Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 19 9%. Sú ngöng rða og ð um 7%. mót- 8 millj- r áætluð Það er á grundvelli þessara staðreynda sem Reykjavíkurborg þarf að taka sína ákvörðun. Því hefur verið lýst yfir af hálfu meiri- hlutans, og var síðast gert á borg- arstjórnarfundi í október, að vilji borgarinnar standi helst til að byggja hábrú yfir Kleppsvíkina. Ljóst er að sú leið er tæplega 5 milljörðum dýrari en sú leið sem Vegagerðin telur besta, og þar sem hún er hvorki talin öruggari né hagkvæmari fer Vegagerðin eðli- lega fram á það að borgin greiði þann kostnað sem á milli þessara leiða er. Þetta er sú regla sem gild- ir í samskiptum Vegagerðarinnar við öll sveitarfélög landsins. Þessu hefur núverandi meirihluti í Reykjavík hins vegar ekki viljað una og nýlega kom fram í máli formanns skipulags- og bygging- arnefndar Reykjavíkur að sá ágreiningur snerist um sjálfs- forræði sveitarfélaganna í landinu. Að sjálfsögðu er það ekki svo, enda kemur skýrt fram í vegalög- um að rísi slíkur ágreiningur milli Vegagerðarinnar og sveitarfélags sé heimilt að krefja viðkomandi sveitarfélag um kostnaðarmun. Þessi regla er einnig mjög eðlileg í ljósi þess að yfirvöldum ber að ráðstafa skattfé landsmanna með hagkvæmum og skynsamlegum hætti og þess vegna hljóta þau sveitarfélög, sem einhverra hluta vegna vilja ráðstafa meira fé til slíkra framkvæmda, að leggja það fram sjálf. Þetta vita borgaryfirvöld og verða því að ákveða hvort þau séu tilbúin til að leggja fram umrædda fimm milljarða til að fjármagna hábrúna. Sú leið er reyndar hvorki öruggari né hagkvæmari, en kostar margfalt meira. Líkt og fram kom í máli okkar borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta fundi borgarstjórnar höfum við efasemdir um slíka ákvörðun. Við teljum skynsamlegt að skoða af alvöru hagkvæmustu, öruggustu og arðsömustu leiðina sem kölluð er landmótunarleið, að því gefnu að hún standist umhverfismat. Sú leið mætir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til Sundabrautar, auk þess sem um hana gæti náðst góð sátt sem tryggir að gengið verði til þessara framkvæmda fljótt og örugglega. Fyrst og síð- ast teljum við nauðsynlegt að hraða ákvörðun um þetta mik- ilvæga samgöngumannvirki og tryggja þannig að framkvæmdir geti hafist og Reykvíkingar og aðrir landsmenn fái sem fyrst að njóta þess aukna hagræðis og ör- yggis sem Sundabrautin mun tryggja. rðun er allt sem þarf Höfundur er borgarfulltrúi. Teikning/Línuhönnun verkfræðistofa magn að ræða, bæði of hátt og íbúðir. Byggt er allt of langt of- n og Fossvogsdalnum og ásýnd breytt. Umferðarmál, skólamál r óleyst eða óljóst. Við erum því sari tillögu. Samfylkingin lagði í sningabaráttu mikla áherslu á ði og virka þátttöku bæjarbúa í veitarfélagsins, var það í raun ur með Samfylkingunni um land ðustu alþingiskosningum einnig. m grundvallarmun á stefnu kka sem sitja í bæjarstjórn og sem skilur okkur frá þeim. Samstaða um Lund sta klisjan sem heyrist í um- r að það þurfi að þétta byggð og u skipulagi sé verið að uppfylla svæðisskipulags þar um. Það er masemmerki milli þess að þétta byggja háar blokkir. Mark- æðisskipulagsins er hægt að ná m hætti. Það er gott að hafa ð eyrað að þéttasta byggð á Ís- Þingholtunum í Reykjavík og að háhýsi. um betri Lund hafa boðað til m málið á þriðjudag í næstu viku. r samkvmæt dagskrá farið yfir ega og út frá mörgum sjón- . Þar eru þessi samtök í raun að em bæjarfirvöld