Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 15 *+ # ,- !%" #  $&  .  /     %$                      !     "      #  $   $        $ % &      %!    ' !      (           ' !) *    $    $   )          * (   $ (        ($            +    " %     (             , ! !   "  #  ! $  % #   " &     0(, * 1 2(&& - )       & . /  . ) & 0)    1  2/  ,34 '     (  " )     * +    "      , * # 3 4  * # 3 ( & 5  $ & 1    $    6   2  $   & 7 )  +  %8 8 ,394         5 1 (& 4 ! ( &  %  .    ,39 :  5 ,3934 -  .      5  4 6%7$% " ( &  !  ";<< 2 ,49, -        8#3 !  9 #+  ( &    8      1   ,49 = $  (      ;   )          %  " :%    ,49&    >             !"# )))% !  ;%!    ;    &!!%   %$;,< Spurning: Ágæti læknir, mig langar að biðja þig að svara þessum spurn- ingum fyrir mig. Nýlega fékk ég að vita að ég þyrfti að gangast undir að- gerð vegna þrengsla í mænugöngum, sem þrýsti á mænuna. Þetta veldur mér miklum óþægindum, verkjum og þrýstingi á þvagblöðru og endaþarm. Er hægt að laga þetta, hvernig aðgerð er þetta, er þetta erfið aðgerð og hvernig eru batahorfur? Hver er hættan eftir á? Með þakklæti, 76 ára spyrjandi. Svar: Það sem spyrjandi lýsir er að líkindum það sem kallast brjósklos í hrygg en aðrar sjaldgæfari ástæður eru einnig hugsanlegar. Hjá ein- staklingum sem eru yngri en 40–50 ára eru þursabit og brjósklos algeng- ustu ástæðurnar fyrir bakverkjum en með hækkandi aldri aukast smám saman líkur á öðrum ástæðum eins og t.d. sjúkdómum í liðum, beinþynn- ingu og illkynja meinum. Til sjúk- dómsgreininga er m.a. beitt háþró- aðri tækni eins og sneiðmyndatöku og segulómun en þrátt fyrir slíka tækni er stundum erfitt að fá örugga greiningu. Brjósklos í hrygg er oftast í mjóbaki en getur einnig orðið í háls- hrygg og einstaka sinnum í brjóst- hrygg. Ein algengasta ástæðan fyrir skyndilegum bakverkjum er talin vera tognun í hryggvöðvum eða hryggsinum. Þegar slíkt gerist er það oft kallað þursabit (hexeskud eða lumbago á erlendum málum). Talið er að um 2–3% þeirra sem fá bakverki séu með brjósklos og sumir þeirra fá einkenni um þrýsting á taug. Á milli hryggjarliðanna er mjúkur þófi sem situr í sinahulstri og dempar högg- in sem verða á hryggsúluna t.d. við gang. Það getur einstaka sinnum gerst að rof komi á þetta sina- hulstur og hluti þófans pressist þar út, þetta er kallað brjósklos. Í hryggnum sjálfum gefur brjósklos svipuð óþægindi og venjulegt þursa- bit. Sá hluti þófans sem pressast út frá hryggsúlunni nær stundum að þrýsta á taugastofna sem ganga út frá mænunni eða jafnvel á mænuna sjálfa. Þessir taugastofnar flytja bæði skyn- og hreyfitaugar og þrýstingur á þær getur því valdið dofa í húð og máttleysi í vöðvum. Þegar slíkt gerist leiðir verkinn úr mjóbakinu og niður í rasskinn, læri eða kálfa. Einungis um 1% af bakverkjum gefa einkenni um þrýsting á taug, það gerist langoftast í mjóbaki og er stundum kallað þjó- tak (sciatica eða ischias á erlendum málum). Ef brjósklosið verður í háls- hrygg getur það valdið þrýstingi á taugar þar með einkennum út í hand- leggi. Brjósklos neðst í mjóbaki getur valdið þrýstingi á mænuna sjálfa eða taugastofna sem ganga niður úr mænunni (mænutagl) með óþæg- indum í þvagblöðru og endaþarmi. Meðferð á brjósklosi sem hefur engin teljandi áhrif á taugar byggist á hóflegri hvíld (sjúklingar eiga að hreyfa sig eins mikið og þeir geta), verkjalyfjum, meðferð hjá sjúkra- þjálfara eða hnykkjara og síðan al- mennri líkamsþjálfun. Ef þetta dugir ekki eða ef einkennin eru mikil með dofa, máttleysi í vöðvum eða einkenn- um frá þvagblöðru og endaþarmi þarf að íhuga skurðaðgerð. Skurðaðgerðin felst í því að fjarlægja þann hluta þóf- ans sem hefur pressast út í gegnum rifu á sinahulstrinu milli hryggjarliða. Þessi aðgerð er ekki einföld vegna þröngrar aðkomu og nálægðar tauga og mænu en hún er einungis fram- kvæmd af vönu fólki og gengur venjulega vel. Eftir aðgerðina hefst endurhæfing sem tekur mislangan tíma eftir aðstæðum. Ef dofi og mátt- leysi í vöðvum er til staðar getur tekið marga mánuði fyrir það að hverfa. Batahorfur eru venjulega mjög góð- ar. Til að minnka hættu á end- urteknum bakvandamálum er mik- ilvægt að fólk stundi hæfilega líkamsrækt og beiti líkamanum á réttan hátt. Hvað er brjósklos?  