Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 14
DAGLEGT LÍF 14 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kvennasmiðjan er fyrirsætar stelpur semeru á leið út á vinnu-markaðinn eða í frekara nám, til dæmis ungar konur sem hafa verið heima lengi eða hafa verið með erfið börn og vantar smáhjálp til að komast af stað aftur út í lífið.“ Þetta segja konurnar í Kvenna- smiðjunni m.a. um sjálfar sig á heimasíðu smiðjunnar, sem þær hafa sjálfar hannað og búið til. Markmiðið með námi í Kvenna- smiðjunni, sem fyrst tók til starfa árið 2001, er að auka lífs- gæði einstæðra mæðra sem búa við mikla félagslega erfiðleika og styðja þær til sjálfshjálpar. Kvennasmiðjan er samstarfs- verkefni félagsmálayfirvalda í Reykjavík og Tryggingastofn- unar ríkisins, en í almanna- tryggingalögum er kveðið á um að heimilt sé að greiða end- urhæfingarlífeyri meðan á virkri endurhæfingu stendur. Mikil ásókn hefur verið í Kvennasmiðjuna frá upphafi og hafa færri konur komist þar að en viljað hafa þótt það vilji tín- ast úr hópunum á leiðinni þá átján mánuði sem hver hópur starfar, aðallega vegna þess að ströng mætingaskylda smiðj- unnar er ekki virt. Átján konur hefja nám í hverjum hópi, en átján konur hafa lokið námi í þeim tveimur hópum, sem nú þegar hafa verið útskrifaðir. Þrír hópar til viðbótar eru nú starfandi og útskrifast í febrúar og júní næstkomandi. „Þetta er endurhæfing fyrir einstæðar mæður, 20–40 ára, sem ekki hafa verið lengi úti á vinnumarkaðnum og hafa því ekki haft rétt til at- vinnuleysisbóta. Þær eiga allt frá einu og upp í sex börn og hefur geng- ið miserfiðlega að draga fram lífið. Við viljum auka lífsgæði þessara kvenna því við trúum því að með því að kenna þeim að efla sín eig- in lífsgæði muni það líka koma börnum þeirra og fjölskyldum til góða,“ segir Ella Kristín Karlsdóttir félagsráðgjafi, sem leiðir stýrihóp Kvennasmiðj- unnar. Sjálfstyrking og lífsleikni Að sögn Ellu Kristínar er námið í Kvennasmiðjunni þrí- þætt; hagnýtt, sjálfstyrkjandi og skapandi. Átta námsþættir eru kenndir í Kvennasmiðjunni á sex mislöngum önnum, þrisv- ar í viku í byrjun og fjórum sinnum í viku í lokin. Námið hefst með þriggja daga sjálf- styrkingarnámskeiði og síðan heldur sjálfstyrkingin ásamt lífsleikni áfram mánaðarlega allt námstímabilið. Konurnar eru tvær annir í Námsflokkum Reykjavíkur þar sem markmiðið er að auka lífs- leikni þátttakenda og möguleika á vinnumarkaði eða til áfram- haldandi náms. Á fyrri önninni er kennd íslenska, heimilisbókhald, enska, myndmennt, samskiptahæfni og tilfinningagreind og á þeirri síðari bæt- ist við bókfærsla, stærðfræði, fé- lagsfræði, sam- skiptahæfni og tölvu- og fjármálanámskeið. Í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík er kennd ein önn þar sem markmiðið er að auka möguleika kvennanna á at- vinnumarkaði. Þar er kennd heilbrigðisfræði, næringarfræði, vörufræði, matreiðsla og handa- vinna. Yfir sumartímann skipuleggja þátttakendur tveggja daga sum- arferð með börnum sínum sem hefur það að markmiði að styðja fjölskylduna til samveru í frístundum og sumarnámskeiði er ætlað að auka lífsgæði nem- enda með því að skoða hvað hægt er að gera í frístundum. Farið er m.a. í jóga, dans, gönguferðir, fjölskyldugarða og á söfn. Lokaönninn fer svo fram hjá Mími-Símennt, en þá er gerð greining og mat á árangri þátt- takenda með tilliti til framtíð- arsýnar þeirra. Markmiðið er að öðlast betri sjálfsþekkingu, inn- sýn í eigin áhugasvið og hæfn- isþætti, auka færni í ákvarð- anatöku, markmiðasetningu og bæta þekkingu og færni í und- irbúningi fyrir vinnumarkað. Sameina krafta sína „Það, sem mér finnst einna merkilegast við þessa starfsemi, er að borgaryfirvöld og ríkið skuli vera að leggja saman krafta sína við að styðja þessar konur við áframhaldandi starf á nýjum vettvangi. Konurnar sækja um að komast í Kvenna- smiðjuna hjá sínum fé- lagsráðgjöfum, sem síðan sækja um endurhæfingarlífeyri til Tryggingastofnunar ríkisins og félagsmálayfirvöld í Reykjavík sjá svo um að greiða endurhæf- inguna, sem felst í skólanum. Aftur á móti fá konurnar ekki aðra fjárhagsaðstoð hjá félags- málayfirvöldum í Reykjavík á meðan þær eru í Kvennasmiðj- unni þar sem Tryggingastofnun sér um lífeyrinn þann tíma,“ segir Ella Kristín. Endurhæf- ingarlífeyrir er ámóta ör- orkubótum þar sem grunnlíf- eyrir nemur 20.630 krónum, full tekjutrygging nemur 39.493 krónum, tekjutryggingarauki nemur 16.000 krónum, heimilis- uppbót ef viðkomandi er einn í leiguhúsnæði nemur 16.960 krónum og barnalífeyrir með hverju barni nemur 15.558 krónum. Reglulega er starfsemi Kvennasmiðjunnar metin og farið yfir mætingar og náms- framvindu kvennanna. Vænt- ingar stýrihópsins, sem í sitja fulltrúar frá borg og ríki, eru auk meiri lífsgæða að nemendur fari út á vinnumarkaðinn, í áframhaldandi nám eða áfram- haldandi endurhæfingu.  