ættu að gera; ulagsmál og tillögur á Lund- á breiðum grunni sem hægt sé ækri sátt um meðal íbúa í ná- annarra Kópavogsbúa. Þessi að vera á faglegum og grunni okkspólitískum og vonandi takir bæjarfulltrúar eða flokkar ra sér pólitískt mat úr svo mik- li. ur er oddviti Samfylkingarinnar ogi. Skólagjöld við Háskóla Ís-lands eru enn og afturkomin upp á borðið. Um-ræða um skólagjöld við þennan þjóðskóla allra landsmanna er þó hvergi nærri ný af nálinni. Allt frá því að farið var að undirbúa ný lög um Háskóla Íslands sem sam- þykkt voru á Alþingi 11. mars 1999 hefur þessi umræða verið uppi. Þá var málið mikið reifað í þáverandi háskólaráði Háskóla Íslands og vildu ýmsir setja inn heimildar- ákvæði fyrir skólagjöld í lögin en aðrir komu í veg fyrir það, með full- trúa stúdenta í broddi fylkingar. Í þeim lögum segir: „Háskóla Ís- lands skal heimilt að taka gjald fyrir þjónustu sem telst utan þeirrar þjónustu sem háskólanum er skylt að veita. Honum er enn frem- ur heimilt að taka gjöld fyrir endurmenntun og fræðslu fyrir almenn- ing.“ Háskólanum er skylt að veita nem- endum sínum æðri menntun til tiltekinna gráða og hún á lögum samkvæmt að vera ókeypis. Háskóla Ís- lands er einnig skylt að veita endurmenntun og fræðslu fyrir almenn- ing en sérstakt heimildarákvæði var sett inn í lögin til að unnt væri að rukka fyrir þá skyldubundnu þjón- ustu. Ekki er erfitt að skilja þær raddir sem vildu á sínum tíma fá lagaheim- ild til að innheimta skólagjöld. En þó að hægt sé að skilja hvað það er sem rekur fólk í þessa átt á ég erfitt með að skilja að skólagjöld séu rétta lausnin. Af hverju vill fólk innan Háskóla Íslands taka upp skólagjöld? Á und- anförnum árum hefur landslag há- skólamenntunar tekið róttækum breytingum. Sprottið hafa upp nýir skólar á háskólastigi sem reknir eru af einkaaðilum. Þeir hafa hlotið sama framlag til kennslu á hvern nemanda og Háskóli Íslands. Hins vegar hefur verið hægt að reka þá á hagkvæmari hátt út frá markaðs- sjónarmiðum þar sem þeim er boðið upp á takmarkað námsframboð. Þeir gegna ekki sama hlutverki og Háskóli Íslands, það er að vera aka- demía á breiðum grundvelli. Þeir bjóða upp á háskólagráður í afmörk- uðum fögum, yfirleitt innan við- skipta- og tæknigreina. Að auki hafa þessir skólar haft heimild til að inn- heimta skólagjöld og nýtt sér hana. Samkeppnisstaða Háskóla Ís- lands hefur því eðlilega breyst af þessum sökum. Æ erfiðara verður að halda uppi metnaðarfullri kennslu í ýmsum greinum. Það stafar einnig af því að Há- skóla Íslands eru nú skammtaðir peningar út frá reiknilíkani sem miðast við tilteknar einingar. Þannig er hagkvæmast að kenna „ódýrum“ nemendum í stórum einingum. Óhagkvæmt er að kenna í fámenn- um námskeiðum og því eru kennslu- aðferðir akademíunnar, sem einkum byggjast á umræðu og tilraunum, þ.e. sjálfstæðri þekkingarleit hvers einstaklings, orðnar óhagkvæmar. Fjárskorturinn er þannig farinn að hafa verulega hamlandi áhrif á allt starf Háskóla Íslands. Kennarar fara á eftirlaun en engir nýir koma í staðinn. Þannig er til dæmis staðan í íslenskuskor Háskóla Íslands, þar sem kennurum hefur fækkað um fjóra á nokkrum árum. Náms- greinar eru lagðar niður, t.d. á að leggja niður nám í rússnesku við HÍ. Nemendur sem eiga að læra kennslufræði fá nánast enga æfinga- kennslu, hún er einfaldlega of dýr. Þá er ónefnd sú staðreynd að Há- skóli Íslands sér sjálfur um nýbygg- ingar og viðhald á byggingum