Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur Páll Ólafs-son fæddist í Reykjavík 12. mars 1974. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ólafur H. Pálsson, f. 1936, d. 1997, og Erla Sch. Thorsteinsson, f. 1936. Ólafur Páll var yngstur fjögurra systkina en þau eru: 1) Magnús, f. 1958, framkvæmdastjóri, í sambúð með Dýrleifu Örnu Guðmundsdóttur, sonur Magnúsar er Sigurbergur, f. 1994. 2) Sigríður, f. 1960, ljósmyndari, í sambúð með Leifi Rögnvaldssyni, dætur hennar eru Erla Hlín, f. 1987, og Tinna Empera, f. 1990. 3) Þórhildur Lilja, f. 1967, gift Jóni Pálma Guð- mundssyni og eru börn þeirra Ólöf Sunna, f. 1997, og Kristófer Máni, f. 1994. Ólafur Páll lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1994 og hélt þaðan vestur um haf til föður síns og stundaði þar nám í viðskiptafræði. Útför Ólafs Páls fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það eru undarleg örlög fyrir 22 ára gamlan mann að hefja baráttu við illvígan sjúkdóm og erfitt að skilja þann sem öllu ræður þegar ákveðið er um örlög hér á jörð. Óla Páli kynntist ég um jólin árið 1996 en þá hafði ég nýlega kynnst Þórhildi systur hans sem fangað hafði hug minn allan. Hann var þá nýkominn frá Ameríku ásamt pabba sínum, hann í upphafi sinnar bar- áttu en pabbi hans í lokabaráttu við sinn sjúkdóm. Sjúkdómurinn hafði þá strax sett sitt mark á Óla Pál. Hann gaf þó aldrei eftir í baráttunni og gerði svo sannanlega sitt besta í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var í meira lagi mannblendinn í þeim hópi sem ég til þekki og einstaklega barngóður. Börnin bera nú líka sáran söknuð og sárt er að þau fái ekki notið frek- ari uppvaxtar með honum. Óli Páll var með eindæmum hjálpsamur eftir því sem orka hans og geta leyfði. Hann fékk oftar en ekki að kenna á framkvæmdagleði systur sinnar og ósjaldan áttum við sameiginlegar vangaveltur um skilning þar á. Í garðinum heima í vor skynjaði ég þó að máttur hans fór þverrandi. Hann færðist þó ekki undan né barmaði sér heldur ein- faldlega stillti á þann hraða sem honum hentaði en aldrei lét hann af því að lýsa skoðunum sínum á því sem verið var að gera. Ég er þakk- látur fyrir þann tíma sem ég átti með honum. Þó að sorgin risti djúpt þá hefur það gefið manni mikið að fylgjast með æðruleysi hans í bar- áttu sinni. Þegar Óli Páll flutti aftur heim til mömmu sinnar skapaðist sérstakt samband milli þeirra. Samband sem bæði var aðdáunarvert og skemmti- legt á að horfa. Skin og skúrir voru þar eins og í öllum samböndum en að sjá þann kærleik og umhyggju sem fram kom á lokasprettinum hélt ég að væri ekki til og tel ég að Óli Páll hefði ekki getað orðið heppnari með mömmu. Henni og systkinum Óla Páls færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jón Pálmi Guðmundsson. Elsku Óli Páll. Það er ákaflega sárt fyrir okkur sem erum miklu, miklu eldri en þú, Óli Páll, að mæla minningarorð til þín, aðeins 29 ára gamals. Þú varst alla tíð sérstakt ljúf- menni og einstaklega góður strákur í þess orðs bestu merkingu. Það var aldrei nokkurn tímann neitt vesen á þér, ekki einu sinni í kringum gelgjuskeiðið. Við munum þann tíma þegar þú dvaldist um stund hjá okkur eins og það hafi verið í gær enda féllst þú strax inn í hópinn á heimilinu. Það var hrein himnasending að fá að hafa þig hjá okkur svona