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Heilsa. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com.  MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Talið er að um 2–3% þeirra sem fá bakverki séu með brjósklos. konur, sem líkjast dæmigerðum klámmyndaleikkonum,“ segir Val- entino. Ekki er ólíklegt að þessum gamalreyndu tískuhönnuðum hafi ofboðið þegar sýningarstúlka fyrir Christian Dior sýndi gyllta hand- tösku, íklædd einungis svörtu bíkíní af allra smæstu gerð á tískusýningu í síðasta mánuði. Fendi segir að nú sé svo komið að ungar stúlkur á Ítal- íu séu haldnar þeim ranghug- myndum að því meira sem þær sýni af holdi þeim mun kynþokkafyllri séu þær. Fendi og skoðanasystkini hennar telja að öll þessi nekt á tískusýningum helgist af baráttu tískuhönnuða við að ná athygli rit- stjóra tískutímaritanna. Tískusýn- ingar séu því að verða hálfgerð skemmtiatriði fyrir fjölmiðla og fatnaðurinn hafi lítið hagnýtt gildi. Til dæmis er ekki líklegt að marg- ar væntanlegar brúðir velji brúð- Nokkrir málsmetandi, ítalskirtískufrömuðir gagnrýnaaukna tilhneigingu kollega sinna víða um heim til að sýna ber brjóst og bossa fyrirsætna á tískusýningarpöllunum. Giorgio Armani kvartar yfir að varla sé hægt að kynna nýja tösku án þess að ber bossi fylgi með. Ekki minni spá- menn en Valentino Garavani og Carla Fendi taka í sama streng. Þau segja að bert hold hafi að vísu alltaf þótt partur af glamúrnum á tísku- sýningum, en nú sé svo komið að tiltækið sé lítillækkandi fyrir tískuiðnaðinn í heild og sýningarnar séu orðnar klúrar en ekki kyn- þokkafullar eins og eflaust sé mein- ingin. „Tískan er óðum að endurspegla arkjól eftir Jean-Paul Gaultier, sem er þannig í sniðinu að hálfur rassinn blasir við. Eða að konum hugnist al- mennt vel að ganga í fjólubláum G-strengsnærbuxum und- ir níðþröngum, nánast gagnsæjum pilsum eins og John Galliano sýndi á tískusýningu fyrr á árinu. Einnig er umdeilt hvort klæðnaður með gagnsæju fram- stykki, sem Emanuel Ungaro kynnti sem þægilegan hversdagsklæðnað, verði vinsæll hjá konum. En nefndir tískukappar eru ekki þeir einu sem hampa beru holdi, því Dolce & Cabbana og fleiri, eru einnig sagðir skilja æ minna eftir fyrir ímynd- unaraflið. Tískuskýrendur benda á að tísku- sýningar séu í vaxandi mæli að fjar- lægjast raunveruleikann og aðeins 20% flíkanna, sem þar eru sýndar, fari í sölu. Þeir skella þó ekki skuld- inni að öllu leyti á æ efnisrýrari flík- ur, heldur segja tískuhönn- uði reyna að vekja á sér athygli með á stundum stórfurðulegri og fárán- legri samsuðu. Tískuhönnuðir í íhalds- samari kantinum hafa opinberlega velt því upp hver sé tilgangur tísku- sýninga, þar sem sýndar eru óklæði- legar flíkur í tvenns konar skilningi. Leiðarljós þeirra hefur verið að sýna nýtilegar flíkur, en andstæð- ingar þessara skoðana, t.d. Domen- ico Dolce hjá Dolce Gabbana, segja að tískusýningar snúist fyrst og fremst um sköpunargáfu en ekki hvort flíkurnar seljist í verslunum.  TÍSKA Reuters Brúðar- múndering: Sköpunarverk Jean-Paul Gaultier. Óklæðilegar flíkur Fyrirsætur eins og klámmynda- leikkonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.