Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur Brúarfoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Markus og Brúarfoss. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, kl. 14 fé- lagsvist, hársnyrting, fótaaðgerð. Nýtt jóga- námskeið hefst þri. 4. nóv. kl. 9. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 10 söng- stund, kl. 13–16.30 smíðar, útskurður, kl. 13–16.30 handavinna, kl. 13.30 félagsvist kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11, samverustund, kl. 13.30–14. 30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð kl. 10. Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids, kl. 9–16.30 púttvöllurinn opinn. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11–11.30 leikfimi. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Bað kl. 9–12, opin vinnustofa, kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 13.30, kl. 9–12 hár- greiðsla. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.30, 10.20 og 11.15 leikfimi. Kl. 11.30 spænska, kl. 13 glerbræðsla. Fræðsla frá Heilsugæslunni í Garðabergi kl. 14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 9 dagblöðin, rabb og kaffi. Pútt í Hraunseli kl. 10–11.30. Billjardsal- urinn opinn til kl. 16. Kóræfing Gaflarakórs- ins kl. 10.30. Tréút- skurður kl. 13 og fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13, handmennt, spjall og kaffi kl. 13.30. Dans- kennsla fellur niður. Félagsstarf eldri borg- ara, Mosfellssveit. Línudans kl. 17.30. Spænska kl. 16. Gerðuberg, félagsstarf. Sími 575 7720. Fjöl- breytt vetrardagskrá í boði kl. 9–16.30. Spila- salur opinn mánud., miðvikud., fimmtud. og föstud. frá hádegi. Á þriðjud. eftir hádegi er boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postulín, kl. 13 skák, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 11 boccia, kl. 13 leirmótun og brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Leshópurinn í Gull- smára efnir til sam- verustundar með Gísla J. Ástþórssyni þriðjud. 4. nóv. kl. 20–21.15. Upplestur og samræð- ur. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín, keramik og fótaaðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–15 handmennt, kl. 9– 10 og kl. 10–11 jóga, kl. 13–16 spilað. Fótaað- gerðir. Korpúlfar, Grafarvogi. Á morgun sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 10–11 ganga, kl. 13–16.45 opin vinnustofa, myndlist. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–10 boccia, kl. 9–12 mósaik, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Beinþéttnimæl- ing á vegum Lyfju. Uppl. og skráning í síma 562 7077. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudags- kvöld kl. 20. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK, Gull- smára, spilar í félags- heimilinu, Gullsmára 13, mán. og fim. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Brids kl. 19. Hana-nú. Fundur í starfsstjórn Kópavogs- undranna mán. 3. nóv. kl. 20 í Gjábakka. Allir áhugamenn um Kópa- vogsundrin og þeir sem vilja leggja fram efni í bókina eru velkomnir. Í dag er mánudagur 3. nóvember, 307. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Ætlið ekki að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. (Matt.10, 34.)     Björn Bjarnason dóms-málaráðherra hefur, að öðrum ólöstuðum, ver- ið frumkvöðull meðal ís- lenskra stjórnmálamanna í því að halda úti heima- síðu. Pistlar hans hafa vakið athygli og eflaust orðið til þess að fjölmarg- ir þingmenn halda úti álíka síðum, þótt fæstir séu þeir jafn duglegir og Björn við að uppfæra þær.     Síða Björns, bjorn.is,var valin besti ein- staklingsvefurinn 29. október 2003 af íslensku vefakademíunni, á grund- velli um 10.000 tilnefn- inga. Björn þakkar fyrir þann heiður með pistli á forsíðu bjorn.is.     