nærgæt- inn, hjálpsaman, barngóðan, kurt- eisan, samviskusaman og heiðarleg- an eins og þú varst alla tíð og höfum við ætíð síðan litið á þig sem einn af okkur. Það voru hörmulegar fréttir sem bárust fyrir sex árum frá Banda- ríkjunum, þar sem þú varst við nám í viðskiptafræðum, þegar þú, aðeins 22 ára, greindist með heilaæxli. Um tíma leit þó út fyrir að uppskurð- urinn hefði heppnast og að þú myndir fá nánast fullan bata. Svo reyndist þó ekki vera því að þessi hræðilegi sjúkdómur tók sig upp og þurftir þú að glíma við skelfilegar afleiðingar hans í næst- um sex ár. Fyrir fullfrískan, stóran og stæði- legan dreng eins og þú varst, elsku Óli Páll, hlýtur það að hafa verið erfiðara en nokkurn getur grunað að geta ekki alltaf fylgt eftir vinum sínum í flestu því er ungt fólk tekur sér fyrir hendur. Það var ótrúlegt að fylgjast með hvernig þú tókst á þínum málum og glímdir við þennan skelfilega sjúk- dóm. Við höfum aldrei séð þvílíka yfirvegun og slíkt æðruleysi. Aldrei, ekki í eitt einasta skipti, heyrðum við þig kvarta og var þó oft ærin ástæða til. Þú stóðst eins og klettur við hlið mömmu þinnar í veikindum hennar og þegar þú veiktist var mamma þín vakin og sofin yfir þér. Það var dæmigert fyrir þig, elsku Óli Páll, þegar þú vissir að nú væri ekki langt eftir, og þú sagðir: „Mik- ið er ég núna feginn að ég á ekki eiginkonu og börn.“ Elsku Erla, það eru grimm örlög að jarðsetja barn sitt en minningin um hann Óla Pál okkar lifir áfram meðan við minnumst allra þeirra góðu og yndislegu stunda sem við áttum með þessum góða dreng. Megi góður Guð gefa þér styrk til að takast á við sorgina og tómleik- ann og gefa þér mörg góð ár þar til þið Óli Páll hittist aftur. Áslaug og Gunnar Magnús. Elsku frændi og vinur. Nú er kvölum þínum lokið og þú loksins kominn til pabba þíns sem þér þótti svo undurvænt um. Vinátta okkar hefur varað í áratugi og mér þótti afskaplega vænt um þessa vináttu. Okkar vinátta var hrein. Okkar vin- átta var einlæg. Okkar vinátta var umfram allt skemmtileg og gefandi. Ég hef átt afskaplega erfitt með mig undanfarna daga, kallinn minn, ég get bara engan veginn sætt mig við þessi grimmilegu örlög þín. Hvernig í ósköpunum á maður að geta skilið svona atburði? Þrátt fyrir að hafa vitað innst inni hvert stefndi hélt maður einhvern veginn alltaf í vonina og vildi ekki trúa því að þau grimmilegu örlög sem nú eru staðreynd mundu verða að veruleika. Sú lífsreynsla að fylgjast með þér undanfarin ár – og sérstaklega und- anfarna mánuði í lífsbaráttu þinni, frændi góður, hefur gerbreytt mín- um lífsskoðunum. Æðruleysi þitt og dugnaður hafa rækilega kennt mér hvað það er sem skiptir máli í lífinu og hvaða hlutir mæta afgangi. Hvað maður þarf að rækta og hvað maður má geyma. Vera ekki að pirrast yfir ómerkilegum og heimskulegum hlutum. Vera ekki með þennan gíf- urlega „hraða“ í lífinu, heldur að staldra við og við og hugsa sinn gang, hvort maður sé á réttri leið og maður sé í sátt og samlyndi við vini, kunningja og aðra ástvini. Vera ekki að eyða púðri í óþarfa og njóta hvers augnabliks sem maður fær og taka ekki hlutina sem sjálfsagða. Elsku vinur minn og frændi, ég gæti skrifað heila bók um okkar samskipti enda af mörgu að taka. Ég vil hins vegar geyma mínar minningar fyrir mig og vona að þér líði vel núna, ókvalinn og brosandi eins og á myndinni sem