Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 17 á rekstrarleigu KIA Ísland ehf. Flatahrauni 31, Hafnarfirði. Sími 555 6025. www.kia.is *Smur, og þjónustuskoðanir eru innifaldar í verði rekstrarleigunnar. *Rekstrarleiga er háð breytingum á gengi erlendra mynta og vöxtum. Kynntu þér nánari skilmála hjá sölumönnum KIA KIA RIO Rekstrarleiga kr. 19.900* Í 36 mánuði Verð kr. 1.290.000 NÝLEGA svaraði Önundur Ás- geirsson, fyrrverandi forstjóri Olís, grein minni í Morgunblaðinu þar sem ég leiðrétti misskilning hans um að Eimskipa- félagið fyrirhugaði að reisa höf- uðstöðvar á bíla- stæðalóð austan Pósthússtrætis og sunnan Geirsgötu. Ég vil þakka Önundi fyrir það hve málefnalegur og kurteis hann var í þessu svari og að hann skyldi viðurkenna yf- irsjón sína. Hann hefði þó getað sleppt því að kalla greinina: „Því gjamma hundarnir að þeim er sig- að“. Ef það áttu að vera skilaboð til mín, þá er enginn til að siga mér í þessu máli nema einbeittur vilji til að leiðrétta það sem rang- lega er sagt um félagið. Í grein minni benti ég Önundi á að hann ætti að vanda sig betur ef hann ætlaði að halda áfram að fjalla um málefni líðandi stundar í fjölmiðlum. Hann hefur greinilega ekki tekið mark á þeirri ábendingu því hann heldur áfram áróðri sín- um gegn okkar ágæta félagi og segir m.a. í niðurlagi greinar sinn- ar. „Ég skil vel að Þorkell sé ekki ánægður með neikvæða umfjöllun um starfsemi Eimskips vegna starfs hans, en slík umræða er nú væntanlega á næsta leiti með nýrri yfirtöku á stjórn félagsins. Þetta er óhjákvæmilegt eftir um 40 ára okurstarfsemi félagsins á öllum flutningsgjöldum sem almenningur hefir orðið að bera uppi í háu verð- lagi á nauðsynjavöru. Koma tímar og koma ráð.“ Ekki er ljóst hvaða 40 ára tíma- bil í 90 ára sögu félagsins Önundur er að fjalla um, en líklega er hann að vísa til þess tíma þegar hann var upp á sitt besta. Ef Önundur hefði fjallað af þekkingu um málefni líðandi stundar hefði hann áttað sig á því að flutningsgjöld eru afar lág til og frá landinu og hafa verið um langa hríð. Sér- staklega eru flutningsgjöld á nauð- synjavöru lág. Flutningskostnaður sambærilegur við það sem aðrar þjóðir búa við Niðurstöður liggja nú fyrir úr nýlegri óháðri könnun sem IMG- ráðgjafarfyrirtækið framkvæmdi fyrir Samtök verslunar og þjón- ustu. Þar kemur fram að vöru- stjórnunarkostnaður (þar með talið flutningskostnaður) á Íslandi sé svipaður og almennt gerist í Evr- ópu, og lægri en í Noregi og Finn- landi. Skv. könnuninni er flutnings- kostnaður fyrirtækja á Íslandi í framleiðslu, heildsölu og smásölu á dagvöru að meðaltali um 3% af veltu þessara fyrirtækja, og birgðahaldskostnaður um 4,4%. Samsvarandi tölur úr athugun A.T. Kearney hjá evrópskum fyr- irtækjum 1998 gaf til kynna flutn- ingskostnað 3,1% af veltu evr- ópsku fyrirtækjanna og birgðahaldskostnað 3,4%. Í sambærilegri könnun í Noregi 1999 fyrir heildsala kom fram að flutningskostnaður aðspurðra fyr- irtækja var að meðaltali 4,1% af veltu og birgðahaldskostnaður einnig 4,1%. Í könnun í Finnlandi árið 1999 í framleiðslu, verslun og byggingariðnaði vöru sambæri- legar tölur fyrir flutninga 4,6%, vöruhús og fjárbindingu birgða 5%. Athygli vekur í þessum nið- urstöðum að flutningskostnaður sem hlutfall af veltu íslenskra fyr- irtækja í dagvöru, sem almennt er kölluð nauðsynjavara, er sambæri- legur eða lægri en flutningskostn- aður fyrirtækja á Norðurlöndum og í Evrópu. Þetta staðfestir að flutningaþjónusta á Íslandi er mjög hagkvæm og sambærileg eða lægri en í nágrannalöndunum. Þessar niðurstöður eru í sam- ræmi við þróun flutningsgjalda á síðustu árum. Flutningsgjöld Eim- skips hafa til dæmis lækkað um- talsvert að raunvirði á síðast- liðnum áratug til hagsbóta fyrir viðskiptavini félagsins og neyt- endur. Hluthafar hafa því miður setið nokkuð eftir og þess vegna er unnið að því að bæta þeirra hag með margvíslegum aðgerðum. Önundur fastur í fortíðinni Önundur er áfram fastur í for- tíðinni. Eimskip stundar ekki ok- urstarfsemi, en það má vel vera að okrað hafi verið á Önundi eða ein- hverjum öðrum fyrir áratugum. Það ríkti hár kostnaður á fjöl- mörgum sviðum í okkar þjóðlífi áð- ur en viðskiptafrelsi og forréttindi voru afnumin. Eimskipafélagið hefur aftur á móti staðið undir væntingum stofnenda félagsins og fjarlægð okkar frá öðrum þjóðum er nú nánast engin hindrun í vöru- flutningum. Markmiðum stofnenda félagsins hefur verið náð. Auðvitað hefur virk samkeppni hjálpað okk- ur að ná þessu markmiði, enda er samkeppni öllum fyrirtækjum nauðsynleg, jafnt flutningafyr- irtækjum sem olíufélögum. Vörustjórnunarkostnaður – leið til lækkunar Í niðurstöðum skýrslu IMG um vörustjórnunarkostnað er bent á leiðir til að lækka vörustjórn- unarkostnað fyrirtækja. Lögð er mest áhersla á skipulag og stjórn- un aðfangakeðjunnar og útvistun á vöruhúsa- og flutningaþjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að hvort- tveggja hefur skilað sér til fyr- irtækja í lægri vörustjórn- unarkostnaði. Þetta styður stefnu Eimskips að þjónusta sambærileg við þá sem félagið rekur í Vöru- hótelinu á mikla framtíð fyrir sér. Olís hefur verið og er vel rekið fyrirtæki og sama gildir um Eim- skipafélagið. Það er því ekki ástæða fyrir okkur Önund að vera að skrifast á um þessa hluti í fjöl- miðlum. Þeir sem eru hættir störf- um og sestir á friðarstól eiga að njóta lífsins og gleðjast yfir þeim framförum sem orðið hafa. For- tíðin er liðin og framtíðin er nýrr- ar kynslóðar sem þegar hefur tek- ið við stýrinu. Það er full ástæða til jákvæðni og bjartsýni og ómak- legt að velta upp draugum fortíðar sem löngu er búið að kveða niður. Önundur Ásgeirsson enn í gamla tímanum Eftir Þorkel Sigurlaugsson Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Hf. Eimskipafélags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.