Hann segir: „Vefsíðamín kom til sögunnar 18. janúar árið 1995. Hún hefur þróast í tímans rás og hefur verið ævintýri að vera með henni virkur þátttakandi í netvæðingu Íslendinga.     Vefsíðan hefur tekiðbreytingum að ytra útliti í áranna rás og án aðstoðar góðra hönnuða og vefara hefði mér aldr- ei tekist að halda henni úti með þessum hætti.     Þótti mér það ánægju-legur heiður, þegar síðan var valin besti ein- staklingsvefurinn 29. október 2003.     Í nóvember 2002 tókHugsmiðjan að sér að hanna útlit síðunnar og innri gerð. Við uppfærslu vefsíðunnar var beitt nýj- um vinnuaðferðum, sem tryggja fullkomið aðgengi blindra, fatlaðra og fólks með tæknilegar sérþarfir.     Hver síða er hönnuð ogforrituð þannig að innihald hennar er að- gengilegt með lágmarks búnaði og í vöfrum sem nýta talgervla.     Jafnframt á síðan aðstandast ströngustu útlitskröfur í öllum nýj- ustu vöfrum auk þess sem sérstaklega er hugað að því að framsetning á efni síðunnar sé prentvæn.     Vefsíðan hefur gefiðmér einstakt og ánægjulegt tækifæri til að hafa milliliðalaus sam- skipti við þúsundir manna. Er ómetanlegt fyrir þá, sem gefa kost á sér til stjórnmálastarfa, að nýta sér upplýsinga- tæknina með þessum hætti.     Ég vona, að þú hafirnokkurt gagn og gaman af því að kynna þér efni vefsíðunnar. Jafnframt býð ég þér að nota síðuna til að senda mér tölvupóst, auk þess sem unnt er að skrá sig sem áskrifanda að því efni, sem inn á síðuna er sett.“ STAKSTEINAR Verðskulduð vefverðlaun Björns Víkverji skrifar... VINKONUR Víkverja hafa vakiðathygli hans á getrauna- auglýsingum í sjónvarpinu. Þær segja auglýsingarnar niðrandi fyrir konur og lýsa undarlegum hug- arheimi. Auglýsingar þessar birtast undir yfirskriftinni „við erum karlmenn, við tippum“. Þær sýna gribbulegar konur hræða líftóruna úr rindils- legum karlmönnum. Efnislega ganga þær út á það að íslenskar kon- ur hyggist nú leggja enn eitt vígi karla í rúst með því að koma í veg fyrir að þeir spili í getraununum. Dimm karlmannsrödd segir að fyrst hafi konur fengið kosningarétt og þar með „hætt að hlusta“ á karlpen- inginn. Nú ætli þær „að taka tippið“ af karlmönnum á Íslandi. Í aug- lýsingunum segir: „Stöndum vörð um tippið áður en þær taka það af okkur. Við erum karlmenn, við tipp- um.“ Víkverja er sagt að sögnin „að tippa“ sé notuð þegar menn spila í getraunum. Þarna hafa þeir get- raunamenn því séð sér leik á borði og talið tvíræðnina í því sem að ofan greinir svona líka tröllfyndna. VINKONUR Víkverja segja aðmargar konur hafi áhuga á knattspyrnu, leiki fótbolta og spili í getraununum. Þetta sé því engan veginn kynbundið athæfi. Þeim finnst líka skrýtið að fyrirtæki sem tengist íþróttalífinu í landinu skuli bregða upp svo „gribbulegri“ mynd af íslenskum konum og tala til þeirra með þessum hætti. Vinkonur Vík- verja telja að skilaboðin í þessum auglýsingum eigi ekkert sérstakt er- indi við ungt fólk á Íslandi og séu ekki til þess fallin til að auka virð- ingu kvenna. Þær velta því fyrir sér hvort þetta fyrirtæki telji að íslensk- ir karlmenn harmi almennt að konur hafi fengið kosningarétt. x x x VÍKVERJI treystir sér ekki til aðfullyrða að auglýsingar þessar séu beinlínis niðrandi fyrir konur. Hann hallast raunar frekar að því að þær séu niðrandi fyrir íslenska karl- menn og meintan hugmyndaheim þeirra. Víkverji telur þessar auglýs- ingar fyrst og fremst ófyndnar, hall- ærislegar og engum til sérstaks álitsauka. Hann telur „tippa- orðaleikinn“ til marks um kímnigáfu sem stendur á einhverju þroskastigi bernskunnar sem Víkverji treystir sér ekki til að tilgreina nánar. Leik- fimitímar í 11 ára bekk á sjöunda áratugnum koma þó upp í hugann. Menn hafa vafalaust mismunandi skoðanir á þessum getrauna- auglýsingum í sjónvarpinu en Vík- verji hallast að því að vinkonur hans hafi nokkuð til síns máls. Þessar aug- lýsingar eru vísast til marks um úr- eltan, karllægan hugmyndaheim. Má ekki auglýsa þessa starfsemi með já- kvæðari hætti þar sem áhersla er lögð á það sem sameinar frekar en sundrar, t.a.m. áhuga á fótbolta? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Við erum konur – við keppum.“ LÁRÉTT 1 viðburður, 4 skruddan, 7 álítur, 8 sjóferð, 9 skap, 11 einkenni, 13 grípi, 14 eykst, 15 lögun, 17 borð- ar, 20 skel, 22 hryssu, 23 hafna, 24 hinar, 25 heimskingi. LÓÐRÉTT 1 koma í veg fyrir, 2 skekkja, 3 groms, 4 fjöl, 5 veslast upp, 6 næstum, 10 rík, 12 ber, 13 viður, 15 segl, 16 flandrar, 18 land- spildu, 19 sefaði, 20 fæð- ir, 21 umhugað. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þrifnaður, 8 hamar, 9 dulur, 10 kyn, 11 flasa, 13 Arnar, 15 hvarf, 18 stauk, 21 lok, 22 labba, 23 æstur, 24 þrekvirki. Lóðrétt: 2 rimpa, 3 forka, 4 aldna, 5 uglan, 6 óhóf, 7 grær, 12 sær, 14 rót, 15 hæla, 16 afber, 17 flakk, 18 skæði, 19 aftek, 20 korr. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Fita og fordómar HÉR áður fyrr þótti fínt að vera í góðum holdum. Það þótti merki um að manneskjan hefði nóg að bíta og brenna og væri ekki með berkla. Mataræðið var gjörólíkt því sem þykir hollt og gott núna. Fólk borðaði t.d. mikinn sykur og hellti hamsatólg yfir fiskinn sinn, jafnvel oft í viku. Margt af þessu fólki var samt hraust og náði háum aldri. En þetta fólk vann oft mikla erfiðisvinnu og börn- in hreyfðu sig meir þá svo kannski hefur það haft eitthvað að segja. Það er nú gott mál að ná af sér aukakílóunum og bætir jafnvel heilsuna fyrir suma. Í hvert skipti sem ég mæti grindhoraðri konu á götu sem er föl í framan og döpur þá vorkenni ég henni. Margar konur borga það dýru verði að líta út eins og leikkonur úr draumasmiðju í Hollywood og tískubransanum. Marg- ar verða því miður anorex- íu að bráð. Í Velvakanda 29. októ- ber skrifar kona um að hún fái ekki glasafrjóvgun vegna þess að hún sé of þung. Eflaust eru einhver læknisfræðileg rök fyrir þessu en ég veit um fjölda kvenna sem eru feitar og hafa alið mörg börn og allt hefur gengið vel. Konan sem skrifar í Vel- vakanda spyr hvort konur sem eru of þungar séu þriðja flokks. Ég hef orðið vör við mikla fordóma út í feitt fólk, sérstaklega kon- ur. Vonandi hafa slíkir for- dómar ekki ráðið því að konunni var synjað. Út- geislun manneskjunnar kemur innan frá. Því er ekki nóg að vera grönn og flott klædd ef allt er í skralli í sálinni því að manneskja með góða út- geislun er falleg. Sigrún Á. Reynisdóttir. Til forráðamanna Sorpu ÉG fór í Sorpu um daginn með áldósir í poka sem ég var búinn að telja, nánar tiltekið 101 áldós. Þar tók starfsmaðurinn frá mér umtalaðan svarta rusla- poka og vigtaði hann. Fyr- ir utan að hann var með eindæmum hvorki hress né kurteis þá stórefaðist hann um talningu mína. Svo fór að hann taldi sjálfur í ann- an dall og taldi þá 97 dósir. Því spyr ég: Af hverju ætti ég að vera að telja dósir ef það verður hvort sem er talið aftur af starfs- mönnum? Ef talning Sorpu gengur fyrir hvernig eru þá starfs- menn Sorpu þjálfaðir þannig að þeir kunni betur að telja heldur en við hin? Ef það er glæpur að telja rangt, væri ekki rétt að hafa hlutlausan aðila í vinnu hjá Sorpu? Þennan vetrardag virt- ust þessar fjórar dósir allavega vera glæpur … 070781-4849. Tapað/fundið Gullhringur týndist BREIÐUR gullhringur með ígreyptum rákum týndist laugardaginn 25. október, líklega í Kringl- unni, Garðabæ eða í mið- bænum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 899 6669. Bíllykill í óskilum BÍLLYKILL á hring merktur Ísland fannst í Aðalstræti sl. þriðjudags- kvöld. Upplýsingar í síma 561 1795 á kvöldin. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.