birtist hér í blaðinu sem var tekin rétt fyrir veikindi þín. Við sjáumst um síðir og föllumst þá í faðma og rifjum upp gamla daga. Setjum U2 á fón- inn og syngjum saman líkt og sum- arið 2001 þegar við fórum saman á magnaða tónleika með þessari uppáhaldshljómsveit þinni í Kaup- mannahöfn. Við Arndís biðjum Guð að blessa þig, elsku hjartans frændi og stór- vinur. Björn Sch. Thorsteinsson. Elsku Óli Páll minn. Það eru fá orð til sem lýsa því hvað ég sakna þín mikið. Brosið þitt var alltaf jafn fallegt og þú varst alltaf kátur og þannig ertu í minningu minni og þannig sé ég þig þegar ég loka aug- unum. Eftir mikla og harða baráttu ertu orðinn engill hjá pabba þínum og veit ég að hann tók á móti þér opnum örmum. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu, en brenna líka hraðast. En fyrr en nokkur uggir fer um þau harður bylur er dauðadómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra er skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr hörðum heimi nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Óli Páll. Við munum aldrei gleyma glitrandi augunum þínum og eldrauða hárinu, hvernig þú fylltir daga okkar af gleði, eða bros- inu þínu sem er grafið að eilífu í minni okkar, svo að þú ert aldrei langt í burtu. Við munum aldrei gleyma þessum dýrmætu augna- blikum. Þó að þú hafir verið hluti af lífi okkar í alltof stuttan tíma, þá ertu hluti af hjarta okkar að eilífu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus úr veikindum viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Laura Sigríður, Aurelio og G. Gunnar. Kynni mín af Óla Páli höfðu sterk áhrif á mig. Hann hafði góða nær- veru, var heill í því sem hann sagði og tók sér fyrir hendur. Það sem einnig vakti eftirtekt var ljúf fram- koma, bjartsýni og áræðni. Óli Páll erfði bestu kosti foreldra sinna. Erla Sch. Thorsteinsson hef- ur ætíð verið mér í huga sem ákaf- lega umhyggjusöm og hjálpleg og er ekki að efa að þau hafi styrkt hvort annað á erfiðum stundum. Faðir hans, Ólafur Hersir Pálsson, flugvélstjóri, lést 1997 sextugur að aldri eftir skammvinn veikindi. Hann var yngsti bróðir móður minnar og man ég eftir honum sem myndarlegum, greiðviknum, harð- duglegum manni með ákveðnar skoðanir og glaðværan hlátur. Í hugskotssjónum birtist hvítur Chevrolet, rauður að innan og tónar Herb Alberts hljóma í útvarpinu er Óli Páls brunar af stað. Já, það var fjör og kraftur í kringum pabba hans. Er ekki að efa að góðir eig- inleikar Erlu og Óla endurspegluð- ust í Óla Páli. Óli Páll bar umhyggju fyrir ætt- ingjum sínum og ræktaði þau sam- bönd. Samtöl hans við Sirrý föð- ursystur hans voru henni til óblandinnar ánægju þar sem þau ræddu um föðurættina og naut hann þess að spjalla um föður sinn og æsku hans. Það var gefandi lífsreynsla að heimsækja Óla Pál á Líknardeildina í Kópavogi nokkrum dögum áður en kallið kom. Hann átti þar athvarf í fallegu og hlýlegu umhverfi sem hafði svip heimilis frekar en sjúkra- stofu. Það var aðdáunarvert að sjá Óla Pál í sínum eigin fötum þarna í herberginu með Sissu systur sinni og fátt minnti á að þessi ungi maður væri alvarlega veikur. Sú aðstaða sem sköpuð hefur verið á Líknar- deildinni í Kópavogi er ómetanleg fyrir sjúklinga ekki síður en að- standendur og ástvini. Allt starfs- fólk Landspítalans sem kemur að þessari dýrmætu þjónustu