með því að reka Happdrætti Háskóla Ís- lands. Menn kunna að deila um sið- ferði þess að akademía þjóðarinnar þurfi að fjármagna kennsluhúsnæði með þessum hætti en stjórnvöld hafa lítinn vilja sýnt til að taka þátt í þessum kostnaði. Í stuttu máli sagt má segja að Há- skóli Íslands hafi verið múlbundinn undir núverandi ríkisstjórn. Þess vegna er svo komið að háskólafólk gefst upp og biður um skólagjöld. En getur það verið rétta lausnin? Staðreyndin er sú að með því að leggja skólagjöld á nemendur Há- skóla Íslands yrði grundvall- arhugmynd íslensks menntakerfis um jafnrétti til náms kollvarpað. Allt hjal um að stúdentar gætu fengið lán fyrir gjöldunum er fánýtt enda myndu þau aðeins ýta undir skuld- setningu ungs fólks sem er ærin fyr- ir. Skólagjöld hefðu fælandi áhrif fyrir hina efnaminni og straumur ungs fólks til útlanda myndi vaxa. Við megum ekki láta erfiðleika villa okkur sýn. Eina raunverulega lausnin á vandanum er að skipta um stjórnarhætti í þessu landi. Við get- um ekki fórnað slíku grundvallar- gildi eins og jafnrétti til náms fyrir skammtímahagsmuni. Þegar Háskóli Íslands var stofn- aður 1911 var það mikilvægt skref í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá skildu menn að það að mennta þjóð sína var lykill að velgengni. Menn byggðu það m.a. á hugmyndum Jóns Sigurðssonar sem fannst að skólar ættu að stuðla að „framför alls landsins, allrar þjóðarinnar“. Hann taldi einnig að við ættum „ekki að skirrast við þeim kostnaðarauka, sem kljúfandi væri, því engum pen- íngum er varið heppilegar en þeim, sem keypt er fyrir andleg og lík- amleg framför sem mest að verða má“. Enda hefur þessi stefna skilað sér í miklum lífsgæðum hér á landi. Á upphafsdögum HÍ var oft þröngt í búi enda skólinn á hrakhólum lengst af og enn eru ýmsar greinar Há- skóla Íslands dreifðar um allan bæ. En hingað til höfum við staðið stað- fastan vörð um þá hugmynd að Há- skóli Íslands sé þjóðskóli þar sem allir geti stundað nám sem hafa nægilega undirstöðu í menntun. Því er mjög mikilvægt að Háskóli Íslands verði ekki skammsýnni markaðshyggju að bráð. Við eigum ekki aðeins að hugsa um hvað sé hagkvæmt heldur líka hvað sé gott. Ef bestu kennsluaðferðirnar kosta meira en hinar eiga stjórnvöld að hafa manndóm til að líta upp úr fer- köntuðum reiknilíkönum og sýna sveigjanleika í starfi. Við getum ekki látið Háskóla Íslands drabbast niður og bent svo bara á eitthvert óskil- greint reiknilíkan sem erki- illmennið í málinu, eins og það sé óumflýjanleg staðreynd sem menn- irnir geti ekki haft nein áhrif á. Að sama skapi gengur ekki að menn yppti bara öxlum og bendi á að nem- endur eigi að axla þennan bagga. Þá myndum við skera okkur verulega frá sambærilegum stofnunum á Norðurlöndum og víða í Evrópu og ýta undir atgervisflótta til erlendra háskóla þar sem hægt er að fá skóla- gjöld niðurfelld, myndarlega styrki eða þar sem engin skólagjöld eru – ekki bara lán fyrir öllu heila klabb- inu. Þá fyrst væri „samkeppn- isstaða“ Háskóla Íslands orðin slæm. Eru skólagjöld óumflýjanleg? Eftir Katrínu Jakobsdóttur Höfundur er formaður ungra vinstri grænna. ’ Við eigum ekki alltaf að-eins að hugsa um hvað sé hagkvæmt heldur líka hvað sé gott. Ef bestu kennsluaðferð- irnar kosta meira en hinar eiga stjórnvöld að hafa mann- dóm til að líta upp úr ferkönt- uðum reiknilíkönum og sýna sveigjanleika í starfi. ‘ Það var athyglisvert að sækja síð-asta fund EFTA-þingmanna-nefndarinnar