Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Empire Kvikmyndir.is SV MBL SG DV The Rundown er mikil rússíbanareið og hún nær þeim ævintýrablæ og húmor sem einkennir m.a. Indiana Jones myndirnar. H.K. DV. Ævintýraleg spenna, grín og hasar KVIKMYNDIR.IS ROGER EBERT Beint á toppinn í USA  SG DV Empire Kvikmyndir.is SV MBL “Fyndnasta barátta kynjanna á tjaldinu um langa hríð.” ATH!AUKASÝNINGKL. 9.05 „Ein besta gamanmynd ársins- fyrir fullorðna“ Sýnd kl. 5.50, 8, 9.05 og 10.15.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Heimsfrumsýning 5. nóv. Jour de Fete sýnd kl. 6. Mon Oncle sýnd kl. 8. Playtime sýnd kl. 10. Helen Mirren og Julie Walters fara á kostum í nýrri og bráðskemmtilegri breskri gamanmynd í anda „Full Monty“. Mynd sem kemur skemmtilega á óvart enda ein stærsta mynd ársins í Bretlandi. Sýnd kl. 6. Nýjasta mynd Coen bræðra. Frábær rómant- ísk gamanmynd sem bragð er að. Sýnd kl. 10. 6 Edduverðlaunl Sýnd kl. 6 og 8. M.a. Besta mynd ársins SAMNINGURINN felur í sérað SINE mun gefa út þriðjuplötu Mínuss Halldór Lax-ness, sem kom út í maí hér- lendis, á öllum helstu markaðs- svæðum í Evrópu í febrúar á næsta ári undir merkjum Sony. Smekkleysa stofnaði, í ágúst síð- astliðnum, útibú í Bretlandi sem mun vinna útgáfum félagsins braut- argengi þar í landi jafnt sem á al- þjóðavettvangi. Mun Halldór Lax- ness þannig verða fyrsta platan sem kemur út undir nafni Smekkleysu í Bretlandi. Sony sér um að dreifa plöt- unni þar í landi en annars staðar í Evrópu verður platan gefin út undir mekjum SINE eða Sony. Mun samn- ingur Smekkleysu við SINE vera hliðstæður þeim samningi sem lítil sjálfstæð fyrirtæki á borð við Nude, sem gefur út Suede, Creation og síð- ar Big Brother sem gefur út Oasis, og Independiente, sem gefur út Travis, hafa haft í gegnum árin við Sony. Undanfarin ár hefur Mínus verið að leggja grunninn að ferli sínum ut- an Íslands. Árið 2000 gerði Smekk- leysa samning við hljómsveitina. Fyrsta platan sem kom út samkvæmt þeim samningi var Jesus Christ Bobby, en áður hafði sveitin gefið út Hey Johnny árið 1999. Jesus Christ Bobby vakti athygli bresku rokk- pressunnar og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Þetta leiddi til sam- starfs við Victory Records í Banda- ríkjunum sem gaf út Jesus Christ Bobby árið 2001 og Halldór Laxness síðasta sumar. Langt og strangt útrásarstarf Í desember 2002 fékk Smekkleysa styrk frá Útflutningsráði til að greiða helming launa markaðsstjóra í Bret- landi í sex mánuði. Styrkurinn var nýttur til að koma Mínus á framfæri og auka meðvitund breska markaðar- ins um þá tónlist sem Smekkleysa gefur út. Anna Hildur Hildibrands- dóttir var ráðin til verkefnisins og stýrði kynningarátaki á plötu Mínuss, Halldóri Laxness, sem kom út sam- tímis í Bretland og á Íslandi. Sam- hliða því sem hljómsveitin fór í þriggja vikna tónleikaferðalag um Bretland seldist Halldór Laxness í 3000 eintökum þar og hlaut mjög góða dóma í fjölmörgum tónlistar- tímaritum. Mínus hefur nýlokið stuttri tón- leikaferð um Bretland þar sem sveit- in tók upp 4 lög hjá Marie Ann Hobbs á BBC Radio 1 og hitaði upp í London ULU fyrir bresku rokksveitina HundredReasons. Mínusmenn halda aftur til Bretlands á 8 daga tónleika- ferð með Million Dead í lok nóvember og ljúka þeirri ferð á Kerrang hátíð í The Garage 2. desember. Í undirbúningi er nú útgáfa á smá- skífu í janúar á lagið „Angels In Dis- guise“ af Halldóri Laxness og mynd- band við það. Halldór Laxness verður síðan gefin út í Evrópu snemma árs 2004 og reiknað er með útgáfu á tveimur smáskífum til viðbótar með vorinu til að fylgja útgáfunni eftir. Mikill léttir fyrir hljómsveitina Ásmundur Jónsson hjá Smekk- leysu segir þetta áfangasigur bæði fyrir hljómsveitina og smekkleysu. „Útgáfuferill hljómsveitarinnar er að komast á annað stig og nú geta þeir ferðast og kynnt plötuna. Þetta er nýr áfangi fyrir Smekkleysu sem hef- ur nú opnað útibú í Bretlandi og hef- ur nú öðlast samkeppnishæfan grundvöll fyrir íslenska listamenn. Þetta styttir þann feril að koma listamanni eða hljómsveit á framfæri úti. Við getum núna gefið út plötu samhliða á Íslandi og í Bretlandi og unnið að því að koma á framfæri við- komandi listamönnum.“ Frosti Logason, gítarleikari í Mín- us, er hinn hressasti með nýja samn- inginn og segir þetta vera mikinn létti fyrir hljómsveitina. „Nú getum við unnið við að gera músíkina okkar, það minnkar heilmikið strögglið allt sam- an. Það hjálpar okkur rosalega að þurfa ekki að vera að gera allt sjálfir, að bóka túra og alla þá vinnu sem það kostar að vera í hljómsveit. Nú er komið fullt af liði sem er að gera þetta á fullu fyrir hljómsveitina. Þetta eru tímamót sem sparka svolítið í rassinn á okkur, við fáum alveg vítamín- sprautu við þetta. Mínus ræðst með látum inn á Evrópumarkað Rokksveitin Mínus hefur gert langtímasamning við Smekkleysu á Íslandi og samhliða honum gerði Smekkleysa framsalssamning fyrir hljómsveitina við Sony Independent Network Europe (SINE) um útgáfu í Evrópu utan Íslands, Bretlands og Írlands. Ljósmynd/Börkur Sigþórsson Hljómsveitin Mínus uppsker nú árangur mikils kynningarstarfs. Útgáfusamningur við Sony í höfn Í GÆR var haldin sérstök sýning á Línu Langsokki fyrir starfsmenn Morgun- blaðsins og börn þeirra og skemmtu bæði börn og fullorðnir sér afskaplega vel. Ekki var laust við að Tommi og Anna og Lína Langsokkur létu nokkrar léttar glósur flakka um blaðið og var því vel tekið af kátum áhorfendum. Í sýningarlok kom Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, fram á sviðið og tilkynnti að svo skemmtilega vildi til að í áhorfendaskar- anum væri að finna tíu þúsundasta gest- inn á leikritið sívinsæla. Reyndist hinn heppni gestur vera Þórunn Jörgensen, átta ára snót, og var henni vel fagnað af Línu Langsokki sem gaf henni stærð- arinnar knús og blómvönd. Ekki var annað að sjá en vel færi á með þeim vin- konunum. Morgunblaðið/Jim Smart Tíu þúsundasti gesturinn hitti Línu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.