á heiður skilið. Óli Páll var mjög hændur að föð- ur sínum. Nú eru þeir feðgar horfn- ir til æðri vistar. Ég kveð frænda minn með þakklæti fyrir allt of stutt kynni. Megi Guð blessa minningu um góðan dreng og styrkja móður hans, systkini og aðra ástvini sem umvöfðu hann með umhyggju sinni. Agnar H. Johnson. Góður vinur er fallinn frá eftir tæplega áratugar baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Það er því komið að ótímabærri kveðjustund og minningarnar hrannast upp, flestar sem myndbrot en einnig nokkur myndskot úr allt of stuttri ævimynd vinar míns. Óli Páll hlæjandi niðri í nemenda- kjallara eftir að hafa lent í umferð- aróhappi fyrir utan Verzló. Hörður Torfason hafði keyrt aftan á hann. Fyrsta setningin í leiðara sem Óli skrifaði í jólablað Viljans eftir langa vökunótt við frágang blaðsins og við hlógum mikið að en Óli sýnu mest. Hann hafði smellt saman nokkrum fleygum setningum í svefngalsa sín- um með þessari fyndnu útkomu: „Hófs er best og lags að leita við- undandi boðskapur þess árstíma er senn gengur í garð, jólin.“ Rauðbirkni og brosmildi nýstúd- entinn staddur í útskriftarferð í Portúgal – „Drengir, hér dugar ekkert minna en sólarvörn nr. 50.“ Ánægjan og spennan sem skein úr andliti hans þegar við vinir hans kvöddum hann kvöldið áður en Óli Páll flaug til Bandaríkjanna á leið í nám. Pabbi hans beið hans á áfangastað, það átti að endurnýja kynnin. Óli Páll snýr heim, breyttur mað- ur. Föðurmissirinn og veikindi Óla höfðu sett sitt mark á hann. Sigurbrosið þegar Óli Páll tók við sigurverðlaunum í Gula Rýminu. Hann hafði svo sannarlega unnið fyrir þeim. Nákvæmar og lifandi lýsingar Óla Páls á U2 tónleikunum sem hann fór á. Óli ótrúlega hughraustur síðustu mánuði þrátt fyrir allt. Kaldhæðinn og beinskeyttur húmor hans, sem var honum einum lagið að beita, og var ávallt til stað- ar í heimsóknum okkar á spítalann til hans. Í okkar síðustu heimsókn voru rifjaðar upp sögur og hlegið og Óli Páll kvaddi mig með þessum orðum: „Benni, þú ert eitthvað rugl- aður.“ Með söknuði og eftirsjá kveð ég vin minn, barátta hans og ósérhlífni hefur kennt okkur að meta lífið á annan hátt. Erlu og systkinum Óla sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Benedikt Gíslason. Það er einkennileg tilfinning að fá símtal frá góðum vini, sem er að til- kynna að líklega eigi hann skammt eftir ólifað. Eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm áttu þetta ekki að vera fréttir sem kæmu að óvör- um. Baráttan hafði verið löng og tekið sinn toll. Sjúkdómurinn réðst vægðarlaust að góðum vini okkar og um leið að okkur í vinahóp hans. Við höfðum allir fundið til og það komu þær stundir að Óli Páll var að stappa í okkur stálinu. Við sem töld- um okkur fríska og færa í flestan sjó vorum beygðir og okkar kæri vinur bað okkur að vera ekki með neitt væl. Þess vegna máttum við vita, hvað búið gæti í morgundeginum en við höfðum ýtt þeirri hugsun frá okkur og því voru þessi tíðindi mikið áfall. Hugurinn fór á flug og samviskubit gerði vart við sig. Af hverju þurfti svona símtal til að maður tæki við sér og færi að hugleiða lífið og það hvernig dögunum hafði verið eytt? Þegar við spurðum Óla Pál hvað við gætum gert og hvernig við ætt- um að vera, sagði hann að við ætt- um ekki að breytast neitt. Bara vera við sjálfir. Gaman væri að hitt- ast