Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 298. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skagamyndir fyrir alla Ljósmyndasafn Akraness skannar myndirnar inn á vefinn 12 Sessý og Jóhanna Vala hlutskarp- astar í stjörnuleitinni Fólk 31 Brenndu bréfið Fjörlegar umræður á Hugvís- indaþingi Listir 16 Sáu og sigruðu KJÓSENDUR í Georgíu gengu að kjörborð- inu í þingkosningum í gær, en úrslit þeirra eru sögð munu segja til um hvaða stjórn- málamaður verði til að taka við af Eduard Shevardnadze forseta, en fylgi við hann hef- ur hrunið vegna ófremdarástands í öryggis- og efnahagsmálum landsins. Samkvæmt út- gönguspám unnu stjórnarandstöðuflokkar verulega á, að sögn fréttavefjar BBC. Framkvæmd kosninganna gekk að sögn erlendra eftirlitsmanna ekki hnökralaust fyrir sig. Tafir urðu m.a. vegna þess að nöfn kjósenda fundust ekki á kjörskrá. Þrír Ís- lendingar taka þátt í kosningaeftirlitinu. Úrslita var ekki að vænta fyrr en í dag. Stjórnarand- stöðu spáð sigri SÆNSKA lögreglan hefur fundið buxur, þaktar blóði utanríkisráðherrans myrta, Önnu Lindh, eftir því sem Stokkhólmsblað- ið Expressen greindi frá í gær. Sagðist blaðið hafa fengið það staðfest á rannsóknarstofu sænsku lögreglunnar að buxurn- ar, sem fundust úti í skógi, hefðu verið þaktar blóði úr Lindh. „Á ákveðnum stað í buxun- um var líka hlutur sem gerir okkur kleift að segja með vissu að bux- urnar séu af hinum 24 ára gamla manni,“ er haft eftir ónafngreindum lögreglumanni. Þetta túlkar blaðið sem staðfestingu á að buxurnar séu af Mijailo Mijailovic, sem ver- ið hefur í meira en mánuð í gæzluvarðhaldi vegna morðsins, en nú eru aðeins fjórir dag- ar eftir af þeim fresti sem ákæruvaldið hef- ur til að leggja fram formlega ákæru. Senni- legt þykir þó að gæzluvarðhaldið verði framlengt einu sinni enn þar sem saksókn- ari vilji undirbúa ákæruna betur. Buxnafundurinn bætist við önnur sönn- unargögn, sem áður eru kunn, svo sem erfðaefnisgreiningu á lífsýnum af hnífnum sem Lindh var stungin með og úr hettu sem árásarmaðurinn skildi eftir á flóttanum. Mijailovic hefur ekki játað á sig verknaðinn. Fundu buxur með blóði Lindh Stokkhólmi. AFP. Mijailovic FIMMTÁN bandarískir hermenn fórust og 21 særðist er herskáir andstæðingar hernámsins í Írak skutu niður Chinook-þyrlu Bandaríkjahers rétt sunnan við borgina Fallujah í gærmorgun. Þyrlan var að ferja hermenn sem voru á leið heim í leyfi. Þá staðfestu talsmenn hernámsyfirvalda einnig í gærkvöldi, að tveir óbreyttir Banda- ríkjamenn, sem störfuðu sem verktakar fyrir Bandaríkjaher við að eyða vopnum sem gerð hafa verið upptæk út um allt Írak, hefðu farizt er sprengja sprakk í gær við bíl þeirra, einnig nærri Fallujah. Þetta er mesta mannfall sem Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir á einum degi í Írak frá því innrásin stóð sem hæst í lok marz sl. „Þetta er augljóslega sorgardagur fyrir Bandaríkin,“ sagði bandaríski varnarmálaráð- herrann Donald H. Rumsfeld í viðtalsþætti á sjónvarpsstöðinni ABC. Og hann bætti við: „Í löngu og ströngu stríði er óhjákvæmilegt að sorgardagar komi, eins og þessi. Þeir eru hluti af því að heyja stríð sem er erfitt og flókið.“ Trent Duffy, talsmaður Hvíta hússins, sagði Bandaríkjastjórn staðráðna í að halda „stríðinu gegn hryðjuverkum“ ótrauð áfram, þrátt fyrir harmafregnir eins og þær sem nú hefðu borizt af vettvangi í Írak. „Hryðjuverkamennirnir reyna að drepa hermenn bandamanna og sak- lausa Íraka vegna þess að þeir vilja að við tökum til fótanna, en vilji okkar og einbeitni eru óhagg- anleg,“ sagði Duffy. „Við munum hafa betur á þessari mikilvægu víglínu stríðsins gegn hryðjuverkum vegna þess að of mikið er lagt undir til þess að sætta sig við nokkuð minna,“ áréttaði forsetatalsmaðurinn. Bremer beinir spjótum að Sýrlandi Paul Bremer, æðsti fulltrúi Bandaríkja- stjórnar í Írak, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að flestir liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtak- anna sem væru í Írak hefðu