í Brussel fyrirnokkrum dögum. Meðal gesta á fundinum var Gerard de Graaf, deild- arstjóri á skrifstofu um málefni innri markaðarins hjá framkvæmdastjórn ESB. De Graaf er mjög háttsettur í stjórnkerfi ESB og situr framkvæmdastjórnarfundi ESB. Hans hlutverk var að ræða innri markað sambandsins og það verður að segjast að frásögn hans sem og þau gögn sem lágu fyrir fundinum voru sláandi. Í stuttu máli er vandi innri markaðar ESB mikill og því fer víðs fjarri að sá árangur hafi náðst sem að stefnt var að. Sem dæmi má nefna að þjónustuviðskipti hafa minna vægi á milli aðildarlanda ESB en fyrir 10 árum. Verslun við lönd utan sambandsins eykst meira en verslun innan þess og sam- ræming á verðlagi milli aðildarríkja hefur meira og minna stöðvast. Árið 2001 tók að meðaltali helmingi lengri tíma að koma samræmdum reglum í framkvæmd en árið 1995 eða nánar tiltekið átta ár í stað fjögurra og hálfs. Skilaboð De Graafs voru einföld - hann taldi að vilj- inn væri ekki til staðar hjá aðildarlönd- unum til að koma fram þeim breytingum sem nauðsynlegar eru til að ná þeim mark- miðum sem sett hafa verið. Þar af leiðandi væri mjög erfitt að ná þeim háleitu mark- miðum sem sett voru á Lissabon-fundinum árið 2001. Þau gengu í stuttu máli út á að efnahagskerfi ESB-landanna verði það hagkvæmasta og skilvirkasta í heimi árið 2010. Það er mjög brýnt fyrir lönd ESB að innri markaðurinn gangi snurðulaust þar sem efnahagsþróun hefur verið óhagstæð í aðildarríkjunum síðastliðin ár. Þá er sam- bandið að stækka um hvorki meira né minna en 10 lönd á næstu árum og mikill framtíðarvandi blasir við sambandinu. Í ,,gömlu“ Evrópu hefur verið lítil fjölg- un íbúa og það liggur fyrir að gríðarlegar lífeyrisskuldbindingar munu leggjast á þjóðirnar í nánustu framtíð ef ekkert verð- ur að gert. Af þessum ástæðum eru áhyggjur de Graaf og annarra forystu- manna ESB skiljanlegar. Ef vandi ESB er mikill með 15 lönd hvernig verður ástandið með 25 lönd innan borðs sérstaklega þegar haft er í huga að vinnan við stjórnarskrá ESB hefur ekki skilað tilætluðum árangri? Taldi t.d. hið virta tímarit The Economist að stjórnarskráin eins og hún liggur fyrir væri best geymd í ruslatunnu. Hvaða áhrif hefur þessi staða á Íslend- inga? Þetta eru engar gleðifréttir fyrir okkur þar sem það skiptir máli að innri markaðurinn sem við höfum aðgang að í gegnum EES-samninginn verði sem skil- virkastur í nútíð og framtíð. Við hljótum því að vona að úr rætist. Það liggur hins vegar fyrir að vandi ESB sem stofnunar sem og ESB-landanna er mikill. Við getum þakkað fyrir að við stöndum ekki frammi fyrir sama vanda. Má þar nefna mikið at- vinnuleysi, opinberar skuldir, ósveigjan- legan vinnumarkað, litla atvinnuþátttöku kvenna, gríðarlegan framtíðarvanda vegna þess að þjóðirnar eru að eldast og ekki eru til sjóðir til að ganga í. Það er því nauðsyn- legt að hafa þetta í huga þegar Evrópu- málin eru rædd. Ísland á án nokkurs vafa möguleika á að verða í allra fremstu röð á flestum sviðum. Við höfum náð gríð- arlegum árangri á undanförnum áratug og ef rétt er á málum haldið eigum við að geta gert enn betur. Við eigum að nýta þá sér- stöðu sem við höfum, okkur jafnt sem kom- andi kynslóðum til framdráttar. Ein sér- staðan er að við ráðum okkar málum sjálf og þurfum ekki að taka þátt í sam- runaþróun ESB. Það er mikill kostur. ESB í vanda Eftir Guðlaug Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.