oftar og gera eitthvað saman þangað til kæmi að hinu óumflýj- anlega. Við gætum til dæmis farið í golf eða í bíó saman. Golfferðirnar og bíóferðirnar urðu samt ekki eins margar og við vonuðum. Sjúkdómurinn hafði líka ráðist á orku hans og krafta. Í síðustu golfferðinni var ekki að sjá hve Óli Páll var veikur, þolið var að vísu minna en hann bar sig vel eins og alltaf. Þegar hann spurði einn okkar hvort hann vildi ekki eiga golfpokann sinn, gerðum við okkur grein fyrir að hann vissi meira en við. Hann var að segja þetta ómögulega, sára og erfiða með svona einföldum hætti. Hann varði okkur vini sína gegn því að tala um dauðann en sagði sjálfur allt sem segja þurfti. Þetta er lýs- andi fyrir Óla Pál, sem gaf mikið af sér af veraldlegum og andlegum gæðum. Eitt kvöld fyrir nokkrum árum fengum við að kynnast snilli Óla Páls í eldhúsinu þegar hann eldaði fyrir okkur dýrindismáltíð heima hjá sér. Síðar um kvöldið var dans- að og sungið við undirspil Adda Rokk. Það kvöld er og verður ógleymanlegt. Því miður gafst ekki tími til að endurtaka þennan leik. Þrátt fyrir að vera fársjúkur breyttist persóna Óla Páls ekki. Hann hélt sínum einkennum sem eru grundvöllur þeirrar vináttu sem lifir þetta líf. Hann hélt áfram að gefa af sér og kenndi okkur félög- unum svo margt um mótlæti og erf- iðleika lífsins. Hann fékk okkur til að meta lífið með öðrum formerkj- um og hugleiða það, að ekkert er sjálfsagt eða sjálfgefið. Það erum ekki við sem gefum, okkar er aðeins að þiggja og fara vel með það sem við þiggjum. Óli Páll gat talað út um hlutina á sinn einlæga hátt en gætti þess um leið að leggja ekki meira á aðra en þeir gætu borið. Þannig var hann ætíð nærgætinn og hugulsamur. Það var með ólíkindum hversu vel hann bar sig allt til hins síðasta, þrátt fyrir hve veikur hann í raun og veru var. Hann tapaði aldrei skopskyninu og gerði óspart grín að okkur þegar við heimsóttum hann á líknardeildina. Oft lét hann okkur heyra það ef við vorum ekki nógu vel til fara eða stoppuðum of lengi hjá honum. Þá fengum við það óþvegið. „Tölum um fótbolta, ég nenni ekki að tala um sjúkdóma,“ sagði hann fyrir skömmu þegar við horfð- um saman á fótboltaleik, en þar var Óli Páll á heimavelli. Áhugamaður númer eitt og fyrrum markvörður í félagahópnum. Fyrir tveimur og hálfu ári stofn- uðum við félagsskap í kringum enska boltann. Þetta var einfaldur leikur og góð ástæða fyrir okkur vinina til að hittast nokkrum sinn- um yfir vetrarmánuðina. Óli Páll hélt utan um stigagjöfina í leiknum af miklum myndarskap og sýndi þar hversu mikil tölvuþekking hans var. Það vildi þannig til að fyrsta árið vermdi Óli botnsætið í leiknum og þótti það að vonum leiðinlegt. En árið eftir fékk hann uppreisn æru þegar hann sigraði með miklum yf- irburðum. Í verðlaun fékk hann veglegan bikar sem í vinahópnum mun bera nafn hans. Þegar við í dag horfum í áttina að líknardeildinni í Kópavogi er ein- kennilegt að eiga ekki erindi þang- að. Heimsóknir til Óla Páls voru orðnar hluti af tilveru okkar. Þó ekki sá hluti lífsins sem við óskum nokkurri manneskju, en það var ekki síst þar sem Óla Páli tókst að kenna okkur félögunum að meta líf- ið enn betur og spyrja spurninga sem öllum er hollt að hugleiða. Þess vegna verður þessi staður okkur ÓLAFUR PÁLL ÓLAFSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.