Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 7 #15 NÆTURLÍFI‹ ICELAND REVIEW ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517 askrift@icelandreview.com HVERS VEGNA ÍSLAND? 40 ÁSTÆ‹UR ERLENDAR kannanir sýna að á bilinu 3–5% af öldruðum einstakling- um telja sig hafa orðið fyrir ein- hverskonar ofbeldi, andlegu, líkam- legu eða fjárhagslegu ofbeldi eða vanrækslu. Þó að rannsóknir hér á landi vanti er engin ástæða til að halda að hlut- fallið sé miklu öðruvísi hér á landi, segir Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Ólafur flytur erindi á ráðstefnu um ofbeldi gegn öldruð- um sem fara mun fram á vegum Öldrunarfræðafélags Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands á fimmtudag. „Þetta er efni sem er, eðli málsins samkvæmt, mjög viðkvæmt, segir Ólafur. „Það sem við erum aðallega að horfa til er að opna umræðuna og benda fólki á að þessi vandamál séu líka til hér á Íslandi. Þau eru því mið- ur algengari en almenningur held- ur.“ Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni verða t.d. Bridget Penhale, breskur sérfræðingur í ofbeldi gegn öldruð- um, Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra, Páll Skúlason háskólarektor og Gunnleifur Kjartansson, frá efna- hagsbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík. Aldraðir eru viðkvæmur hópur, segir Sigríður Jónsdóttir, formaður Öldrunarfræðafélags Íslands. Hún segir ofbeldi gegn öldruðum birtast á mismunandi hátt, t.d. sem andlegt ofbeldi, líkamlegt ofbeldi, fjárhags- legt ofbeldi eða vanrækslu. Á ráð- stefnunni verða allar hliðar málsins reifaðar. Ráðstefnan er hugsuð fyrir almenning jafnt sem fagfólk og aldr- aðir sérstaklega velkomnir. Ráðstefna um ofbeldi gegn öldruðum 3–5% aldraðra telja sig beitt ofbeldi ÖRYGGISRÁÐ Femínista- félags Íslands hélt tónleika í Hlaðvarpanum í síðustu viku til styrktar Kristínarsjóði sem er sjóður á vegum Stígamóta helg- aður baráttunni gegn vændi. Að sögn Hildar Fjólu Antonsdótt- ur, eins skipuleggjenda tón- leikanna, gengu tónleikarnir vonum framar. „Þarna komu fram margir góðir listamenn sem vildu leggja málefninu lið. Stemmningin var mjög góð og fagnaði salurinn því að vændisfrumvarpið svokallaða sé komið inn í nefnd á Alþingi.“ Að sögn Hildar Fjólu halda Stígamót utan um Kristínarsjóð en hann var stofnaður til minn- ingar um unga konu sem opnaði augu þjóðarinnar fyrir alvar- leika vændis á Íslandi. „Hún var mjög öflug í að tala við fjölmiðla og rannsakendur. Hún var með- al annars eitt aðalvitni vændis- skýrslunnar en hún svipti sig lífi stuttu eftir útkomu hennar. Stígamótakonur ákváðu að láta dauða hennar ekki vera til einskis og stofnuðu þennan sjóð,“ segir Hildur Fjóla. Styrktu Kristínar- sjóð með tónleika- haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.