NÁM | Hagnýtt, sjálfstyrkjandi og skapandi nám fyrir einstæðar mæður Stuðningur til sjálfshjálpar og meiri lífsgæða Morgunblaðið/Sverrir Samstarfsverkefni: „Merkilegast að borgaryfirvöld og ríkið skuli leggja saman krafta sína við að styðja konurnar við áframhaldandi starf á nýjum vettvangi,“ segir Ella Kristín Karlsdóttir félagsráðgjafi. Færri komast að en vilja í Kvennasmiðj- unni, sem er úrræði ríkis og borgar fyrir einstæðar mæður í fé- lagslegum erfiðleik- um. Ella Kristín Karlsdóttir félagsráð- gjafi, sem leiðir stýri- hóp smiðjunnar, sagði Jóhönnu Ingvars- dóttur frá endur- hæfingunni. Markmiðið með náminu er m.a. að nemendur fari út á vinnu- markaðinn, í áframhaldandi nám eða áfram- haldandi end- urhæfingu. join@mbl.is Hún segist aðallega vera úr Reykjavík, en hafibúið úti um allt land með foreldrum sínum á æskuárunum. Þau settust loks að í kaupstað á Norðurlandi og þaðan lauk hún grunnskólaprófi, en ákvað þá að taka sér eins til tveggja ára frí frá námi til að gera eitthvað skemmtilegt. Til að safna peningum, byrjaði hún á því að fara á vertíð til Vestmannaeyja og fluttist svo til Reykjavíkur. Tæp- lega átján ára byrjaði hún með tilvonandi eig- inmanni og áttu þau sinn fyrsta son þegar hún var 19 ára. Tveir synir til viðbótar bættust í hópinn þegar móðirin var 21 og 22 ára, en yngsti sonurinn fæddist misþroska og stundar nám í sérdeild. Unga parið gifti sig, en hjónabandinu lauk tólf árum síðar með skilnaði fyrir sex árum. Móðirin, sem nú er 36 ára, býr í félagslegu leiguhúsnæði ásamt sonum sínum sem orðnir eru 14, 15 og 17 ára. Hún lauk ný- lega námi í Kvennasmiðjunni og er nú komin út á vinnumarkaðinn. Að byggja sig upp og læra „Námið í Kvennasmiðjunni er uppbyggjandi og á heildina litið er ég mjög ánægð með veruna þar, en konur þurfa auðvitað að vera þar á réttum for- sendum. Þær eiga fyrst og fremst að koma þangað til að byggja sig upp og læra. Sumar voru þarna bara út af peningunum og voru hvorki tilbúnar til að mæta né taka þátt í náminu. Það gekk auðvitað ekki auk þess sem það skemmir fyrir hinum, sem eru þarna af alvöru. Aftur á móti má segja að þjóð- félagið sé gegnsýrt af fordómum gagnvart þeim sem þurfa á hjálp samfélagsins að halda og gjarnan er litið á þá sem eitthvert félagsmálapakk. Ég hef því veigrað mér við að nefna Kvennasmiðjuna í at- vinnuviðtölum og veit ég um fleiri sem það gera,“ segir konan, sem ekki vill koma fram undir nafni vegna fordómanna. Fjárhagslegir erfiðleikar höfðu lengi verið við- loðandi fjölskylduna og byrjuðu ekkert endilega við skilnaðinn. „Það er hins vegar enga hjálp að fá sé maður giftur. Þegar skilnaðurinn dundi svo yfir var ég í 60–70% starfi í skóla sem var alls ekki nóg til að framfleyta þremur börnum, en þá fór ég að biðja um aðstoð auk þess sem ég varð mér úti um „svarta vinnu“. Ég fór t.d. að baka kleinur, vín- arbrauð og kökur til að selja í bakarí og í fyrirtæki uppi á Höfða. Karlarnir voru sólgnir í bakkelsið og sá peningur reddaði mér heilmikið. En það kom að því að hendurnar gáfu sig. Ég fékk taugaklemmu í báðar hendur og þurfti í aðgerð. Eftir þjálfun á Reykjalundi leitaði ég alls staðar að vinnu, en eng- inn vildi einstæða móður með þrjú börn á framfæri auk þess sem ég var ekki tilbúin í 100% vinnu. Ég fór á fund félagsráðgjafa til að leita úrræða og þá bauð hann mér aðgang að Kvennasmiðjunni.“ Framtíðarstarf Nú segist hún vera komin í framtíðarstarf svo framarlega sem hún gefist ekki upp því álagið sé mikið. Hún starfar í verslun í Kringlunni og vinnur frá 9.30–19.00 alla virka daga og frá 10.00–18.00 annan hvern laugardag. „Það er svo alltaf heitur matur heima hjá mér á kvöldin. Ég er í tveimur fög- um, íslensku og siðfræði, utanskóla og sel svo Vol- are húð-, hár- og heilsuvörur í heimakynningum. Mig langar til að læra meira. Ég tók námskeiðs- pakkann eins og hann lagði sig og finnst nú orðið mjög skemmtilegt að stúdera sálfræði og siðfræði. Spurningin er hvort maður eigi að leggja á sig margra ára nám, komin á þennan aldur,“ segir hún. Gegnsýrt þjóðfélag af fordómum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.