann sýnt fram á með rökum að spretta fari að miklu leyti eftir meðalhita frá október til apríl. Út frá með- altalshitanum má áætla hvað þurfi mikið af áburði til að ná meðalhey- feng. Síðastliðinn vetur var óvenju- hlýr, eða 3,2 stig að meðaltali og var þetta hæsti meðalhiti vetrar sem mælst hefur í Stykkishólmi í 180 ár. Gögn frá ár- unum 1964 til 1983 sýna mjög sterkt sam- hengi milli vetrarhita og sprettu, en ekki er samt fyllilega vitað hvað veldur. „Ég hef ekki endanlega skýringu á þessu en hef mínar grunsemdir,“ segir Páll. „Það ber að athuga að grasræturnar verða að lifa yfir veturinn. Í miklum frostum verður kal. Þá verða mikil afföll á rótunum, þannig að lífslíkurnar eru því meiri sem hlýrra er á vet- urna.“ Bændur hefðu getað sparað hálfan milljarð  Spretta/6 NÍUTÍU ár voru í gær liðin frá því Morgunblaðið kom fyrst út og var haldið upp á daginn með pomp og prakt. Starfsfólk Morgunblaðsins og börn þess fjölmenntu á Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu í boði Ár- vakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins. Að sýningu lokinni heilsuðu yngstu áhorfendurnir upp á leikara sýningarinnar og var ekki annað að sjá en að allir nytu samverustundarinnar til hins ýtrasta. /4 Morgunblaðið/Jim Smart Heilsað upp á Línu Langsokk og félaga Morgunblaðið 90 ára bauð fólki sínu í sunnudagsleikhús FJÓRÐA umferð Mjólkurskák- mótsins á Selfossi var tefld í gær og tók þá Predrag Nicolic for- ustuna í meistaraflokki þegar hann vann Nick DeFirmian. Nic- olic hefur 3½ vinning en Vladímír Malakhov, Ivan Sokolov og Franc- isco Vallejo Pons hafa allir þrjá vinninga og staðan er því nokkuð jöfn á þessu spennandi móti sem vel er sótt af áhorfendum. Í áskorendaflokki hefur Tomas Oral tekið forustu með 3 vinninga og Stefán Kristjánsson og Luis Galego hafa 2½ vinning. Úrslit annarra skáka í meist- araflokki urðu þau að Vallejo Pons vann Þröst Þórhallsson, Laurent Fressinet vann Hannes Hlífar Stefánsson, Sokolov og Malakhov gerðu jafntefli og Victor Bologan og Jonathan Rowson gerðu jafn- tefli. 130 krakkar á skákmóti Þegar stórmeistararnir hvíldu sig á laugardag fór fram barna- og unglingaskákmót á vegum Hróks- ins og Skákfélags Selfoss þar sem 130 krakkar tefldu. Mikill áhugi virtist vera á skákíþróttinni meðal krakkanna. Eins og við mátti búast var keppnin hörkuspennandi og í sum- um flokkum, þar sem tveir til fjór- ir voru jafnir að vinningum, varð að grípa til bráðabana til að knýja fram úrslit. Nicolic tók for- ustuna á Selfossi Morgunblaðið/Ómar GAMLA kempan Bent Larsen fór á kostum þegar hann skýrði skák Ivans Sokolovs og Vladímírs Malakovs í gærkvöldi. Jóhann Hjartarson segir skýringar hans hafa vakið athygli og þótt ferskar og skemmtilegar. Hann sé afskaplega vel lesinn í skáksögu og kryddi mál sitt sögum úr ferlinum. Líflegar skákskýringar hjá Larsen ROKKSVEITIN Mínus hefur gert langtímasamning við Smekkleysu á Íslandi. Sam- hliða því gerði Smekkleysa framsalssamning fyrir hljóm- sveitina við Sony Independent Network Europe (SINE) um útgáfu í Evrópu fyrir utan Ís- land, Bretland og Írland. Samningurinn felur í sér að SINE mun gefa út plötu Mín- uss Halldór Laxness á öllum helstu markaðssvæðum í Evr- ópu í febrúar undir merkjum Sony. Samningurinn við SINE markar einnig endann á löngu ferli útrásar Smekkleysu. Hljómsveitin Mínus með stórsamning  Útgáfusamningur/32 KARLMAÐUR á sjötugsaldri beið bana í bíl- slysi á Ólafsfjarðarvegi í gær þegar fólks- bifreið sem hann ók lenti í árekstri við jeppa- bifreið. Í fólksbifreiðinni voru auk öku- mannsins þrír farþegar og slasaðist einn þeirra alvarlega og var lagður inn á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Hinir tveir, þar af þriggja ára barn, hlutu ekki alvarlega áverka, en voru fluttir á sjúkrahús. Í jepp- anum var ökumaður ásamt einum farþega og slasaðist hvorugur alvarlega. Slysið varð á Ólafsfjarðarvegi við Hvamm um klukkan 15. Að sögn lögreglunnar á Ak- ureyri var snjókoma og fljúgandi hálka á veg- inum þegar slysið varð. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Banaslys á Ólafs- fjarðarvegi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.