komið yfir landa- mærin frá Sýrlandi. Mæltist hann til þess að þarlend stjórnvöld stæðu sig betur í eftirliti á landamærunum. Bandarískir ráðamenn hafa ítrekað gagnrýnt Sýrlendinga fyrir meintan skort á samstarfsvilja. Fimmtán hermenn farast er bandarísk herþyrla er skotin niður í Írak Mannfallið mikið áfall Reuters Liðsmenn Bandaríkjahers á vettvangi við flak Chinook-herflutningaþyrlunnar sem hrapaði við Fallujah, um 50 km vestur af Bagdad í gær. Fallujah, Washington, Bagdad. AP, AFP. „Sorgardagur“ segir Donald H. Rumsfeld ♦ ♦ ♦ AFNÁM tekjutengingar barnabóta var meðal ályktana sem landsfund- ur Samfylkingarinnar samþykkti í gær, en Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sleit fundinum síðdegis. Þá var sam- þykkt ályktun um atvinnumál þar sem fram kom m.a. að atvinnuleys- isbætur ættu að taka mið af fyrri tekjum. Í lokaræðu sinni lagði Öss- ur þó einkum áherslu á þá ályktun fundarins að Samfylkingin vildi beita sér fyrir því að skoða nýjar leiðir og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðismálum. Sagði hann að flokkurinn ætlaði sér að taka for- ystu í þeim málaflokki. Össur var endurkjörinn formað- ur Samfylkingarinnar á fundinum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var kjörin varaformaður „með engu greiddu atkvæði“, eins og hún orð- aði það. Þau voru bæði sjálfkjörin þar sem engin mótframboð bárust. Þá var Stefán Jón Hafstein endur- kjörinn formaður framkvæmda- stjórnar flokksins með 61,43% greiddra atkvæða. Margrét Frí- mannsdóttir, fyrrverandi varafor- maður Samfylkingarinnar, gaf ekki kost á sér til formennsku í fram- kvæmdastjórn, eins og hún hafði íhugað fyrir fundinn. Öflugur flokkur Össur sagði m.a., eftir að endur- kjör hans hafði verið tilkynnt, að hann væri stoltur af því að fá að leiða Samfylkinguna. „Ég tel að þessi landsfundur hafi sýnt svo ekki verði um villst hversu öflug við er- um orðin.“ Hann sagði ennfremur að það væri enginn efi í sínum huga að hann og „sín góða vinkona“, eins og hann orðaði það og vísaði þar til Ingibjargar, ættu eftir að eiga góða samtíð og framtíð í flokknum. Ingibjörg sagði, eftir að hún var orðin varaformaður flokksins, að þeir sem sætu á landsfundi Sam- fylkingarinnar væru fulltrúar tæp- lega 57 þúsund kjósenda. „Þriðj- ungur þjóðarinnar er á bak við okkur og mun fleiri eru tilbúnir til þess að fylkja sér á bak við okkur.“ Ingibjörg sagði að sú staðreynd legði jafnframt miklar skyldur og mikla ábyrgð á flokkinn. „Við erum flokkur sem alltaf mun verða með stjórnartaumana innan seilingar. Og stuðningsmenn okkar eiga rétt á því að við gerum það sem í okkar valdi stendur til að ná tökum á þess- um taumum; að við klúðrum ekki þeim tækifærum sem við fáum og að við vinnum sem einn maður að því að undirbúa okkur fyrir hlut- deild í ríkisvaldinu.“ Fjölmargar ályktanir voru sam- þykktar á síðasta degi fundarins. Meðal annars var samþykkt álykt- un um bann við kaupum á vændi. Vegna tímaskorts tókst þó ekki að fjalla um allar þær tillögur að álykt- unum sem lagðar höfðu verið fram á fundinum. Var nokkrum þeirra vísað til framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar. Hópur ungra jafn- aðarmanna var ekki sáttur við þá afgreiðslu. Landsfundi Samfylkingarinnar lauk í Hafnarfirði síðdegis í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir varaformaður fagna kjöri sínu á fundinum. Ályktuðu að afnema skuli tekjutengingu barnabóta  Flokkur/10–11 BREZKI ævintýramaðurinn Sir Ranulph Fiennes (t.h.) spjallar hér við fréttamenn ásamt hlaupafélaga sínum Mike Stroud eft- ir að þeir komu í mark í New York- maraþonhlaupinu í gærkvöldi, en þar með luku þeir sjöunda og síðasta maraþonhlaup- inu sem þeir hlupu á jafnmörgum dögum í heimsálfunum sjö. Sir Ranulph, sem er 59 ára og gekkst nýlega undir hjartaaðgerð, lagði hlaupin á sig til að safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök hjartasjúklinga. Reuters Luku sjöföldu maraþonhlaupi ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.